Þjóðviljinn - 19.10.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1958, Síða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagnr 19. október 1958 -.— ■ —■ Haraldur Jóhannsson, hagíræðingur: Fráhvarfið frá stöðvunarstefnunni Haustið 1957 þótti sýnt að gera yrði bráðfega nýjar ráð- stafanir til að afla aukins fjár til ríkisins og útflutningsat- vinnuveganna á komandi ári. Viðræður hófust þá milli stjómarflokkanna um, hvernig fjár þessa skyldi aflað. Nefnd fimm hagfræðinga,*) sem tekið hafði að koma saman þá um haustið, var í desember falið að gera áætlun um fjárþörfina og tillögur um fjáröflunarleið- ir. f grein þessari verður skýrt stuttlega frá álitgerðum, sem hagfræðinganefnd þessi sendi til ríkisstjómarinnar um þessi efni og samningaviðræðum, sem voru undanfari setningar nýju laganna „um útflutningssjóð o. ) Nefnd þesari hafði verið fal- ið að gera nokkrar athuganir á eínahagsmáiunum fyrir rikis- stjómina. Formaður nefndar- innar var Jónas Haralz hag- fræðingur, sem bar hita og [>unga af störfum nefndarinnar. fl.“ frá 29. mai 1958 **). Að undanteknu yfirlitinu um tekjur Útflutningssjóðs á árs- grundvelli samkvæmt nýju lög- unum um starfsemi hans, mun atlur sá fróðleikur, ^em birtur er í grein þessari, hafa birzt í ýmsum málgögnum, þótt hann muni ekki áður hafa verið dreginn saman á einn stað. Aukin fjáröflun 1957 Fyrsta viðfangsefni nefndar- innar á þessu sviði var að meta óinnheimt gjöld sam- kvæmt lögunum ,,um útflutn- ingssjóð o. fl.“ vegna tímabils- ins 23. desember 1956 — ’31. desémber 1957 og áætlá heild- artekjur fyrir þetta tímabil. Niðurstaða nefndarinnar er sýnd í töflu I. Aukin skattheimta samkvæmt þessu yfirliti nam 189,3 mill- jónum króna. Aukning skatta- **) Rás atburðanna, sem sagt er frá, verður ekki alveg fylgt, þar eð Þá yrði niðurskipun efn- isins í óskipulegra lagi. byrðarinnar var þó nokkru minni. Meðalkaupgreiðsluvísi- talan 1957 hækkaði um 2,66 stig fyrir áhrif verðhækkana, sem stöfuðu af fjáröfluninni sjálfri. Gizkað hefur verið á, — án nokkurrar athugunar að vísu, —• að hvert stig, sem kaup- greiðsluvísitalan hækki, orsaki 20 milljón króna hækkun í launagreiðslum í landinu. í kjölfar hækkunar kaupgreiðslu- vísitölunnar um 2,66 stig hef- ur þannig komið launahækk- un alls að upphæð 53,2 milljón- ir króna. Aukning skattheimt- unnar vegna þessarar fjáröfl- unar til útflutningsatvinnuveg- anna og ríkisins hefur þannig numið um það bil 136 milljón- um króna. Þess ber þó að gæta, að þessi fjáröflun hefur án efa ýtt undir ýmsar kaupkröfur, sem orðið var við. Aukin fjárþörf ríkisins og útflutningsatvinnuvegaiiina 1958 Næsta viðfangsefni nefndar- innar var að athuga fjárþörf rikissjóðs og útflutnjngssjóðs. Niðurstaða nefndarinnar er sýnd í töflu II. —j Samkvæmt þessu yfjrliti vantaði í rikissjóð 99 milljónir króna og í Útflutningssjóð 93 milljónir króna, eða samtals 192 milljónir króna. Öll kurl voru þó ekki komin til grafar. í yfirliti þessu hafði ekki verið tekið tillit til þeirra fjárþarfa sementsverksmiðjunn- ar og Sogsvirkjunarinnar á ár- inu 1958, sem virtist þurfa að leysa með greiðslum úr ríkis- sjóði, Fjárþörf þessi nam um 12 milljónum króna. Ennfremur hafði ekki verið tekið tillit til, að auka þyrfti framlög til tog- araútgerðarinnar um 14 mill- jónir króna, að talið var, svo að hún nyti svipaðra kjara og aðrar greinar sjávarútvegsins. Þá þurfti að auki að hefja greiðslu verðbóta á útfluttar hvalafurðir, sennilega að upp- hæð 5 milljónir króna. Álitsgerð um þessi efni var sendi rikisstjóminni 7. febrúar 1958. VefnaðarvöruíT, Fatnaður Herravörur Skór Butterick-snið Matvörur Hreinlœtisvöruf Kjötvörur Landbúnaðarafurðir mmi 1 • ; <6x',;.viay\ Neðsta hæð Búsáhöld Heimilistæki Járnvörur Verkfæri AUSTURSTRÆTI iísMimm Afstaða stjórnarflokkanna Um þetta leyti í febrúar 1958, var afstaða stjórnarflokkanna óbreytt frá því, sem verið hafði snemma vetrar. Alþýðubandalagið leit svo á, að ekki væri tímabært að breyta þvi fyrirkomulagi, sem haft var um greiðslu framlag- anna til útflutningsatvinnuveg- anna. Höfuðþættir þessa fyrir- komulags voru tveir. Á hverja vörutegund voru greiddar þær verðbætur, sem nauðsynlegar voru taldar, til að framleiðsla hennar bæri sig. Engin gjöld voru lögð á rekstrarvörur sjáv- arútvegs og landbúnaðar. Al- þýðubandalagið lagði til, að sem fyrr yrði nýrra tekna afl- að að mestu leyti með gjöldum á innflutningi og að nokkru leyti með annarri skattlagn- ingu. Alþýðuflokkurinn vildi brej'ta fyrix-komulagi greiðslna verð- bótanna til útflutningsatvinnu- veganna, Hann gerði það að til- lögu sinni, að verðbætur á út- fluttar vörur væru allar jafn háar, en tekna yrði aflað með svipuðum hætti og verið hefði. Framsóknarflokkurinn kvað svo lengi hafa verið stuðzt við bráðabii'gðaúrræði um lausn f járöflunarvandamála ríkisins og útflutningsatvinnuveganna, að mál væri komið til að finna varanlega lausn þeirra. Fyrir- komulagið, sem. í gxldi væri um greiðslu útflutningsuppbóta hefði óheppileg áhrif á starf- rækslu og þróun sjávarútvegs- ins. ívilnanir um innflutning rekstrarvara sjávarútvegs og landbúnaðar ýttu undir bruðl með gjaldeyri. Skapa yrði út- flutningsatvinnuvegunum skil- yrði til að starfa án uppbóta, hvemig sem þeim væri fyrþr komið. Eina leiðin að þessu marki væri að fella gengi klón- unnar. Eftir nokki’ar viðræður um fjárþörf rikissjóðs og útflutn- ingssjóðs var hagfræðinga- nefndinni faljð að gera tillögur um fjáröflun samkvæmt þess- um þremur leiðum, millifærslu- leið Alþýðubandalagsins; eins kaupgengis, og margra sölu- gengja Alþýðuflokksins; geng- islækkunarleið Framsóknar- flokksins. Aukin miHifærsla Hagfi’æðinganefndin gerði til- lögur um nýja tekjuöflun, að upphæð 155,5 milljónir króna, 200 milljónir króna og 250 milljónir króna. Tillagan um tekjuöflunina að upphæð 155,5 milljónir króna er sýnd í töflu III. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn gerðu þá at- hugasemd við þessar tillögur, að vafasamt væri, að innheimt yrðu gjöld á innfluttum skip- um og á fjárfestingu í eins rík- um mæli og hér væri treyst á. Tillögurnar um fjáröfiun að upphæð 200 milljónir króna eru sýndar i töflu IV. Alþýðubandalagið leit svo á, að heppilegra væri til varan- legs árangurs með tilliti til á- hrifanna á kaupgreiðsluvísitöl- una að hækka minna lágu innflutningsgjöldin en hækka meira háu innflutningsgjöldin en hér væri gert ráð fyrir. Eitt kaupgengi, þrjú sölugengi í álitsgerð hagfræðinganefnd- ai’innar var miðað við, að all- ur erlendur gjaldeyrir, sem skilað yrði fyrir vöruútflutning yrði keyptur á 87% hærra verði en skráð gengi segði til um. Aftur á móti yrði tekna aflað nieð þi’enns konar innflutnings- gjöldum. Gengislækkun Þegar gengislækkun er at- huguð sem leið út úr fjáröflun- arvandræðum ríkisins og út- flutningsatvinnuveganna, þarf í upphafi að ganga úr skugga um, hve mjög þurfi að hækka kaupverð erlends gjaldeyris til að ú tffílu)! nin g<iii t vir^n u vegi rjn ir beri sig. Um það var niður- staða nefndarinnar á þessa leið: Uppbæturnar einar, sem greiddar voru á bátafisk, 'jafn- giltu því, ,að verð erlends gjald- eyris hækkaði um 58%. En ef tekið væri jafnfi’amt ttllit til þeirra ívilnana, sem sjávar- útvegurinn nyti um innílutn- ing rekstrarvara, þyrfti kaup- verð erlends gjaldeyris að hækka iim 87%. Við þetta gengi bæru sjómenn, útgei’ðar- menn og vinnslustöðvar sömu krónutölu úr býtum og þðir gerðu fyrir gengisbreytinguna. Hins vegar þyrfti kaupverð er- lends gjaldeyris að hækka um 74% til þess að afkoma togar- anna héldist óbreytt við niður- fe'.lingu dagstyrkja og innflutn- ingsívilnana. Meðalverðbætur á síldarafurðir voru áætlaðar s.vara til 33°/p verðhækkunar erlends gjaldeyris. Þorskveiðar bátanna vom taldar vera svo stór hluti út- flutningsframleiðslunnar, að gengisskráningu Þyrfti öðru fremur að miða við þarfir þeirra. En þótt sú 87% hækk- un kaupverðs erlends gjaldeyr- is, sem hér að ofan var talin gefa bátaútvegnum sömu krónutölu í aðra hönd og upp- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.