Þjóðviljinn - 18.11.1958, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 18. nóvember 1958
N< bók:
Höfundur Njálu
tJt eru komnar í stórri og veglegri bók hinar gagn-
merku ritgerðir Barða Guðmundssonar um Njálu
og höfund hennar. Hafa sumar þeirra verið prent-
aðar áður á við og dreif í blöðum og tímaritum, en
aðrar birtast hér í fyrsta sinn.
Skúli Þórðarson magister og Stefán Pétursson þjóð-
skjalavörður hafa búið bókina til prentunar. Ritar
Stefán fróðlegan inngang um ikenningar Barða.
DBók þessi mun vafalaust vekja mikla athygli og
umræður. Var Njála skrifuð í Arnarbæli í Ölfusi?
Var Þorvarður Þórarinsson höfundur hennar? Er
söguhetjunum fengið gervi samtímafólks Þorvarðs
og við þær tengd atvik, sem gerðust á Sturlungaöld?
Þannig munu menn spyrja, þegar bók Barða um
þetta efni ber á góma, og um þetta munu menn
deila.
Verð kr. 135,00 ób., 185,00 í rexínbandi og 220,00 i
skinnbanili,
Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs
fá 20% afslátt frá útsöluverði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og þjóðvinafélagsins
Sendisvelnn
Olíkur vantar sendisvein nú þegar.
Vinnutími frá kl. 7.30 — 12 f.h.
ÞJÓÐVILJINN
Skólavörðustúg 19 — Sími 17500.
Bótagreiðslur má
hækka, hækki kaup
Stjórnarfrumvarp um breytingar á atvinnu-
leysistryggingalögunum lagt fram
Stiórnarfrumvarp var lagt fram á Alþingi í gær um
breytingar á lögunum um atvinnuleysistryg'g'ingar. Er
frumvarpiö um framkvæmdaatriði og flutt í samráði viö
stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs. Athyglisverðasta
atriðið er heimild til hækkunar bótagreiðslna til sam-
ræmis við kauphækkanir.
Var frumvarpið á dagskrá efri deildar í gær, en um-
ræðunni var frestað þar til í dag.
Frumvarpið er þannig:
1. gr.
5. gr. orðist svo:
Atvinnurekandi skal greiða
iðgjald til atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs. að upphæð kr. 4,88
miðað við vinnuviku, unna í
þjónustu hans. Nú verður breyt
ing á grunnkaupi Dagsbrúnar-
verkamanns í almennrj dag-
vinnu og breytist þá iðgjaldið
um næstu áramót í samræmi
við það. Við ákvörðun iðgjalds-
ins skal miðað við meðaltals-
grunnkaup Dagsbrúnarverka-
manns Í! almennri dagvinnu á
síðastliðnu ári. Iðgjald þetta
skal greiða með vísitöluálagi,
samkvæmt meðalvísitölu þeirri,
sem umrætt kaup hefur verið
greitt eftir árið á undan.
Sé um tímavinnu að ræða,
teljast 48 stundir í viku, en
brot úr viku telst heil vika.
2. gr.
Við 1. mgr. 18. gr. bætist:
Nú breytist grunnkaup Dags-
brúnarverkamanns í almennri
dagvinnu og er þá ráðherra
heimilt að fengnum tillögum
stjómar atvinnuleysistrygginga
sjóðs, að breyta upphæðum
bóta samkvæmt lögum þessum
í samræmi við það.
3. gr.
Frestur sá til endurskoðunar
á lögunum, sem settur er í 22.
gr. framlengist um tvö ár.
Þessar athugasemndir fylgja
frumvarpinu:
Frumvarpið hefur verið sam-
ið í samráði við stjórn atvinnu-
leysistryggingasjóðs, en meðal
annars eiga þar sæti fulltrúar
verkalýð^samtakanna og at-
vinnurekenda. Sjóðsstjórnin
hefur tjáð sig samþykka því,
að frumvarp þetta verði að
lögum.
Um 1. gr.
í 5. gr. laga nr. 29 7. apríl
1956, um atvinnuleysistrygg-
ingar, segir m.a. svo: „Verði
breyting á grunnlcaupi Dags-
brúnarverkamanns í almennri
dagvinnu, breytist iðgjaldið í
samræmi við það.“ Á þessu ári
hefur umrætt grunnkaup hækk-
að tvisvar sinnum eða 1. júní
sl. og síðast í september. Við
álagningu iðgjalda á næsta ári
verður þá að liggja fyrir upp-
gjöf á launagreiðslum atvinnu-
rekenda í þrennu lagi, fyrir
tlmabilið 1. janúar til 31. maí
1, júní til síðast ’í september og
síðast í september til 31. des-
ember. Slík aðgreining er
nærri því óframkvæmanleg fyr-
ir atvinnurekendur og skatta-
yfirvöld, svo að nauðsynlegt er
að breyta ákvæðum greinar-
innar. í greininni segir, að ið-
gjald skuli greitt með vísitölu-
álagi, samkvæmt meðalvísitölu
þeirri, sem umrætt kaup hef-
ur verið greitt eftir árið á
undan. I samræmi við þetta er
hér lagt til, að við ákvörðun
iðgjaldsins, skuli miðað við
meðaltalsgrunnkaup Dagsbrún-
arverkamanns í almennri dag-
vinnu á síðastliðnu ári. Dæmi
til skýringar: Grunnkaup
Dagsbrúnarverkamanns kr.
10.00 fyrir hvern 'klukkutíma
á tímabilinu 1. janúar til 31.
maí, kr. 10.50 á tímabilinu 1.
júní til 30. sept. og kr. 12.00
á tímabilinu 1. október til 31.
desember.
Meðaltalsgrunnkaup verður
þá: (kr. 10.00X5 j-.,kr. 10.50
Framhald af 1. síðu.
kemur einnig glöggt fram í
þessari sömu forustugrein
Morgunblaðsins, en þar segir
svo á öðrum stað:
„íslendingar finna og skilja
hvað hér er í veði og allir aðr-
ir en þeir sem eru liörðustu
Moskvukommúnistar, eins og
það er orðað, hugsa um þetta
mál út frá íslenzku og vest-
rænu sjónarmiði“.
Þetta lífshagsmunamál ís-
lendinga, þetta örlagamál sem
ræður úrslitum um alla fram-
tíð þjóðarinnar, má þannig ekki
meta frá íslenzku sjónarmiði,
heldur „íslenzku og vestrænu",
þ.e. íslenzku og brezku. Engin
„vestræn þjóð“ hefur sem
kunnugt er lýst yfir stuðningi
við ákvarðanir íslendinga, held-
ur eru þær harðvítugustu and-
stæðingar okkar. Samt segir
Morgunblaðið, málgagn Ólafs
Thors, að það séu sjónarmið
þeirra sem eigi að móta af-
drif málsins.
íUvarlegur óvina-
fagnaður
Tillaga Ólafs Thors, eins og
hún er skýrð í málgagni hans,
er svo alvarleg svik við hags-
muni íslendinga að hún jaðrar
við landráð. Á þeim tíma þegar
átökin eru að komast á úr-
slitastig og Bretar eru auð-
sjáanlega mjög uggandi um
sinn hag fyrir vetrarhörkurn-
ar, leggur sjálfur formaður
Sjálfstæðisflokksins til að tekn-
ir verði upp samningar nm
„landhelgismörkin sjálf“ „sjálfa
landhelgis)ínuna“. Hann gerir
þetta á eama tíma og umræð-
ur um landhelgismálin eru að
hefjast í laganefnd allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna, og
þarf ekki að lýsa því hversu
mjög slík framkoma veikir að-
stöðu fulltrúa okkar þar og
styrkir málflutning andstæð-
inga okkar. Og ekki þarf að
Iýsa því hver áhrif þessi fram-
X4 + kr. 12.00X3) : 12 eða.
kr. 10.67.
Greinin þarfnast ekki nán-
ari skýringa.
Um 2. gr.
Eðlilegt virðist, að hlutfall
bóta og vinnulauna þurfi ekki
að raskast. þó að breyting
verði á vinnulaunum, sbr. og
53. gr. laga nr. 33 29. maí
1958 um Útflutningssjóð o.fl.
Bætur eru ákveðnar i reglu-
gerðum úthlutunarnefnda og
þarf því breytinga á öllum
þessum reglugerðum, ef sam-
ræma skal bætur breytingum á
vinnulaunum nema sérstakt
lagaákvæði komi til. Hér er
því lagt tij, að ráðherra fái
heimild að l^ngnum tillögum
stjórnar atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs til þess að breyta
bótum í samræmi við breyting-
ar á grunnkaupi Dagsbrúnar-
verkamanns í almennri dag-
vinnu.
Um 3. gr.
Eigi þykir fengin ‘ ‘' næg
reynsla enn af lögunum um at-
vinnulej'sistryggingar til þess,
að henpilegt sé, að hefja nú
gagngerða endurskoðun á þeim.
Það er því lagt til að frestur
til endurskoðunarinnar verði
lengdur um tvö ár, eða til árs-
ins 1960.
koma muni hafa á sjóhernað
Breta hér við land:
þeir líta á undanhaldstillög-
ur Ólafs Thors scm beinan
árangur af ofbeldisverkum
sínum og mimu að sjálf-
sögðu álykta sem svo að
með sama áframhaldi og
auknum fantaskap muni þeir
ná enn betri árangri. Ekkert
er hættulegra lífi íslenzkra
sjómanna en sú skoðun
Breta að hægt sé að beygja
Islendinga með ofbeldi.
Því er það lífsnauðsyn að ís-
lenzka þjóðin kveði þegar !
stað niður uppgjafarhugmynd-
ir Ólafs Thors og isýni Bretum
í verki að það verður ekki
hvikað frá 12 mílna mörkun-
um, um landhelgina verður
aldrei samið. Við Breta eigum
við það eitt vantalað að kæra
þá á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna og sækja þá til
þyngstu ábyrgðar fyrir óhæfu-
verk sín.
Kvikmynd af
nýrri rækjupillu-
vél \
Isafirði. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Bergsteinn Bergsteinsson
fiskimatsstjóri sýndi hér kvik-
mynd í vikunni af því hvem-
ig nýja rækjupilluvélin vinnur,
en hann fór til Noregs fyrir
aðra rækjuverksmiðjuna hér á
ísafirði til að kynna sér þetta
mál.
Á eftir sýningu myndarinnar
urðu nokkrar umræður um
málið og komu fram mjög skift
ar skoðanir á því hvort hag-
stætt mymdi að nota slíka vél
hér, einkum með tilliti til þess
hvað rækjumagnið er lítið.
Rækjuveiðar eru nú stundað-
ar hér af fullum krafti.
Morgunblaðið játar i