Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 3
Laug,vrdagur 22. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Frá húsakynnum verzlunarinnar Sllfcðarfells á Akranesi. Verzlunin Staðarfell á Akranesi Oytiir í ny húsakynni Akranesi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Verzlun þessi sem er bús- áh'alda- og rafmagnsvöruverzl- un, var stofnsett af Elíasi Guð- jonssyni kaupmanni hér á Akranesi árið 1945, eða fyrir 13 árum í húsinu Kirkjubraut 1, en það er fremur lítið hús- inu Kirkjubraut 1, en það er fremur lítið húsnæði fyrir jafn umfangsmikla verzlun. Verzlun þessi flytur nú í nýtt húsnæði við Kirkjubraut 2, í eignarhluta stórhýsis Þor- Bandarískurfyrir- lesarivænfanlegur geirs Jósefssonar forstjóra, — en hús þetta stendur við aðal- torg bæjarins og er verzlunin á neðstu hæð hússins. Gólfflötur verzlunarinnar er 65 ferm. bylgjuplastþakið loft, með flórusentlýsingu á bakvið., Tvær liliðar verzlunarinnar, er samfelld gluggaröð, sem vísar út að tveim mestu umferða- götum bæjarins. Búnaður all- ur, litir og lýsing, bera vott um smekkvísi. Innréttingu verzlunarinnar hefur Benedikt Hermannsson smíðað, rafmagnslögn og iýs- ingu hefur Ármann Ármanns- son séð um, en málningarvinnu þeir Sighvatur Bjarnason, Ás- mundur Guömundssop gg Hall- ur Bjarnason. Athúgasemd frá framleiðsluráði í dagblöðunum í dag er fréttatilkynning frá fulltrúum neytenda í Verðlagsnefnd landbúnaðarvara. Er þar skýrt frá þeirri ákvörðun þeirra að höfða mál á Framleiðsluráðið út af verðlagningu kindakjöts- ins á innlendum markaði nú í haust. og smásölu til þess að bændur geti fengið það verð sem í grundvellinum felst. Fram- leiðslurá^ landbúnaðarins telur sig því, á þessu hausti eins og á undanförnum árum, aðeins hafa gjört það sem því bar Framhald á 9. síðu. Einn af kiiniiustu o,g snjöll- ustu fyrirlesurum Bantlaríkj- anna, dr. John H. Furbay, er væntanlegur til Reykjavíkur um helgina, en hingað kem- ur hann á vegum Íslenzk-Am- eríslta félagsins. Hann mun halda hér nokkra fyrirlestra — þann fyrsta fyr- ir almenning n.k. sunnudag, 25. nóvember, kl. 2,30 e.h. í Tjarnarkaffi, og er öllum heim- ill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. Dr. Furbay hefur verið kall- aður „America’s Non-Stop Airborne Orator“, og má segja að það sé orð að sönnu, því ekki alls fyrir löngu hélt hann 66 fyrirlestra á 65 dögum í 25 löndum. Umræðuefni dr. Furbay n.k. sunnudag verður: „The Air Age — the Global Age“, en fáir eru taldir færari en hann að ræða þessi tíma- bæru mál af raunsæi og þekk- ingu. Dr. Furbay hefur flutt er- indi um þessi mál á ýmsum alþjóðaráðstefnum, og má þar nefna „Amsterdam World Con- ference on Federal World Gov- ernment", „the Oxford Uni- versity World Conference of the Society of Friends" og á UNESCO ráðstefnunum í Beir- ut og Mexico City. í erindum sínum leitast dr. Furbay við að skyggnast með áheyrendum inn í öld flugsins og hraðans, sem grípur svo áþreifanlega inn í allt daglegt líf manna nú til dags. (Frá Íslenzk-Ameríska fé- laginu). Eins og m.a. kemur fram í fréttatilkynningu þessari á verðlag landbúnaðarvara innan- lands að miðast Við það að þeir sem la.ndbúnað stunda eigi að fá tekjur er séu í „sem nánustu samræmi við heildar- tekjur annarra vinnandi stétta“. Nú er það vitað að nokkur hlutj landbúnaðarfram- leiðslunnar selst ekki innan- lands en er fluttur úr landi og seldur þar langt neðan við það verð sem hér er ákveðið. Á meðan þessu hagar svo til, geta bændur því aldrei fengið „sambærilegar tekjur“ og aðrar vinnandi stéttir, nema með því að verðjafna milli inn- lenda og erlenda markaðsins. Enda hefur það oftast verið framkvæmt þannig í einu eða öðru formi, síðan afurðasölu- lögin voru sett árið 1934. Það hefur komið fram í sum- um blaðaumræðum, þó það standi hvergi í blaðatilkynning- um þremenninganna, að fram- leiðsluráð landbúnaðarins hafi brotið samkomulag sem gert hafi verið við fulltrúa neyt- enda um verð á landbúnaðar- vörum nú í haust. Þetta er rangt. Samkvæmt lögum ber fulltrúum neytenda og fram- leiðenda að koma sér saman um verðlagsgrundvöll er tryggi bændum hliðstæðar tekjur við aðrar vinnandi stéttir. Um slík- an grundvöll varð samkomulag í haust. Framleiðsluráðið skipt- ir sicían heildarupphæð grund- vallarins milli afurðaflokka og ákveður hve mikið þurfi að gera fyrir kostnaði í heildsölu Dælustöð Framhald af 12. síðu. Samt hefur vatnsskortur verið tilfinnanlegur í mörgum bæjar- hverfum og hafa sum mátt heita vatnslaus mikinn hluta sólar- hringsins. Arið 1954 skipaði bæjarstjórn- in nefnd til að gera tihögur um aukningu vatnsins, og jafn- framt var Jón Sigurðsson verk- fræðingur ráðinn vatnsveitu- stjóri. I nefndina voru skipaðir Jón Sigurðsson, Rögnvaldur Þor- kelsson verkfræðingur og Guð- mundur H. Guðmundsson, Árið eftir var þeim Rögnvaldi Þor- kelssyni og Þóroddi Sigurðssyni falið að gera tillögur um dæiu- stöð við Gvendarbrunna. Bygg- ing dælustöðvarinnar hófst s.l. vor, og hefur dælustöðin nú ver- ið tekin í notkun. Við það eykst vatnsrennslið um 210 sekúndu- lítra. Dælan er knúin rúmlega 300 ha vél, sem smíðuð var í Austur-Þýzkalandi. Auk hinnar nýju dælustöðvar er nauðsynlegt að byggja nýjan vatnsgeymi, breyta aðalæðum og leggja nýjar æðar, fyrr kemst vatnsveitan ekki í viðunandi lag. Hugmyndin er að byggj 10 þús. rúmmetra vatnsgeymi á „Litlu Öskjuhlíð“. Er áætlað að þessar framkvæmdir kosti um 30 millj. kr. Er þá enn einu sinni ráðgert að nægilegt vatn renni til bæjarins um næstu framtíð. Jón Sigurðsson hefur nú látið af slarfi vatnsveitust.ióra en við þvi tekið Þóroddur Sigurðsson verkfræðingur. Þjéðviljann vantar barn til blaðburðar á Seltjarnarnes og Miklubraut. Talið við aígreiðsluna, sími 17500. Slökkviliðið kallað í Herskélahveríi Síðdegis í gær var slökkviliðið kvatt að skála í Herskólahverfi. Hafði kviknað þar í út frá sóti í eldfæri og urðu skemmdir eng- ar. Getur ekki tryggt heimilisfriðinn? Framhald af 12. síðu. landhelginnar og langri baráttu. Hann benti á að fleiri Atlanz- hafsbandalagsþjóðir en Bretar stunduðu fiskveiðar á íslands- miðum en hefðu engir gripið til slíkra örþrifaráða sem Bretar. Benedikt sagði, að hernaðarað- gerðir Breta myndu engin áhrif hafa á endanlega útkomu máls- ins. en gætu alvarlega skaðað samfélag hinna fr.iálsu þjóða. „Þess vegna skora ég að hina brezku þingmenn að beita áhrif- um sínum til þess að fá þessum tilgangslausu en hættulegu hern- aðaraðgerðum hætt.“ Benedikt sagði að lokum: „Við íslend- ingar höfum gert aðeins það sem við teljum nauðsynlegt til að tryggja afkomu okkar í landi okkar með sínum fáu náttúru- auðlindum. Við höfum barizt fyrir þessu máli á vettvangi al- þjóðastofnana síðap við .urðum fullvalda þjóð fyrir fáum árum. Við trúum. örugglega, að við höfum ekkert gert, sem er and- stætt alþjóðalögum. Við íslend- ingar viljum ekkert frekar en hið vinsamlegasta .samband við nágranna okkar og bandamenn með skilningi á sérstökum vandamálum okkar, og efna- hagslegt samstarf i anda, sem marglýst hefur verið í ræðum og tillögum á þessum fundi.“ Jóhann Hafstein iióf mál sitt á því, að eðiilegt væri og óhjá- kvæmilegt að fiskveiðideilan milli íslendinga og Breta yrði tekin til meðferðar á þingmanna- fundi Atlanzhafsríkjanna. Hann sagði: „Á heimili 15 bræðra mundi það naumast látið af- skiptalaust ef einn stærsti bróð- irinn beitti hinn minnsta valdi til að fá vilja sínum framgengt. Jóhann vék að hinum lagalega rétti íslendinga og sagði í fram- haldi af ■ því. „Það er einnig al- kunna, að hin alveg sérstaka aðstaða Islands, eyríkis, nyrzt í Atlanzhafi með 165 þús. íbúa, senr byggir aila efnahagsafkomu sína á fiskveiðum, hlýtur sí- vaxandi viðurkenningu annarra þjóða. Jóliann spurði: Ilvernig má það vera að meðan við sitjum hér á ráðstefnu 15 ríkja, sem hafa svarizt í fóstbræðralag til þess að varðveita friðinn, bann- færa vopnavaldið í samskiptum þjóða, þá eru brezk herskip að framfylgja málstað Breta með valdi við íslandsstrendur. Nær ekki sáttmáli Atianzhafsbanda- iagsins til bess að varðveita heimilisfriðinn?" Síðan vitnaði Jóhann mjög ít- arlega í þýðingarmestu ákvæði Atlanzhafssáttmálans, þau er rnálið varða, einnig fyrri og síð- ari ályktanir þingmannafunda Atlanzhafsbandalagsins, m. a. þingmannafundar í fyrra, sem gerði ályktun um nauðsyn þess að oftar væru haldnir fundir æðstu manna NATÓs og utan- ríkisráðhe.rra NATO-ríkjanna og að á dagskrá fundanna skyldi vera alvarlegustu viðfangsefni meðlimaríkjanna hverju sinni, sem samheldni hinna vestrænu ríkja stafaði hælta af. Jóhann gerði grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins, að kalla saman fund æðstu manna í þeim tilgangi að hindra valdbeitingu Breta. Hann lauk máli sínu á þessa leið: ,,Á Islandi fara nú í. hönd skammdegismyrkrið og vetrar- harkan. Hinir íslenzku sjómenn hafa ótrauðir hætt lífi sínu á litlum bátum í baráttu við storma myrkur og stórsjóa. En trúið mér þegar ég segi ykkur, að í hug- skoti allra íslendinga hefur nú bætzt ný hætta við hina eilífu hættu, sem fylgir sjósókn á nyrztu miðum, sem vofir yfir lífi og limura íslenzkra sjómanna. Hún stafar af því, að brezk her- skip hindra íslendinga í að fram- iylgja þeim rétti, sem þeir telja ótvíræðan og lífsafkoma þjóðar- innar veltur á að framfxigt verði. Leynum okkur ekki sann- indum, að yfir Atlanzhafsbanda- laginu hvílir óg'nþriijnglnn skuggi, ef nú heldur áfram á íslandsmiðum hinu sama og ver- ið hefur. Hver dagur felur í sér geigvænlega hættu. Það verður að sjá til þess að hernaðarað- gerðum verði hætt þegar í stað í samræmi við efni og anda Atlanzhafssáttmálans11. (Frá utanrikisráðuneytinu) Jónatan Ólafsson Tólfti septcmbcr Atkvæðagreiðslan um vin- sælustu lögin í Danslaga- keppni SKT fór þannig: Gömlu dansarnir: 1. Halló, (Tólfti september) hlaut 696 atkvæði. 2. Land- helgispolki, (Tólfti september) hlaut 532 atkvæði. 3. í Egils- staðaskógi (Þórliallur Stefáns- ánsson) hlaut 46T atkvæði. 4. Við fljúgum (Guðný Richt- er) hlaut 408 atkvæði. 5. Berst til mín vorið hlaut 404 atkvæði. 6. Reykjavíkurpolki hlaut 397 atkvæði. 7. Vængja- þytur hlaut 289 atkvæði. 8. Vciðimannapolki hlaut 280 atkvæði. 9. LoftleiðavaJsiim hlaut 225 atkvæði. Nýju dansarnir: 1. I landheiginni (Jónatan Ólafsson) hlaut 769 atkvæði. 2. Sprett úr spori (Tólfti sept- ember) hlaut 622 atkvæði. 3. Syngdu(Árni ísleifsson) hlaut 575 atkvæði. 4. Liðin vor hlaut 413 atkvæði. 5. 1 Egils- staðasliógi hlaut 299 atkvæði. 6. Sólargeisli á grund hlaut 294 atkvæði. 7. Endurfundir hlaut 254 atkvæði. 8. Minning hlaut 232 atkvæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.