Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 10
t- ** ri *{+A 2)' — ÓSKASTUNDiN ÓSKASTUNDIN — X3 HEYANNIR OG GESTRISNI (Brot úr dagbók sumarið 1958) 27. júní. í morgun vaknaði ég við það að sólin skein inn um gluggann. Rétt eins og hún vildi segja: •Jæja, svo þú ert ekki vöknuð. Eg kiæddi mig í skyndi og fór fram í eldhús. Þar var nærri þvi allt heim- ílisfólkið samankomið og Hann byggði kirkjuna al- geriega á eigin kostnað. Hún var i smíðum í 13 ár, eða frá 1763 til 1776. Hún er hlaðin úr grjóti, sem hann flutti yfir Hóp- ið, þegar það var ísi lagt. Vandaði hann mjög til kirkjunnar, þó sérstak- lega að innan. Svo fór ég með mann- inum upp í kirkju. Hann tók myndir af kirkjunni, meira að segja tvær. Þegar þau ætluðu að fara að stíga upp i bílinn aftur kemur húsfreyjan í dyrn- ar og spurði hvort þau hafi ekki iyst á kaffi og nýbökuðum pönnukökutn. Framhald á 2. síðu. H EIM B O ÐI Ð var að borða morgunmat- inn. Eg gleypti í mig nokkr- ar brauðsneiðar og mjóik- urglas. Síðan var haldið út á tún. Og nú byrjaði vinnan. Léttadrengurin.n settist á dráttarvélina og fcyrjaði að snúa öllurn .,flekkjunum“. Eg „ók mér hrífu í hönd og fót að raka smáslæðing, sem var hér og þar á túninu. Aður en varði var komið hádegi. Og ég varð að fara heim og hjálpa hús- freyjunni að búa til mat- inn. Klukkan hálf eitt var maturinn tilbúinn. Allir flýttu sér að borða til þess að geta komist út aftur til vinnun’nar. En ég mátti gera svo vel að vera inni við að þvo upp og ganga frá! Loks þegar ég var búin að ganga frá öllu veit ég ekki fyrri til en bankað er á útihurð- ína. Það var reykvískur maður ásamt fjölskyldu sinni, og hann bað mig eð sýna sér kirkjuna. Þessa kirkju fcyggði Ásgeir Einarsson, sem var bóndi á staðnum. Framhald af 4 síðu gerði mikinn byl, svo ég varð að haida í skottið á hundinum svo ég týndi honum ekki. En hann skilaði mér líka heim, bless- aður. (Síminn hringir, ITanna fer út). E: Eigum við að koma að fela hlut? B: Jú, við skuium gera það, við getum falið fingurbjörgina hennar frænku, hérna er hún. S: Má ég .fela fyrst? B: Já, hérna er fingur- björgin (Edda og Birna fara). S: (lítur í kringum sig, sér hiliu hjá gluggan- um, ætlar að láta fingurbjörgina þar en rekur hendina í blóma- pott sem dettur á g'ólf- ið og brotnar). H: (kemur inn) Hvað er þetta, ertu búin að brjóta blómapottinn? (Edda og Birna koma inn). S: (snöktandi) Ó ég ætl- aði ekki að brjóta hann, ég rak bara hendina óvart í hann. H: Birna, farðu fram í eldhús og náðu í sóp og skúffu. S: Fyr'irgefðu, ég ætlaði alls ekki að gera þetta, mér þykir þetta svo leiðinlegt. H: Eg á annan blóma- pott svo þetta gerir ekki svo mikið til. B: (kemur inn með sóp og skúffu fer að sópa uþp bfotuntilhr E: Jæja, Stína, nú verð- um við að fara heim, við máttum ekki vera iengi og við verðum nokkuð lengi á leið- inni heim. B: Viljið þið ekki vera . pínulítið lengur? E: Nei, nú verðum við að fara, mamma sagði að við mættum ekki vera lengi. B: Jæja þá. H: Verið þið sælar stúlk- ur mínar, komið þið einhverntíma seinna. S: Þakka þér fyrir. E og S: Verið-þið sælar. B: Bless, ég hitti ykkur bráðum aftur. Pétur Sumarliðason; Stolizt í róður • Annar dagur. í huganum fylgdi dreng- urinn föður sinum i.il skips. Hann hreiðraði um sig undir sænginni, lokaði augunum og sá fyrir sér föður sinn, þar sem hann fór suður götuna. Faðir hans var vélamaður á bátnum. Hann var líka langfljótasti beitninga- maðurinn í þorpinu. Drengurinn gat staðið tímunum saman og horft á föður sinn — þegar hann var að beita — hann stóð og fylgdist með og lærði hverja hreyfingu — mat hraða hennar við það, hvað hann myndi geta, ef hann reyndi. — Einhverntíma ætlaði hann að verða fijp)tásti beitningamaður-. inn í þorpinu. Nú var faðir hans kom- inn um borð og farinn að hita upp vélina. Stamp- arnir skullu á dekkinu og karlarnir voru hávaða- samir og ráku á eftir hver öðrum. Drengurinn þekkti þetta allt. Því einu sinni hafði hann laumast á eftir föður sín- um, er hann fór í róður. Augu drengsins ljómuðu er hann minntist þessa atburðar. Hann hreiðraði um sig sængurfiðunni og lifði upp aftur hið skelfilega augnablik þeg- ar upp um hann komst. — Það var í vor. Björt nótt og blíðviðri. Þegar faðir hans var farinn út hentist drengurinn í föt- in og þaut eins og ör af boga styztu leið til bryggjunnar. Hann nam ekki staðar fyrr en hjá beituskúrnum hans Kobba gamla, þay gægðist hann fyrir hornið til þess að sjá hvort nokkur væri á bryggjunni. Nokkrirmenn stóðu fremst á bryggj- unni. — Þar lá Njörð- ur gamli. — Það voru sjálfsagt hásetarnir af honum. Kubbur, báturinn hans pabba hans lá efst við bryggjuna ekki nema kippkorn frá skúrnum. drengurinn yrði ekki lengi að skjótast það, bara að enginn væri um borð. Svo rannsakaði drertgurjnn hvort nokkur væri að koma ofan ■ á bryggju, — nei, það sást enginn nema karlarnir á Nirði gamla — Dreng- urinn greip sprettinn, hentist niður bryggjuna — gaf sér ekki tíma vil að kíkja hvort nokkur væri um borð, heldur hentist í stökki fram af bryggjunni og niður á vélarkappann , — leit snöggt fram eftir dekk- inu — þar var enginn, svo skaust hann nn í rór- húsið, gægðist niður í vélarrúmið — nei, pabbi hans var ekki kominn. Sagan af ljóta. . Framhald ,af 1. síðu. regluþjóninn að hún var nærri dottin. Hann sagði henni að fyrir svona hálftíma síðan hefði ver- ið framinn stórþjófnaður og hefðu þeir rakið spor þjófsins hingað. Hann gekk inn og fann Óla og fór með hann niður á lögreglustöð og þar var hann yfirheyrður. Óli fór að gráta, en seinna sagðist hann hafa tekið peningana, af því að hann hélt að kaup- maðurinn ætti nóga pen- inga. Hann sagði hvar hann geymdi þá. Óli var settur á vand- ræðaheimili. ★------ Guðmundur Jóhann hef- ur áður sent okkur sögu og vísur, sem hafa birzt í blaðinu. Þá var hann 9 ára. Það má segja að honum hefur farið fram og við væntum þess að honum fari betur fram. Dagbókarbrot Framhald af 3. síðu. Þau þáðu það með þökk- um. Þegar fólkið var farið fórum við aftur út á tún að rhka. En þegar komið var fram að kaffitíma, nutu allir góðs af pönnu- kökunum, sem höfðu orð- ið eftir þá um daginn. Þetta hefur verið skemmtilegur dagur, sagði ég um kvöldið, og fór að hugsa til þess að koma mér í rúmið. H. Á., 11 ára, Reykjavík. 70) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 22. nóvember 1958 \ l f- læSa Alfreðs Gíslasonar Framhald af 6. síðu. ætlað í frumvarpinu. En slíkt er útilokað, enda munurinn á verkefnum svipaður þeim, sem er á dómsvaldi og fram- kvæmdavaldi. Lagabreytingin, sem í frum- varpinu felst, er tímabær nú að því leyti, að innan skamms mun núverandi Jandlæknir láta af störfum íyrir aldurs sakir. Virðist mér ekki illa til faliið, að breytingartillagan komi fram áður en eftirmaður hans verð- ur skipaður og að lög, byggð á henni, öðlist fyrst gildi er nú- verandi landlæknir hættir störfum. Annars má þetta kannski einu giida. Breyting sem þessi er aldrei gerð land- lækni til vanza. Þvert á móti er hún hugsuð honum og emb- ætti hans til fulltingis og sæmdar. Hr. forseti. Eg sagði áðan. að síðustu 40—50 árin hefði ekki orðið nein teljanleg breyting á verksviði landlæknis og að í því efni hefði ríkt nokkur kyrr- staða. Með þessu á ég auðvitað við kyrrstöðu í skipuiagi, en ekki í störfum landlæknis, enda væri fjarstæða að halda slíku fram. Á þessu tímabiJi hafa tveir menn gegnt embætt- inu, þeir Guðmundur Björns- son og Vilmundur Jónsson, báð- ír afburðamenn og báðir þjóð- kunnir fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála. Þessa þykir mér rétt að láta getið til að girða fyrir misskilning. Læt ég svo útrætt um þetta mál að sinni, en legg til að frumvarp- Kðsnisigaraar Framhald af 7. síðu. ábyrgir fyrir þeim pólitísku gjörðum, sem síðan hafa verið framdar. Er þetta ekki eðli- leg ályktun hjá Soustelle og hans líkum: Allir hljóta þeir að kjósa U. N. ít., framvarðs- sveit fasismans, sem nú er að þróast í Frakklandi. Þegar þeir sameinast svo að auki í kommúnistahatrinu, hvað er þá eftir, sem aðskilur þá nema gagnsæ gríma af kristi- legheitum og demókratíi ? Félli hún, ætti maður vænt- cnlega auðveldara með að rekja straumana í franskri pólitík. Þrjú eru aðalbaráttumál Kommúnistaflokksins. 1) Hann krefst tafarlauss friða.r í Alsír með því að við- urkenndur verði réttur Alsír- búa til sjálfáforræðis og frið- arsamningar hafnir á þeim grundvelli eins og þjóðfrelsis- hreyfingin F. L. N. gerir kröfu til. Alsírstríðið er mál málanna hér í- Frakklandi, hvílir bæði andlega og efna- hagslega eins og mara á þjóð- inni. Þetta „friðunarstríð“, eins og afturhaldið kallar það, hefur kostað hátt í 100 þús. manns lífið. Vonir manna hér um frið hafa dofnað eftir síð- asta svar de Gaulle við samn- ingstilboði F. L. N., þar sem hann setti ökilyrði, sem jafn- giltu hreinni uppgjöf af þeirra inu verði að lokinni þessari umræðu vísað til hv. heilbrigð- is- og félagsmálanefndar. í Frakklandi hálfu. Það er þvi ekki fyr-- irsjáanlegt, að tekið verði fyr- ir blóðbaðið á næstunni. 2) Hann krefst stofnunnar atvinnuleysistryggingasjóðs, sem atvinnurekendur leggi fé til. Þetta er reyndar ekki nýtt baráttumál, en ástandið í efnahagalífi landsins gerir það nú sérstaklega brýnt. I vissum greinum iðnaðar hefur vinnuvika verkamanna verið ,færð niður í 32—24 stundir og kaupið lækkað að sama skapi. Töluverð brögð hafa einnig verið að beinum upp- sögnum. Um ein milljón verkamanna er nú að hálfu leyti atvinnulaus af völdum þessarar kreppu. 3) Hann krefst friðsamlegr- ar utanríkisstefnu með því móti m.a., að Frakkar láti af undirlægjuhættinum við auð- vald Bandaríkjanna, sem miklu hefur ráðið um stefnu landsins út á við undanfarinn áratug eins og annarra NATO- ríkja yfirleitt. Á vegum bandalagsins hef- ur Bandaríkjaher hér nokkr- ar flugstöðvar. Bandaríkin eru líka riðin við það áform de Gaulle að gera Frakkland að 4. kjarnorkuveldinu. Hann hefur í því sambandi lýst það óbundið þeim samningum sem kjarnortkuveldin þrjú kynnu að gera um stöðvun kjarn- orkusprengjutilrauna. Þessi á- kvörðun er vitanlega skaðleg öllum samkomulagstilraunum í þá átt, auk þess sem hún er ekki til þess fallin að bæta bágborinn efnahag landsins. Hingað til hafa blöðin að mestu leitt hjá sér allar bolla- leggingar um úrslit kosning- anna, enda mundu flestir slík- ir spádómar vera marklitlir. þar sem ekki er um nein víð- tækari kosningasambönd að ræða í fyrri umferð, er ólík- legt að nokkur flokkur fái hreinan meirihluta í mörgum kjördæmum. Urslitin velta því mest á því, liver verða við- brögð flokkanna við úrslit- um úr fyrri umferðinni. Sum borgarablöðin, eins og Francp Soir, hafa gert sér far um að flíka þeirri sundr- ung, sem ríkir milli aftur- haldsflokkanna. Minnugir gamallrar reynslu hefðu menn samt ástæðu til að halda, að missætti það yrði skjótlega útkljáð í kjördæmum, þar sem líkur væru á að frambjóðend- ur lcommúnista næðu kosn- ingu. Þótt enn hafi ekki tekizt neitt formlegt sam- komulag þeirra á milli, styðja íhaldsflokkarnir og U. N. R. hvorir aðra í fjölmörgum kjördæmum. Enda eru þær raddir háværar, sem hvetja til einingar afturhaldsaflanna gegn kommúnistum og jafn- vel sósíaldemókrötum líka. Þannig skrifaði ritstjóri í- haldsblaðsins 1’ Aurore fyrir nolckru: „Ekkert er að óttast, ef þeir (þ.e.: frambjóðendur hægriflókkanna) hafa hugfast að í hverju kjördæmi, þar sem ekki fást úrslit eftir fyrri um- ferð, hefur hinn atkvæðaflesti þeirra á meðal það hlutverk að sigra þ. 30. frambjóðend- ur kommúnista. Hinir fram- bjóðendurnir eiga ekki ann- arra kosta völ en draga sig til baka fyrir honum (þ.e.: at- kvæðahæsta). Kommúnistaflokkurinn lýsti því yfir í upphafi kosninga- baráttunnar, að hann myndi ekki styðja neinn þann fram- bjóðanda sem fylgjandi væri stjórnarskrá de Gaulle. Hann muni því bjóða fram óstudd- ur í flestum kjördæmum en ekki er útilokað, að hann og U. F, D. styðji hvor annan í nokkrum kjördæmum í síðari umferð. Þar sem sósíaldemó- kratar eru ekki sigurstrang- legir og draga sig í hlé í síð- ari umferð, munu þeir senni- lega halla sér að miðflokltun- um. Hvernig sem þjóðþingið kann að verða saman sett, er gefið, að réttindi þess og völd verða minni en áður. Á blaðamannafundi seint í októ- ber lét de Gaulle svo ummælt, að „stjórnarskráin setti þing- inu nýjar skorður og veiga- mikil takmörk". Hann lét sig jafnvel ekki muna um að gefa í skyn, að sýndi þingið ekki nægilega auðsveipni, ætti það á hættu að verða „afnum- ið um langt skeið“. Hinn ’al- máttugi guð afturhaldsins hefur sem sé á bak við eyrað, svo ekki sé minna sagt, að gefa fulltrúum þjóðarinnar varanlegt frí, ef. . . . . Við skulum sjá hvað setur. Loftur Guttormsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.