Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. nóvember 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Verzlun íslands við Austurevrópuríkin heíur stóraukizt síðastliðið ár Vöxtur sá, sem veri'ð hefur í verzlunarviðskiptum Evrópuþjóðann innbyrðis hin sí'ðari ár viröist nú hafa stöðvazt, að minnsta kosti í bili. Er talið víst, að á árinu sem nú er að líða dragi heldur úr heildarvið- skiptmium milli Evrópuþjóðanna samanborið við árið áður. Efnahagsnefnd Sameinuöu þjóðanna, sem nýlega sat fund í Genf komst að þessari niðurstöðu. Samdrátturinn í verzlunar- viðskiptum milli Evrópuland- kom ekki með öllu á óvart. Efnahagsnefndin. hafði þegar í fyrstu ársfjórðungsskýrslum sínum fyrir yfirstandandi ár bent á hvert stefndi í þessum efnum. Það vakti sérstaka athygli í fyrrnefndri ráðstefnu ECE, að svo virðist sem einnig muni draga úr viðskiptum milli Vest- ur- og A/ stur-Evrópulanda á þessu ári. Þessi viðskipti voru í örum vexti þar til fyrir tveim árum. 1957 fór að draga úr viðskiptunum og 1958 hefur ekki til þessa verið um neina aukningu að ræða. Efnahags- nefndin er þeirrar skoðunar að aðalástæðan fyrir þessu sé almennur viðskiptasamdráttur í Vestur-Evrópulöndum og enn fremur ástand í kola- og olíu- verzluninni. En auk þess- er það staðreynd, að minni hrá- efnabirgðir eru nú fyrir hendi í Vestur-Evrópu en á undan- förnum árum. Þá þótti ráðstefnunni það a.thyglisvert, að útflutningurinn frá Sovétríkjunum til Vestur- Evrópu, sem-aðallega er mat- væli og hráefni, hefur minnkað um 15% á þessu ári, miðað við árið sem leið. I eftirfarandi töflu eru sýnd viðskipti Norðurlandanna fimm við Sovétríkin og Austur-Evr- ópulönd á tímabilinu jan.— ágúst 1957 og 1958. Tölurnar, sem sýna milljónir dollara eru úr hagskýrslum ECE: Innflutt í jan.—ágúst frá títflutt í jan —ág. til Sovétríkjunum A-Evrópul. Sovétr. A-Evrópul. 1957 1958 1957 1958 1957 1958 1957 1958 Danmörk 7,0 9,7 23,0 25,6 7,4 10,4 14,7 17,8 Finnland 10-1,0 77,1 87,8 33,0 99,4 120,9 44,2 51,2 Island 8,9 7,8 4,0 6,9 6,8 5,7 2,9 5,4 Noregur 12,2 9,0 13,6 13,4 10,4 10,6 14,2 13,1 Svíþjóð 19,8 13,8 23,2 19,8 9,5 7,8 26,7 22,5 (Frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna). Hasidíöktir Serkja í Strasbourg Lögreglan í Strasbourg í Frakklandi gerði í fyrradag mikla leit í þeim hverfum borg- arinnar sem Serkir frá Alsír búa í. Um 50 manns voru hand- teknir. Eftir að dómstóll í London dæmdi Molly Bush í fangelsi fyrir svjk og pretti kom í ljós að hún var þunguð. Þegar kom að þeim tíma að hún vænti -sin, var hún fiutt í fæðingarheimili. Samdægurs strauk hún, en nóð- ist aftur og var flutt í fangels- ið. Vopnabúr IRÁ . I New York Lögreglan í New York hefur fundið miklar vopnabirgðir í í- búðarhúsi einu þar í borg. í í- búðinni þar sem vopnin voru geymd bjó írskur innflytjandi og hefuf komið í ljós að vopn- in, vélbyssur, handsprengjur o.s.frv., voru ætluð írska lýð- veldishernum, IRA. Innflytj- andinn og fimm samstarfsmenn hans haía verið handteknir. liirt EneS erieetdgn hsr fri larokké! Mohammed 5. konungur í Marokkó hefur krafizt þess, að Bandaríkjamenn hverfi skilyrð- islaust á hrott með herlið sitt frá flugherstöðvum þeim, er þeir hafa þar í landi. Einnig krafðist hann þess. að allar franskar og spánskar hersveitir, sem fyrir eru í landinu, hverfi þaðan. Sagði 'konungur í ræðu sinni að seta erlendra herja í land- inu orsakaði stöðuga hætt.u fyrir sjálfstæði og alla velferð Marokkóbúa. Irak hannár inn- flutning á vörum Stjórn Iraks hefur bannað allan innflutning á frönskum vörum til landsins. írak sleit stjórnmálasambandi við Frakk- land þegar árið 1856, er Bret- ar og Frakkar réðuet á Egypta- land og síðan í sumar þegar byltingin var gerð í landinu, hafa frönsk fyrirtæki ekki fengið leyfi til að stunda neinn rekstur í landinu og frönskum farþegaflugvélum hefur verið bannað að lenda þar. UNIBOÐS- & HEILDVERZLUN HVERFISGÖTU 50 • S I M I 1 048 5 Fyrii: þá sem byggja útvegum vér: steypu-hrærivélar, afkastamiklar og sem auðvelt er að hreyfa til. Ýmsar gerðir og aflvæðing. Stærðir frá 75 til 250 lítrar. — Vinsamlegast, látið oss vita hvers þér óskið. Deutscher Innen- nnd Aussenliandel MASCHINEN-EXPORT Molirenstrasse G1 (M7) BERLIN \V 8 Deutsclie Demokratische Republik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.