Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.11.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 22. nóvember 1958 tUÓÐVILIINN ÚtKefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón B.iarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞjóðviljanB. Samtaka er þörf Nú alveg nýlega komst Al- þýðublaðið svo að oi'ði að verkalýðssamtökin muni að sjálfsögðu gæta þess að þær xáðsafanir er gerðar verði í efnahagsmálunum ieiði ekki til lífskjaraskerðingar. Hér er gripið á meginatriði, það er blutverk verkalýðssamtakanna Eð sjá til þess að íslenzkur \ erkalýður haldi þeim lífskjör- vm sem hann hefur aflað sér í harðri baráttu, treysti grunn þeirra í atvinnulifi þjóðarinnar og tryggi, með þvi að stuðla að ; kynsamlegri þróun atvinnulífs- ins, að lífskjör isienzkrar al- þýðu geti haldið áfram að batna. aráttan fyrir góðum og batn- andi lifskjörum er orðin margslungin og baráttuaðferðin cft og tíðum torráðin. Kjara- fcaráttan var einfaldari í tíð íyrstu verkalýðsfélaganna, þó hún reyndi tíðum meira á hvern einstakiing í verkalýðs- félögunum en nú. En baráítu- rðferðirnar voru ekki margar né margbrotnar. Beita varð afli samtakanna á hverjum stað, cítast nær einangrað, gegn valdi atvinnurekenda, í beinum átökum. Baráttan kemst á nýtt stig með samtökum margra verkalýðsfðiaga. /Þegar í íð Bárufélaganna fundu íslenzkir aiþýðumenn til þess að þeir burftu að mynda víðtæk sam- tök, og gerðu fyrst ti:raunina með Stórdeild sinni. Siík sam- takahugmynd kom fram á enn ! roskaðra stigi með Verka- mannasambandi íslands, er nefna má aðaiæfinguna að s'ofnun Alþýðusambandsins KÍu árum síðar. En þegar talað er um verkalýðshreyíingu nú- ‘imans er ekki hægt að ein- skorða hana við verkalýðsfélög- jn. Verkamenn hafa í öllum iöndum fundið að þeim er nauðsynlegt að eiga jafnframt stjórnmálaflokk eða flokka til baráttunnar fyrir alþýðumál- staðnum, og svo hefur að sjálf- sögðu einnig orðið hér á ís- landi. 17'erkaiýðsflokkunum á íslandi * heíur borið margt á milli, og þeir hafa oft deilt hart. En einmitt nú, þegar veður öll eru válynd í ísienzkum stjórnmál- um, verður hart um það deilt að a!drei hefur þörf alþýðunn- ar á íslandi verið brýnni að al- þýðuflokkar landsins finni leið- ir til samstöðu um öll brýnustu hagsmunamál sin. Og' hvar ætti samstaða þeirra að vera eðli- legri og sjálfsagðari en ein- mitt í þeim málurn er beint horfa að lausn hagsmunamála, alþýðunnar, að lausn efnahags- má'anna? Alþýðan, sem verka- lýðsflokkunum fylgir, á sömu hagsmuna að gæta, og hún á mikið undir því, þegar slík mál eru reyrð í hnút, að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalag- ið vinni saman og samræmi viðleitni sína að lausn málanna. Þegar það gerist eða ef það gerist, og þörf alþýðunnar kall- ar nú fastar eítir slíkri sam- stöðu en nokkru sinni áður, hefur verkalýðshreyfingin yfir því afli að ráða á stjórnmála- sviðinu, að hún hefur mikla möguleika á að gera það sem Alþýðublaðið leggur réttilega áherzlu á, að gæta þess að þær ráðstafanir alþýðunnar í land- inu. Með þvi móti stæðn al- þýðusamtökin óJíkt sterkari í samningum við þá stjórnmála- flokka, sem verkalýðshreyfing- in telur sér nauðsyn að hafa tímabundna samstöðu með til þess að koma fram nauðsynja- málum sínum og hafa sem mest áhrif á þróun þjóðmálanna. Samstaða verklýðsflokkanna gagnvart öðrum flokkum er vart hægt að hugsa sér annað, sem í svip gæti bætt meir sóknar- og varnarstöðu verka- lýðshreyfingari^nnar en slík samstaða alþýðuflokkanna um kjaramálin. Málum blandað 4 lþýðublaðið viðhafði nýiega þau ummæli í leiðara, að ’þegar lögin um Útflutningssjóð voru sett s.l. vor „var gert ráð íyrir í þeim að grunnkaup hækkaði um 5%.“ En kaup- hækkanirnar hafi orðið mun meiri og er látið iiggja að því sð vandinn nú í efnahagsmál- inum stafi aðallega af kaup- hækkunum. Svipuð ummæli hafði Tíminn einnig fyrir nokkrum dögum. T Tér virðist mjög málum *b’/tndað Lögin um útflutn- ingssjóð kváðu ekki iá um neina grunnkaupshækkun. Það eina sem gerðist varðandi kaupið var, að fyrstu níu vísi- tölustigin sem visitalan hlaut að hækka um vegna aðgerð- anna sem þá voru ákveðnar, komu til útborgunar 1. júní í stað þess að annars hefði það ekki gerzt fyrr en 1. september. Og fjarri lagi er að halda því fram, að vísitöluhækkunin sé til komin einvörðungu vegna kauphækkana. Þó engar g/unn- kaupshækkanir hefðu orðið, hefði vísitalan hlotið að hækka upp undir 20 stig. Brýn nauðsyn breytíngar á sfjórrt heilbrigðismálanna Framsöguræða Alfreðs Gíslasonar við L umræðu frv. hans um hreytingu á læhnaskipunarlögunum Nú eru senn liðin tvö hundr- uð ár frá stofnun landlæknis- embættis á íslandi. Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn, var skipaður í embætti 18 marz 1760. í upphafi var verksvið iandlæknis miklum mun við- tækara en það er nú. Hefur það smám saman tekið breytingum og að sumu leyti þrengzt jafnt og þétt, en þær breytingar hafa orðið í samræmi við kröfur tímanna. Starfssvið Bjarna Pálssonar var .jjpphaflega það. að hafa eftiriit með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum lands- mönnum læklnishjálp og að kenna iæknaefnum. Sex fyrstu árin var hann eini læknirinn á öllu landinu,- en síðustu árin hafði hann aðeins Sunnlend- ingafjórðung undir, með því að þá höfðu fyrri nemendur hans tekið við hinum landshlut- uiium. Þannig varð þegar í tíð Bjarna veruleg breyting á verksviði landlæknis. Lengi urðu landlæknar að gegna erfiðum héraðslæknis- störfum, og hélzt sú skipan fram yfir 1870, en þá var land- lææknir leystur frá þeirri kvöð, Enn lengur höfðu þeir þó lææknakennsluna á hendi, íramanaf einir eða allt þang- að til læknaskóii var stofnað- ur í Reykjavík 1876 og síðan sem forstöðumenn þess skóla. En þar kom, að landlæknir var einnig að fullu leystur undan kennsiuskyidunni. Báðar þessar breytingar á verksviði landlæknis, lausnin frá héraðsiæknisttarfi og lausn- in frá kennslu, voru róttækar, er þær voru gerðar og þó ó- hjákvæmilegar. Það sem knúði þær fram, var heillavænleg þróun heiibrigðismálanna í landinu. Á síðustu 4—5 áratugum hafa ekki orðið veigamiklar breytingar á starfi iandlæknis. Þar virðist hafa rikt nokkur fyrirstaða. Hann er ráðunaut- ur ráðherra um öll heiibrigðis- mál og hefur eftirlit með öll- um lææknum og öðrum heil- brigðisstarfsmönnum í landinu. Sú staðreynd, að verksvið land- læknis hefur haldizt að heita rná óbreytt nú í hart nær hálfa öld, hlýtur að vekja undrun, þegar þess er gæætt, að á sama tima hefur framþróun heil- brigðismála orðið örari og stór- felldari en nokkru sinni áður á jafnlöngu tímabili. Hér virðist vera um áberandi misræmi að ræða, annarsvegar kyrrstöðu á sviði yfirstjórnar heilbrigðis- mála, hinsvegar margfalda aukningu heilbrigðisþjónust- unnar í landinu. Eg held því fram, að það sé ekki lengur á færi neins ein- staks manns að hafa nægilega heildarsýn yfir heilbrigðismál þjóðarinnar og þarfir hennar í þeim efnum. Þau mál eru orðin það stórvaxin og greinar þeirra svo margar, að enginn einn maður heíur nægilega þekkingu og dómgreind til að hafa þar forsögu um. Landlæknir er ráðunautur stjórnarvalda um allt, er varð^ ar heilbrigðismál. Það er ef iil vill á þessu sviði sérstaklega, sem skórinn kreppir hvað mest að, Við setningu laga og ráð- stöfun fjár til heilbrigðismála er valt að treysta á ráð eins og sama manns í öllum tilfellum. Lyflæknir kann ekki að meta þaríir handlækninga til fulls Aifreð Gíslason og handlæknir ekki þarfir geðlækninga, svo að dæmi séu nefnd. Þarfir sérhverrar grein- ar heilbrigðismálanna verður stöðugt kanna og síðan gera samanburð á þeim innbyrðis, til þess að unnt sé á hverjum tíma að beina framkvæmdum að því, sem brýnust nauðsyn er á. Mismunandi sjónarmið verða að fá að njóta sín, ef glögg yfirsýn á að fást íslendingar hafa sýnt það, að þeir vilja hafa heilbrigð- isþjónustu sína sem fullkomn- asta. Fleiri og fleiri þættir heilsugæzlu eru ræktir og dýr- ar heilbrigðisstofnanir eru reist- ar, og þó virðist miklu ólokið í þeim efnum. Miklu fjármagni og vaxandi or varið til heil- brigðismála. > AJlt hefur auk- izt og margfaldazt á því sviði, nema eftirlitið og framkvæmda- stjórnin. Er þetta ekki íhugun- arvert? Getur það blessast að hafa samskonar umsjón og að- hald í þessu efni og var fyrir meira en 40 árum? Eg held ekki. Eg er ekki að deila á neina einstaka aðila, er ég held því fram, að stjórn heilbrigðismál- anna sé of laus i reipunum. Þjóðin ver árlega miklu fé til þeirra, en annað mál er, hvort það nýtist svo vel sem vera skyldi. Að minnsta kosti virð- ist mér eitthvað ómarkvisst og tilviljunarkennt við fram- kvæmdirnar. Einstakar lækn- ingarstöðvar eru reistar og reknar, ýmist af stjórnarvöld- um eða ýmsum félagssamtök- um með aðstoð almennings, en allt virðist gert án heildar- áætlunar um samræmi og þarf- ir. Er mjög hætt við að slíkt stjórnleysi leiði fljótlega af sér ofvöxt á sumum sviðum heil- brigðismála, en kyrking á öðr- um, og að hending ein ráði, hvar slíkt verður. í frumvarpi því, sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir, að yfirumsjón með allri heil- brigði-sstarfsemi í landinu verði ekki framvegis falin landlækni einum og að hann einn skuli ekki lengur vera æðsti ráð- gjafi stjórnarvalda um allt, sem heilbrigðismál sne-rtir, heldur skuli þetta verksvið fal- ið fimm læknum, er mynda heilbrigðisráð. Skal landlækn- ir sjálfkjörinn formaður ráðs- ins og framkvæmdarstjófi, og er engin önnur breyting á embætti hans en sú að hann fær sér við hlið fjóra lækna, helzt sérfróða hvern á sínú sviði. Hefur hver þeirra tillöéu- og atkvæðisrétt til jafns við land- lækni við afgreiðslu allra mála, er ráðjð fjallar um. Um starfs- högun ráðsins getur ráðherra ákveðið nánar í reglugerð. Slík skipun þessa máls er í samræmi við það, sem tíðkast með öðrum mehningarþjóðum, og þó tekið ful'lt tillit til fá- mennis hér. Það er ekki ætl- unin að stofnað verði nú til nýrra embætta, þótt hejibrigð- isráðsmenn hljóti að fá nokkra þóknun fyrir ómak sitt. Sá kostnaður verður ekki tilfinn- anlegur, enda til ætlast að bætt fjárstjórn komi þar á móti. Árið 1945 sá hið háa Alþingi ástæðu til að setja lög um manneldisráð. Eiga sæti í því fimm læknar, og er landlæknir formaður ráðsins. Hlutverk þessa ráðs er að vera ráðherra til ráðuneytis um mál, er að manneldi lúta, og annað ekki. Hafi þótt eðlilegt að stofnsetja slíka fastanefnd 5 lækna til að sinna þessu þrönga sviði heil- brigðismála, hversu miklu sjálf- sagðari er þá ekki skipup þess heilbrigðisráðs, sem frupvarp mitt fjallar um og á að véra til ráðuneytis ekki aðeins um mata'ræði, he-ldur allt, er héil- brigðismál varðar? Þess má líka geta, að lögin um manneldisráð munu að mestu dauður bókstafur, og mætti að -skaðlausu afnema þau, ekki sízt, ef frumvarpið, sem hér liggur fyrir, yrði að lögum. Með þessum orðum er ég þó engan veginn að gera lítið úr mikilvægi mahriéldis- rannsókna, enda þurfp þær ekki að vera háðar nefndum lögum eða sérstöku manneldis- ráði. Til eru lög frá 1942 um læknaráð. Þetta ráð gegnir mjög mikilsverðu hlutyerki, sem aðallega er i því fólgiðmð láta dómstólum í té áljtsgerð- ir varðandi læknisfræðileg efni. Þessu ráði er ekki ætlað að vera heilbrigðisstjóminni til ráðuneytis, nema þá að mjög takmörkuðu leyti. Eg get þessa vegna þess að ég hef.werið spurður um, hvort þetta-fækna- ráð gæti ekki sinrit því i hlut- verki, sem heilbrigðisráði er Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.