Þjóðviljinn - 22.11.1958, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.11.1958, Qupperneq 9
ÓSKASTUNDIN 43 Heimboðid Leikrit í tveim þáttum. Eftir Hlíf Kristjáns- dóttur,. Lambastiiðum Laxárdai, Dalasýslu. Leikendur: Hanna frænka ( gömul kona), Birna (11 ára), Edda (11 ára), Stína (8 ára), Stína er Systir Eddu. Sviðiðl; Stofa Hönnu frænku H = Hanna, B Birna, E Edda, S Stína. 1. Þ Á T T U R H: (Situr og les í blaði). B: (Kemur inn) Sæl og blessuð Harma frænka. H: Já, komdu sæl. Ertu búin að ganga langt? B: Já, ég fór alla leið út að vatni og það voru margir fuglar að synda þar, það var svo gam- SAGT FRÁ KVIKMYND Eg ætla að segja þér frá bíómynd, sem ég sá í skólanum. Myndin er frá Norðvestur Ameríku. Hún er um björninn. Það var komið vor og björn- inn var að rísa úr rekkju eftir fimm mánaða svefn. Er hann var kominn út tók han að líta í kringum sig. Birnan ráfaði af stað með tvo húna. Allt í einu sáu þau ljótan högg- orm, sem starði á þau iliindisaugum. Birnan rak þá húnana upp í tré Svo að höggofmurinn mæði ekki í þá. Þegar hættan var liðin hjá kall- aði hún þá niður úr trénu, og þeir hlýddu eins og skot. Svona gekk þetta dag eftir dag. Eg nenni ekki að skrifa meira. Vertu sæl. Þinn Pétur 10 ára. an. Eg ætla að fara þangað aftur bráðum. H: Það er gott að þú hef- ur skemmt þér vel, Birna mín. B: Má ég láta kápuna mína hérna á stólinn? H; Það held ég nú. B: Heyrðu, Hanna frænka. Má ég ekki bjóða Eddu og Stínu til mín í kvöld? H: (glettnislega) Það leyfi ég ekki. B: Æ, jú, gerðu það fyr- ir mig, Hanna frænka. Mig langar svo fjarska ' mikið til að þær komf H: Þá verð ég víst að iofa þér að bjóða þeim. B: (glöð) Þetta vissi ég, þú ert alltaf svo góð við mig (dansar um gólfið). Má ég nú fara og biðja þær að koma. H: Já, en búðu þig vel góða min. B: (fer í kápuna) Bless á meðan. (Tjaldið) 2. Þ Á T T U R Sama svið og í 1. þætti. Hanna og Birna tala saman. B: (gengur út að gluggan- um) Eg skil þetta ekki, þær lofuðu að koma .kl. hálf átta, en nú er hún orðin meira en það. H: Þær hljóta að koma bráðum. B; Hvað á ég að gera meðan ég bíð, ég er svo óþolinmóð. Segðu mér eitthvað sem gerðist þegar þú varst ung. H: Eg er búin að segja þér allt, sem ég man eftir. B: Það er allt í lagi, segðu mér bara eitt- hvað. H: (tekur prjónana sína) B: Nei, sko, þær eru að koma, Birna, Edda og Stína. E og S: Sæl og blessuð, Hanna. H: Komið þið sælar, stúlkur mínar. E: Megum við kalla þig frænku? H: Já, það megið þið gera. B: Við skulum leika okk- ur eitthvað. Heyrðu Hanna frænka, segðu okkur það, sem þú ætlaðir að segja mér áðan. H: Hvað var nú það? B; Eitthvað sem gerðist þegar þú varst ung. S: Já, gerðu það frænka. E: Segðu oklcur eitthvað um skepnur. H: Einu sinni þegar ég var að sækja hestana fram á dal að vetri til, Eramhald á 2. síðu. Latigardagur 22. nóvember 1958 —ÁTárgangur — 38. tiilublað. Ritstjóri Vilboin Dagbjartsdóttir — Útgefandi Þjóðviljinn Guðmundur Jóhann að var einu sinni drengur, sem hét Óli. Pabbi hans var ríkasxur í öllu þorpinu. Óii átti 'marga fína hluti en hann var nízkur og ráðríkur svo að ekki máti koma við hlutina, þá öskraði hann: ,.Láttu þetta vera!“ og réðst á þann, sem hafði snert á hlutnum hans. Einu sinni þegar hann var að fara að kaupa sælgæti og kom inn í búðina var búðarmaður- inn ekki í búðinni heldur einhvers staðar á bak við. Óli beið og hugsaði um það hvað væri gaman ef hann ætti þetta allt saman. Þá væri hann kannski eins ríkur og pabbi hans. Svo var það peningakassinn, i honum voru margir, margir pen- ingar. Svo Óli opnaði kassann, í honum voru tveir stórir seðlar, sem á stóð 500 • krónur. Óli hugsaði að kupmanninn munaði ekkert um þetta og þreif seðlana, en þegar hann ætlaði að hlaupa steig hann á hægri skóreimina og skórinn fór af honum. Hann hljóp bara áfram og heim og inn í her- bergið sitt, og tók þá fyrst eftir því að hann vantaði annan skóinn, og sokkurinn hans allur grútdrullugur. Hvar átti hann að geyma peningana? Og svo var skórinn í búðinni. Hann fór nú í skó á löppina, sem skórinn hafði dottið af, en nennti ekki að skipta um skó. Nú leit hann út eins ug Lína langsokkur. Hann tók tóma dós og lét seðlana í hana og hljóp svo út að læk, sem rann skammt frá húsinu. Hann gróf djúpa hotu. inn í bakkanrí og fór svo aftur heim. Nú er að segja frá búðarmanninum. Hann hljóp fram þegar hann heyrði að gengið var urn og sá þá að peningakass- inn var opinn og tómur. Hann stökk yfir búðar- borðið og ætlaði að hlaupa út á eftir þjófn- um, en hljóp á skóinn og datt kylliflatur, en hann hefði náð í Óla ef hann hefði ekki dottið. Hann fór þá í símann og hringdi á lögreglustöð- ina. Það kom strax lög- reglumaður með stóran hund. Hundurinn rakti sporin heim að húsi Óia og upp stigann og alveg að herbergisdyrunum. Mamma Óla kom fram • dyrnar þegar hún heyrði bankið og varð svo hrædd þegar hún sá lög- Framhald á 3. síðu. Reykjavíkurmótio í handknattleik: Fiórtéa leiklr lera ímii mm Is-ess® heki Reykjavíkurmótið í hand- knattleik er nú nokkuð meir en hálfnað og því farnar að ekýrast linurnar í því, hverj- ir koma til með að berjast um efstu sætin í liverjum flokki. 1 meistaraflokki karla virð- ast litlar líkur til þess að KR verði ógnað á" sigurgöngu sinni á toppinn að þessu sinni. ÍR er þar líklegast, en það kemur varla til jafnvel þótt þeir vinni KR. Til þess verða þeir að ná betur saman en hingað til og sigurinn verður að vera með svo miklum markamun, að það er tæpast mögulegt. Leikirnir x meistaraflokki á morgun munu litlu breyta um stigatöluna í efstu sætunum, en þá keppa: Fram — Víking- ur, Ármann — KR, Þróttur — IR. Gera má ráð fyrir að KR, IR og Fx-am veitist nokkuð auð- velt að vinna mótherja sína í þessum leikjum. Á morgun fer líka fram einn 4eikur i meistaraflokki kvenna og er það leikur milli Fram og KR. Verður gaman að sjá, livort Fram tekst að vinna KR, en annars munu það verða Ár- mann og KR sem berjast um titilinn, en það verður ekki fyrr en 6. des. Á morgun fer einnig fram leikur í öðrum flokki kvenna B milli Víkings og Ár- manns. Leikiriiir í kvöld Helmingur leikjanna í l:völd er í öðrum flokki kvenna, eða fjórir leikir. Virðist sem mik- ill gróandi sé í ungu stúlkun- um og áhugi og er gott til þess að vita, þvi að ,,breiddin“ í kvennaflokkunum hefur því miður ekki verið mikil, en þessi almenn þátttaka ungu stúlkn- anna lofar góðu um framtíð-1 ina. Vonandi halda þær sam-, an í félögum sínum og senni-| lega hyggja þær að taka sam- an til stærri átaka — lands- leikja — þegar aldur og þroski leyfir. Samkvæmt skránni fara þeesir leikir fram í 2. flokki kvenna A: Víkingur — KR, Ármann — Þróttur, Fram — Valur, Fram — KR. í þriðja flokki karla er svo komið að úrslit eru kunn í riðlinum tveimur sem kepptu og sigruðu Þróttur og Fram. Leikur Fram og ÍR var kærð- ur af ÍR, en ekki hefur verið felldur dómur í málinu ennþá. í öðrum flokki, eru Þrótt- arar taldir líklegastir til að sigra. Lið þeirra er efnilegt og hefur átt góða leiki. í kvöld fara fram tveir leikir í 2. fl. en bað eru Ármann — ÍR, og Þróttur — KR, og geta báðir leikjanna orðið skemmtilegir. í fyrsta flokki er hvert fé- lag búið að leika einn leik og vei-ður ekki séð hvaða lið muni bera þar sigur úr býtum. Fram sýndi góðan leik um daginn við Víking. Ármann á líka nokkuð gott lið sem vann KR. I kvöld fara fram tveir leikir í fyrsta flokki, en það eru Fram — KR og Ármann — Víkingur. Staðan í mótinu er þesei: Meistarafíokkur karla KR ÍR Ármann Fram- Valur Víkingur Þróttur L. U. J. T. 3 3 0 0 4 3 3 4 4 3 0 0 1 1 1 2 3 3 Fyrsti flokkur karla Fram 110 0 Ármann 110 0 KR 1001 Víkingur 10 0 1 Annar flokknr kvenna S. 6 6 4 3 3 2 0 2 2 0 0 KR 6 stig eftir 3 leiki Víkingur 5 stig eftir 3 leiki. Ármann 3 stig eftir 3 leiki. Þróttur 2 stig eftir 3 leiki. Valur 2 stig eftir 3 leiki. Fram 0 stig eftir 3 leiki. Laugardagur 22. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Einniq mikið úrval aí jólavörum n ý k o m i ð. PÉTUB PÉTURSSQN HEILDVERZLUN, Haínarstræti 4, símar 19062 og 11219. mikla spádémsræða Jesú Eris*s. Hverra spurningum svaraT hann- í þessari ræðu sinni? Hvað segir hann í henni um þann tíma, sem við lif- um á? Um þetta efni talar O. i Olsen í Aðventukirkjiuuii sunnudaginn 23. nóvem- ber 1958 klukkan 20.30. ALLIR VELKOMNIK. Athugasemd Framhald af 3. siðu. til þess að uppfylla samkomu- lag það, sem fulltrúar neyt- enda og framleiðenda hafa gei’t sín á milli í þessum efnum, lögum samkvæmt. Framleiðsluráðið sér eigi á- stæðu til að fjölyrða frekar um mál þetta að sinni enda er það komið til dómstóla, sem munu skera úr um réttmæti gjörða ráðsins. Reykjavík, 20. 11. 1958. F. h. Framleiðsluráðs land- búnaðarins, Sveinn Tryggvason. dnnlánsdeM Skólavörðustíg 12 Gieiðir yðuc 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.