Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 1
35 milljónum króna var rœnt af launþegum í febrúarmónuði / dag tekur gildi nýr grundvöllur visitölunnar og um lei<5 nýr úfreikningur á kaupi launþega Fundur með trín- aðarmönnum At-1 þýðuhandalagsins á Suðurnesjum ! Fundur verður Iialdínn i das með noltkrum trúnaðaf" mönnum Alþýðubandalagsias í Keflavík, Sandgerði, Grinda \ik, Njarðvíkum, Garði og Höfnum. Fundurinn verður að Garðavegi 8 í Kefíavik og liefst kl. 8.30 síðtlegis. Lúðvík Jósepsson og Gu8» mundur Vigfússon mæfa 4 fundinum. Fengin er nú eins mánaðar reynsla af kaupránslögum íhaldsins og Alþýðuflotkksins; hver einasti launþegi veit - af eigin reynslú' hversu mörgum hundruðum króna hann ■ er rændur ó mónuði hverjum, en ránið nemur 500 til 800 : krónum á mánuði hjá fjölmörgum starfsstéttum. Hjá öll- um launþegum landsins mun ránið í febrúarmánuði einum saman nema um 35 milljónum króna — og samsvarandi upphæð hafa atvinnurekendur sparað. í dag kemur til framkvæmda nýr áfangi í þessari löggjöf ríkisstjórnarinnar: gamli vísi- tölugrundvöllurinn fellur úr gildi og nýr tekur við í hans stað. Verður nýja vísitalan lát* in byrja á 100 stigum, en kaup það sem launþegar hafa fengið útborgað breytist nú í grunnkaup. Þannig verður grunnkaup Dagsbrúnarmanna frá og með deginum í dag kr. 20,67 um klukkutímann — í stað þess að það hefur und- anfarið verið kr. 11,81. Upp- ihæð tímakaupsins breytist hins vegar ekki af þessum sökum, þar sem kaupgjaldsvísitalan verður nú 100 stig — í stað 175 stiga í slðasta mánuði. Nýi vísitölugrundvöllurinn er mjög mikið breyttur frá þvi sem áður var; nær hann til miklu tfleiri vörutegunda en sá fyrri. Hins vegar mun hann hreyfast mikju hægar; mun nú þurfa 5—600 króna breytingu á ársútgjöldum með- aifjölskyldu til þess' að hreyfa vísitöluna um 1 stig. Það er af þessum ástæðum sem ríkis- stjórnin lét nýja grundvöllinn ekki taka gildi um leið og kaupránið. Hún þurfti sem sé á því að halda að láta vöru- verðið Iækka samkvæmt gömlu vísitölumú og greiða niður samkvæmt henni! Verðlækk- anir þær sem mest var gumað af hefðu haft sáralítil áhrif á nýju vísitöluna, og ríkisstjórn- in hefði orðið að verja marg- falt hærri uppliæðum til nið- urgreiðslanna en hún hefur gert. Gamla vísitalan var sem sé notuð til síðustu stundar til þess að blekkja launþega og hafa af þeim fé. 1 greinargerð sinni fyrir kaupránslögunum hét ríkis- stjórnin því að framfærslu- vísitalan (samkvæmt gamla grundvellinum) skyldi vera 202 stig í dag, þegar sú nýja tekur við. Þegar seinast var vitað vantaði 4 stig upp á það, og mun ríkisstjórnin þurfa að auka niðurgreiðslur sínar sem því nemur — ætli hún ekki að svíkja loforð sitt. Nema Ríkisstjórnin stóreykur niðurgreiðslur á fiski Skrifar upp á nýjan vanskilavíxil sem á að falla á bjóðina eftir kosningar Eins og kunnugt er tókst rik- isstjóminni ekki að lækka vísi- töluna um 10 stig í febrúar eins og hún hafði ætlað sér — enda þótt hún ynni það afrek að lækka húsaleiguvísitöluna á sama tíma og húsaleiga er víða að hækka. Nam lækkunin eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar að- eins 6 stigum, og hefur ríkis- stjómin nú gripið til þess ráðs að auka niðurgreiðslurnar um 4 stig til að ná marki sínu. Að þessu sinni greiðir hún nið- ur verð á fiski; lækkar verð á hausuðum og slægðum þorski úr kr. 3,80 í kr. 2,60 kílóið og hausuð og slægð ýsa lækkar úr kr. 4,90 í kr. 3,50 kílóið; þá lækka fiskflök úr kr. 8,50 i kr. 6,00 kílóið og kílóið af fisk- farsi úr kr. 12,00 í kr. 8,50. Þessar niðurgreiðslur á fisk- verðinu nægðu þó ekki fylli- lega til að lækka vísitöluna um þessi 4 stig og því var ákveðið að auka niðurgreiðslu á kinda— kjöti um kr. 1,20 kílóið og á mjólkurlítranum um 2 aura. Samkvæmt grundvelli nýju vísitölunnar spara þessar nið- urgreiðslur meðalfjölskyldu um kr. 300,00 á ári eða um 25 kr. á mánuði. Kostnaður ríkissjóðs af þeim nemur hins vegar 20 —30 milljónum króna á ári og sú upphæð verður tekin af al- menningi eftir öðrum leiðum. Nema þá nýjar niðurgreiðslur íhalds og Alþýðuflokks sem næst 100 milljónum króna á ári; það er sá víxill sem al- menningi er ætlað að greiða — eftir kosningar. niðurgreiðslur rikisstjórnarinn- ar !þá 17 stigum og kosta 100 milljónir króna á ári, en það fé allt er teikið af almenningi eftir öðrum leiðum. Auk þess eru Iaunþegar sem kunnugt er rændir 10 stigum algerlega bótalaust. Samtals nema þessir t\eir liðir 27 er náJkvæmlega kaupskerðiitg sú sem Iaunþegar urðu að þola í febrúar. Verðlæbkanir þær sem mest var gumað af í febrúar koma alls ekki inn í það dæmi — þær gera ekki meira en að vega upp verð- hækkanir þær Þessar myndir voru teknae í Hafnarfjarðarkirkju i gær er miimingarathöfnjn fórþar fram um skipverjana á tog» aramun Júlí. — Sjá frétt á 3. síðu blaðsins. ■— (Ljós- mynd: Pétur Thomsen). Fjölmennið á stjórnmálafund Alþýðu* bandalagsins í dag kl. 2 í IÐNO Það er í dag kl. 2 e. h. sem hinn almenni stjórnmálafundur Alþýðubandalagsins hefst í Iðnó. Eins og áður hefur verið skýrt frá verða alþingisnieiuilrnir Lúðvík Jósepsson, Hannibal Valdimarsson og Einar Olgeirsson ræðumenn fundarins. Fund.- arstjóri verður Guðgeir Jónsson. Þetta er fyrsti fundur AI- þýðubandalagsins hér í bænum í sambandi við þá kosninga- baráttu sem nú fer í hönd. Þarf ekki að efa að fundurinn verði fjölsóttur, bæði af stuðn- ingsmönnum Alþýðubandalags- ins og öðrum Reykvíkingum sem áhuga hafá fyrir að fylgj- ast með því sem er að gerast í stjórnmálunum. Eru allir Reykvíkingar velkemnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. I ræðum sínum á þessum almenna stjórnmálafundi munu þeir Lúðvík, Haimibal o.g Einar koma víða við. M. a. munu þeir ræða um stjórnmálahorfur ahnennt, eins og þær blasa nú við, þar á meðal um liorfumae I efnahagsmálum þjóðarinn- ar, Iandhelgismálinu og kjördæmamálinu, svo og um Alþýðubandalagið og vænt- anlegar alþingiskosningar og mikílvægi þeirra. AlþýSubandalagsmenn oq aðrir Reykvíkingar! Fjölmennið á fundinn i Iðnó kl. 2 í dag! Fylgizf tneð því sem er að geiast í stjórnmálunum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.