Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 11
Simnudagur 1. marz 1959 — ÞJÓÐVIL.7INN (11 Ernest K. Gann: Hverjir hafa svikið? Loftpóstarnir 63. dagur. hringsóla kringum flugvöll og skyggnið er lélegt og maður beygir án þess að vita af því — var halla og snún- ingsvísirinn fundinn upp til að bæta upp áttavitann. Hann var ákaflega næmur, en hann krafðist þess að sá sem notaði hann, hefði fullkomið traust á honum, því að oft sýndi hann allt annað en flugmaðurinn hafði á tilfinningunni. Að fljúga eingöngu eftir áttavitanum, hæðarmælinum og snúnings- og hallavísinum var leikni sem mjög fáir menn höfðu tileinkað sér að nokkru gagni. Það gat verið að halla- og snúningsvísirinn sýndi að vinstri vængurinn á flugvél Rolands hallaði niður, þeg- ar hann hafði þá tilfinningu í botninum að það væri hægri vængurinn. Eða þá að hann sýndi snúning til hægri, þegar skynfæri hans sögðu honum að Hann sneri til vinstri — eða sneri alls ekki neitt. Og snúnings- og hallavísirinn hefði rétt fyrir sér, ef hann annars væri í lagi. Hann sýndi fljótlega mun og á mjög einfaldan hátt, en það var erfitt að halda áfram að treysta honum, og að- eins íullkomið traust á honum gaf góðan árangur. Að treysta sumpart tækinu og sumpart bakhlutanum var hættulegt og gat orðið óheillavænlegt. Þetta vissi Roland og þvi hafði hann fyllstu ástæðu til að vera órólegur. Snúnings- og hallamælirinn var á stærð við litla vekjaraklukku. Neðan við skífuna var stutt rör, sem í var kúla, sem gat oltið hindrunarlaust til hliðanna og sýnt þannig stillingu vængjanna. Ef kúlan valt til vinstri, var vinstri vængurinn neðar og vélin beygði jafnframt til þeirrar hliðar. Ef hún valt til hægri, var hægri vængurinn niðri. Ef vængur hallaði niður á við, olli hann snúningi í sömu ótt og því var þýðingarmikið að halda kúlunni í miðjunni með því að nota stýri og jaínvægislokur á skynsamlegan hátt. Móðir mín GUÐNÝ EGILSDÖTTIR, Hverfisgötu 83, andaðist 27. febrúar s.l. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. A Ástríður Ólafsdóttir Grundarstíg 2. urn !önd og maður skilur áhuga annarra landa, þegar maður sér i.d. þessa snotru peysu sem hugmyndaríkur eigandi getur breytt og galdrað á ótal vegu. Sýningarstúlkan á myndinni sýntr kvernig hœgt er að breyila þokkalegri hversdagspeysu í iitm—atllega og nýstárlega kvöldblússu. Framhald af 7. síðu. brottför hersins og mikill vafi væri á um heilindi Framsókn- arflokksins í málinu, þá þótti okkur Alþýðubandalagsmönn- um rétt að gera enn cina til- raun síðar og fá þá fullpróf- að um heilindi þeira, eða ó- lieilindi í málinu. Einmitt sú staðreynd, að við vorum á úrslitastundu með landhelgismálið gerði það einnig að verkum, að okkur þótti rétt að bíða og reyna enn einu sinni enn að fá fram uppsögn hernámssamningsins. ★ Málið rœtt á ríkis- stjórnarfundi Þegar ríkisstjórnarfundir hófust að nýju eftir sumar- frí, tólí ég málið upp á ríkis- stjórnarfundi og krafðist þess að því yrði nú ekki lengur slegið á frest. Utanríkisráðherra, Guðm. I. Guðmundsson lýsti því strax yfir á fundinum, að Alþýðu- flokkurinn mundi elcki fallast á að taka málið upp. Framsókn skaut sér á bak við þetta svar Guðmundar, en sagði ekkert ákveðið um sína afstöðu. ★ Bréf ráðherra A l þýðubandalagsins Nokkru síðar, eða 8. nóv- ember, skrifuðum við ráðherr- ar Alþýðubandalagsins sam- ráðherrum okkar bréf um málið. í því sögðum við: „að við teldum að úr því yrði nú að fást skorið, hvort sam- starfsflokkar okkar í ríkis- stjórn hugsuðu sér að standa við þetta atriði stjórnarsátt- málans eða ekki.“ Við þessu bréfi okkar barst aldrei neitt svar. Þannig hefur þá gangur málsins verið í stuttu máli rakið. Alþýðubandalagið liefur staðfest kröfur sínar um að staðið yrði við loforðið um brottför liersins með 3 bréf- um til samstarfsflokkanna. Það hefur margítrekað kröfur sínar á fundum og með sérstökum viðræðum við forsætisráðherra. En þrátt fyrir þessar stað- reyndir. reyna svo þeir, sem mest hafa svikið í málinu, að læða þvi inn hjá almenningi, að Alþýðubandalagið haf i brugðizt stefnu sinni og ekk- ert gert til þess að koma hernum úr landi. ★ Sök bítur sekan Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið forhert- asti hernámsflokkur landsins. Hann stóð fyrir samþykkt Keflavíkursamningsins. Hann beitti sér fyrir inngöngu ís- lands í Atlanzhafsbandalagið og fyrir því að herinn fengi bækistöðvar í landinu. Þegar Bjami Benediktsson kom heim frá Ameriku, frá því að semja um þátttöku ís- lands í Atlanzhafsbandalag- inu, lýsti liann hátíðlega yfir því að enginn her og engar lierstöðvar yrðu leyfðar á Islandi á friðartímum. Þessa liátíðlegu yfirlýsingu, sem átti að vera réttlæting íyrir því, að ísland yfirgæfi hlutleysi sitt og gerðist aðili að hernaðarbandalagi, hefur Bjarni Benediktsson svikið á hinn heríilegasta hátt. Þessi svik finnur Bjarni að brenna á honum og því gerist honum svo tíðrætt um svik annarra í hernámsmálum. Hver íhaldsforinginn af öðrum gaf yfirlýsingu í þessa sömu átt á sínum tíma. Gunnar Thoroddsen var á móti her. Sigurður Biarnason taldi lierstöðvar ekki koma til mála á friðartímum og þann- ig sór hver íhaldsforinginn af öðrum. En þeir sviku í mál- inu. Þeir samþykktu lier í landið og liafa viðhaldið lier- námi Iandsins í 7(4 ár á frið- artímum. Foringjar ihaldsins hafa á- netjazt hernáminu. Þeir tóku að græða á hersetunni og reyndust siðan ekki menn til að meta þarfir landsins og sjálfstæði þjóðarinnar, þegar gróðabrali þeirra var annars- vegar. Þannig hefu.r íhaldið svik- ið þjóðina í hernámsmálun- um. Alþýðuflokurinn er nú orð- inn auðsveipasti þjónn þeirra aðila, sem vilja áframhaldandi hernám íslands. Hann hefur di’epið af sér alla þá menn, sem áður börðust innan flokksins gegn hernáminu. Hann hefur flækt saman fjár- mál sín við herbraskið og er því eins og þægt verkfæri í höndum þeirra, sem liernám- inu stjórna. Svik Alþýðu- floklcsins eru algjör i þessu máli. Framsóknarflokurinn hefur brugðizt þeim loforðum, sem hann gaf með samþykkt Al- þingis frá 28. marz og’ með stjórnarsáttmála vinstri stjórn arinnar. Hann hefur guggnað i mál- inu, þegar á hefur reynt, en þó hefur hann sýnt nokkra tilburði á sturdum, sem bentu til þess, að liann vissi hvílík hætta stafar af hernámi landsins. Það eru hernámsflokkarnir þrír, sem hafa svikið í mál- inu. Alþýðubandalagið hefur gert það, sem í þess valdi hefur staðið. Það hefur varað við hættunni, það hei'ur knú- ið fram þann árangur, sem náðst hefur, með stöðvun á uppbyggingu herstöðvanna nú um 3ja ára skeið. ★ Hernámið ógnaði efnahagslegu sjálf- stœði þjóðarinnar Þó að Alþýðubandalagið hafi ekki haft afl til þess að loka herstöðvunum og reka bandaríska herinn úr landinu, þá hefur það þó unnið mál- stað hernámsandstæðinga mik- ið gagn á öðrum sviðum. Áhrif hernámsíns á efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarimn- ar var orðið ískyggilegt. A árunum 1953, 1954 og 1955 unnu yfirleitt 2—3000 Is- lendingar við hernámsstörf. All-miklu fleiri voru þó á ó- beinan hátt við störf sem leiddu af hernámi landsins. Árið 1953 nam verðmætí alls útflutnings landsins 708 milljónum króna, en á.því ári voru gjaldeyristekjur af her- náminu um 374 milljónir. — Þrír fjórðu hlutar af landinu tærðust blátt áfram upp vegua áhrifa liernámsins. Fólk flutt- ist unnvörpum að austan, norðan og vestan til Suður- nesja, ekki til framleiðsiu- starfa jiar, héldur í liern'ims- vinnu í einu eða öðru formi. Landskunnir menn héldu því orðið fram opinberlega, að ó- hugsardi væri fyrir landið að komast af án hernámspening- anna frá Bandaríkjunum. Eins og haldið var á at- vinnumálum þjóðarinnar benti allt til þess að brottför heris- ins myndi leiða til atvinnu- leysis. Þannig var vérið að tryggja áframhaldandi her- setu í landinu og svifta þjóð- ina efnahagslegu sjálfstæði. 'k Barátta Alþýðubándu- lagsins hefur borið nokkurn árangur Alþýðubandalaginu hefur tekizt að snúa þessu við. Hernámsvinnan var stórlega minnkuð. I stað 3000 manna- áður hafa nú unnið um 700 til 1000 menn á Keílavíkur- flugvelli og flestir við við- haldsstörf. Uppbygging lier- stöðvanna var stöðvuð. Þús- undir íslendinga, sem áttu alla efnaliagsafkomu sína imd- ir hernum, hafa liorfið til framleiðslustarfa. Framleiðs'an hefur stórauk- izt og gjaldeyrístekjurnar af vellinum eru lítill liluti af heildar gjaldeyristekjunum samanborið við það sem áður var. Öllum er nú ljóst, að við þurfum enga liernámsvinnu til þess að ge.ta liíað góðu lífi í la"di"u. Áhrif hernámsins í þ-jáðiífinu eru smávægileg nú bor'ð sanian við það sem áður var. En hernaðfirhættan af her- «töðinni er sú sama og áður nsr því má ekki draga úr bar- áttunni fyrsr því, að herinn v^r-cS íí'tinn fara úr landinu. sem al'ra fyrst. Og vissulega mun Alþýðubandalagið halda áfram baráttu sinni fyrir því að losa landið fullkomlega við hættur og vandræði her- námsins. I þeirri baráttu skiptir miklu máli að allir sannir he rnámsa ndstæðingár ktandi saman og láti það aldrei henda sig að trúa fölskum áróðri hersetumanna, og allra síst ó- hróðri þeirra um þá, sem ber.i- ast gegn hernáminu og gert hafa það sem þeir gátu til }>ess að losa þjóðina við hætt- ur hernámsins. Trúlofunarhringir, Steinhringir Hálsmen, 14 og 18 kt. gulþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.