Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 12
Bæjarsfjórnaríhaldið svíkst um 6% rafmagnslækkun Hefur hækkað rafmagnsverðið um samtals 34% og neitar að lækka það nema um 6% í stað 12 sem það ætti að lækka samkv. vísitölu Fyrst hækka'ði íhaldið rafmagnsverðið nm 34%. Síðan lét það Alþýðuflokksstjórn þá sem það myndaði lækka vísitöluna um 27 stig og laun verkamanna þar með um 13,4%. Samkvæmt vísitölulækkuninni ætti rafmagnsverðið að lækka um 12%, en íhaldið felldi í gær tillögu fulltrúa AlþýÖubandalagsins um að framkvæma þessa sjálfsögðu lækkun, þverneitaði að skila aftur nema 6% — og hélt þvi fram að 3% væru gjöf! Og Magnús ellefti greiddi þjónustusamlega atkvæði með íhaldinu — lika gegn því að lækka heimilistaxtana! þlÓÐViyiNN Sujmudagnr 1. marz 1959 — 24. árgangur ■— 50. tðlufclað. "S Aukafundur var haldinn í bæjarstjórinnl í gær til að ræða rafmagnsverðið — málið eem forseti bæjarstjórnarinn- ar sagði um níu dögum áður: Þetta mál má alls ekki ræða! Gunnar borgarstjóri hélt -stutta framsöguræðu, þar sem hann reyndi að réttlæta það, að íihaldið sviki bæjarbúa um helming þeirrar lækkunar á rafmagnsverðinu sem fram- Jcvæma ætti. Samtals 34% Iiækkun Það er ekkert ljósara en að rafmagnsverðið á að lækka um 12% sagði Guðmundur Vig- fússon, en hann tók til máls næstur á eftir framsögu borg- arstjóra. Ihaldið hefur fjórum sinnum hækkað rafmagnsverðið um 6% síðan það fékk stað- festa reglugerðina um að mega hækka rafmagnsverðið um 6% fyrir hver 10 stig sem vísital- an hækkaði. Þannig hefur raf- magnsverðið verið hækkað tvisvar um 6% síðan 1. sept- ember s.l. Og þessi 24% hækk- un er auk þeirra 10% hækk- unar á grunnverðinu, sem gerð var í fyrra, þannig að íhaldið hefur hækkað rafmagnsverðið um samtals 34%. Stefna Sjálfstæðisflokksins: neyzluskattar Um áramótin lögfestu stjóm- arflokkarnir lækkun á verðlagi og kaupgjaldi, var kaupið lækkað um 13,4%, og sjaldan ihafa stjómarflokkamir stað- izt reiðari en hafi þeim verið borið á brýn að verðlækkunin væri áróður. Það hefur verið föst stefna Sjálfstæðisflokksins að láta sér ekki nægja verulegan rekstrar- afgang hjá Rafveitunni, sem lengi hefur um flest ár numið á annan tug milljóna kr., held- ur að rafmagnsnotendum bæri að standa undir öllum útgjöld- um og árlegum aukningum og framkvæmdum Rafveitunnar. Það hefur liins vegar verið stefna okkar Alþýðubandalags- manna að halda yrði rafmagns- verðinu í hófi, og alls ekki ætlað að rafmagnsnotendur standi undir öllum framkvæmd- um Rafveitunnar árlega. Emil blessar yfir Rafmagnsveitan hefur feng- ið 12% hækkun á rafmagns- verðinu út á bilið milli 195 stiga sem rafmagnsverðið var miðað við og 175 stiga. Það liggur því ljóst fyrir að raf- Áfengi hækkar 10-15% Séð um að hækkunin hafi engin áhrif á vísitöluna Nýjasta aðgerð ríkisstjórn- arinnar í verðbólgnmálum er sú að liækka allt áfengi í verði um 15%. Þannig hækkar brennivínsflaskan úr 125 kr. í 149 kr., ákavítisflaskan úr 1.30 kr. í 145 kr., gin hækkar um 80—35 kr., viský um 35 kr:, konjak inn 30 kr. o.s. frv. Þessi hækkun kom til fram- kvæmda í gær, og það var gert af ráðnum hug. í gær var sem sé síðasti gildisdagur göhilu visitölunnar, en í henni gætir verðlags á áfengi sama og ekkert. 1 dag tekur hins vegar gildi nýja visitalan, og er þar gert ráð fyrir nokkrum áfengiskaupum meðalf jölskyldu. Hefði hækkuninni á áfengi verið frestað í einn dag hefði ISoiniiiiin orðin rösklega 800 þus. krónur í gær Enn heldur fé áfram að streyma í söfnunina til styrktar aðstandendum sjómannanna, er fórust með togaranum Júlí og vitaskipinu Hermóði. Á hádegi í gær höfðu borizt alls rösk- lega 800 þúsund krónur. verðhækkunin þannig valdið hækkun á vísitölunni! Segi menn svo að ríkisstjórnin kunni ekki vel til verka í ráðstöfunum sínum í verðlags- málum. magnsverðið á að lækka um 12% eða 6% fyrir hver 10 stig sem vísitalan hefur lækk- að niður fyrir 195. Nú lýsir íhaldið yfír að það ætli ekki að lækka um nema helming þessa, eða 6%. Og það sem meira er: borg- arstjóri lýsti yfir á síðasta bæjarráðs"! ndi að forsætisráð- herra, Emil .Jónsson væri sam- þykkur því að Iækka rafmagns- verðið ekkt nema um helming þess sem það ætti að lækka, og myndi gtaðfesta það. Greiðsla fyrir ráðherra- stólana Borgarstjórinn hafði ekki á síðasta bæjarstjómarfundi lof- orð forsætisráðherra um þetta, þess vegna mátfc[ ekki ræða hækkunina þá. Nú sér maður til hvers tíminn hefur verið notaður síðan: fcil að segja Al- þýðuflokknum fyrir verkum um að samþykkja rafmagnsverðið. Það dettur engum í hug að Alþýðuflokkurinn hafi myndað núverandi ríkisstjórn. — Al- þýðuflokkurinn með 8 þing- menn — og þar af helminginn á náð Framsóknar — var þess vitaftlega ekki umkominn að mynda ríkisstjórn. Það var því Sjálfstæðisfl. sem myndaðí nú- verandi ríkissfcjórn Alþýðu- flokksins — af þvi honum þótti þægilegra að láta Al- þýðuflokkinn. vinna fyrir sig óþverraverkin. Og nú á Al- þýðuflokkurinn að leyfa íhald- inu að lialda eftir helming þess er rafmagnsvei-ðið ætti að lækka. Telur 4 millj. uppí 1 milljón! Lækkuu rafmagnsverðsins um 12% ætti að leiða af vísi- tölulækkuninni, og er þá á engan hátt tekið tillit til hárr- ar gjaldskrár. Borgarstjóri sagði raunar að rafmagnsverðið ætti ekki að lækka nema um 3% vegna lækkunar vísitölunnar, það væri aðeins rausnarskapur Sjálf- Framhald á 9. síðu. Kauplækkunarsíeínan í framkvæmd: Húsnæðiskostnaður vex um 100 kr. á mánuði íbúðaeigendur í Verkamannabústöðunum í RcykjKvík fengu glaðning fyrir fáeinum dögum. Var það tilkynn- ing frá stjóm Byggingafélags verkamanna um að imán- aðargreiðslur fyrir húsnæiiSi hækki um 36% frá 1. jan. vegna hækkunar opinberfa gjalda fyrst og fremst, þó að litlu leyti einmg vegna viðhaldskosnaðar. Verkamaður sem býr í þriggja herbergja íbúð verður nú að greiða 100 kr. meira mánaðarlega en áður, aðallega vegna hækkunar á fasteignagjöldum í Reykjavík. Það ero ekki stóreignamennimir sem þetta bitnar harð&st á heldur þeir smáu sem nýlega hafa verið lækktaðir í lanrnun. Alfreð Gíslason skýrði frá framangreindu dæmi nm „lækkúnarstefnuna" marglofuðu í umræðum á Alþingi í fyrradag, um leið og liann mótmæltj því að samþykkt yrði heimjld til enn frekari hækkunar iasteignagjalda. Nánar er sagt frá þessum umræðum á 4. síðu. Stjórn Málarafélags Reykja- víkur varð sjálfkjörin Félagið lagði 5000 krónur í fjár- söfnunina vegna sjóslysanna Aöalfundur Málarafélags Reykjavíkur var haldinn í fyrrakvöld og varö stjórnin einróma endurkjörin. Á fund- inum var samþykkt aö' leggja fram 5000 kr. úr félags- sjóöi í fjársöfmmina til að'standenda þeirra sem fórust með’ Júlí og Hermóöi. Stjóm Málarafélags Reykja- víkur er þannig skipuð: Lárus Bjarnfreðsson formaður, Hjálmar Jónsson varaform., Leifur Ólafsson ritari, Halldór Gislason ritari stjórnar, Grim- Ur Guðmundsson gjaldkeri. Varastjóm: Sigursveinn Jóhannsson, Ingi M. Magnússon. Sósíalistar Reykjavík Fundir í öllum deildum annað kvöld. Sósíaiistafélag Reykjavíkur. Trésmlðir! Fylkið ykkur um Álistann Kosning hefst kl. 10, lýkur ld. 22 Stjórnarkjör hófst í Trésmiðafélagi Reykjavíkur í gær og höfðu í gærkvöldi kosið 206 félagsmenn. Kosning heldur áfram í dag frá kl. 10—12 f. h. og 13—22 e. h. og er þá lokið. Listi vinstri manna í Trésmiðafélagi Reykj avíkur er A- listi, og eru Stuðningsmenn hans hvattir til að kjósa snemma í dag. Ihaldið hefur síðustu árin um taxtamál lafað við völd í félaginu, og er listi þess nú B-listi. Einu afrek þess á starfsárinu eru að þegar áðrar stéttir fengu 6—9% kauphækkun í fyrra lækkuðu útborguð laun tré- smiða um 4%. Þá hefur íhaldið einnig rek- ið einn vinsælasta starfsmann félagsins úr starfi á miðju ári án nókkurra saka, og sett í það starf pólitískan agent, Þegar vinstrimenn fluttu tillögu um kosningu sögunefnd- ar, fræðslunefndar og taxta- nefndar reyndi íhaldið að gera grín að því, en þegar formaður íhaldsstjómarinnar, Guðni Árnason, flutti skýrslu um starfið á síðasta fundi þá var uppistaðan í ræðu hans skýrsla um það sem þessar nefndir sem einvörðungu vom skipað- ar vinstri mönnum höfðu gert! bæjarfulltrúa íhldsins, sem er í Mogginn í gær kallar þettá þekktur að því að vita ekkert I niðurrifsstarf! — en það var þó hið eina starf sem íhalds- stjómin hafði til að skýra frá. Trésmiðir. Hrindið jaf liönd- um ykkar liinni duglausu stjórn íhaldsins! Sameinizt um lista vinstri manna, A-listann. Vinnið allir að sigri A-listans. Kjósið strax! Trúnaðarmannaráð: Magnús Stephensen, Símon Konráðsson, Kristján Guðlaugs. son, Þorsteinn B, Jónsson. Lánis Í5janifreðss»n, Til vara: Roþert F. Gests- son, S'gursveinn Jóaannsson, Gísli iStefánsson, Eyþór Guð- mundsson. . ' . l‘ ■ Stjórn og trúnaðarraannaráð voru sjálfkjörin. fhaldsstjórnin hækkar kaup Magnúsar Jóhannessonar um 50% Á saraa tíma og stjórn Trésmiðafélagsins sam- þykkti lækkun á almennu trésmiðakaupi, þrátt fyrir aö engin gTunnkaupshækkun fékkst á síö- asta ári, þá liækkar hún kaup Magnúsar Jóhann- essonar uppmælingafulltrúa um 50%. Yfir þessari gjaldbreytingu þagði Guöni for- maöur sem fastast á síðasta fundi!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.