Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 6
<?) ÞJÓEVILJINN SunnudagTir 1. marz 1959 ÞlÚÐVIUINN ÚtRefandl: Samelnlngarflokkur alþýBu - Sóslallstaflokkurtnn. - KltstJórarj Magnús KJartansson, Sigurður Ouðmundsson íáb.). - FréttaritstJóri: Jón ftJarnason. — Hlaðamenn: Ásmundur SierurJónsson, Ouðmundur Vlefússon. var E Jónsson. Matmús Torfl Ólafsson. SlKurJón Jóhannsson. Sigurður V FriObJófsson. — AuslýslngastJórl: Guðuelr Magnússon. — Ritstjóm, af- auKK«lne'or nrentsmjðla: SkólavðrOustíg 19. — Sími: 17-600 (S liaur. — Askriftarverð kr. 30 á mánuðt — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Ósvífin ögrun ffSretar hafa nú fyrirskipað ránsflota sínum við fslands- miö að stunda veiðiþjófnað á tyeimur veigamestu miðum bátaflotans. Er annað þjófnað- arsvæðið á Selvogsgrunni, ein- •nitt á þeim slóðum þar sem Vestmannaeyjaþátar hafa eink- arri sótt og talið aflavon að undanförnu. Hitt svæðið er út af Snæfellsnesi, en þau mið ækja bátar frá verstöðvum viö Breiðafjörð og einnig Akranesbátar. Ákvörðun Breta ;im þessi nýju þjófnaðarsvæði ítu þannig vísvitandi og ósvíf- án ögrun við íslendinga; með lienni er verið að stofna til átaka við bátaflota íslendinga einmitt þegar vonir standa til að vertið hefjist fyrir a’vöru, ■og er ætlun Breta auðsjáan- :ega sú að torvelda íslending- lim vetrarvertíðina. Eftir þessa íiðustu atburði spyrja sjó- rnenn í verstöðvunum og þjóð- n öLL: Er einnig ætlun stjórn- arvaldaiuia að taka þessu ný.i- tsta tilræði rycð þögn og þoL- .nnueði og aðgerðarieysi? ;171ins og margsinnis hefur ver- ■*-* ið sannað og rakið hér i biaðinu eiga íslenzkir aðilar mikla sök á þvi að Bretar hófu ofbeldisaðgerðir sinar hér við and og hgfa síðan haldið þeim áfram um sex mánaða skeið. Veiðiþjófnaður Breta undir herskipavernd hefur fært þeim sáraiítinn afla en stórfelldan 'iiLkostnað; tilgangurinn með honum er því ekki sá að hijóta ábata af fiskveiðum. Áætlun Breta hefur verið og er sú að reyna að kúga íslendinga til undanhalds með ofbe’.di og ógnunum, og viðbrögð sumra : IsLenzkra stjórnmálamanna hafa sífellt haldið vonum Breta iif- 'andi um uppgjöf af hálfu Is- lendinga, Því var veitt athygii í Bret- landi að á sl. vori þurfti bókstaflega áð neyða Alþýðu- flokkinn tiL þess að fallast á stækkun landhelginnar og að minristu munaði að ríkisstjóm- in færi frá vegna átakanna um það mál. Það fór ekki heldur fram hjá Bretum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins gerðu allt sem þeir gátu til þess að hafa áhrif á Alþýðuflokkinn og kotna í veg fyrir ákvörðunina um 12 mílna landhelgi. Brezka sendiráðið hér lét það auðvit- að ekki liggia í láginni í skýrslum sinum til Bretastjórn- ar að allt sl. sumar birti Morg- unblaðið aðeins neikvæðan á- róður um landhelgismálið, tuggði upp níð andstæðinga okkar með mikilli velþóknun- un en birti ekkj eina einustu -íslenzka röksemd. Allt þetta --- auk þess sem kann að hafa gerzt að tjaldabaki — kom þeirri skoðun inn lijá brezkum | s ic Á K ÞÁTTUR örlagai'ík nefndarstörf stjórnarvöldum að skoðanir ís- lendinga í landhélgismálinu væru skiptar, að áhrifamiklir aðilar vildu sætta sig við ,,málamiðiun‘! urö minna en 12 mílur, og því væri sjálfsagt að þrýsta eins fast að íslend- ingum og þorandi væri. Með neikvæðri og tvísfígandi fram- komu sinni kölluðu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu flokksins þannig yfir okkur hernaðarárás Breta og þær stórfelldu liættur sem lienni hafa fylgt. Ixessi hikandi framkoma hef- * ur síðan haldið áfram — einnig eftir að Bretar hófu á- rás sina og hafin voru hin af- drifaríkustu átök um alla framtið íslenzku þjóðarinnar. Róðamenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa all- an tímann komið í veg fyrir að íslendingar beittu þeim vopnum sem áhrjfarikust voru og Breta hefði sviðið mest und- an. Eðlilegu stjórnmálasam- bandi hefur verið haldið við Bretland eins og ekkert hafi í skorizt, á sama tíma og brezk herskip hafa ógnað lög- gæzlumönnum okkar og beitt þá ofbeldi dag eftir dag. Engin . • r* skýrsla hefur verið send Sam- einuðu þjóðunum um árás Breta, enda þótt þeir hafi aug- Ljóslega brotið sáttmála Sam- einuðu þjóðanna með framferði sínu. íslendingar eru enn í herngðarbandalagi við Breta, aðilar að Atlanzhafsbandalag- inu sem þó liefur rofið öll sín heit með því að styðja beint og óbeint hernaðaraðgerðir Breta gegn íslendingum. Og enn dvelst hér „varnarlið“ á veg- um þessa bandalags, þótt það hafi brugðizt öllum þeim skyld- um sem liernámssinnar töldu því til ágætis. ÖIL þessi atrjði liafa orðið Bretum staðfesting þess að Það mætti bjóða fs- lendingum hvað sem væri, hér væru valdainiklir aðilar sem væm trúrri erlendum fyrirmæl- um en augljósnstu hagsmunum þjóðar sjnnar og þeir myndu að lokum „leysa“ landhelgis- deiluna með málamiðlun í sam- iremi við óskir Breta. "ITonir Breta um síka lausn ® hafa birzt mjög greinilega eftir að vinstri stjómin fór frá og íhald og Alþýðuflokkur tóku höndum saman um stjórn landsins. Síðan hafa einnig gerzt ýmsir kynlegir atburðir, svo sem Valafellshneykslið á Seyðisfirði. 'Innrás Breta á bátamiðin sýnir síðan Ijóslega að nú er ætlun andstæðinga okkar að knýja fast á, og verð- ur srinnarlega fróðlegt að sjá viðbrögð Guðmundar í. Guð- m.undssonar og- félaga hans. Á fyrra hluta aðalfundar Skáksambands íslands, sem lialdinn var e.l. sunnudag lagði stjórn sambandsins fram tillögur til breytinga. á lögum sambandsins. Snerta breytingarnar einkum landslið íslands. Ein veigamesta breyt- ingin er sú, að stjóm Skák- sambandsins skuli hafa vald til að velja fjórðung kepp- enda til landsliðsins og auk þess velja menn í stað þeirra réttindamanna, er kunna að forfallast. Samkvæmt fenginni reynslu um forföll manna í landsliði er ekki óvarlega á- ætlað, að Skáksambands- stjórnin kæmi samkvæmt nefndri breytingartillögu til með að velja um eða yfir 50% þátttakenda í landsliðs- keppni. Ýmsum fulltrúum á fundin- um þótti sem hér væri alltof mikið vald lagt upp i hendur stjórnar Skáksambandsins og bentu á, hve það er vanda- samt og óvinsælt starf að velja og hafna þegar menn eru valdir til keppni, enda algjörlega ástæðulaust að leggja inn á þá braut, þar sem sú leið, sem hingað til hefur verið farin að láta menn keppa um réttindin til lands- liðs hefði enga sýnilega á- galla. Var bent á til saman- burðar, að ekki mundi það þykja lýðræðislegt, ef forseti íslands fengi vald til að skipa lielming alþingismanna, án til- lits til kosningaúrslita. Ýmsar fleiri greinar hihna fyrirhuguðu lagabreytinga ollu ágreiningi á fundinum og voru einkum fulltrúar Taflfé- lags Reykjavikur ósammála Skáksambandsstjóm i veiga-^ miklum atriðum og lögðu fram breytingartillögur við breytingartillögurnar. Þótti þá sýnt að til tíðinda drægi. Fyrir eggjanir liollráðra manna tókst þó að bera klæði á vopnin og var siðan kosin nefnd sex manna til að reyna að samræma tillögurnar og henni veittur til þess viku- frestur en framhaldsaðalfund- ur Skáksambandsins verður í dag 1. marz. Eftirtaldir menn skipa nefnina: Fyrir hönd Taflfélags Reykjavíkur: Högni ísleifsson, Jón Pálsson, Óli Valdimars- son. Fyrir Taflfélag Hafnar- fjarðarí Árni Finnsson. Fyrir Taflfélag Patreks- fjarðar: Þorvaldur Tliorodd- sen. Fyrir Taflfélag Sauðár- króks: IIjálmar Theodórsson. Nefrd þessi skal leita sam- komulags við fjögurra manna laganefnd Skáksambandsins, en hana ekipa: Ásgeir Þ. Ás- geirsson, Guðmundur Arn- laugsson, Baldur Möller og Sigurður Jónsson. Vonandi tekst nefndarmönn- um að komast að farsælum niðurstöðum, sem skákmenn almennt geta sætt sig við og vonandi ber síðan framhalds- aðalfundurinn gæfu tll að sam- þykkja þær. Sérstaklega vænt- ir þátturinn þess, að sá hátt- ur verði á hafður hér eftir sem hingað til að láta menn keppa um réttindi til lands- liðs og horfið verði frá þeirii fráleitu fyrirætlun Skáksam- bandsstjómarinnar að láta þessi réttindi vera að veru- legu leyti háð skeikulu mati og ef til vill annarlegum sjónarmiðum manna. Ifinir sex sióru Þegar þetta er ritað, er að hefjast úrslitakeppni sex manna um titilinn Skákmeist- ari Reykjavíkur 1959. Eru þarna þrír efstu menn úr hvorum riðli undanrásanna samankomnir, en þeir eru Ingi R. Jóhannsson, Stefán Briem, Arinbjörn Guðmundsson, Jón Þorsteinsson, Benoný Bene- diktsson og Jónas Þorvalds- sori. Munu þeir tefla ein- falda umferð til úrslita. Ekki er hægt að spá öðrum efsta sætinu en Inga, enda þótt ó- væntir hlutir kunni að gerast og iitlu megi muna í svona stuttu móti. Hann býr yfir öruggastri tækni þeirra sex- menninganna og er þeirra lærðastur, endá sýndi hann á Olympíuskákmótinu í Miinchen, að hann er að verða h'utgengur í hópi sterkustu alþjóðlegra meistara erlendra. Hver næstur honum kann að ganga, hvort það verður annarhvor berserkjanna Ben- oný Benediktsson eða Jón Þorsteinsson, Arinbjörn með með sinn lipra positionstíl, eða annaðhvort ungmennanna Stefán eða Jónas, um það treysti ég mér ekki að spá neinu. Við híðum eftirvæntingar- fullir og sjáum hverju fram vindur. Svo er að lokum ein ekák frá undanrásuni Reykjavíkur- þingsins: Hvítt: Guðmundur Ársælsson Svart: Sigurður Jónsson Spánskur leikur i. e4 e5 2. Rf3 Ee6 3. Bb5 afi 4. Ba4 dfi Vörnín, sem Sigurður velur, er kennd við Austurríkismann- inn W. Steinitz, fyrsta opin- bera heimsmeistarann í skák. 5. 0—0 Bd7 Ludek Pachmann telur 5. 0—0 veikan leik, þar sem svartur geti svarað honum með 5. — Bg4. T.d. 6. c3, Df6. 7. d3. Rg—e7. 8. Be3, Bxf3. 9. Dxf3, Dxf3. 10. gxf3, g5! og svartur stendur vel. 6. h3 í þessu afbrigði svarar svartur hins vegar með 6. —• h5!). 6. e3 gfi 7. d4 Bg7 8. dxeö dxeð Hvorugur kennenida teflir hvrjunina riákvæmt. 8. — Rxe5 léttir meira á svörtum. Sterkasti leikur hvíts væri nú 9. Bg5). 9. Kb-d2 Rg-e7 10. De2 0—0 11. Hdl Kh8 Svartur er nú laus úr öllum bvrjunarerfiðleikum og undir- býr • f5. 12. Rfl DeS 13. Re3 Rd4! 14. Rxd4 Bxa4 Framhald á 11. síðu Skáldapáttur Ritstjóri: Sveiribjörn Beinteinsson. í gömlum rímum er að finna bragarhátt þann sem dverg- henda nefnist, og er þannig: Bæði tvö ef enn við ættum orð til góðs, rakið skal af þúsundþættum þræði ljóðs, Hátturinn er mjög iíkur svo- nefndu úrkasti, munar einu atkvæðj í síðlínum (2. og 4. línu.) Breyta má visunni þannig að hún verði með úrkasts hætti: Bæði tvö ef enn við ættum orð tjl góða, rakið skal af þúsundþættum þræði ljóða, Gömlu rímnaskáldin gerðu ekki fyllilega greinarmun á þessum tveim afbrigðum, og í fornum rímum er þeim ein- att ruglað saman. Á 17. öld er farið að hafa dverghendu aðgreinda frá úr- kasti í rímum. Guðmundur Bergþórsson ruglar þessum háttum ekki saman. En á 18, öld er dverghend- an að mestu horfin úr rím- unum ásamt öðrum stýfðum háttum, svo sem valhendu, sjúfhendu og stefjahruni. A,llt- af var þó ort ein og edn rima undir þessum háttum en áð rnestu sneitt hjú þejm. Árni Böðvarsson og Sigurður Breið- fjörð notuðu þessa fornu stýfðu hætti ekki. Sérstakt afbrigði dverghendu er svonefndur ljúfling'sháttur: Sást þar dalur fönnum falinni fagnar því hann sem lengi hefur ,gengið hættum í. . Annars var . algengast að dverghenda væri ort. frumhend, Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.