Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.03.1959, Blaðsíða 10
10> ÞJÓE VILJINN — Sunnudagur 1. marz 1959 Hækkun fasteignasjalda Framhald af 4. síðu. hve mLkil afskipti ríkisvaldið á að hafa af gjaldheimtu sveitarfélaganna. Er vafalaust unnt að færa nokkur rök að því' að réttmætt sé að sveit- arstjórnir hafa þar allrúmar liendur og standi síðan ábyrg- ar gagnvart kjósendum s'ín- tim um sínar gerðir í þeim efnum. En þegar svo stendur á sem nú að ríkisvaldið hefur með lagaboði rýrt tekjur allra lauinamanna um 10% þá er áreiðanlega ekki rétta augna- blikið til að þyngja að mun nefskatta, sem lagðir eru á að miklu leyti án tillits til efnahags. Það er mikið vafamál að sú launalækkun sem nú ný- lega hefur verið lögboðin hér'*' á hv. Alþingi, komi annars- staðar öllu harðar niður en á því launafólki, sem staðið hefur í þeim stórræðum að koma þaki yfir höfuð sér og sinna. Margur maðurinn sem nú ihefur fengið laun sín lækk. Skáldaþáttur Framhald af 6. síðu bað er að segja með innrími í frumlínum (1. og 3. ljóðlínu): Olgeir setur brúði blíða á bak hjá sér; drösul hvetur, djarft nam ríða darra grér. Olgeirsr. Guðm. Bergþórss.) Brugðin dverghenda var kölluð bragarós, og er hún þannig ort: Landið hlær, en iiljan blá og lundurinn grær; geislinn skær því glampar á þar gengur mær. (Ur gömlum háttalykli.) Síðlínur dverghendu eru að- eins þrjú atkvæði og eru það skemmstu Ijóðlínur í rímna- háttum. Reyndar falla báðar Ijóðlínurnar í hvorum vísna- ’nelmingi saman í kveðandi og í úrkasti er Þetta þannig líka. Vísuhelmingur af úrkasti er eins og frumlína úr braghendu; éins og háífvísa dverghend í engu frábrugðin valhendu: •Törðin grær og líka lifna Ijóð í hug. Vetrartíðin vék á bug. Vonarhaukar þreyta flug. Þetta er valhenda; en svo má taka fyrstu línu vísunnar og skipta henni i tvennt, og botna eins og dverghendu: Jörðin grær og líka lifna Ijóð í hug. Bráðum þreytir hyggjan hrifna heimanflug. Það er leyfilegt að færa sið- asta atkvæði úr frumlínu yfir á síðlínu og verður það þá eins konar forliður, sbr. það afbrigði sem nefnt var braga- rós hér að framan. Guðmundur Bergþórsson fann upp nýjan bragarhátt með því að ríma saman allar ljóðlínur í dverghendu; úr þessu varð fallegur háttur sem hann kali- aði valstýfu: Að mér sóttu vetrarvöld í veðri köld, þar til f’jóðið kom um kvöld með kvæðagjöld. 8> uð um tíunda hluta mun nú og á næstu tímum eiga í meiri erfiðleikum en nokkru sinni áður með að halda eign sinni og híbýli, ef það reynist honum þá mögu- legt. Eg tel það fullkomna óhæfu að lögbjóða hækkun á gjöldum þeirra manna, sem nú eiga margir hverjir í hvað mestum örðugleikum vegna kaupráns hæstv. ríkisstjórnar og ég tel einnig óhæfu að stuðla að hækkaðri húsaleigu almennings á sama tíma og laun eru lækkuð með vald- boði og tek undir allar þær röksemdir sem hv. 1. l.kj. þm. færði fram um það efni sér- staklega. Eg get því ekki fylgt þessu frv. eins og það Bæjarpösturinn Framhald af 4. síðu. sundstöðum. Þá hefur bæjar- stjórnaríhaldið hér nú sam- þykkt fjárhagsáætlun sína og þrátt fyrir allt sparnaðanhjal- ið, mátti ekki heyrast nefnt þar að spara neitt nema verk- legar framkvæmdir, íbúða- byggingar, gatnagerðir, o.þ.h. I skrifstofubákninu var ekk- ert hægt að spara, í bitlinga- farganinu, sem búið er að hrúga upp hjá bænum, var ekkert hægt að spara, meira að segja svívirðingin, sem nefnd er loftvarnanefnd, á á- fram að íþyngja bæjarsjóði, það var ekki einu sinni hægt að spara brekánakostnað þessarar forláta nefndar. Finnst ykkur komið til móts við hina lögboðnu 13,4% kauplækkun okkar þarna ? Hvað segir Hannes á hom- inu ? Finnst honum bæjar- stjórnaríhaldið verðskulda drengilegan stuðning Magn- úsar ellefta við loddaraleik- inn? tjtsvarsstiginn lækkár um 5% ihrópar Morgunblað- ið. Ef fjánliagsáætlunin er hækkuð um 37 milljónir í desember og lækkuð aftur um 19 milljónir í febrúar, þá pípir Morgunblaðið: Útsvars- stiginn lækkar um 5%. Ef verð á einhverjum hlut hækk- ar um ihundrað krónur í dag en lækkar aftur um 10 krón- ur á morgun, þá mundi Morg- unblaðið æpa: 10% verð- lækkun! Hversvegna lækkar útsvarsstiginn ekki um 13,4% eins og kaupið okkar? Hvað reiknast ihaldinu og krötun- um til, að fasteignagjalda- stiginn hafi lækkað um mörg prósent? Og hvað á þessi feluleikur með staðreyndirn- ar að þýða? Hvers vegna ekki að koma a.m.k. mann- lega fram og viðurkenna að verðlækkanir og gjaldahækk- anir yfirleitt hafa, enn sem komið er, svo til engar orðið, en margt hefur hækkað stór- lega. (Eg undanskil verð á þeim vörum, sem við greiðum niður sjálf). Eg minntist á rafmagnið. Hvað í ósköpun- um er þetta „álag“, sem við verðum að borga á hverjum rafmagnsreikningi? Er þetta „álag“ lagt á bara af handa- hófi, eða hvaða reglum lýtur niðurjötfnun þess? Fólki þyk- ir skemmtilegra að vita nokk- um veginn hvað það er að borgk, umfram ákveðið raf- magnsverð. liggur fyrir. Hinsvegar hefi ég leyft mér að flytja breyt- ingatillögur þess efnis að í- búðarhúsnæði verði undan- skilið hækkunarheimild frv. og mun greiða málinu í heild atkvæði ef hún nær fram að ganga. Eg tel að allt öðru máli gegni um aðra fasteigna. eigendur en eigendur íbúðar- ihúsnæðis ihvað þessi gjöld snertir, og að full sanngimi mælti með því að þeir greiði hærri gjöld til sveitarfélag- anna af fasteignum sínum. I fyrsta lagi kemur sú gjald- heimta vægilegar niður á al- menningi. 1 öðm lagi er í mörgum t|fellum um að ræða fyrirtæki sem greiða óeðlilega lág gjöld til sveitarsjóðanna miðað við veitta þjónustu og í sumum tilfellum er um að ræða fyrirtæki, svo sem sam- vinnufélögin og fleiri sem njóta sérstöðu og jafnvel al- gerrar undanþágu frá greiðslu útsvara til sveitarsjóðanna. Eg tel ástæðulaust og órétt. mætt að t.akmarka frekar en frv. gerir ráð fyrir gjald- heimtu af fasteignum þess- ara aðila. Samkv. breytingartillögu minni er að nolckru gengið til móts við kröfur þeirra sveitarstjórna, sem talið er að bomar séu sérstaklega fyrir brjósti með flutningi þessa frv., en jafnframt gætt hags- muna þeirra sem gert er að greiða fasteignagjöld af minnstri getu og vafasamastri sanngirni. Eg vænti stuðnings hv. þingmanna við þessa breyt- ingartillögu en lýsi því jafn- framt yfir að ég geri sam- þykkt hennar að skilyrði fyrir fylgi mínu við frumvarpið. SKAKIN Framhald af 6. síðu. 15. Rb3 f5 16. exf5 16. f3 virðist betra. Svartur fær nú sterkt og fjaðurmagn- að peðamiðborð. 16. — gxf5 17. Dc4 f4 18. Rc2 Bc6 19. f3 Dg6 Svartur stendur nú mun betur: hefur sterkara mið- borð, meira landrými og opna g-línu til sóknar. 20. Rel e4 21. Rd4 21. fxe4, f3 væri ekki glæsi- legt, en nú verður valdað frí- peð á e3 þyrnir í holdi hvíts. 21. — e3 22. Rxc6 Rxc6 23. b3 Hg8 24. Bb2 Be5 25. De2 h5! Þetta peð á að mynda holu á g3. 26. c4 Hg7 27. Bxe5 Rxe5 28. Hd5 He8 29. Ha-dl h4 30. h3 Eftir þetta brestur vörnin í skyndingu. Slcárra virðist að bíða h-peðsins og fórna peð- inu á g2. 30. — Ðg3 31. Hd8 Hxd8 32. Hxd8f Kh7 33. Khl Df2! 34. Dc2i Ekki er um margt að velja. 34. — Hg6 35. Dc3 Dflf og Guðmundur gafst upp. Eftir 36. Kh2 á svartur um tvær álika skemmtilegar leið- ir að ræða til að máta í öðr- um leik. Læt ég lesendum þær eftir. IiOkastaftan Svart: Sigurður ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Guðmundur T ilkynning Nr. 21/1959. InnílutniiKjsskriístoían hefur ákveðið eftir- farandi hámarksverð á fiski í smásölu, að frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs: Nýr þorskur, slægður: Með haus, hvert kg.............kr. 2,10 Hausaður, — —.................. — 2,60 Ný ýsa, slægð: Með haus, hvert kg..............kr. 2.80 Hausuð, — —......................— 3,50 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í stykki. Nýr fiskur, flakaður án þunnilda, hvert kg. • •...................kr. 6,00 Fiskfars, hvert kg.............. — 8,50 Fisk, sem frystur er sem varaforði, má reikna kr. 1,80 dýrari hvert kg. en að framan greinir. Verð á öðrum fisktegundum helzt óbreytt samkvæmt tilkynningum nr. 21 og 32 frá 1958, þar til annað verður auglýst. Reykjavík, 28. febrúar 1959. VEBÐLAGSSTJÖRINN. Iþróttir Framhald af 9. síðu. væru nú um 500 manns. Hér á þessum stað hefði verið miðstöð skíðamanna í nær 25 ár og þótt aðrir hafi komið á eftir og reist skíðaskála Þá væri þessi glæsi- legastur. Jakob Hafstein ávarpaði af- mælisbarnið fyrir hönd 8 félaga úr Reykjavík. Sagði Jakob að þótt margt gott og þarflegt hefði verið gert, þá væru mörg mál- efni sem mætti bæta frá því sem nú er. Það þarf að gera meira til þess að beina ungu kynslóðinni til fjallanna, til þess að efla á- huga hennar og vinnugleði til daglegra starfa. L. H. Miiller og Kristján Skagfjörð stýrðu stór- um hópum ungmenna til fjalla, og reistu sér þar varanlcga minnisvarða, þeim sé heiður og þökk. Félög þau sem valið höfðu hann til að tala máli sínu við þetta tækifæri voru: Ármann, ÍR, Fram, Víkingur, íþróttafélag kvenna, KR, Valur og Skíðasveit skáta. Gísli Kristjánsson flutti kveðj- ur frá Skíðasambandi íslands og afhenti félaginu lágmynd, skíða- stökkmann skorinn í tré. Formaður Skíðaráðs Reykja- víkur, Ellen Sighvatsson, og Sig- urður Sigurðsson fyrir hönd í- þróttafréttaritara færðu félag- inu árnaðaróskir. Ennfremur færði „Litla Skíðafélagið*1 Skíða- félagi Reykjavikur gjöf. Að lokum þakkaði Stefán Björnsson fyrir hönd félagsins allan þann heiður sem félaginu hefði verið sýndur og kvaðst mundi taka til athugunar þær bendingar sem fram hefðu kom- ið. — Var dvalizt í skálanum til kl. 12. Var það nauðsynlegt? Hér vei’ður að lokum varpað fram þeim spurningum, hvort það hafi verið nauðsynlegt og hvort það hafi verið viðeigandi að íþróttafélag slcyldi veita á- fengi í þessu íþrótta- og félags- heimili sínu, við þetta tækifæri? Það svarar hver fyrir sig, en sá sem þetta ritar svarar hiklaust neitandi, og kemur þar margt til. QTSALA Drengjajakkaföt frá kr. 1 450.00. Enskar poplinkápur frá kr. 400.00. Nælonsokkar frá kr. 20.00. Perlon- og ullarsportsokkar. Köflóttar drengjaúlpur. Mikið aí öðrum vörum með stórkostlegum aíslætti. Vesturgötu 12. Sími 1—35—70. Til liggur leiðiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.