Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 1
Bréf til Jóns Rafnssonar frá Þórbergi Þórðarsyni á 6. síðu Afríkumenn grípa til vopna Sovétríkiil fÚS Ú frðltl- gegn Bretum í Nyasalandi lengja samninpfrestlnn Beittu í gœr skotvopnum i fyrsfa skipti, 5 féllu, Bretar halda áfram handtökum • Afríkumenn, í Nyasalandi hafa ekki látið bugast þrátt fyrir refsiaðgerðir brezku nýlendustjórnarinnar og halda ; áfram baráttu sinni, enda þótt flestir helztu leiðtogar þeirra hafi verið handteknir og fluttir nauðugir úr landi. Víða í nýlendunni kom til átaka í gær og beittu Afríkumenn í fyrsta skipti skotvopnum gegn herliði nýlendustjómarinnar. Harðasta viðureignin í gær | ust að hópi hermanna sem voru var við þjóðveg í suðurfylki Nyasalands, en í henni biðu fimm Afmkumenn bana, en fjórir særðust. Fréttaritari brezka útvarpsins skýrði svo frá, að viðureignin hefði haf- izt þegar Afrígumenn, flestir 'búnir spjótum og öxum, flykkt- að ryðja burt vegartálma sem Afríkumenn höfðu reist. Skyndilega var hafin skot- hríð á herme-nnina úr skógar- þykkni. Þeir svöruðu skothríð- inni og fimm Afríkumenn lágu í valnum. Ekki er getið um manntjón í herliði nýlendu- stjómarinnar. I öðru héraði landsins var þrívegis skotið á brezka her- menn í gær, en ekki er heldur getið um manntjón í þeim við- ureignum. 35 hafa verið drepnir Fréttaritai'i brezka útvarps- ins sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem Afríkumenn í Nyasalandi hefðu beitt skot- vopnum í átökum við lier og lögreglu. Síðustu þrjá daga hafa 35 Afríkumenn fallið fyr- ir brezíkum vopnum, en 63 særzt, ef trúa má tilkynningu nýlendustjórnarinnar. miðfylki Nyasalands og vörp- uðu niður flugmiðum. Þar var því hótað að heil byggðarlög juðu gerð ábyrg fyrir hvers konar skemmdum sem unnar Framl\ald á 11. síðu Krústjoff ítrekar enn í Leipzig ákvörðun þeirra að semja frið við Þýzkaland Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, ítrekaði enn í Leipzig í gær þá ákvörðun Sovétríkj anna að semja frið við annaðhvort eða bæði þýzku ríkin. Hann flutti ræðu í hádegis- boði sem borgarstjórinn í Leipzig hélt honum til heiðurs. I ræðu sinni eagði Krústjoff Stofnfundur Alþýðubandalags á Selfossi n.k. sunnudag Hannibal ;Valdimarsson og Karl Guðjónsson flytja framsöguræður um stjórnmálin og kosningarnar Stofnfundur Alþýðubandalagsins á Selfóssi verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu þar n.k. simnudag 8. marz, og hefst klukkan 4 e.h, A fundinum fara fram venjuleg stofnfundarstörf, svo sem samþykkt laga fyrir félagið, kosning félagsstjóm- ar og annarra ítrúnaðarmanna. Allt stuðuingsfólk AlJjýðubandalagsins á Selfossi, sem vill taka þátt í stofnun og starfi félagsins, er vel- komið á fundinn. A fundinum mæta alþingismennirnir Itarl Guðjónsson og Hannityil Valdiinarsson, formaður Alþýðubandalags- ins. Flytja þeir að loknum stofnfundarstörfum fram- söguræður um stjórmnálaviðhorfið og alþingiskosning- arnar sem framundkn eru. að sovéts.tjórnin væri fús til að framlengja 6 mánaða frest þann sem hún setti is.l. haust fyrir samningum um framtíð Vestur-Berlínar, en sá fi’estur átti að renna út 27. maí n.k. Hún setti þó það skilyrði að fyrir þann tíma yrðu hafnir samningar sem einhverja von gæfu um árangur. Mætti þá fresta endanlegri ákvörðun um einn til tvo mánuði. „Okkur liggur ekkert á“, sagði hann. Hann ítrekaði að Sovétríkin myndu ekki afhenda austur- þýzku stjórninni þau völd sem þau hafa í Berlín fyrr en eftir að friðarsamningar hafa verið undirritaðir, annaðhvort við bæði þýzku ríkin eða þá Austur- Þýzkaland eitt. I einkaskeyti til Þjóðviljans frá Leipzig í gær var sagt að vörusýningin væri sú stærsta og glæsilegasta sem þar hefði verið haldin til þessa. 9.400 fyrirtæki frá 49 löndum sýna þar vörur sínar og taka fyrir- tæki í öllum Evrópulöndum þát,t í sýningunni. Sýningargest- ir skipta hundruðum þúsunda og koma frá 80 löndum. Ihaldinu afhent helmfngsvöld í sf jórn Fulltrúaráðs ver Fyrsta afrek afturhaldsfylkingarinnar að vísa frá tillögu um kjaramál og samningsrétt verklýðsfélaga Á aðalfundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík í fyrrakvöld gerðust þau tíðindi að Alþýðuflokkurinn hafnaði öllu samstarfi við Alþýðubandalagið og afhenti í staðinn ílialdinu helmingsvöld í stjórn fulltrúaráðsins. Til- gangurinn með þessari samstöðu hægri aflanna kom glöggt í Ijós á fundinum, þegar íhaldið og Alþýðuflokkurinn sam- einuðust um að vísa frá tillögu þar sem lýst var andstöðu við kaupránslögin og þá skerðingu á samningsfrelsi verk- lýðshreyfingarinnar sem í þeim felst. lýðsfélaganna í Rvik Lúðvík Jósepsson Alfreð Gíslajon Fundur Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði Fundur Alþýðubandalags- manna í Halnarfirði hefst kl. 8.30 í kvöld í Góð templaraliúsinu. A fundinum verður rætt um stjómmálaviðhorfið og flytja ræður alþingismenn- imir Alfreð Gíslason og Lúðaík Jósepsson. Allir stuðningsmenn Al- þýðubandalagfáns em vel- konuiir á fundinn meðan húsrúm leyfir. Nær 200 handteknir Nýlendustjórnin heldur á- fram að handtaka þá sem tald- ir eru líklegir leiðtogar Afríku- manna i nýlendunni, og er fjöldi handtekinna nú orðinn hátt á annað hundrað. Flest- ir helztu leiðtogamir, þ.á.m. dr. Hastings Banda, forseti þjóð- ernissamtak Afrikumanna, hafa verið fluttir nauðugir til Suð- ur-Rihodesíu. Flugvélar úr flugher Suður- Rhodesíu flugu í gær yfir Fmsnherji f jórði sefidir enn merki Bandaríska geimflaugin Fmm- herji fjórði heldur áfram að gefa frá sér útvarpsmerki og heyrðust þau mjög greinilega í athuganastöðmni í Jodrell Bank í Englandi í gær. Geimflaugin var þá komin tæplega 500.000 km frá jörðu og langt fram hjá tunglinu. Bandaríski flugherinn til- kynnti í gær að gervitungl það sem hann skaut á loft frá Kali- forníu á laugardaginn var, en lítið hefur frétzt af síðan, muni hafa komizt á braut umhverfis jörðu, en braut þess liggur yfir jarðskautin. Eitthvað er þó að eenditækjum gervitunglsins. I upphafi aðalfundarins flutti fráfarandi formaður fulltrúa- ráðsins Bjöm Bjarnason skýrslu stjómarinnar. Auk fundahalda fulltrúaráðsins sjálfs hefur aðalstarf þess ver- ið fólgið í relístri skrifstofunn- ar, þar sem mörg hinna smærrí verkalýðsfélaga í Reykjavík hafa aðsetur sitt. Þakkaði Bjöm ágætt samstarf sem ver- ið hefði í stjóm fulltrúaráðs- ins undanfarin tvö ár; að vísu hefðu menn ekki alltaf verið sammála, en samstarfsandi hefði verið mjög góður. Ásamt Birni hafa átt sæti í stjórninni Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður, Eggert Þor- steinsson ritari, Óskar Hall- grimsson og Guðgeir Jónsson. Að lokinni skýrslu formanns las og skýrði starfsmaður full- trúaráðsins, Sigurður Guðgeirs- son, reikninga þess fyrir tvö s.l. ár, og voru reikningarnir síðan samþykktir. Vildu aðeins scmja við íhaldið Þá fór fram stjórnarkjör. Gerði Eðvarð Sigurðsson grein fyrir tillögum Alþýðu- bandalagsmanna og minnti á að á undanförnum árum, þegar róttækari armur verklýðs- hreyfingarinnar hefur verið í meirihluta í fulltrúaráðinu, hef- ur hann ævinlega boðið Al- þýðuflokknum tvo fulltrúa af fimm í stjórninni, og þannig hefur stjórnin verið skipuð t.d. 4 undaníarin ár. En nú bregð- ur svo við, þrátt fyrir sam- vinnu Alþýðubandalagsmanna og Alþýðuflokksmanna um kjör stjórnar A.S.Í. á síðasta A3- þýðusambandsþingi, að Alþýðu- flokksmenn undir forustu Jóns Sigurðssonar telja hag verk- lýðshreyfingarinilar í Reykja- vík hezt borgið með því að af- henda Ihaldinu sem sterkust ítök í stjórn fulltrúaráðsins. Alþýðut'lokksnieiin höfðu því eingiingu rætt við Ihaldið um myndun stjórnar en ai'tekið Framhald á 2. síðu. , /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.