Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1959, Blaðsíða 4
—• ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. marz 1959 Athugasemd Irá Osta- og smjörsölunni s.f. BÆJÁRPÓSTURINN. Reykjavík, 4. marz, ’59. Herra ritstjóri. „Húsmóðir á Selfossi“ hefur í dag veitzt að fyrirtæki voru í blaði yðar og viljum vér í því sambandi biðja yður að ■ birta í blaðinu, sem út kem- ■ ur á morgun, eftirfarandi athugasemdir. Meginhlutinn af því smjöri, sem vér íslendingar ÍUam- leiðum, verður til að sumrinu. Það er þessvegna ekki nýtt mál, að smjör, sem er á mark ■ aðnum að vetrinum, sé orðið nokkurra mánaða gamalt. ■ Þannig ;hefir þetta verið og mun verða um ófyrirsjáan- lega framtíð. Enda þótt smjör sé geymt á frysti af þessum ástæðum, er engin ástæða til að ætla, að það skemmist. Hinsvegar • er það staðreynd, að. smjör, sem geymt er á frysti é'in- hvern tíma, hneigist til að gulna á yzta borði. Alls staðar í veröldinni, þar sem menn láta sig ein- hverju skipta meðferð þess- arar vöru, er hafður sá háttur á, þegar smjöri er pákkað í söluumbúðir, að það er „elt“ í stroklci rétt fyrir pökkun. Tilgangurinn með þessu er sá að jafna smjörið sem mest og gera dreifingu efnannia sem eðlilegasta. Einstök mjólkursaml. hafa, enn sem komið er, svo litla geymslumöguleika, að þegar smjörframleiðsla þeirra er mikil, verða þau að leigja húsnæði annars staðar. Hús- næðið. sem þarf undir vöruna, er þá kannske ekki fyrir hendi á staðnum, svo að leita þarf til annarra staða. iSmjörið, sem „Húsmóðir á Selfossi“ ræðir um, er einmitt smjör, sem mjólkursamlag^ . hefur orðið að koma til geymslu annars staðar, vegna húsnæðisleysis heima fyrir. Osta- og smjörsalan á að sjá um pökkun á smjöri fyr- ir sum mjólkursamlögin, eða jþau, sem ekki hafa pökkunar- vélar, sem eru mjög dýr tæki og varla á meðfæri þessara samlaga að eignast. Fyrir- tækið, hefur, því miður, ekki fullkomna möguleika enn til að sjá um pökkun á stórum sendingum, eins og þeim 5 tonnum, sem það hefur falið Mjólkurbúi Flóamanna að pakka, nú nýverið. Fyrst vér höfðum ekki möguleika hér til að pakka þessu smjöri, svo að vel færi, sáum vér þá leið o^na að fana þess á leit við Flóabúið, að það ynni verkið. Mjólkurbú Flóamanna er nú eitthvert fullkomnasta mjólk- urbú í Evrópu. Ahöld þess eru öll af fullkomnustu gerð úr ryðfríú stáli. Þetta gleður oss mikið og enn meir, þegar út- lendingar hafa crð á þyí, að í heimalandi þeirra séu ekki til bú, sem þoli samjöfnuð við Flóabúið. Alls staðar. með öðrum þjóðum, sem vanda sig í smjörframleiðslu, eru til regl- ur um, hvert skuli vera vatns- innihald smjörs Með Norðurlandaþjóðum er vatnsinnihald -smjörs 16%. í Heilbrigðissamþykkt fyrir Reykjavík, 92. grein, 7. lið, segir: „Smjör er unnið úr rjóma og má ekki vera í þvi söltuðu meira en 16% af vatni og 18% í ósöltuðu." Við samningu Heilbrigðis- samþykktar Reykjavikur, hef- ur auðsjáanlega verið tekin ákvörðun í samræmi við það, sem gilt'hefur annars staðar um þetta atriði. Það er alveg vízt, að semjendur Héilbrigð- issamiþýkktárínnar hafa full • komlega borið skyn á málið. Smjörið, sem vér létum pakka á Flóabúinu, hafði 15,2% vatnsinnihald, þegar því var pakkað. Vér óskum, að „Húsmóðir á Selfossi“ athugi vel fram- vegis, að það er ætið bezt að gagnrýna heiðarlega. Það er vissulega takmark vort, að gera allt, sem hægt er til ;að íslenzkt smjör verði góð og eftirsótt vara, sem neytendur eru ánægðir með. Greinargerð frá Osta- og smjörsölunni vegna blaða- greina, sem birzt hafa að undanförnu um gerðir fyrir- tækisins, mun send dagblöð- unum einhvem næstu daga. Með þökk fyrir birtinguna. pr.pr. Osta- og smjörsalan s/f Sigurður Benediktsson. Athugaseiadir við- góuvísur — Bæjarpósiur íær „norðánpóst" — Nánari skýringa óskað. UM DAGINN voru hér í Póst- inum nokkrar gamlar góuvís- ur, og bað ég þá vísnafróða menn að leiðrétta, ef skakkt væri með þær farið, einnig óskaði ég eftir nánari skýring- um með sumum þeirra. Hafa mér nú borizt bæði leiðrétt- ingar og skýringar, sem gott var að fá. — Norðan frá Siglufirði fékk ég eftirfar- andi bréf: — „Kæri Bæjarpóstur! Þú óskar eftir skýringu á góuvísu Sig- hvats Borgfriðings í 43. tbl. Þjóðviljans, er byrjar svo: — „Gleði þróar geðs um tún“. Eg hef ekki iséð vísuna fyrr. Eg finn, er ég les hana, að hún hlýtur að vera afbökuð. RétfX finnst mér hún þannig: vera „Gleði þróar geðs um tún, grimmum sóar skaða, heilsar góa, björt á brun Bólmi, snjó'itaða". Bóhn er eyjarheiti; Bólmey hét ey sú, er Arngrímur jarl réði yfir, en hann var faðir Angantýs, er barðist við Hjálmar liugumstóra á Sáms- ev. Þessi skýring kemur heim við vísu úr Víglundarrímum Sigurðar Breiðf jörðs: „Vindsvals senn þá sonur leið, og sumars kennir frjóa. Bræður tvennir búa skeið (— skip), að Bó'mey renna snjóa". (Vindsvals sonur = veturinn; Bólmey snióa = Island). Séra Eiríkur Ha'lsson var prestur á Höfða í Höfðahverfi, austan Ey.iafiarðar, en ekki á Höfða á Höfðaströnd. 1 út- gáfu Rímnafélagsins á Hrólfs- rimum Kraka eftir séra Eirík er fyrsta vísan svona: „Suðrá bát við gómagöng geymir mála skorðan; þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan“. Eg er Bæjarpósti Þjóðviljans mjög þakklátur fyrir allar vís- urnar, sem þar hafa birzt, og tel ég það mjög þarft verk að halda til haga gömlum vís- um, sem annars murnJu týn- ast. Eg hef svontið fengizt við vísnasöfnun og séð Um vísnaþátt í blaðinu Mjölni á Siglufirði öðru hvoru, þegar rúmið í blaðinu levfir það. Eg held, að það væri hyggilegt að vísnasafnarar hefðu meira samband sín á mi!H en nú er, því að „betur sjá augu en auga“ í því efni sem annar- staðar. Eg bið að fyrirgefa framhleypnina. Með beztu kveðiu, Guðlaugúr'Sigurðssön Hólavegi 8 Sigiufirði.“ PÓSTURINN þakkar tilskrifið, en fyrirgefningarbeiðnin i nið- urlagi þess er algeriega óþörf; það er einmitt „framhlevpni“ af þessu tagi sem tilvera og tilveruréttur bæjarpóstsins bvggist á. Eg er bréfritara sammála um, að það sé þarft verk að halda til haga göml- um vísurn. En það þai'f að gera meira en safna þeim saman, það þarf að gera þær skiljanlegar og aðgengilegar nútíma fólki. Eg get ekki láð neinum, þótt hann skilji ekki sum rímnaerindin með öllum sínum heitum og kenningum, oft býsna langt sóttum og tor- skildum. Og einmitt vegna þess, að fólk skilur ekki vis- urnar í s'nni upnrunalegu mynd, freistast það til að brevta þeim, gera þær sér sk'lianlegar. Eða þetta er a. m.k. mitt álit. Þess vegna er nauðsvnlegt að útskvra tor- skildar vísur, þegar bær eru birtar á nrenti, slíkt bæði hiálnar fólki til að njóta þe;rra og varnar því að þær afbakist í meðförunum. Mér finnst t.d. Hklegt. að hinar ýmsu útgáfur af fvrri hluta vísnnnar: „Þorradæsrin þvkja löng“, séu þannig t.ilkomnar, að fólk hefur ekki skilið hinn upprunalega, fyrripart: — „Suðra bát. við góma göng, ; geymir mála skorðari"-. Eg trevsti mér ekki til að út- skvra þetta, og bið því rímna- fróða menn að hlaupa þar undir bagga, því það er leið- inlegt að kunna ekki skil á vísu, eem jafnoft er vitnað í og þessa. Gjafabréf til ríkisstjérnariimar Atthagafélag strandamanna. SPiLAKVÖLD í Skátaheimilinu í kvöld kl. 8.30. Næst síðasta spilakvöld félagsins í vetur. Mætið stumdvíslega. —• Stjórnin. Trúlofunarhringir, Steinhringir Hálsmen, 14 og 18 kt. gnll Nýlega létu stjórnarflokk- arnir auglýsa með miklum fyrirgangi lækkun á mjólk — 2 aura lítrann. Þetta fannst sumum ekki beinlínis stór- lækkun, en Alþbl. svarar bara: „Safnast þegar saman kemur“. Mér hefir því dottið í hug að fylgja ráðum blaðs- ins og safna þessari miklu lækkun saman jafn lengi og líf stjóniarinnar varir. Heim- ili mitt kaupir 2% lítra á dag. Það gerir 5 aura lækkun — sem er lagt inn á spari- sjóðsbók, merkt Emilía. Á viku gerir sparnaðurinn 35 aura, á mánuði 1,40 kr. En yfir árið nemur sparnaður við verðlækkun mjólkurinnar rokna upphæð, eða 18 krónum 25 aurum. Hugsið ykkur árs- spamaður átján krónur tutt- ugu og fimm aurar. Já, safn- ast þegar saman kemur, segir Alþbl. — og sannleikann sem jafnan. Lifi nú ríkisstjómin 1 ár og húsbændur hennar, Ólafur og Biami, mun ég gefa út gjaf'abréf þeim til handa, sem svarar lækkun mjólkur- innar, þ. e. kr. 18,25. Sé þessari upphæð skipt jafnt, kemur í hvers hlut þrjár krónur og fjórir aurar. Nágranni minn, sem er að steypa hjá sér útidyratröpp- ur, varð svo hrifinn af hug- mynd minni, að hann hefir ákveðið að gefa sömu aðilum fjárhæð, spm nemur auglýstri lækkun á sementi, en sú lækk- un er 5 kr. á smálest, en það er 0,5 aurar á kg. Hann á- ætlar sementsþörf hjá sér 300 kg. Þar fær ríkis.i'jóm- in ítem Bjami og Ólafur sam- tals 1,50 kr. Það gerir á nef 25 aura. Þetta er að vísu ekki mikið, en safnast þegar saman kemur, segir Alþýðu- blaðið. Ríkisstjórnin hefir tekið af mér á mánuði 900 krónur og rétt útgerð og atvinnurekend- um, eins og foringjum verka- mannaf'okks ber að gera. Giafabréf mitt til Emilíu hljóðaði upp á 18,25 kr. deilt með 6 og miðað við eins árs líf, verður viðurkenningar. og virðingarvottur frá minni hendi til téðra ráðherra + húsbændanna, fyrir stefnu- festu við hugsjónir jafnaðar- stefnunnar — og harðar kaupkröfur sjálfstæðisforingj- anna frá s. 1. sumri. Jafnaðamiaður. Vélvirkjar og rennismiðir óskast, getum einnig tekið nemendur í rennism'íði. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. Sinfóníuhljómsveit íslands Þreimir tónleikar 5 Þjóðleikhúsinu þriðjudagana 10. marz, 17. iuarz og 24. raarz 1959 kl. 20:30 öll kvöldin. Stjómandi: THOR JOHNSON. Einleikarar: Gísli Magnússon og Þorvaldur Steingrímsson. Meðal viðfangsefna: GECI'L EFFINGER; Sinfónia nr. 5 (tileinkuð Sinfóníuhljómsveit Islands, flutt í fyrsta skipti), DVORÁK: Sinfónía nr. 8, G-dúr, MOZART: Sinfónía, A-dur, K, 201, HONEGGER: Concertino fyrir píanó og hljómsveit, R. STRAUSS: Svita úr „Borgari gerist aðalsmaður", SIBELIUS: Fiðlukonsert, d-moll. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. Þeim, sem þess óska, er gefinn kostur á að kaupa í einu lagi aðgöngumiða að öllum tónleikunum fram til sunnudagskvölds 8. marz, enda verða ekki seldir aðgöngumiðar að einstökum tónleikum fyrr en eftir þann tíma. í Venjulegt aðgöngumlðaverð. }

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.