Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 4
4} ÞJÓÐVILJINN — Laug-" rdag-nr 21. marz 1959 Póstmannafélag íslands 40 ára 53. þáttur 21. marz 1959 ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Nýyrði og ‘fciikuorð I. I dag er minnzt 40 ára af- mælis Póstmannafélags ls- lande með samsæti í Fram- sóknarhúsinu, og fara hér á eftir kaflar úr greiti sem Sveinn G. Björnsson hefur skrifað af því tilefni. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þessum mönnum: Þor- leifi Jónssyni, póstmeistara, O. P. Blöndal, póstritara og Páli Steingrímssyni, póstfull- trúa, síðar ritstjóra Vísis. — Stjónain skipti þannig með 3ér störfum, að Þorleifur Jónsson var formaður, Páll ritari og Blöndal gjaldkeri. Allir, sem þá voru starfandi í pósthúsinu, að bréfberunum undanskildum, gengu í félag- ið. Stofnendurnir voru þvi samtals 12. Af þeim eru enn tveir starfandi: Helgi B. Björnsson, deildarstjóri í bögglapóststofunni, og Sæ- mundur Helgason, fulltrúi. ( 1 II. Fyrsta verkefni stjórnarinn- ar var að undirbúa tillögur um launakjör póstmanna í Reykjavík og úti um land og koma þeim á framfæri. Hafð' stjórnin fengið til athugunar launalagafrumvarpið og gert á því nokkrar breytingar að því er snerti laun póstmanna. Það levnir sér ekki að hagur ' póstaðstoðarmanna, sem voru fjölmennastir í Revkjavík, hefur verið fyrir borð borinn við setningu launalaganna. Þær tillögur, sem samþykktar voru í félaginu um launakjör þeirra, náði ekki fram að ganga, nema að litlu leyti. Þrátt fyrir fámenni félags- skaparins stóð hann furðan- ’ lega fast saman um kröfur ' sínar og samþvkkti á fundi hinn 9. september 1910 að segia uop starfi, ef viðunandi lausn feng’st ekki á launa- kjörunum, en bau höfðu ávallt ' verið skorin við nögl. Það er nthvglisvert í þessu sambandi, að í tillögum félagsstjórnar- innar er iagt til, að þr.jár ' stúlkur, er þá unnu á skrif- stofunni, fái sömu laun og karlmenn'" rnir. Slikt mun ekki hafa verið aigengt í þá daga. Þrátt fvrir hina skeleggu af- stöðu hins fámenna hóps, er þá vann í póststofunni, voru ’ talsverðar brevtingar gerðar á launaflokkunum til lækkun- ar. Leiddi betta til þess, að ýmsir ágærír starfsmenn ' gengu úr þiónustunni. Revnt var síðar að koma í veg fvrir það með því að bjóða mönn- um smávægilega ti’færslu í launaflokkum, en það náði ekki tilgangi sínum nema að litlu leyti. Það le’kur því ekki á tveim tungum, að á þessum árum háði póstmannastettin sína fvrstu og ef til vill ör- lagai'íkustu baráttu fvrir til- veru sinni og mannsæmandi réttir.dum að því er launa- kjör snertir. Það má því nokkurn veginn fullyrða, að með setningu launalaganna 1919 hafi myndazt sá örlaga- hnútur, sem stéttinni hefur æ síðan reynzt erfitt að leysa til fulls og í mörgum tilfell- um verið eins konar fjötur um fót stéttinni til vaxandi þroska og menningar. ra. Á fyrstu starfsárum félags- ins var mikið unnið að þvi að fá viðurkenndan ákveðinn vinnudag, en hann hafði yfir- leitt verið lengri hjá póst- mönnum en flestum öðrum starfsmönnum ríkisins. Þar var þó ekki fyrr en 1925 að samkomulag náðist um átta stunda vinnudag. Hins vegar voru póstmenn skyldugir til að vinna allt að 16 tímum á sólar- hring, ef nauðsyn var til, en þó ekki lengur, nema eftir samkomulagi. Þá var einnig lengi barizt fyrir því á þess- um árum, að fá einhverja greiðshi fyrir nætur- og helgi- dagavinnu. Fyrir harðfylgi starfsmanna féllst Atvinnu- málaráðuneytið loks á að greiða mætti fyrir þá vinnu, sem unnin væri umfram tvær stundir á helgum degi, en sú heimild náði þó aðeins til ár- anna 1923 og 1924. Eftir það féll þessi greiðsla m'ður fyrir alla vinnu á he'gdögum, unz 1927, að málið var tekið upp að nýju. rvr. Eitt var það, sem starfs- menn póststofunnar höfðu mikinn áhuga á þessi ár, en það var að hrínda í fram- kvæmd hugmyndinni um stofnun Póstmannasjóðs, sem lengi hafði verið í undirbún- ingi. Tildrög að stofnun sjóðs þessa voru þau, að aðalpóst- meistari Sigurður Briem hafði safnað saman um margra ára skeið frímerkjum af gömlum póstávísunum og komið frsm með þá hugmynd að stofna sjóð fvrir það, sem fengist fyrir frímerkin. Átti sjóður þessi síðan að vera til styrkt- ar póstmönnum. Árið 1923 var svo endanlega gengið frá stofnun sjóðsin3, samin skipu- lagsskrá og fengin konungleg staðfesting á henni, en reglu- gerð um styrkveitingar úr sjónum kom þó ekki fyrr en 1925. Stofnfé sjóðsins var kr. 10.000.00. — Megintilgangur sjóðsins er, eins og áður er vikið að, að veita þeim mönn- um styrk, sem með námi eða ferðum erlendis hafa í huga að fullkomna sig í starfinu. Einnig má veita úr sjóðnum í sjúkdómstilfellum eða ef starfsmaðurinn hefur lengl gegnt póststörfum með dugn- aði, trúmennsku og samvizku- semi. V. Á árunum 1932—1944 að einu undanskildu (1936) gaf Póstmannafélagið út blað, er það nefndi Póstmannablaðið. Flutti það á þessum árum margar greinar um áhugamál etéttarinnar og var mikill styrkur að útgáfunni, meðan hennar naut við. Það hefur nú í seinni tíð oft verið um það rætt að hefja útgáfu blaðsins að nýju, en ekki kom- izt í framkvæmd ýmissa hluta vegna. Vonándi verður það ekki látið dragast öllu leng- ur að koma því máli í fram- kvæmd. Fá vopn eru betri í baráttu stéttarsamtakanna en málgögn þeirra, ef þeim er beitt af einurð og fullri sann- girni. Meðal þeirra mála, sem blað’ð barðist mikið fyrir, var bætt 'skipu'ag á vinnuháttum starfsfólksins. I því máli hnigu skoðanir manna í eina átt, að hinn langi vinnudagur yrði ekki leystur nema með vaktaskiptum. Slíkt mætti lengi vel talsverðri mótspyrnu þar eð ekki varð hjá því kom- izt að fjölga starfsliði. End- anleg lausn fékkst þó ekki á því máli fyrr en 1945, er þá- verandi samgöngumálaráð- herra, hr. Emil Jónsson, tók málið til endanlegrar af- greiðslu að tilhlutan þáver- andi póst- og símamálastjóra, Guðm. J. Hlíðdal. 1 reglugerð þeirri sem þá var gefin út um starfstíma og störf póstmanna í Reykjavík eru ýmsar mikil- vægar réttarbætur póstmönn- um til hanida. Enda þótt segja megi, að reg’ur um vinnutíma starfsmanna ríkisins og ríkis- Framhald á 10. síðu. Það er gamall siður okkar að búa til ný orð, þegar á vegi okkar verða hugtök eða hlutir sem við höfum ekki 'kynnzt áður. Sumir vilja ganga svo langt að nota ekki í „vönduðu máli“ neitt orð nema af íslenzkum uppruna, og er þá oft tilviljunarkennt hvað kallað er íslenzkur upp-: runi og hvað ekki. Öðrum finnst ekkert athugavert við að torúga í mál sitt orðum sem geta verið góð og not- toæf í heimamáli sinu, en hæfa íslenzkri tungu ekki með neinu móti. Hvorug þessara stefna getur staðizt þegar málið er vandlega athugað. Þetta er allt erfiðara við- fangs vegna þess hversu mik- ið byggist á smekk, en hann er valtur og misjafn eftir einstaMingum. Sú stefna að hafna tove^ju einu sem útlent er getur aldrei orðið til far- sældar. Þótt hún væri fram- kvæmanleg og við gætum lok- að okkur inni í skel, dregið okkur út úr samfélagi mann- kynsins, myndi slikt aðeins verða til þegs að fyrr eða síðar skylli yfir sú flóðalda sem ekkert fengi staðizt. Annars held ég enginn haldi slíkri stefnu fram í alvöru. Þó kynni að vera að einhver héldi að góð íslenzk orð væru til um tovað eina sem ís- lendingar nútímans fást við. En því fer fjarri. I ýmsum greinum hefur enginn hefð s'kapazt um það hvernig hitt eða þetta hugtak, sem á öðr- um tungum er oft nefnt al- þjóðlegu heiti, er kallað á íslenzku. Hitt er toeldur eng- in lausn sem sumir hafa ver- ið að tala um að taka upp í íslenzku hvaða orð sem okkur kann að berast um nýja hluti eða ný hugtök. Ekki munu vera bornar brigður á það að tungan, mannlegt mál, er fyrst og fremst tjáningartæki, tæki manna til að tjá öðrum hugs- anir sinar og tilfinningar. Siðvenja og hefð hefur skip- að táknum málsins í 'kerfi, og þeir sem kunna eitttovert mál vel finna óafvitandi, hafa það á tilfinningunni, ef veru- lega vikur frá því kerfi sem skapazt hefur í málinu. Ýms- ar breytingar mannlegs máls eru þó til komnar vegna þess að þetta kerfi hafur ekki ver- ið nógu ríkt til að halda málinu óbreyttu. Við nefnum þessa tilfinningu fyrir mál- inu gjarnan ,,málkennd“. Það særir málkennd okkar yfir- leitt þegar fy™ okkur verða orð eins og „helicopter“, „ex- pressjónismi11 og fleiri þvílík, því að við finnum ósjálfrátt að þau eru ekki eins af sama sauðahúsi og önnur orð máls- ias. Hins vegar finnum við þetta ekki ef fyrir okkur verða orð af útlendum upo- runa, sem við erum orðin vön, orð eins og „bíll“, „start- ari“. Það er mjög almenn mál- kennd meðal íslenzkumælandi fólks’ nú á dögum að stuttir útlendir orðstoifnar, toelzt ekki lengri en tvö atkvæði, geti mi'klu fremur fallið inn í mál- kerfið en lengri orð. Þó krefst málkenndin alltaf þess að orð- ið sé beygt eins og íslenzkt orð (hafi íslenzkar endingar ef svo ber undir) og í því séu ekki nein hljóðasamtoönd sem málinu séu framandi. Al- þjóða orð eins og „sósíalismi, kapítalisti“, hafa verið not- uð það lengi í íslenzku að þau eru toætt að særa mál- kennd okkar flestra. Sú krafa er gerð til mann- legs máls að það geti tjáð það sem talendur þess vilja birta öðrum í orðum. Þessi þörf manns til að nefna hlut- ina eða tougtakið þann veg að aðrir menn skilji, knýr stöð- ugt á og leitar sér ávallt útrásar. Ménn sem vinna að sömu eða svipuðum verkefn- um þekkja þá sömu orðin og nota þau sin á milli, þó að þau kunni að vera illskiljan- leg öðrum, ef störfin eru mjög sérfræðileg. Ef menn vilja halda uppi hefðum móðurmáls síns með sama hætti og áður hefur tiðkazt, verður að gæta þess að þau orð sem almenningur lærir að nota falli í mót þess. Ég segi hér „almenningur“, vegna þess að því1 fleiri sem mota orðið, því meiri er tíðni þess í málinu að öðru jöfnu og því meira rof á máltoefð- inni, ef það hlítir henni ekki. En þau orð — af innlendum eða erlendum stofni — sem aðeins eru notuð og aldrei verða notuð annars staðar en í þröngum hópi sérfræðinga, eru hættuminnst, jafnvel þótt þau séu haldin öllum göllum vondra orða, meðan sérfræð- ingamir fara ekki að taka þau sér til fyrirmyndar við orðasmíð fvrir almenning. Því er nauðsyn að leggja mesta rækt við þann hluta málsins sem almenning varð- ar helzt. Ég skal nefna dæmi um þetta: Það skiptir almennt málfar litlu máli tovort lækn- ar nota gott eða vont orð (frá sjóiiarmiði íslenzkrar tungu) um eintovern tiltek- inn vöðva í bakinu eða ann- ars staðar, vegna þess að almenningur nefnir þann vöðva aldrei á nafn. Hitt skiptir meira máli að fá gott orð sem fer vel í íslenzku um sjúkdóm þann sem löngum er nefndur „bronchitis“. Um hann hefur líka verið búið til gott orð, „berknakvef“, sem byggist á því að aðal- kvíslar barkans, þessar tvær er liggja hvor í sitt lunga, em nefndar „berkjur“ (ein- tölu „berkja"), en í heilsu- fræðibókum hafa þær oftást verið nefndar „lungnapípur", sem þykir óhentugt orð. Ein höfuðröksemd þeirra er vilja nota í 'telenZku toelzt sem flest útlend eða alþjóðleg fræðiorð, er hagræði það sem Framhald á 11. síðu Fremri röð: Tryggvi Haraldsson formaður P.F.I., Dýmiund- ur Ólafsson ritari. Aftari röð: Sigurjón Björnsson gjald- keri, Sigurður Ingason varaformaður, Lúðvík Jónsson aðst. gjaldkeri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.