Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.03.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. marz 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Ernest K. Ganna 80. dagur. sentist rétt fyrir framan vélina, svo nærri að hann hefði getað feygt sig eftir henni, kom honum til að skipta um skoðun. „Ha! . . . Nei!“ Of snemmt fyrir Tad. Alltof snemmt til að skreiðast burt, vælandi eins og sigraður „landkrabbi", sem síðarmeir verður að útskýra fyrir öðrum „land- kröbbum“ að þetta hefði mistekizt og svo framvegis ... og svo hefði ekki verið annað að gera en stökkva, ha. . . Við að smágefa mótornum kom hann honum aftur í gang. Hann beitti stýrisstönginni og hliðarstýrinu gegn vindhviðunum, fór að horfa á snúnings og hallamælinn og reyndi að halda beinni stefnu. Hann hafði heppnina með sér nokkra stund, en svo þreif vindhviða næstum stýrisstöngina úr höndum hans. Samtímis upphófst ægi- legur gáliragangur umhverfis hann, eins og þegar fellibyl- ur rekur brotsjó upp að bjargi. R-r-r-r-a-a-a-a-k-k-k-k-k- a-a-a-a-k-k-k-k-a-a-a-a-a-k-k-k-k-k. Hagi! Milljónir smá- djöfla ósköpuðust. Tækin úrðu brjáluð. Pitcairnvélin fór að titra. Þegar vindhlífin brotnaði og þeyttist í höfuðið á Tád, beit hann á jaxlinn og þurrkaði af sér blóðið. Hann beygði sig eins langt fram og hann gat og barðist af öllu afli við að halda fast um stýrisstöngina. Hann fann haglið hamra án afláts á bakið á sér. Eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Þessi titr- ingur. Engin flugvél í góðu ásigkomulagi átti að titra svona. Hann leit sem snöggvast yfir á vængina og beygði sig strax aftur og um leið tók hann ákvörðun sína. Vængirnir voru draugalegir í hvítum blossunum, aumk- unarverðir í þjáning sinni. Höglin höfðu hamrað og stúngið og rifið örsmá göt í strengt léreftið. Höglin sem á eftir komu höfðu stækkað götin lítið eitt og nú voru þarna stórar rifur og tætlur og segldúkurinn flettist af í allar áttir. Sums staðar sást { burðarásinn. Það var ástæðulaust að líta á aðra hluta vélarinnar. Þeir væru eins illa á sig komnir — trúlega verr. Málmhreyfillinn var sjálfsagt að berja nestið Það var ekki að undra þótt hroll- ur færi um Pitcairnvélina. Það skein allsstaðar í beinin. Eftir andartak flygi hann beinagrind. Nú gæti hann yfir- gefið vélina með góðri samvizku. Hann tók fæturna af hliðarf jölunuro og aðgætti hvort ól- arnar í fallhlífinni væru hséfilega hertar. Hann aðgætti hvort burðarlínan væri í lagi. Hægt og settlega festi hann ólarnar um brjóstið, því að jafnvel nú þótti honum miður að ‘þurfa að yfirgefa vélina. Hann drap á olíugjöfinni í von um að ekki kviknaði í vélinni og leit í síðasta skipti á gólfið í stjórnklefanum — hann vissi aldrei síðar hvers vegna hann gerði það eiginlega. Hann rétti út höndina til að losa sætisólina, og þá varð hann fyrir því. Hann fann geysilegt högg, ofsalegra en nokkurt hinna fyrri og heyrði hvin sem yfirgnæfði hávaðann kringum hann. Hægri vængur liðaðist sundur í miðju, beygðist ískr- andi aftur, rakst með braki í skrokkinn og hitti hann í höfuðið með þungum dynk. Flugstögin slitnuðu og aftari hluti vængsins ýttist til hálfs yfir stjórnklefann. Tad hristi af sér svimann. Hann lagði hendurnar á sætið til að ýta sér út úr stjórnklefanum — og komst að raun um að hann var fastur. Hann sló reiðilega í vænginn, ýtti og stritaði af öllum kröftum og leit á hæðarmælinn. Sex þúsund. Hann varð að flýta sér. Nú var vélin komin í spuna. Hann spyrnti í gólfbitana og ýtti aftur á vænginn. Svo reyndi hann að hrista hann, bölvaði og reif í hann og reyndi að brjóta stykki úr jafnvægislokunni. Fimm þúsund. Fjögur þúsund. Hann var í hnipri í sætinu með bakið að vængnum, og tók á öllu sem hann átti til og hrópaði á guð sér til hjálpar. Hann ýtti og ýtti með öllu því viljaþreki sem hann átti eftir. Vængurinn haggaðist ekki. Þrjú þúsund. Hann barðist enn eins og óður maður og bjó sig undir áreksturinn, þegar vélin rækist á jörðina. Hann varð skjótur og miskunnsamur. láust. Fyrst báru þeir hann utan af bersvæði og að bónda- þæ. Þar var hann lagður á gólfið, því að hann mótmælti harðlega þegar þeir reyndu að leggja stóran kropp hans á gamaldags sófa. Þeir óku honum í vörubíl inn í búðina í þorpinu. Tad mundi það ekki greinilega, en læknirinn sem kom að mörgum klukkutímum liðnum, sagðist skyldu sjá um allt, ef Tad héldi að hann hefði efni á að hringt yrði á sjúkrabíl frá Poughkeepsie. Tad mundi ekki hverju hann svaraði. En sjúkrabíllinn kom seint og síðar meir. Ferðin til Poughkeepsie var mjög kvalafull. Þeir þvoðu af honum blóðið og færðu hann úr og fötin hans voru gegnvætt í olíu. Hann mundi það, að hann hafði beðið þá að halda til haga kökubitanum sem var saman- klístraður í jakkavasa hans. Þeir hann inn í sjúkra- stofu, og hann hefði getað cr;ð að hann hefði sofnað strax, en seinna sögðu hinir ^jkúnr>ar,'.ir að hann hefði ænt til hádegis. Lucille og Col: 'nir i -i fengu ekki leyfi til að sjá hann. Þau biðu á gist «ús> hkeepsie þang- að til Timothy læknir kom og >a'j o>í'u ð bíða meðan hann fór inn í spítalann. Timothy læknir sagði: „Tum-tum-^'-H’trr' og blístraði lágt meðan litlar, feitar hendur han:; r j uni um- búðirnar. Svo var löng ráðstefna við 'jú1-' r-..tu’r- ■ nknana — Tad mundi óljóst að hún fór að nok’,:,u tam við rúmið hans. Loks sagði Timothy læk ,r .•<: tt væri að flytja hann til Newark. Og nú lá h.’nn .menn- ingsherbergi á öðrum spítala; það var nerbergi, en hann gat ekki hreyft einn einasta vöðva. Af umbúðunum var honum ljóst að hann var alvarlega meiddur, en hann vissi. ekki hve alvaríega. Þegar Tad spurði Timothy lækni um það, svaraði hann aðeins að tíminn myndi leiða það í ljós. Áður en þau hin fóru inn til að heimsækja hann sagði læknirinn: „Gætið þess að hann geti ekki lesið neitt úr svip ykkar — það er mjög þýðingarmikið þessa stundina. Hann lifir þetta af; fyrir kraftaverk eru aðeins bein hans og vissar taugar sködduð. En hann getur dáið af öðrum ástæðum, ef hann fær að vita sannleikann of fljótt. Þá get ég ekkert fyrir hann gert.“ Timothy læknir stóð og reri fram og aftur meðan hann horfði á kvíðafull andlit þeirra. Þau sátu hlið við hlið í litla biðsalnum. Colin og Lucille héldust í hendur og Ro- land sat hokinn við hliðina á þeim. Svo komu Fleski Scott og Stubbur Baker sem sátu og fitluðu við húfur sín- ar og loks Gafferty. „Eg held það sé bezt að þið fáið að vita hið sanna, að svo miklu leyti sem mér er það ljóst. Seinna meir — eftir langan tíma, þegar hann fer héðan — getið þið veitt hon- um þá hjálp, sem hann hefur.svo mikla þörf fyrir. Eg XVII. KAFLI. Tad var feginn þegar þeir lögðu hann loks í hvíta rúm- ið og sögðu að þar ætti hann að vera fyrst um sinn. Hon- um virtíst sem hann hefði verið fluttur til og frá enda- Kjóll sem auðvelt er að breyta Margar ungar stúlkur eru enn hrifnar af skyrtukjólum þó að hann sé nú að ,fara úr tizku. Þær þeirra sem vilja samt sem áður fylgjast með tízkunni geta þá farið að eins og sýnt er á myndinni. Aukapilsið fylgir kjólniun og hægt að setja það utan yfir hann svo að úr verður mittiskjóll, eins og tizkan segir nú til um. Efnið er úr baðmull, rautf og rauð- gult.- Myndin er tekin úr danska tízkublaðinu „Klæder skaber foIk“. íslenzk tunga Framhald af 4. síðu. óneitanlega skapast við að nota á íslenzku sömu orð og eru í skyldum menningarmál- um. Enginn getur heldur neit. að því að fyrir ýmsar sakir gæti verið heppilegt að nota í ísleuzku orð eins og „radió“, „helíkopter", „telefónn“, og þar fram eftir götunum, vegna þess að þessi orð eru notuð í skyldum menningar- málum um þessa hluti. Þá vaknar spurningin: Er þá nægilega rílc ástæða tij að „vernda“ tunguna gegn slík- um útlendum áhrifum, og er þegar á allt er litiö fullgild ástæða fyrir okkur að vera að burðast við að haldá í þetta, gamla mál sem aðrir skilja ekki en innan við 2Ö0 þús. eyjarskeggjar í Norður- Atlantshafi ? Þessari . spurn- ingu er ágætt að velta fyrir sér — í alvöru og einlægni, |P ilil HEIMILiSÞÁTTUR TfímutMMtmttmiTNnrrntrmr.fítmnmitrtN-t-l- rrrrr miiimiiin,|iiiirnnii iiiinrmHmrmrn. rrtj wW- tpf® Égri m Framhald af 6. síðú einungis forsmekkur af því, sem gerast hlýtur í Afríkuný- lendum, þar sem fámennir ’ hópar evrópskra landnema streitast við að halda niðri. fjölmennum Afríkuþjóðum. Sjálfstæðishreyfing Afríku- manna er óðum að sigra í ný- lendunum sunnan Sahara í álf- unni vestanveðri, og' Afríku- menn í austurhluta álfunnar sætta sig ekki við að vera settir skör lægra, vegna þess eins að mildara loftlag hefur komið hópum evrópskra land- nema tii að setjast að meðal þeirra. Bretar, sem ráða allri Austur-Afriku sunnan Ethíó- píú nema Mozambique, hafa valdið og ábyr.gðina. I orði kveðnu er það stefna brezku stjórnarinnar að gera nýlend- urna'r að sjálfstæðum ríkjum, þar sem jafnrétti ríkir milli kynþáttanna. Atburðir síðustu vikna hafa sýnt að brezka í- haldstjórnin er í hjarta sínu hljðholl landncmunum. sem horfa löngunaraugum lil kyn- þáttakúgunarinnar í Suður- Afríku og' vænta stuðnings þaðan. M.T.Ó. A- W RIMSINS óiTÍim fer til Sands, Hvammsfjárðar- og Gilsfjarðarhafna -á mánu- dag. Vörumóttaka í dag. HEKLA vestur um land t-il Akureyrár ihinn 25. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna i dag og árdegis á máaudag. Farseðlar seldir á mánudag. Fer til Vestmannaeyja 24, þ..m. Vörumóttaka daglega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.