Þjóðviljinn - 18.04.1959, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. apríl 1959 — ÞJÓÐVTLJINN — (7
Málverkasýning Karls Kvarans
í bogasal Þjóðnunjasafnsins
Málaralistin er hljóð list og
það verður að skoða hana
til þess að skilja hana. En
sumir vilja fá leiðbeiningu á
því hvernig eigi að horfa á
hana,
Un<3irstaða myndar hlýtur allt-
af að vera teikningin. Málarinn
byggir upp myndina og þegar
uppistaðan er fullgerð getur
hann farið að hugsa um liti,
fyrr ekki. Litasamsetningin
fylgir því aígjörlega bygging-
unni. 'En litirnir verða líka
að byggjast upp ekki síður
en griradin. 1 raun og veru
verður listamaðurinn að hafa
litina í huga um leið og hann
byggir inn á flötinn. Allt
helzt þetta í hendur.
Abstraktlistgreinin er ströng
við sína og þar eru margir
kallaðir en fáir útvaldir.
Karl Kvaran er og var
strangur við sjálfan sig. Þessi
agi hans var honum áður
nokkur fjötur um fót. Hann
vann þannig og vinnur að
nokkru leyti enn, að hann
fékk hugmynd og vann að
henni, endurtók hana með
breytingum, þetta var nokk-
urskonar stef með tilbrigðum.
Fyrst framan af var hug-
mynd hans ætíð vel unnin en
í of föstum skorðum og ekki
nógu tilbreytingarík.
En nú hefur hann unnið
sig burt frá þessum endur-
tekningum, hugmyndin stækk-
ar alltaf og breytist og enda
þótt enn sé allt vegið og mælt,
faatmótað og ákveðið hafa
myndir hans fengið þann
sveigjanleik og mýkt sem eru
einkenni ailrar þroskaðrar list-
ar. Það er fróðlegt að gera
samanburðinn við fyrstu
myndir hans og sést þá hvem-
ig hann smám saman tekur
að færa til myndbygginguna
á fletinum, steypir henni sam-
an í meiri heilid, þjappar henni
saman eða færir sundur, svæð-
ið nýtist betur og það mynd-
ast aðrar stærðir.
Ef skoðaður er heildarsvip-
ur sýningar þeirrar sem nú
er í bogasal Þjóðminjasafns-'
ins, þá er hann sá, að allt
helzt þama í hendur. Teikn-
ing, litir og lögun. Litirnir
eru áberandi heitir og mjúkir,
það hvílir yfir þeim hljóðlát
fegurð. Dökkir litir eru rikj-
andi í litaskalanum, svartur,
gráir og brúnir litir mikið
notaðir, ljósu litirnir em líka
einkar mildir. I heildinni
láta myndirnar lítið yfir sér.
I þessum myndum er allt
óþarft þurrkað burt. Til sann-
inlamerkis er mynd nr. 13 sú
sem sýnd er hér að ofan og
stendur hún uppi rúin öllu
aukalegu, nakin grindin í livít-
um og svörtum lit, höggmynd
á fleti ef svo mætti segja, (án
þriðju víddarinnar sem högg-
myndalistin krefst). Þessi
mynd er fróðlegt vitni leikni
Iians og öryggi.
Myndlist Karls Kvarans má
þekkja úr innan um verk ann-
arra bæði vegna forms og lita.
Karl er einn hinna yngri
listamanna sem lengst hafa
náð á braut sinni. Hann er
sannur og sýndarlaus og vil
ég hvetja fólk til þess að sjá
sýningu hans. Þeim, sem ekki
segjast skilja þessa list vil
ég benda á að sjá myndirnar
oft. Augað verður að venjast
því að horfa á þær og þá
verður viðhorfið til þeirra
etrax annað.
Það er ætíð svo, að verk
sem einhvers eru virði verða
fallegri í hvert skipti sem
horft er á þau. Að lokum
setjast þau að og verða þátt-
ur í daglegu lífi án þess við
vitum áf því. En tilvera okk-
ar væri snauðari án þeirra..
D. V;
Þegar Veglevsusveit líður undir lok
er ekkert Island til framar
•— Það er sama hunds-
rófan á þeim öllum, hreytti
Jón út úr sér, þegar um það
er að ræða að selja landið..
Se-selja landið, át oddvitinn
eftir, og var ekki láandi þótt
hann skildi ekki gerla hvað
fólst í þessum síðustu orðum
nágranna síns. Selja hvaða
land ?
ísland, ansaði Jón, og Veg-
leysusveit áreiðanlega ekki
. undanskilin. Þú um það Þor-
lákur hvort þú trúir mér ekki,
en þú ættir að þekkja mig
. nóg til þess að vita, að ég er
ekki vanur því að hafa alvöru-
mál í flimtíngum.
Oddvitinn sat hljóður litla
stund.
Og hverjir skyldu vilja
kaupa? spurði hann svo.
Þeir í Amriku, sagði Jón
Þeir hafa penínga einsog
skít, miklu meiri penínga en
þeir komast yfir að eyða.
En í Reykjavík eyða þeir
meiri peníngum en þeir geta
unnið fyrir. —
Það hefur ekkert staðið
um það í blaðinu ennþá, taut-
aði oddvitinn.
Þeir ætla sér að selja land-
ið, ef þeir eni ekki þegar
búnir að þvi, sagði Jón. Þú
mátt bera mig fyrir því hvað
sem stendur í blaðinu.
Oddvitinn heyktist í sætinu
við alvöruþúngann í orðum
Jóns bónda, og tók að tina
ló af öðrum sokkbolnum.
Ég held ég fari nærri um
hvernig í þessu liggur, Jón
minn, tuldraði hann ofaní
gólfið. Ég man það núna, að
þeir hafa drepið á það í blað-
inu, að þeir í Amríku hafi
tekið það uppá sig að verja
okkur fyrir þessum bannsettu^
Rúesum, því einsog allir vita
erum við eingir stríðsmenn
Islenidíngar, svo það er af og
frá, að við getum boríð hönd
yfir höfuð okkar. En þeir
fullyrða í blaðinu, að það sé
á við dómsdag að fá þann ó-
fögnuð yfir sig. Eg fæ ekki
séð að það sé um það að
ræða að selja landið, þó þeir
í Amríku fái hér lítilfjörleg
jarðarafnot, þegar svona mik-
ið er í húfi. Auk þess er
þessi blettur, sem um er að
ræða, einganveginn fallinn til
búskapar, tæpast snapavon
fyrir sauðkind — Island,
samt sem áður, greip Jón
framí. —
— Viku fyrir vetur kom
oddvitinn að Bráðagerði. Hann
hefur mæðst og bognað þetta
sumar, því það er ekkert
smáræði, sem heimsmenníng-
in hefir lagt á hans öldnu
herðar með innrás sinni og
íleingíngu í Vegleysusveit.
Honum er mæta vel kunn
ugt um það mótlæti sem mætt
hefur grönnum hans, og hann
finnur til með þeim einsog
hann hefði orðið fyrir því
sjálfur. Og er hann hugleiðir
erindi sitt að þessu sinni er
honum ekki láandi, þó hann i
eigi erfitt með að koma orð-:
um að því. Það er nánast
einsog að reka einn nagla í,
viðbót í þá likkistu sem gejun-|
ir lífshamíngju þessarar fjöl-
skyldu.
Ég skal segja þér, Jón
mihn, að það er slæmur
skratti á döfinni, hu, þeir ætla
sér, Kanarnir, að byggja flug-
völl hér í sveitinni. Þeir segja
að það sé bráðnauðsynlegt
vegna þessarar svokölluðu
heimsmenníngar, hu. Og þeir
ætla sér að taka grundirnar
Sigurður Róbertsson
hérna útfrá túninu, já, og fit-
ina og jafnvel túnfótinn með.
Ég er hættur að verða
h’ssa á því sem úr þeirri átt
kemur, sagði Jón og varð
minna um tíðindin en vænta
mátti. En ég er löglegur e’g-
andi að Bráðagerðinu ennþá
og á meðan ég telst það, geta
þeir byggt sína flugvelli ann-
arsstaðar. — Það er tilgángs-
laust að þverskallast Jón
minn, hu, tu'draði cddvitinn
mæðulega. Þetta er semsé
allt klappað og klárt. Ég er
nýbúinn að fá bréf uppá það
frá ejálfri ríkisstjórninni.
Jón bóndi nuddaði kylli sinn
fast og fékk sér í nefið.
Það er komið á daginn, sem
ég sagði þér í fyrravetur,
Þorlákur minn, að þeir fyrir
sunnan eru búnir að selja
þetta land. Þú vildir ekki trúa
mér þá, og kannski þú trúir
mér ekki enn, þótt þú getir
bókstafiega þreifað á því.
Ég hefi veigrað mér við því
híngað til, mimraði oddvitinn
vonleysislega, því hvernig í ó-
sköpunum er hægt að ætla
nokkrum manni svo hroðaleg-
an glæp. En ég fer að trúa
hverju sem er úr þessu uppá
þá fyrir sunnan.
— Þá varðar kannski ekki
mikið um það í Reykjavík og
Amríku, þó kotkarlar hér í
Vegleysusveit flosni upp,
sagði Jón.
— Við erum báðir orðnir
gamlir, Jón minn, hu, sagði
oddvitinn, og það skiptir
kannski ekki má!i hvorum
megin hryggjar við liggjum
úr þessu. Við skulum vona,
að úngdómurinn standi bet-
ur í stykkinu en við höfum
gert.
Já, nú veltur allt á þeim
sem eru úngir. En jafnvel þó
maður sé orðinn svo gamall,
að maður geti sætt sig við
þá tilhugsun að liætta alltíJ
einu að vera til, er það frá-
gángssök að sætta sig við það
að grundin, fit’n og túnið líði
undir lok, þetta sem maður
hefir haft undir fótunum alla
sína ævi og erjað til að hafa
í sig og á. Þegar það er fyrir
bí þá er ekkert sem á sér til-
gáng leingur —.
Sigurður Róbertsson.
L ö g t a k
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án
frekari fyrirvara, á kcstnað gýildenda en ábyrgð
ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar-
ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum; Fyrir-
framgreiðslum upp í skatta og önnur þinggjöld árs-
ins 1959, að því leyti sem þau eru fallin. í gjald-
daga eða í eindaga vegna vangreiðslu, söluskatti og
útflutningssjóðsgjaldi fyrir 1. ársfjórðung 1959, svo
og íarmiðagjaldi og iögjalcJaskatti fyrir sama tíma-
bil, sem féllu í gjalddaga 15. þ. m., bifreiðaskatti.
skoðunargjaldi af bifreiöum og vátryggingariðgjaldi
ökumanna ibifreiðia fyrir árið 1958, sem féllu i
gjalddaga 2. janúar s. 1., áföllnum og ógreiddum
gjöldum af innlendum tollvörutegu xdum og matvæia-
eftirlitsgjaldi.
Borgarfógetinn í Rey'kjavík, 16. apríl 1959.
Kr. Kristjánsson (sign.)
Námsksið í kió'ssaum,
sem stendur yíir í 5 vikur, hefst næstu daga.
Upplýsingar í síma 13085 milli kl. 4 og 6 e.h.
Hildur Sivertsen, Hólatorgj 2.