Þjóðviljinn - 21.06.1959, Side 11

Þjóðviljinn - 21.06.1959, Side 11
Sunnudagur 21. júni 1959 — ÞJÓÐVILJINN--(11 BUDD SOHULBEBG Samma Glick 44. „Hundrað dollarar á viku“, sagði hún. „Enginn samn- ingur, bara frá viku til viku, en það skiptir ekki máli meðan hann er í slagtogi við Samma. Sammi fékk árs- samning í viðbót, og ég hef hugboð um að hann hleypi Júlían ekki langt í burtu frá sér“. „Hundrað á viku!“ sagði ég. „Það er ekki svo afleitt. Jafnvel þótt Sammi fái þrisvar eða fjórum sinnum meira“. „Ef hlutfallið milli hæfileika og orðagjálfurs er einn á móti fjórum“, sagði hún. „þá fer vegur hæfileikanna vaxandi í heiminum“. „Þú hefur sennilega rétt fyrir þér“, sagði ég. „Við ættum að vera þakklát fyrir lítil kraftaverk. Þótt ekki væri annað en það að höfundartitillinn hljóðaði svo — eftir Samma Glick og Júlían Blumberg. Hvernig 1 fjand- anum fórstu að þessu?“ „Bandalagið á meðal annars að koma í veg fyrir á- níðslu á rithöfundum“, sagði hún. „Ekki einungis af hálfu atvinnurekenda — heldur einnig annarra höfundá“. „Lætúr mjög vel í eyrum“, sagði ég. „En hvenær för Sammi að láta slíkt hafa áhrif á sig?“ „Þegar ég tilkynnti honum að Júlían stæði upp og segði allt af létta á næsta bandalagsfundi. Eitt atriðið á stefnuskrá okkar er að þurrka út allar draugaskriftir. Það eru verstu örlög sem einn rithöfundur getur sætt“. „En Bandalagið hefur ekki fengið viðurkenningu“ sagði ég. „Þið hafið ekkert vald. Hvaða gagn er þá í opinberri játningu?“ „í Hollywood er svo sem hálf tylft af kvikmyndaver- um og hálf tylft af veitingahúsum“, sagði hún. „Og eins og þú sjálfsagt veizt eru rithöfundar ræðnir að eðlis- fari. Og þegar sex hundruð rithöfundar fara að segja það sama . .. „Eg skil“, sagði ég. „Það gerði Sammi líka“, sagði hún. Eg sagði að mér fyndist undarlegt að hún skyldi geta sett svona skrúfu á Samma, þrátt fyrir þær tilfinning- ar sem hún lét 1 ljós til hans í vikunni á undan. „Þú gætir eins sagt að þegar við þekkjum sjúkdóms- orsök og vorkennum fórnarlambinu, þá væri ekki gust- uk að setja hann í sóttkví“, sagði hún. Eg hugsaði: Það var ég sem vorkenndi Júlían. En Kit hjálpaði honum. „Allt í lagi“, sagði ég. „Eg mun lofsyngja þig“. „Ekki fyrr en þú gengur í bandalagið“, sagði hún. „Nú ertu sjálfur búinn að sannprófa áhrif þess“. „Eg hef ekkert á móti bandalaginu“, sagði ég. „En, skollinn hafi það, ég er víst einstaklingshyggjumaður“. „Það er Alli Smith líka“, sagði hún, „og hann er jafnt í götustrákafélaginu sem frelsisbandalaginu“. „Pancake segir mér að kvikmyndahöfundar ættu ekki að hafa með sér bandalag, vegna þess að þeir eru ekki eiginlegir starfsmenn“. „Hann hefur þó ekki sagt hvað þeir væru?" sagði hún. „Listamenn", sagði ég „Segðu framleiðendunum það“, sagði hún hlæjandi. „Eg skal hringja til þín fyrir næsta bandalagsfund“, sagði hún. „Við getum kannski öll orðið samferða". „Hamingjan góða“, sagði ég. „Eg kynnist eintómum valkyrjum hérna fyrir vestan". Hún hló. „Við erum sjálfsagt allar valkyrjur að ein- hverju leyti". „Jæja^ en ég þakka þér innilega fyrir það sem þú gerðir fyrir strákinn“, sagði ég. „Það var reglulega vel gert“. „Ekkert að þakka", sagði hún með þessum rólega radd- hreim, sem gerði mér alltaf órótt innanbrjósts. „Banda- lagið er alltaf þénustuieiðubúið. Blessaður, Al“. Um leið og hún var búin að leggja á, hringdi ég í íbúð Júlíans til að færa honum fréttirnar. „Halló, Júlían?“ sagði ég. „Halló, elskan — korndu og skálaðu fyrir framtíðar- samvinnu, sem á eftir að gera Hecht og McArthur að smáköllum“. „Hvern fjandann ert þú að gera þarna?“ „Eg skrapp yfir til Júlla til að segja honum að ég ætlaði að gefa honum tækifæri“, sagði Sammi. „Héðan af verður hann félagi minn í ritmennskunni. Þú ættir að sjá hann, hann er í sjöunda himni". „Þú ættir að taka sjálfan þig taki“, sagði ég. „Einn góðan veðurdag hleypur þetta örlæti með þig: í gönur“ Eftir að ég var búinn að segja þeim að ég mætti ekki vera að því að taka þátt í gleðskap þeirra (Sammi ætlaði að halda þeim veizlu í La Maze), fór ég yfir í Barneys Beanery, hlustaði á gamla trúða sem sungu gömul dæg- urlög fyrir þjórfé, og reyndi að gíeyma mannkærleika Samma yfir lauksúpu Barneys. Sjöundi kafli. Sammi hafði fá tækifæri til að trufla drauma mína næstu mánuði, því að nað voru erfiðir tímar hjá fyrir- tækinu — fyrst voru laun skrifstofufólksins lækkuð og síðan var farið að sparka smáhöfundum á borð við mig -- og ég hafði unnið eins og þræll til að fá að hanga kyrr. Megaphone hafði kallað fyrstu tilraun mína þokkalega, jafnvel þótt ég hefði neitað að auglýsa í blaðinu, og það lá svo mikill taugaæsingur í loftinu, að ég fékk hálfgert flog í hvert skipti sem ég fékk skilaboð, af ótta við að nú væri uppsögnin komin. Kit hringdi til mín tvisvar eða þrisvar í mánuði, en var mér lítil uppörvun, því að hún talaði ekki um ann- að en þetta bannsett bandalag sitt. Eg hafði enn inn- tökubeiðnina í vasanum óundirritaða. Eg hitaði henni í hamsi, þegar ég sagði henni að mér væri vel við fólk en ég vildi eina manneskju í einu, ekki allar í einni bendu. , Loks fór ég að sjálfsögðu. í næstum fimm klukkutíma sat ég ásamt þremur eða fjórum hundruðum manna í loftlausum fimleikasal og hlustaði á ræður, naut . ekki einu sinni þeirrar huggunar að sitja hjá Kit, vegna þess að hún þurfti að vera uppi á pallinum. Eg áleit að banda- lagið ætti ófundinn tilgang sinn í Hollywood ef hann væri þá nokkur. Lægst launuðu rithöfundarnir vildu að bandalagið yrði reglulegt hagsmunafélag og alþýðlegu náungarnir sem höfðu fimm hundruð dollara á viku, álitu að rithöfundum lægi mest á því að fá sinn eigin samkomustað, á borð við gamla rithöfundaklúbbinn, þar sem þeir gætu setið og kynnzt hver öðrum. Rithöfundarn- ir sem höfðu tvö þúsund og fimm hundruð á viku og fræg nöfn, virtust hafa mestan áhuga á að auka áhrif sín í kvikmyndaframleiðslu og mæltu snjöll og háleit Þingvalla- InnduriiBift Framhald af 4. síðu yrði unnt að vinna sigur með þeirri áfengisnautn, sem þá v.ar á Bretlandi, harni kom því á áfengisbanni og Bretar unnu styrjöldina. Á eftir þessari ræðu fór fram sýning innlendra og ' erlendra þjóðdansa og fjórir glímumenn sýndu islenzka glímu undir stjórn Kjartans Bergmanns. Undir fundarlok var eftir- farandi tillaga samþykkt ein- róma: „Ahnennur fundttr haldinn á Þingvelli 14. jún.i 1959 að tilhlutan Landssambandsins gegn áfengisbölinu heitir á alla landsmenn að eira ekkí ágen.gisifzkunni, en gera sér ljóst livílíkur voði hún er síð^ ferði þjóðarinnar, atvinnulífi heimilisheill og öllurn velfarn- aði uppvaxandi kynslóðar, — og skorar á alla þjóðhoUa menn að standa sem fastast og véli talýmdi saman um stöðugt vaxandi og öflugri biiulindisstarfsemí og mark- \issari löggjöf til útrýmingar áfengisbölinu.“ I fundarlok v.ar sungið „Is- land ögrum skorið." Þetta er aðeins upptalning á þvi, sem fram fór á fund- inum og segir í raun og veru sáralítið. Fundurinn var fjöl- mennur og „stemmningin" var mjög góð, þess er því að vænta að fundurinn hafi orð- ið öllum þeim, er hanu sátu til uppörfunar í baráttunni gegn áfengisbölinu, sem þjáir okkar fámennu þjóð meira en flestir gera sér grein fyrir. Eg, fyrir' mitt leyti þa'kka • fyrir þennan fund. Guðgeir Jónsson. fealS í Bretlandi Hafið er í Bretlandi þrent'ara- verkfáU ppm stöðvar prentun aúra pf>þ-' ó« tímarita og ann- orð um tilgang kvikmyndanna og stöðu handritahöfund- sHá en stórblaðanna í anna í virðingastiganum. Fundurinn minnti á maðk sem 1 I;ond°"- Yfir 200.000 hafa far- hlutaður hafði verið sundur í ma-rga parta, sem reyndu að skríða saman í blindni. Þegar Kit hringdi í mig næst svo sem sex vikum síðar, sagði ég: „Segðu það ekki, leyfðu mér að gizka I á; það á að verða fundur“. Eg sagði henni að ég væri ekki í fundarskapi, en hún bað mig að hitta sig hjá Musso á Bólvarðinum klukkan sjö, svo að við gætum verið komin á íundinn um klukkan hálfníu. Kit hafði skilið eftir boð til Samma um að borða kvöldverð með okkur, en þegar við vorum að setjast kom yfirþjónninn með skilaboð frá honum um það, að hann væri á ráðstefnu með Franklín Collier út af Monsún. „Hvérnig gengur honum?" sagði ég. „Hann og Júlían gætu unnið ágætlega saman um ó- fyrirsjáanlega framtíð". sagði hún. „Og ef hann legði hagnað sinn fyrir, gæti hann sjálfsagt setzt í helgan stein fyrir þrítugt. En það er ekki nóg fyrir hann. Hann getur ekki látið þar við sitja. Það er að gera hann ið í verkfall til að knýja fram kröfur um 40 stunda vinnuviku o« kauphækkun. sem nemur 10%. Hverær sem er getur farið svo að samúðarvinnustöðvun taki fyrir útgáfu stórblaðanna. Ýmis vikurit hafa gert ráð- stafanir til að fá prentaðar í Hollandi Be’gíu og Frakklandi verkfajlsú.tgáÍur, sem fluttar verða fíugjéiðis fil En'giands. Ayglýsið í Þjóðvilianum iMIuiMv ht WhMBIÍ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.