Þjóðviljinn - 26.09.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.09.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖDVILJINN — Laugardagur 26. september 1959 75. þáttur 26. september 1959. ISLENZK TUNGA ' r-i <: Oj n .. . Ritstjóri: Arni Böðvárssón Reykjavíkurslang Margsinnis hefur verið um það .ta’að hversu málfar allt yæri lélegt í Reykjavík, ekki sízt meðal barna og unglinga. Rétt er það að íslenzkukunn- áttu unglinga er mjög ábóta- vant, en ekki aðeins í Reykja- vík, heMur víðast hvar á landinu. Slík kunnátta fer þó alltaf mjög eftir einstakling- um og umhverfi, og kennarar unglingaskóla í Reykjavík vita t.d. vel að greindir ung- lingar á skólaskyldualdri hér skilja vel bókmenntatexta þar sem segir frá kringumstæðum er ungt fólk nú á dögum þekk- ir ekki nema af afspurn, horfnum vinnubrögðum, orða- fari í sambandi við þau, dag- legu lífi áður fyrr og þar fram eftir götunum. Hitt er^ aftur önnur saga að mál ungu segja „fagnaði því“. Annað dæmið, myndu koma, er gott dæmi um reykvískt slang af versta tagi; þarna ætti að standa „kæmi“. Þriðja dæmi ætti heldur að vera „næðust sættir“. Fjórða dæmi sömu- leiðis. Næstsíðasta dæmið, myndi líða, er einnig slang af vondri tegund og ætti að að vera ,,iiði“, og á sömu lund ætti „fnyr.di snúa“ held- ur að vera „sneri“ (kvaðst vona að ekki liði langur tími þar til Dalai Lama sneri heim). Orðalag af þessu tagi er algengt talmál hér í Reykja- vík. En ef samsett sagnbeyg- ing með niundi eða myndi fær að útrýma venjulegum viðtengingarhætti, ósamsettri sagnbeygingu, hefur islenzk tunga orðið fyrir óbætanlegu tjóni, tjóni sem væri sama eðlis og þegar hinar Norður- iandaþjóðirnar týndu niður verulegum hluta' beyginga á öldunum fyrir siðaskipti — og harma síðan stöðugt þær breytingar. Við verðum að sporna við gegn slíkri þróun; mál mannsins breytist nógu ört vegna óhjákvæmilegra krafna tímans, þótt reynt sé að halda í hemilinn á slíkum breytingum eftir beztu getu. Miklu verðugra verkefni er það íslenzkukennurum að reyna að hafa slík stílbætandi áhrif á nemandur sína en eyða eilífðartíma í rex um það hvar komma á að vera milli setninga og hvar ekki. Og ég fullyrði að þetta at- riði, viðtengingarháttur þar sem hann á við, og samsettar sagnbeygingar í hófi, skiptir höfuðmáli fyrir móðurmál komandi kynslóða, en beiting afbrigðilegra tíða (svokall- aðra) í sagnbeygingu skiptir engu máli. Ríkisútvarpið < BEETHOVEN-TÖNLEIKAR • FRIEDRICH GlfLDA j ' i leikur með # HLJÓMSVEIT RÍKISÚTVARPSINS undir stjórn ** RÓBERTS ABRAHAM OTTÓSSONAR í Þjóðleikhúsinu mánudagskvöld 28. sept. kl. 8.30 Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu SKEMMTIFUNDUR í Tjarnarkaffi sunnudaginn 27. sept. 1959 D A G S K R Á : kynsloðarinnár er aYð bréýtast og bEBytist mjög liratt. Þar o yerður" hætta á ferðum, ef menn gleyma að halda við sambandinu milli daglegs tal- máls og vandaðs ritmáls. „VarHað ritmál“ er sem sé ekki eingögu hefðbundinn stíll, heldur einnig gott daglegt mál, og „gott mál“ breytist með hverri kynslóð. „Slettótt mál finnst mér ekki jáfn ill íslenzka hjá þeim stíl sem allur er ein „lulla“, hvorki lipur né þá heldur kjarnyrtur“, segir Stephan G. Stephansson í bréfi til 1 Jó- hanns Magnúsar Bjamasonar (30. apríl 1899). Og sumt af því sem breiðist út meðal ung- linga nú á dögum, er sviplaus „lulla“. Þessi tegund málfars rekur stundum löppina inn á síður dagblaðanna. Ég hef ekki verið nógu hirðusamur að tína saman slíka hluti, én hér varð fyrir mér úrklippa sem ég hef gert úr Þjóðvilj- • anum 25. apríl síðastliðinn, 12. bls. Önnur dæmi hliðstæð hefði mátt taka úr öllum hin- um dagblöðunum. „Þá sagði Nehru að hann myndi fagna því, ef Pantsén Lama eða fulltrúi Kínastjórn- ar myndu koma til Indlands . . . hygði að skjótt myndu ' nist sættir . . . Nehru svar- aði því til að sættir myndu að sjálfsögðu nást, en það kynni að taka t'íma að ná þeim. Hann kvaðst vona að ekki myndi líða langur tími þar til Dalai Lama myndi snúa heim“. Allur þessi glæsileiki er á 18 línum í einum dálki, og hann er ekki einsdæmi, þótt því’íkt málfar sé raun- ar ekki einrátt í dagblöðum höfuðstaðarins sem betur fer. En þetta er þeim mun almenn- ari frásagnarháttur unglinga og barna — og margra full- orðinna líka. Það er eins og sumu fólki hafi gleymzt að til sé viðtengingarháttur, ó- samsett sagnbeyging. Til gam- ans skulum við líta á hvernig þessar setningar yrðu með eðlilegri notkun einfalds við- tengingarháttar: Fyrstu feit- letruðu orðin, myndi fagna, mættu standa óbreytt, en að sjálfsögðu væri eins gott að NÝ VERZLUN Opnum í dag verzlun með varahluti í Deutz-dieselvélar og traktora, varahluti í olíukynditæki, ýmiskonar handverkíæri og annað til- heyrandi járniðnaði. 1. Ræða: Þórbergur Þórðarson, varaforseti MÍH 2. Einsöngur: Kristinn Halíssoir.^óperösöngvgjy 3. Einleikur á píanó: Míkliail Voskresenskí 4. Ávarp frá Keykjavíkurdeild MÍR: Haraldur S. Norðdahl. 5. Fiðluleikur: Igor Politkovskí, undirleik annast Tasja Merkúlova. 6. Einsöngur: Ljúdmíla Isaéva, sópran; undirleik ari Tasja Merkúlova. 7. DANS. Höíum einnig vinnuíöt í úrvali, tóbaksvörur, gosdrykki o. íl. HAMARSBOÐ h.f. Hamarshúsi -— Tryggvagötu Sími 2 2130 Kynnir: Árni Böðvarsson, magister. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu MÍR, Þingholts- stræti 27, og við innganginn. Reykjavíkurdeild MÍR Evennadeild MÍR Sjötta umferð 15. september Tal—Fischer, 1—0 Smisloff—Friðrik, biðskák Keres—Gligoric, biðskák Petrosjan—Benkö, biðskák. Tal og Fischer tefla lok- að afbrigði af kóngsind- verskri vörn. Samkvæmt eðli stöðunnar sækir Tal á drottn- ingarmegin, Fischer kóngs- meginn. Báðir koma með frumlegar hugmyndir til efl- ingar sókn sinni. Eftir hinn djúphugsaða 18. leik Tals verður það ljóst, að hann ætl- ar að verða á undan að mark- inu. Seinna vinnur Tal mann og knýr undrabarnið til upp- gjafar. Friðrik reynir Sikileyjar- vörn gegn fyrrverandi heims- meistara. Þegar í 7. leik bregður Smýsloff út af alfara. leiðum, hrólcar síðan langt og hefur peðsókn að kóngi Frið- riks. Islendingnum tekst að létta á stöðunni með uppskipt- um. Vendir þá Smýsloff kvæði sínu í kross og skiptir upp í hagstætt endatafl. Þegar skák- in fer í bið á Smýsloff ýmissa Ikosta völ, getur meðal annars unnið peð, en óvíst er að það nægi til sigurs. Keres teflir sjaldgæft af- brigði af spænska leiknum gegn Gligoric. Ekki hafur ihinum síðarnefnda tekizt að jafna alveg, er Keres skiptir upp í endatafl, þar sem hann hefur sterkan hrók og foisk- up gegn veikari hrók og ridd- Fréttabréf frá Bled frá Freysteini Þorbergssyni ara andstæðingsins. Staða Gligoric er þó engan vegin vonlaus, er skákin fer í bið. Benkö beitir kóngsind- versku vörninni gegn Petros- jan. Það var ekki að ósekju, að hinn síðamefndi hlaut við- urnefnið týgrisdýrið, þótt það nafn væri upphaflega dregið af fornafni hans, Tigran. Hin rólega tafl- mennska, sem fylgir f jarstýrð- um áætlunum, er stefna oft einungis að smáræðis stöðu- bót, sem síðar getur breytzt 'í peðsvinning, minnir á hætti villidýrsins, sem læðist að bráð sinni, eða lætur hana sjálfa nálgast. Að stökkva er ihæfileiki, sem Petrosjan skort- ir ekki, þegar tækifæri býðst. Það sýnir m.a. skák hans við Keres úr fjórðu umferð. I 1 skákinni við Benkö sjáum við útfærsluna á'einni þess- ara fjarstýrðu áætlana. Til þess að missa ékki hið mik- ilvæga peð á a-línunni gefur Benkö peð á miðborðinu í staðinn. Eitt peð yfir í nær- veru mislitra biskupa er sjald- an nóg, þessvegna fórnar Petrosjan tveim peðum, þeg- ar hann sér sér færi á að vinna skiptamun. Eftir það hefur hann einhverjar vinn- ingslíkur, en þá kemur var- færnin til skjalauna, og síð- ustu leikirnir áður en skákin fer í bið eru naumast allir þeir sterkustu. Biðskákir 16. september: Friðrik — Fischer 1 - 0 Petrosjan — Benkö V2-V2 Keres — Gligorie V2-V2 Smýsloiff — Friðrik V2-V2 Gegn hrólk og sterku frí- peði Friðriks er biskup Fisc- hers lítils megnugur Banda- Síðari hlnti ríkjameistarinn gefst því upp án frekari taflmennsku. Að þessum fyrsta sigri sínum er Friðrik vel þominn Örugg kóngsstaða, sterk- ur biskup og peð er Benkö nægilegt mótvægi skiptamun- arins. Þeir Petrosjan semja þv’í um jafntefli eftir áðeins einn leik í biðskákinni. Gligoric fatast hvergi í vörninni gegn Keresi. Loks fær hinn síðamefni kost á hróksendatafli, þar sem hann hefur fjarlægt frípeð fram yf- ir andstæðinginn. En einnig þar gengur allt eftir júgo- slavneskum áætlunum, og Keres verður að sætta sig við fyrsta jafnteflið í mótinu, þar sem. hann teflir allar skákir grimmt til vinnings. Smýslcjff sleppir leiðiMni-tiI peðsvinniiígs, seyg heimgxann- sóknir hafa sýnt að ekki hægir tií- vimíiri|;s. MeÁ'^Ví að leika einum rólegum leik reynir hann að komast út af þeim brgutum, sem Friðgik ihefur rannsakað. Síðar hefst óvenjulegur eltingarleikur —■ rússnesk drottning og bis'kup elta íslenzkan kóng aftúr og fram um hálft borðið í leit að máti. Þetta er líkt og sessu- nauturinn Bondverskí segir. „Þetta er enginn vandi fyrir Islendinginn. Hann á aldrei nema einn leik.“ Að lokum er Smýsloff kominn í tímaþröng. Þá er hann einnig orðinn þess fullviss, að hin^ím unga, and- stæðingi mun hvergi fatast vörnin og býður því jafntefli. Staðan eftir 6. umferð: 1. Petrosjan 414 2. -3. Keres og Tal 3 </2 4. Benkö 3 5. -7. Smýsloff Fischer og Gligoric 21/2 8. Friðrik 2 P.s. „Óþekkti skákmaðurinn:‘ mun ekki vera alls ókunn. ur skákmönnum af eldrl kynslóðinni. Hann varð hraðskákmeistari Islanda! árið 1939. , J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.