Þjóðviljinn - 26.09.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.09.1959, Blaðsíða 11
-'— Laugardagur 26. september 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (íl VICKI BAVM: fyrir okkur, hefði hann verjð nærstaddur, hélt hún áfram. En ég efast um það. Ég hef oft spurt sjálfa mig, hvað hann hefði getað gert sem ég gerði ekki. Ég held að ég hafi verið fyrst til að uppgötva, brunann í næturklúbbnum, þótt mér væri ekki strax ljóst hvað var að gerast. Cypress Grove var mjög glæsilegur klúbb- ur, annars hefði ég ekki leyft Marvlynn að syngja þar. En þér vitið sjálfsagt, að jafnvel allra glæsilegustu næt- urklúbbar eru ekki annað en eftirlíking þegar gægzt er bak við tjöldin. Þarna voru kýprustré úr pappa, klædd spönskum mosa, og það var troðfullt af fólki, því að Marylynn dró fólk að. Ég sat við litla borðið mitt bak við eitt kýprustréð þegar Marylynn kom inn og ég sá strax að eitthvað var öðru vísi en það átti að vera. Ég hafði sjálf krafizt þess að lítill ljóskastari væri látinn skína á hár hennar til að undirst''ika hinn sérkennilega lit þess, sem minnti á nýhöggvinn við Ljóskastarinn var ekki í gangi og ég hugsaði gröm að rafvirkinn hefði sjálfsagt fengið sér blund. Marylvnn var í essmu sínu og velgengni undanfarinna tveggja ára hafði veitt henni svo mikið öryggi, að hún gat farið með áheyrendur eins og hún vildi. Þér vitið hvernig rúmlega tvítug stúlka getur ljómað þegar hún er ástfanginn. Marylynn hafði aldrei. verið ástfangin, að því er ég bezt vissi. Hún hafði hrifizt og átt sín ástarævintýri og skemmt ser n.eð karl- mönnum, en reglulega ástfangin hafði hún aldrei verið. Hún var ástfangin af áheyrendum sínum, og það fann fólkið og borgaði fyrir það. Þarna stóð hún núna, ljóm- apdi1 og fullkomin. Það vantaðj bara ljósið í hár hennar. Ég leit ósjálfrátt upp í leiðsluna í loftinu og um leið sá ég fyrstu litlu neistana þjóta yfir í veigalítið skrautið. Straumrof, hugsaði ég. Ég vildi ekkj gera Marylynn óró- lega með því að rísa á fætur. Hún horfði alltaf á mig, þegar hún var að syneia, en ég kallaði á þjón og bað hann að fara bak' við tjöldjn og segia rafvirkjanum að leiðslan væri eitthvað í ólagi. Meðan ég sat og beið þess að kviknaði í ljóskastaranum, sá ég ioga teygja síg út úr leiðslunni og síðan nokkra í viðbót. Ég held meira að segja að ég hafi brosað lítið eitt. Þessir litlu h gar voru svo glettnislegir og kvikir. Þegar dregið er úr lýsingu meðan eitthvað gerist á sviðinu, er næturklúbbur allt- af neistandi af sígarettuglóð, logandi eldspýtum og alltaf eru einhverjir með logandi afmælistertu. Það er líka mikill reykur þar — ég hafði alltaf verið svo hrifin af þessari bláu reykjarmóðu sem gerir allt svo óraunveru- legt. Ég sat enn áhyggjulaus og horfði eins og aul* á litlu eldstunguna sem fór að teygja sig niður eftir spönsk- um mosa. Og allt einu, áður en sekúndubrot var liðið, stóð silkitjaldið í björtu báli. Enn var þetta fallegt — Eins og skrautlýsing, en svo heyrðist nístandi neiðaróp frá einu borðinu og þeir sem sátu umhverfis það hurfu í loga. Kvenmaður í brennandi kjól hljóp yfir gólfið, eins og hún| væri að reyna að hlaupa burt frá logunum sem stóðu út úr hárinu á henni, ermunum, kjólnum. I næstu andrá stóð allt í ljósurn loga. Það heyrðist hvinur, eins og þegar -gömlum blöðum er fleygt í mið- stöðvarketil, það marraði og brast í öllu, það var éins og veggirnir kveinkuðu sér og hræðileg skelfing brauzt út. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég veit bara að ég varð að komast til Marylynn, en ég var svo lömuð að ég gat ekki hreyft legg né lið. Ég hafði sjálf barið því inn í hana að .hún ætti að halda söng sínum áfram, hvað1 sem fyrir kæmi, og þarna stóð hún nú og söng heimskulega æðrulaus og róleg. Einstakir hlióðfæraleikarar héldu áfram að leika, en svo flevgðu þeir líka frá sér hljóð- færunum, klifruðu yfir stólana og flýðu að útgöngudyr- unum. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég komst gegn- um þetta brennandi víti. Ég held ég hafi skriðið undir borðið, því að ég sá ekert nema fætur sem tróðu á liggj- andi fólki. Á skýrslunni sem sjúkrahúsið gaf mér síðar sem minjagrip gat ég lesið um marblettina á mér, sár- in og meiðslin og hvað eina. En ég fann ekki fyrir neinu af þeim höggum, sem ég hlýt að hafa fengið á leiðinni til Marylynn. Ég var næstum komin til hennar þegar ég sá gegnum reykinn að lo.gandi flyksur af spönskum mosa duttu niður yfir hana og kveiktu í hárinu á henni. Ég get ek-ki sagt. að ég hafi samstundis vitað hvað gera þurfti, en til allrar hamingju tekur éðlishvötin við stjórn- inni undir slíkum kringumstæðum þegar heilinn svíkur. Ég tók undir mig eins konar flugstökk — ég mundi allt í einu eftir tækninni, frá því strákarnir nágrannans leyfðu mér að taka þátt í fótbolta í staðinn fyrir strák sem var með mislinga — ég fann að handleggir mínir þrifu um hnén á Marylynn og fleygðu henni niður á gólf- ið. Ég kastaði minkapelsinum mínum yfir hana — við vorum komnar á minkapelsstigið þá — Og ég kæfði logana sem farnir voru að éta sig mn í hörund hennar. Reykurinn huldi skiltin yfir hliðardyrum og skelfingin rak allt fólkið í sömu átt, að stiganum sem lá að sveiflu- hurðunum. Þar var það sem flestir fórust. Ég vissi það eitt að við urðum að berjast áfram mó1i straumnum. Marylynn veinaði af kvölum. Pappatré skammt frá okk- ur blossaði; upp og nú sá ég hvernig eldurinn hafði far- ið með veslings andlitið á henni. Hár hennar, augnhár og brúnir voru á bak og burt og öðrum meain, var and- litið ekkert annað en brunasár og blöðrur. ,.Ég er blind“ heyrði ég hana kveina. „Guð minn góður, Pokey, hjálp- aðu mér, ég sé ekki neitt, ég er blind, hjálpaðu mér, hjálpaðu mér“. Hún reyndi að draga mig að hinum hræði- lega stiga, þar sem líkin voru þegar farin að hrannast upp, og ég varð að stritast á móti af öllu afli.iii að fá hana í hina áttina, „y.er.tu ekki hrædd. ygr,tu ekki lirædd, Mary, ég skal koma þér héðan út“, hrópaði ég i eyrað á henni. Loks hlýtur hún að hafa skiiið mig, því hún hiætti að berjast um og hélt í hönd mér eins og hlýðið barn. Ég fann að hún treysti mér og fyrir bragðið varð ég skynsamari. Verðgrundvöllur Framhald af 1. síðu. grundvehi samkomulags verð- lagsnefndaiinnar og með þeirn reikningsaðferðum varðandi breytinga milli ára á gjalda og um að nota, væri grundvellinun ekki sagt upp. í ár var grundvellinum löglega sagt upp af hálfu fulltrúa fram- leiðenda með bréfi dags. 21. febr. 1959. Haustið 1959 var því enginn grundvöllur, né sam- komulag um reikningsaðferðit fyrir hendi. Hinsvegai lagði Hagstofa Is- lands fram, með öðrum upplýs- ingum, ems og venja er til, út- reikning á því hvemig verðlags- grundvöllurinn myndi hafa orð- ið ef uppsögn hefði ekki átt sér stað og ef útreikningsreglur ákveðn- ar haushð 1957 væru nú (þ. o. haustið 1959) í gildi. Frá upphafi var fulltrúum neytenda ljóst, að svo miklar breyting-rr höfðu átt sér stað, síðan g-undvöllurinn var síðast endursk' ðaður haustið 1957, að hjnn uppsagði grppdvöllur var ;.álgerlega. , úreltur, ogy í tillögu framieiðeuaa urn verðlagsgrur.d- völl var þetta s’ónarmið einnig að nokkru viðurkennt". HEIMILISÞATTUk Wm Láflans og kvenlsgur f þróHir Framhald af 9. síðu. dagana 6. og 7. nóv. n.k. Tillögur og mál, sem sambands- aðilar ætla að leggja fyrir þing- ið, þurfa að berast stjórn FRÍ, Pósthólf 1099 fyrir 1 nóvembcT n.k. Fundarstaður verður nán3J? auglýstur síðar. Skólaföt Jakkaföt Stakir jakkar Burur Poysur í miklu úrvali. NONNI, Vesturgötu 12 Simi 1-35-70 Kjóllinn á myndinni er óneit-hann er. En það þarf unga anlega snotur og kvenlegur.konu til að bera kjól með þessu ekki eízt fyrir það hve látlaus sniði. Trúlofunarhríngir, Stein- nnngir, Hálsmen, 14 og lt kt íull liggiu Jeáðia

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.