Þjóðviljinn - 02.10.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 02.10.1959, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 2. október 1959 Fréttabréf frá skákmótinu í Bled svo af sér peði. Vinningur er þó engan veginn auðveldur fi’r- ir Gligoric, en í biðskákinni Friðsamleg sambnð þjáða ^ Framhald af 7. síðu. Petrosjan 2. Smisloff 3. Gligor- ic 4. Fischer 5. Keres 6. Tal 7. Friðrik 8. Benkö. Mótstjóri Karpus: 1. Tal 2. Smisloff 3. Gligoric 4. Petrosj- an 5. Keres 6. Fischer 7. Frið- rik 8. Benkö. Ekki hafði blaðið fengið neinn spódóm hjá Fischer, en Smisloff fyllti út eyðublaðið með einu stóru spurringamerki, og var það sízt verri hugmynd, en fylla það út af handahófi, líkt og' við aðrir hinir. 8. umferð 18.—19. september. Tal—Smisloff 1—0 Fischer—Keres 0—1 Friðrik—Petrosj an 1—0 Gligoric—Benkö 1—0 Tal og Smisloff tefla eigin leiðir i Caro-Kann vörninni. Tal er á undan í liðsskipaninni og þegar honum hefur tekist að hrekja drotningu andstæðings- ins í lítilfjörlega stöðu á drottn- íngarvæng, leggur hann til kóngssóknar með mannsfórn. í 15. leik hafnar Smisloff leið, sem hefði ef til vill leitt til jafnteflis með þráskák, a. m. k. segist Tal ekki hafa séð neitt betra yfir borðinu þar. Pegar Tal svo fórnar drottn- ingunni í 19. leik, eru örlög Smisloffs ráðin. Hann sleppur að vísu út úr flækjunum með skiptamun undir, en verður þó að gefast upp þegar í 26. leik. Falleg skák! Slika útreið mun fyrrverandi heimsmeistari ekki hafa íengið oft á æfinni. Keres hefur fundið endurbót á taflmennsku Petrosjans gegn Fischer í annarri umferð og fær nú kost á að reyna hana gegn undrabarninu. Árangurinn verð- ur með ágætum. Eftir aðeins 15 leiki hefur Keres náð mun betri stöðu vegna veikrar að- stöðu Fischers á drottningar- væng. Fischer leggur þá í ör- væntingarsókn á kóngsvæng, en Keres tekst á snotran hátt að venda öllu liði sinu til varnar og sóknar þar, og í aðeins ör- fáum leikjum ber hann illa skipulagðan óvinaherinn ofur- liði. Léttur sigur og rækileg hefnd fyrir ósigurinn gegn Fisc- her í Zúrich, en Keres skuld- ar Fischer ennþó skák frá upp- hafi þessa móts. Gegn Petrosjan leikur Friðrik c4, sem svo oft hefur reynst honum vel. Fyrstu 15 leikir skákarinnar eru allir eftir bók- inni, en i þeim 16. bregður svo við, að Petrosjan leikur óná- kvæmum leik. Virðist hann of upptekinn af langdrægum áætl- unum og yfirsést hið einfalda svar Friðriks, eða styrkur þess. Lendir nú Petrosjan í þreng- ingum, sem hann sleppur ekki úr fyrr en fimmtán leikjum síðar og hefur hann þá tapað peði. í hróksendataflinu finnur Friðrik snjalla vinningsleið, sem er í bví fólgin að loka óvina- kónginn inni í horni, en tefla sjálfur með kóng og hrók gegn hrók, Það er manni yfir. Pet- rosjan verst til 66. leiks. Þegar hann svo'gefst upp, kveður við mikið lófaklapp í salnum. Skák- meistari Sovétríkjanna, sem haldið hafði forustunni frá upphafi mótsins, er fallinn fyrir piltinum frá eyjunni litlu, og efsta sætið skipa nú nýir menn. Hvað mun þeim takast að halda því lengi? Benkö teflir sama afbrigði af Spænska leiknum gegn Glig- oric eins og á móti Friðriki í annarri umferð. Gligorie bregð- ur út aí slóð Friðriks og nær heldur betra tafli. f sinni venju- legu tímaþröng leikur Benkö kemst Benkö aftur i timaþröng, og í þeirri hríðinni ganga menn hans íyrir björg. Staðan eftir 8. umferð: 1.—2. Keres og Tal 5V2 v. 3.-4. Petrosjan og Gligoric 41/2 v. 5.—8. Fischer, Friðrik, BenKÖ og Smisloff 3v. Prentverk h.f. Annast hverskonar smáprentun fyrir yður smekklega og fljótlega Klapparstíg 40 Sími 19443 Geir Herbertsson. Óðinn Rögnvaldsson. KAPUR kapur Hollenzkar VETRARKÁPUR Fjölbreytt úrval. Framhald af 6 síðu. skoðun vor er sú, að áður en lýkur muni allar þjóðir hverfa að því ráði að hefja fram- kvæmd sósíalismane. Ef þér eruð oss ósammála um þetta, þá sannið í reynd að yðar skipulag sé fremra og vænlegra til góðs árang- urs, að það eé fært um að tryggja þegnum sínum meiri hagsæld en sósíalíska skipu- lagið og að menn hljóti að lifa hamingjusælla lífi í auð- valdsskipulagi en þjóðfélagi scsíalismans. Þetta verður ekki sannað. Ég finn enga aðra skýringu á þeirri stað- reynd, að ekkert lát verður á talinu um það í vestrænum löndum, að nauðsyn sé ,,að ryðja kommúnismanum úr vegi“ með valdi. Það er ekki langt síðan báðum deúdum Bandaríkjaþings þótti hlýða að samþykkja ályktun, þar sem hvatt var til „frelsunar“ sósíalísku landanna, sem sögð voru undir þrældómsoki komm- únismans, og meira að segja nokkurra þeirra sambandslýð^ velda, sem eru hluti Ráð- stjórnarríkjanna. Höfundar á- lyktunarinnar heimtuðu „frels- un“ Úkraínu, Hvíta-Rússlands, Litúvíu, Lettlands, Eistlands, Armeníu, Azerbædsjans, Ge- orgíu, Kasakstans, Túrkmen- istans og jafnvel tiltekinna „Úralhéraða". Ég leyndi sannleikanum, ef ég skýrði ekki frá því, að ráðstjórnarþjóðirnar litu á þessa ályktun sem ögrunar- bragð. Persónulega er ég sömu skoðunar. Ráðstjórnarríkin, hafa átt þess fullan kost að sannfæra sig um það, að engar líkur muni vera til, að unnt verði að koma fleyg milli ráðstjórn- arþjóðanna og Kommúnista- flokksins eða ríkisstjórnarinn- ar eða æsa þessar þjóðir upp á móti kommúnismanum. Hvernig ber þá að skýra þess- ar síendurteknu tilraunir að endurvekja þá stjórnmála- stefnu, sem miðar að því ,,að ryðja kommúnismanum úr vegi?“ Hvað hafa þeir i hyggju, sem mæla með slíkri stefnu? Eiga þeir við hernað- aríhlutun um innanlandsmál- efni sósíalísku ríkjanna? I vestri jafnt sem í austri gera menn sér þó ljóst, að slík sem hernaðartæknin er nú á dögum, hlýtur hver tilraun í þá átt að mæta tafarlausum og óvægilegum endurgjalda- ráðstöfunum. Hér ber því allt að sama. brunni: Á vorum dögum get- ur aðeins verið um tvær leið- ir að ræða, — friðsamlega. sambúð eða mesta gereyðing- : rstríð mannkvnssögunnar. — Þriðja leiðin er engin til! ---------------------i- Kosningaskrif- stofur utan Reykjavíkur RKUREYRI EROS Haínarstræti. Sími 13350 ' .fcst RÝMINGARSALA á nýjum kápum og drögtum — Einnig stór númer. MIKIL VERÐLÆKKUN KÁPUSALAN. Laugaveg 11 (efstu ihæð) — Sími 1 — 59 — 82. Það væri fróðlegt að sjá, hvernig höfundar nefndrar ályktunar brygðust við, ef þingið í Mexíkó, til dæmis að taka, samþykkti ályktun, þar sem þess væri krafizt, að rík- in Texas, Arizona og Kaliforn- ía yrðu „frelsuð undan þræl- dómsoki Bandaríkjanna “ — Mexíkómenn hafa víst aldrei látið slíkt koma sér til hugar, og verður að telja það miður farið, því að samanburður hliðstæðra mála getur oft orð- ið til þess að auðvelda skiln- ing á meginkjarna tiltekins viðfangsefnis. Áhrifamenn í stjórnmálum og opinberu lífi Bandaríkj- anna, sem ferðazt hafa um Hóta sölustöðvun á búvörum Framhald af 1. síðu. að ef til sölustöðvunar kæmi, myndi hún aðeins ná til mjólkur, þar sem verzlanir allar myndu eiga miklar birgðir af kjöti og öðrum landbúnaðarvörum þeg- ar þar að kæmi, auk þess sem einstaklingar gætu auðvitað birgt sig upp. Sveinn kvað ó- mögulegt að segja hversu lang- an tíma tæki að undirbúa slíkar aðgerðir, en t. d. mætti hugsa sér að mjólkurstöðvun væri að fullu undirbúin um leið og nýtt þing kæmi saman að loknum kosningum. Sveinn kvað ákvæði í lögum Stéttarsambands bænda um slíkt sölubann og hefðu bændu/' á Norðurlöndum stundum gripið til hliðstæðra aðgerða. Þær væru þó yfirleitt hugsaðar sem mót- mælaráðstöfun um takmarkaðan tíma. Sjálfsögð krafa Þessar alvarlegu hótanir Stétt- arsambands bænda sýna bezt hversu sjálfsögð sú krafa Al- þýðubandalagsins var að þing væri kvatt saman til að leysa þessi alvarlegu vandamál. Eng- inn tekur mark á ráðherranefn- Framhald af 3. síðu versku þjóðinni og ríkisstjórn hennar einlægar þakkir fyrir stuðning þeirra við lífshagsmuni íslenzku þjóðarinnar í þessu máli“. Kínverska stjórnin hélt 5000 gestum veizlu 30. september. Þar töluðu forsætisráðherrarnir Sjú unum fjórum og ákvöi'ðivnum þeirra, enda er eina stefna þeirra sú að fresta öllum málum fram yfir kosningar, svo að kjósendur viti sem minnst um liinar raun- verulegu staðreyndir þjóðmál- anna. En með því að fresta öllu er ekki aðeins verið að reyna að blekkja kjósendur, heldur er einnig verið að reyra öll vanda- mál í harðan liíiút og gera þau ennþá torleystari en þau voru í upphafi. Enlæ og Krústjoff, sem kom til Peking samdægurs. Aðalhátíðahöldin verða 1. október Þá fer fram hópganga og flugeldasýning um kvöldið. Okkur íslendingunum hefur verið fýnd mikil gestrisni og okkur líður öllum vel. Scndinefndin. Alþýðubandalagið á Akur- eyri liefur opnað kosningá- skrifstofu að Hafnarstrætl 88. Sími skrifstofunnar er 2203. Skrifstofan er opin kl„ 1—10 síðdegis alla daga, KÓPAVOGUR Alþýðubandalagið í Reykja- neskjördæmi hefur opnað kosningaskrifstofu að Hlið- arvegi 3 í Kópavogi. Sími 22794. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 4—6 síð- degis. HAFNARFJ ÖRÐUR Alþýðubandalagið í Reykja- neskjördæmi hefur opnað kosningaskrifstofu I Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði Sími 50273. Skrifstofan er opin daglega kl. 4—7 síð- degis. VESTMANNA- E Y J A R : Alþýðubandalagið hefur opn- að kosningaskrifstofu að Bárugötu 9. Sími: 570. — Skrifstofan er opin daglega 7rá 5 til 7 og 8.30 til 10.30 síðdegis. A K R A N E S Alþýðubandalagið í Vest- urlandskjördæmi hefur opn- að kosningaskrifstofu fyrir Akranes og nágrenni í bað- stofunni, Sunnubraut 22, sími 174; Skrifstofan er opin alla daga, kl. 8—10 s.d. SIGLUFJÖRÐUR Alþýðubandalagið á Siglu- firði hefur opnað skrifstofu a ðSuðurgötu 10.—Sími 194. Stærsta og minnsta þjóð heims

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.