Þjóðviljinn - 24.10.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1959, Blaðsíða 4
Kristinn Ólafsson er dáinn. Mér er svo rík í huga þökkin til hans fyrir viðkynninguna að ég get ekki annað en lát- ið hana í Ijós. Eiginlega kynntumst við fyrst í nokkurskonar fjall- göngu inni í miðlöndum -Asíu. — Vorið var í algleymingi og yndislega 'heit fjallagolan freistaði okkar, þriggja manna langt að norðan, til þess að príla ofurlítið upp í undir- hlíðar þeirra hrikalegu há- lendisbálka, sem enn lengra í burtu höfðu að geyma : hæstú tinda þéssarar jarðar, þá sem ævintýfámenn þreyta fangbrögð við uppá líf og dauða. Eg sagði: Eg er að hugsa um að útvega mér jarðar- skika hér og setjast að, hér sýnist vera gott undir bú. — Uss, góði minn, svaraði Krist- inn að bragði, það er miklu betra að búa norður á íslandi, hér yrðir þú áreiðanlega hey- laus á miðjum vetri og mynd- ir senndlega hengja þig í tómi’i hlöðunni. — Þetta þótti ' mér þjóðlega mælt, og alltaf ’ síðan ef fundum okkar bar saman, þótti mér gaman að kasta til hans öfugmælum og athuga viðbrögð hans. Hrein- lyndi hans og falslaust ■ hjartalag var svo einstakt, hvort sem hann talaði í gamni eða alvöru, að ég vissi 1 þess fá dæmi. Að því leyti minnti hann, mig svo mikið á 1 ihann pabba minn blessaðan. Getur verið að það hafi ver- 1 ið þess vegna, sem mér lá til 1 hans hlýrri hugur en margra annara, sem éf þó hef kynnzt gegnum lengri og fleiri sam- verustundir. 1 Mér er ekki grunlaust með öllu að hreinlyndi Kristins * Ólafssonar og skýrt mörkuð afstaða hans til manna og málefna, sem hann dró enga dul á, ef að honum var 1 þrýst, hafi getað verið hon- um Þrándur í götu til þess embættisframa, sem ýmsir menn, honum í öllu miklu síðri, eiga stundum svo auð- velt með að ná. Sennilega ’ þykir mér þó að honum hafi . aldrei leikið landmunir til 1 slíks frama, og áreiðanlega ekki ef það hefði átt að kosta nokkurn afslátt á lífsskoðun- 1 um hans. Ég ætla að hann ! hafi með fullu samþykki ! sjálfs sin, kosið að eyða lífi 1 sínu utan þeirrar streitu, I sem þokar mönnum upp i ‘ stéttir háborgaranna. — En 1 þó var hann sá sem maður 1 óskaði að margir væru slíkir, f Hann ferðaðist mikið utan- ’ lands og innan og ég vissi af * eigin raun að athuganir hans i á mannlífi og umhverfi á ó- kunnum slóðum voru ein- ' kennilega glöggar. Þá sjaldan ’ ég átti þess kost að heyra 1 hann segja frá slíkum hlut- 1 um, honum hugstæðum, fann ! ég alltaf að hann átti þá yf- I irsýn og dómgreind, sem vel hefði mátt endast honum til ' meiri viðurkenningar ef hann ‘ hefði sjálfur kosið. Það sem I við í daglegu tali köllum rétt- Mlmilngarorð láta kjaraskiptingu, var hon- um hjartfólgið mál, en eng- inn var hann flíkunar-maður. Hann sagði einu sinni við mig þessi orð, sem lýsa honum betur en langt mál: Ég er Kristinn Ólafsson enginn áróðursmaður, en mín skoðun er rétt fyrir' mig og þess vegna vil ég hafa hana í friði. Þín skoðun getur ver- ið rétt fyrir þig og hafðu hana í friði fyrir mér, — enginn igetur sagt. um með öllu hvað er rétt og hvað rangt. Hann unni íslenzkri nátt- úru eins og íslendingur bezt getur gert. Norður í Ásbyrgi, þar sem lyngfeldurinn grænn og rauður teygir sig út frá hömrum og skógi, áttum við hjónin í sumar sem leið tjaldstæði nágrennis við hann og konu hans og tvo vini þeirra. Auðvitað hafði hann sjálfur leitt okkur þar til búðsetu og leiðbeint okkur á annan hátt. Hann spurði mig: Er nú Ásbyrgj eins og þú hafðir hugsað þér það? Nei, sagði ég, það er miklu stærra og fallegra en ég hélt. — Það er alltaf sama sagan, sagði hann þá, þetta land fer alltaf langt fram úr vonum manns. Kristinn Ólafsson er dáinn og um slíka hluti þýðir ekki að sakast. Eftirsjá sinni get- ur maður hinsvegar ekki gert við, og ég votta elskulegri konu hans og börnum þeirra innilegustu samúð mína. Ég minnist þess að hann hafði þann sið að kveðja létt og hafa hraðan á. Guðm. Böðvarsson Það er ekki langt síðan við Kristinn Ólafsson sáumst fyrst. Það var í ferð til Sovétríkjanna fyrir rúmum 6 árum. Öðru hvoru höfum við hitzt síðan; nú síðast fyrir nokkrum vikum er hann kvaddi mig til ásamt öðrum í ferð með sér suður með sjó vegna máls nokkurs sem hann var dómari í. Hann lék á alsoddi þá, sagði gaman- yrði alla leiðina — og átti ég sízt von á að heyra látið hans svo fljótt. En svona er það víst oftast; fráfall vina og kunningja kemur manni á óvart — þó það séu fleiri og fleiri úr hópnum sem falla eftir því sem árum fjölgar. fulltrúi I förinni austur var hann traustur og hollráður félagi sem igott var að leita til; hann mun og hafa verið elzt- ur okkar í hópnum — átta. Eg man eina dagstund austur í mið-Asíu er við gengum tveir saman upp á liæðina fyrir ofan fjallahót- elið og horfðum yfir borgina Alma Ata og síðan til fjall- anna þar sem eru hæstu tind- ar mið-Asíu — snjóþakin fjöll og grentékógurinn í hlíðum þeirra virtist teygja sig langt upp eftir fönnunum. Þarna uppi á hæðinni höfðum við tal af kúasmala frá sam- yrkjubúi og Kristinn vildi að ég reyndi rússneskukunnáttu j mína á honum — sem að vísu var ekki mikil. Á leiðinni niður höfðum við tal af manni sem stakk kálgarð í brekk- unni móti vestri. Kristinn yrti á harin á þýzku og ég síðan á ensku og svaraði hann á hvorutveggja málinu. Við ■hrósuðum honum fyrir þetta, en karl fullyrti þá að hann kynni öll mál; hann hafði verið í förum. En e'kki próf- uðum við karlinn í íslenzku. Kristinn var svo vel að sér í þýzku að hann talaði hana hiklaust. Á því máli ræddu þeir því saman hann og Sjú- milov, deildarformaður í Voks sá sem skipulagði ferð okkar þar eystra — og var okkar hjálparhella í hv'ívetna. Hann heimsótti Kristinn síð- ar í Hafnarfjörð, er hann kom hingað til lands nýlega. Já, hversvegna er ég að rifja upp þessa smámuni? Smámunirnir eru manni oft dýrmætastir, reyndar of dýr- mætir til að láta á prent. Kristinn var lögfræðingur og vel menntur í þeirri grein og dugandi embættismaður. Ég hef ýmsa starfsbræður hans fyrir því. Hann hefði sómt sér vel sem hæstarétt- ardómari. Þar hefði hann ver- ið á réttum stað. Eg hef líka starfsbróður hans fyrir því á- liti. Embættisframi hans var þó ekki mikill; þar mun hann hafa goldið þess að hann var sósíalisti, eins og t'íðkazt hef- ur hér á landi. Eitt af því sem Kristinn hafði mikinn áhuga á voru rímur. Hann taidi íslenzkar rímur miklu merkilegra fyr- irbæri en almennt væri álitið. ■Eg man hann hélt því fram við mig í austurförinni að það væri rímunum að þakka að íslenzka væri lifandi mál enn í dag. Ekkj man ég hvað kom til að við fórum að ræða þetta þarna fyrir austan tjald, en mér hefur oft komið þetta í hug síðan; hvort þetta muni ekki einmitt vera svo. Kristinn Ólafsson er bor- inn til moldar í dag. Við kunningjar hans og vinir þökkum honum samfylgdina; lika þeir sem áttu samleið með honum aðeins stutta stund. Óskar Bjarnason 1 dag fer fram útför Krist- ins Ólafssonar fulltrúa. Hann andaðist s.l. laugardag í Landssp’ítalanum. Banamein hans var hjartabilun. Krist- inn var fæddur 21. nóv. 1897 sonur hjónanna Sigríðar Ey- þórsdóttur og Óláfs Arin- bjarnarsonar verzlunarstjóra. Ungur missti Kristinn föður sinn, en brauzt þó til mennta, lauk hann stúdentsprófi 1918 Þegar ég las grein Péturs Sigurðssonar frá Álafossi í Al- þýðublaðinu í dag (föstudag) varð mér það Ijóst, sem reynd- ar fyrr, að það eru ekki laun- þegarnir sem prísa núverandi ríkisstjórn, heldur fyrst og fremst atvinnurekendur og þó sérstaklega gamlir nazistar, eins og Pétur á Álafossi. Það vill nú svo til að ég er mjög kunnugur Álafossfyrir- tækinu. Rétt áður en þessi svo- kallaða stöðvunarstefna var tekin upp stórhækkuðu allar framleiðsluvörur frá Álafossi; hefur sennilega verið gert í þeim tilgangi að mæta þeirri lækkun, sem knúð yrði fram á framleiðslunni. Lækkunin er ekki komin ennþá á fram- leiðsluvörunum, en það hefur orðið önnur. lækkun hjá fyrir- tækinu, það er að segja kaupgreiðslur starfsfólksins og lögfræðiprófi árið 1923. Að prófi loknu réðist hann full- trúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík og starfaði þar fram á árið 1924 er hann var ráðinn bæjarstjóri í Vést- mannaeyjum og gegndi því starfi til ársloka 1928. Bæjar- Framhald á 10. síðu. hafa lækkað sem nemur um 160 þús. kr. á mánuði — þeirrí fjárhæð geta Álafossbræður stungið í rassvasa sína. Það er ekki furða þótt þessir piltar séu ánægðir. Geta má þess og að bræðurn- ir bera létta skatta og útsvöry því að þeir selja mest af fram- leiðsluvörum sínum sjálfir og því enginn til frásagnar um tekjur þeirra. Þessi Alþýðuflokksstjórn er stjórn framleiðenda en ekki launþega; framleiðsluvörurnar hafa ekki lækkað í verði, í sumum tilfeilum hækkað. Hins- vegar hafa kaupgreiðslur starfs- fólksins lækkað til mikilla muna. Gamall Álfyssingur. X-G Helmingaskipti um bankarán Fésýeluflokkarnir Fram- höll! Ef íhaldsmaður reisti sókn og Sjálfstæðisflokkur- hraðfrystihús, varð Fram- inn, höfðu um langt árabil sókn að fá leyfi fyrir öðru. haft einskonar helminga- — Afleiðingarnar af þess- skipti um að hagnýta banka um helmingaskiptum heimsk- ríkisins fésýslufyrirtækjum unnar og ispillingarinnar, eru sínum til framdráttar. Öll að víða úti um land eru tvö helztu fyrirtæki í Reykjavík, lítil hrað frystihús eða jafm sem verið hafa burðarás vel tvær fiskimjölsverksmiðj- þeísara flokka, eru byggð ur, þar sem heppilegast upp með lánum úr ríkis- væri að hafa eitt stórt fisk- bönkunum, sem mörg hver iðjuver. Svo er almenningur hafa staðið síðan fyrir stríð, látinn bera hallann af ó- og eru nú „afskrifuð“ með hagsýni og spillingu fé- verðbólgunni oft um 9/10 isýsluflokkanna í auknum hluta. 10 millj. kr. lán fyrir uppbótum, gengislækkunum stríð nálgast meir og meir eða kaupránum. að vera mótvirði þess, er 1 Það var komið á heltn- milljón króna var þá. Verð- ingaskiptum um' innflutn- bólgan, svikamylla auð- inginn, ýmist leyfin eða valdsins, sem þessir tveir gjaldeyrinn, og til þess að fésýsluflokkar hafa snúið í raka sem mestum gróða að 17 ár, hefur malað hinum fésýslufyrirtækjum flokk- skuldugu fyrirtækjum fé- anna voru svo verðlags- sýsluflokkanna milljóna- ákvarðanirnar afnumdar, — gróða — á kostnað almenn- „frjáls verzlun", „frjáls á- ings, sparifjáreigenda, opin- lagning" í aliri sinni dýrtíð berra sjóða og ríkisins. hélt innreið sína í efnahags- lífið. Gylfi Gíslason, sem Eftir góða reynslu af slík- boðar nú „frelsið" með um helmingaskiptum sem Verzlunarráði íslands, af- samsvara velheppnuðum hjúpaði þá hvílik féfletting bankainnbrotum, ákváðu svo alþýðu það ,,frelsi“ var. þessir fésýsluflokkar tveir Samtímis var svo komið á að kerfisbinda helminga- atvinnuleysi, — svo hvor að- skiptin 1950 og færa þau yf- ilinn fékk sitt: fésýslu- ir á miklu fleiri svið þjóð- flokkarnir milljónagróðann félagsins: og alþýðan - atvinnuleysið. Það var komið á helni- Þetta er líka sú skipting lífs- ingaskiptum um fjárfestjng- gæðanna, sem kaupráns- arleyfi: Ef Sambandshúsið flokkarnir undirbúa, ef al- átti að stækka, þá fékk þýðan lofar þeim að sleppa Morgunblaðið að byggja gengum þessar kosningar. Pétur á Álafossi prísar ríkis- stiórnma, en ekki launþegar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.