Þjóðviljinn - 24.10.1959, Side 7

Þjóðviljinn - 24.10.1959, Side 7
• ••• Laugardagur 24. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ávarp frá forustumönnum verUalýö&félagu í Reykjavík: Gerum Eðvarð Reykvískir launþegar! VIÐ ALÞINGISKOSNINGARNAR þann 25. þ. m. veljið þið reyk- vískir launþegar, sem kosningarrétt hafið, umbjóðendur til að gæta hags- muna ykkar á Alþingi Islendinga, til næsm fjögurra ára. Það gemr engum dulizt, sem eitthvað fylgist með því, sem er áð gerast í íslenzkum þjóðmálum, að sterk öfl vinna að því, að efnahags- vandamálin svokölluðu verði á næsmnni leyst á kostnað launafólks í enn ríkara mæli en gert var með kauplækkunarlögunum eftir s.l. áramót, en þær aðgerðir sögðu forusmmenn „stærstu stjórnmálasamtaka lands- ins" aðeins vera fyrsta skrefið sem stíga þyrfti á þeirri braut. Aðrir, sem minni stærð eru í íslenzkum stjórnmálum, voru á yfirborðinu látnir hafa forusm um að „fyrsta skrefið" var stigið, og hæla þeir nú sjálfum sér óspart fyrir þann mikla kjark, sem þeir hafi með þessu sýnt, en jafnframt er svo reynt að blekkja launþega með því að ekkert hafi verið af þeim tekið með þessum ráðstöfunum. Kauplækkunin eftir áramótin síðustu ætti að vera alvarleg áminning til allra launþega að sameinast nú við þessar kosningar, um að velja sér þá fulltrúa eina til sem á Alþingi, sem þeir geta fyllilega treyst, þegar fjallað verður þar um þau mál, er snerta lífsafkomu alls launafólks. Miðað við það atkvæðamagn, sem flokkarnir fengu í Reykjavík við alþingiskosningarnar í sumar, munar aðeins tæpum 500 atkvæðum að þriðji maður G-listans verði kjörinn þingmaður Reykvíkinga. Það sæti skipar Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar, sem um áratugi hefur verið einn helzti forusmmaður fyrir hagsmunabaráttu launþeganna hér í bæ, og hefur hann með starfi sínu fyrir samtök þeirra unnið sér óskorað traust sem hæfileika- og mannkostamaður. Allt útlit er fyrir, að í komandi kosningum verði áhöld um, hvor verði kjörinn þingmaður Reykvíkinga, Eðvarð eða Birgir Kjaran, r.em skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir launþega að gera það upp við : ig hvor yrði betri eða heilli málsvari þeirra á Alþingi Islendinga, Eðvarð Sigurðsson, einn hæfasti forustumaður íslenzkra verkalýðssamtaka, eða Birgir Kjaran, heildsali. ^'/cutuu /Jp- <fi' i O'tYlCW v-tA £?***>! a • ISLENZK ALÞYBA! GERUM KJÖRSEÐILINN AÐ VOPNI f HAGSMUNABARÁTTUNNI!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.