Þjóðviljinn - 07.11.1959, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. nóvember 1959
Minjasafn
Framh. af 3. síðu
Blaðamál
Ég minntist á það í síðasta
þætti að ég mundi nú á næst-
unni taka til meðferðar ýmis
lýti á málfari dagblaðanna,
einkum í Reykjavík, en þau
sé ég helzt, svo sem vænta
má.
Síðastliðið vor sendi Gísli
Sveinsson fyrrum sendiherra
mér alllangan lista um bögu-
mæli og fleira slæmt í ræðu
og riti hjá mönnum sem ann-
ars ættu að vanda málfar sitt
öðrum fremur. Síðar verður
hér notað tækifærið til að
rekja sum þessara atriða.
Ég skrifa hérna sögnina að
rekja. Það minnir mig á að
fyrir nokkrum dögum (lík-
lega eftir kosningar) var
þessari sögn ruglað saman
við sögnina „að reka“ í Tím-
anum. Ég hélt ég hefði skrif-
að hjá mér hvar og hvenær
þetta var, en finn það ekki
nú, svo að ég get ekki bent
á staðinn, en orðalagið var á
þá leið að eitthvað ,,rak“
rætur sínar til einhvers, í
stað þess að í þessu sam-
bandi á að vera sögnin að
rekja, og því átti að segja
„rakti“ rætur sínar til þess
eða hins.
Annars hef ég síðustu vik-
urnar fundið flest bögumæli
í Alþýðublaðinu, en ekki eru
hin blöðin saklaus heldur.
23. okt. segir Alþýðublaðið
á 6. b!s.: „Herra Gaston
grunar ábyggilega ekki, að ég
sé í slagorði með þér“. Þetta
er einn þeirra þátta sem ung-
lingar lesa hvað mest — og
læra málið af. En hér er
ruglað saman tveim orðum,
slagorði ritað í stað slagtogi
Að vera í slagtogi með ein-
hverjum merkir að vera í fé-
lagi við hann, hafa mikið
saman við hann að sælda eða
eitthvað því líkt. Hins vegar
er slagorð notað í heldur lé-
legu máli um það sem annars
er venjulega nefnt kjörorð
eða ef til vill heldur vígorð
(það orð sem menn berjast
undir).
Stundum verða bögumæli
hin undarlegustu og gefa allt
aðra hugmynd en ritarinn
ætlast til. Til dæmis er í
Morgunblaðinu í fyrradag (1.
dálki 6. b!s.) talað um „á-
ritað umslag af þekktum
manni“. Minna má nú gagn
gera en umslag sé notað ut-
an um þekkta menn, en það
er beinlínis sagt með þessu
orðalagi. Hér hefði mátt
seg.ia „umslag áritað af
þekktum manni“; hitt er
sams konar orðalag og á aug-
lýsingunni frægu: „Rúmstæði
' er til sölu hjá stúlku sem
má taka sundur“. Af sama
tagi er einnig orðalag Al-
þýðublaðsins 23. okt. s.l., 5.
bls., þar sem segir: „bifreið-
imar óku með ofsahraða um
’ borgina og var varpað hand-
‘ sprengjum og skotið úr
þeim“. Að sjálfsögðu er hér
1 átt við að handsprengjum
var varpað úr þessum bifreið-
• um og einnig var skotið úr
bifreiðunum. Hins vegar er
orðalagið svo klaufalegt að
ef skilja ætti það eins og
beinast liggur við, hefur ver-
ið skotið úr handsprengjun-
um.
En fleirum en blaðamönn-
um verður það á að vanda
lítt eða ekki málfar sitt. Ekki
heyrði ég betur en í kvöld-
tilkynningum útvarpsins 30.
október væri talað um
„geymsluskála Rafveita rík-
isins“ á Keflavíkurflugvelli.
Þessi tilkynning var lesin oft-
ar en einu sinni, svo að ekki
var um mislestur þular að
ræða, heldur hefur eignarfall
orðsins verið haft svona, í
stað hins rétta „Rafveitna
ríkisins". I kennslubókum er
sú regla almenn að eignar-
fall fleirtölu veikra kven-
kynsnafnorða endi á -na
(tungna, sagna, þúfna,
o.s.frv.). Undantekn. eru talin
orð sem enda á -ja, nema þau
endi á -ja og hafi hvorki k
né g í stofni. Þessi regla er
engan veginn fullnægjandi og
ekki með öllu rétt, enda er
oft tilviljun háð hvaða orð
eru látin hafa -na í eignar-
falli fleirtölu og hver ekki.
Það virðist nokkuð fara eftir
hljóðasamböndum í orðinu og
eftir landshlutum. Sum orð
hafa þessa endingu alltaf,
önnur aldrei. Meðal þeirra
sem ég tel að ætíð hljóti að
hafa hana eru þau sem hafa
eitt t í stofni, eins og veita,
gáta, púta, og er eignarfall
ft. af þeim eftir því veitna,
gátna, pútna. Hins vegar get
ég ekki hugsað mér ef. ft.
varna (af vara) og veit þó
ekki ástæðuna.
Eðlilegast er að telja það
ritvillu þegar Alþýðublaðið
segir svo á 5. bls. 7. okt.
s.l.: „Þingmaður nokkur
hugðist ætla að bera fram
vantrausttillögu á stjórnina".
Sjálfsagt hefur þetta staðið í
handriti, blaðamaðurinn hef-
ur fyrst hugsað sér orðasam-
bandið „hugðist bera fram“
og gleymt að strika út
,,hugðist“. — Annars eru
prentvillur eða ritvillur al-
veg sérstakur kafli og geta
verið býsna hlálegur á stund-
um. í 40 ára afmælisblaðinu
birti Alþýðublaðið nokkrar
slíkar af betra taginu, en
það efni látum við annars
kyrrt liggja að sinni.
Engin þeirra málvillna sem
hér hafa verið taldar, hefðu
komið fyrir ef ritaramir
hefðu gaumgæft orðafar sitt
og rithátt, heldur hefðu
gagnrýnir menn tekið eftir
þessum veilum hjá sjálfum
sér. Raunar er það svo að
menn sjá sízt af öllu villur
sem þessar hjá sjálfum sér,
hvort sem um er að ræða
orðafarsvillur eða stafsetn-
ingarvillur. Það er eins og
hugurinn vilji alltaf leita i
sama farið og áður og telji
það ávallt rétt sem hann hef-
ur látið frá sér fara, auk
þees sem menn lesa venju-
Framhald á 11. síðu.
Jochumssonar, en þar sem
forstöðumönnum Matthíasar-
safns á Akureyri leikur hugur'
á að eignast sófann, hefur
komið til mála að skipta á
honum og Reykjavíkurmunum,
sem kunna að hafa borizt til
Akureyrar, Eins og sakir
standa er sófinn í „stofu“ í
safninu þar sem borðstofuborð
og stólar eru úr „norska hús-
inu“ við Vesturgötu, gjöf frá
Bech-systkinum, skrifborð úr
búi Björns Jónssonar ritstjóra,
teppi á gólfj úr sjóbúð, ofið
af föngum úr tukthúsinu
gamla o.s.frv.
Vegna ótíðar var Árbæjar-
safni lokað venju fyrr og mun-
ir þess fluttir burt til geymslu
í vetur. Margir þeirra hafa
verið settir upp í safndeildinni
í Skúlatúni, svo að húsrými
þar er orðið i minnsta Tagi, að
sögn. Lárusar Sigurbjörnsson-
ar, einkum þar sem það má
!ieita nær daglegur viðburður
hð ReykVíkingar færi safninu
feinhverja þá hluti, sem þeir
telja betur varðveitta þar en
*annarsstaðar
Róbert og Rögnvaldur
Framhald af 12. síðu
flutt verk, sem aldrei hafa verið
flutt hér á tónleikum áður: Sin-
fónía í C-dúr eftir Bizet og slav-
neskir dansar eftir Dvorák.
Bizet, höfundur óperunnar
„Carmen", samdi þessa einu sin-
fóníu og var þá aðeins 17 ára
gamall. Hún er ful af æsku-
4>okka, Ieynir ekki áhrifum frá
fyrirrennurum tónskáldsins, bæði
Vínarmeisturunum og frönskum
höfundum, en er þó um sumt
frumleg, og ýmislegt er þar,
sem bendir til hins fullþroska
Bizet.
Dvorák samdi tvo flokka af
slavneskum dönsum, op. 46 og
op. 72. Fyrri flokkurinn var með-
al þeirra verka tónskáldsins, sem
fyrst unnu honum vinsældir víða
um lönd. Dansarnir fjórir, sem
fluttir verða á þessum tónleik-
um, eru úr síðari flokknum, og
eru þeir eigi síður fagrir og á-
heyrilegir. Allir eru dansarnir
í þióðlegum og alþýðlegum stíl,
hljóðfallið frísklegt og hljóm-
sveitarbúningurinn litríkur og
glæsilegur.
Sigurður
Guðmundsson
auglýsir:
Sökum mikillar aðsóknar
byrja ég kl. 9 f.h. og
kenni allan daginn.
En athygli skal vakin á
því, að ein'katímar eru
jafnf fyrir einn sem fleiri.
Kenni nýju og gömlu
dansana.
Fljót kennsluaðferð
Var erlendis í sumar að
kynna mér það nýjasta
á þessu sviði.
Sími 1-58-92.
Sigurður
Guðmundsson,
Laugaveg 11 (efsta hæð —
tvo stiga upp — svo til
ihægri).
Y erzlunarmanna-
félag Reykjavíkur
heldur almennan félagsfund mánudaginn 9. nóv.
kl. 8,30 í Vonarstræti 4.
Fundarefni: Kjaramálin, — Stjórnin.
Atvinna t
Oss vantar lagtækan mann til að annast viðhald,
endurnýjun og eftirlit á farþegarýnii flu.g\réla félags*
ins. Væntanlegir umsækjendur sendi skriflegar um-
sóknir er greini aldur og fyrri störf, fyrir 15. nóv.
næst komandi.
Pils
mikið úrval. Verð írá kr. 285.—
Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 10.
Ný sending
hattar
einnig Melusine hattar
Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 10.
Mír
7. NÓVEMBERFAGNAÐUR
í Lidó, mánudaginn 9. nóvember 1959 kl. 20.30 i
tilefni af 42ja ára afmæli októberbyltingarinnar.
Ræða: Kristinn E. Andrésson
Frá íerð um Sovétríkin: Thor Vilhjálmsson
rithöíundur.
Einleikur á píanó: Rögnvaldur Sigurjónsson,
Einsöngur: Kristinn Hallsson óperusöngvari,
DANS.
Kynnir: Jón Múli Árnason.
Aðgön.gumiðar j bókabúðum Máls og menningar og
KRON, i MlR-salnum Þingholtsstræti 27 og við
innganginn.
i
Menningartengsl íslands og
Ráðstjórnarríkjanna.
Auglýsið í Þjóðviljamun;