Þjóðviljinn - 07.11.1959, Side 5

Þjóðviljinn - 07.11.1959, Side 5
Laugardagur 7. nóvember 1959 — JÞJÓÐVILJINN — (5 Lögbrjótar eru íhaldssamari og meiuitaðri en meðaltdlið NiSursíaBa af ran. á 3000 Dönum Danskir karlmenn sem komast í kast við lögin eru^ íhaldssamari í stjórnmálaskoðunum og áhugasamari um menningarmál en meðaltaliö í þeirra þjóðfélagsstétt. Þetta eru tvær óvæntar nið- urstöður af mörgum sem tvedr danskir félagsfræðingar hafa komizt að við rannsókn á 3000 körlum. Úrtakið var valið þann- ig að það myndar hlutfallslega réttan þverskurð af dönsku karlþjóðinni. Félagsfræðingarnir Preben Wolf, sem er fulltrúi í stjórn dönsku fangelsanna, og Erik Högh háskólakennari unnu úr rannsóknarefni sem safnað hafði verið til að kanna lífs- venjur og skoðanir mismunandi þjóðfélagsstétta í Danmörku. Fimmti hver lögbrjótur Það kom á daginn að næst- um fimmti hver karlmaður, 19 af hundraði, hafði komizt á sakaskrá af einhverjum ástæð- um. Mest er auðvitað um minni- Ljén tilefni Húseigandi í Kaupmanna- höfn hefur krafizt þess fyrir húsaleigudómstóli að sér verði heimilað að segja leigjanda sínum upp húsnæði. Hann tel- ur að leigjandinn hafi brotið ákvæði leigusamningsins með því að hafa ljónshvolp í híbýl- um sínum. Leigjandinn -er ljósmyndari og kveðst hafa fengið sér hvolpinn vegna starfs, síns. Honum og börnum hans féll svo vel við þetta húsdýr, að þau tóku hvolpinn að sér og ólu hann upp þangað til hann var orðinn 85 kíló á þyngd. Þá var hann afhentur idýra- garðinum. innik æfir sig a Svíum 1 síðara hluta októbermán- aðar s.l. þreytti heimsmeistar- inn í skák, (Botvinnik, klukku- fjöltefli við 8 skákmenn frá Stokkhólmi, allt kunna skák- meistara. Þeirri viðureign lykt- aði þannig, að Botvinnik vann 6 skákir, gerði 1 jafntefli og tapaði einni. Sá, ,sem vann heimsmeistarann, heitir G. Backlund og lék Botvinnik af sér í þeirri skák í betri stöðu. Bengt Hörberg náði hins vegar jafntefli og sagði IBotvinnik, að það hefði verið verðskuldað. Þeir, sem töpuðu voru Ake Olsson, M. Joffe, S. Hamrin, A. Werle, A. Bureháll og S. Hagberg. Hafsteinn Austmann Framhald á 5. síðu. dag með þessu nýja fyrirkomu- lagi, og verða þar til eýnis og sölu myndir eftir Hafstein Austmann, listmálara. Er þar eingöngu um að ræða vatns- litamyndir, sem málaðar eru á þessu ári. Verzlunin er opin á venju- legum tíma frá kl. 9—6. háttar brot á umferðarlögum, en yfir átta af hundraði hafa verið ákærðir fyrir brot á al- mennum hegningarlögum. Lögbrot eru langalgengust í Kaupmannahöfn, þar hafa 26% lent í kasti við lögin. í smá- bæjum og sveitum eru það ekki nema 12%. I Kaupmannahöfn er helm- ingur yfirsjónanna brot á hegningarlögum. Þegar tillit er tekið til þess hve mikill hluti af afbrotum kemst aldrei upp, bendir rannsóknin til áð lög- brot séu fastur þáttur í lífi verulegs hluta stórborgarbúa. Algengast meðal efnaða fólksins Brot á ýmsum lagaákvæðum utan almennra hegningarlaga reynast mun algengari meðal hærri tekjuflokkanna en þeirra sem lakast eru settir í þjóðfé- laginu. Þetta á til dæmis við um tolllög, verðlagsreglur og um- ferðarlög. Ástæðan er auðvitað, að til þess að hafa ástæðu til að brjóta þessi lagaákvæði þurfa menn svo' að segja að hafa ákveðnar lágmarkstekjur. Þeir sem aldrei fara í utan- landsferðir freistast ekki til að smygla, og þeim sem ekki á bíl hættir ekki til að aka undir á- hrifum ófengis. Skera sig úr Mesta furðu vekur, að lög- brjótamir virðast að sumu leyti skera sig úr umhverfi sínu á jókvæðan hátt. Wolf og Högh telja sig hafa komizt að raun um að þeir séu að meðaltali framtakssamari og gæddir meira andlegu fjöri en jafningj- ar þeirra í þjóðfélaginu sem ekki hafa lent á sakaskrá. Til dæmis reyndist áhugi á góðum bókmenntum, leiklist, sí- gildri tónlist og málaralist al- gengari meðal ófaglærðTa verkamanna sem brotið höfðu lögin en hjá þessari þjóðíélags- stétt tekinni sem heild. Margkvæntir Lögbrjótarnir eru að jafnaði óánægðir og óraunsæir og hafa meiri tilhneigingu en aðrir til að treysta á heppni frekar en ástundun og gáfur. Óstöðuglynd- ið birtist meðal annars í því að meðal þeirra eru hjónaskilnað- ir helmingi algengari en meðal- talið innan sömu þjóðfélags- stéttar. Ófaglærðir verkamenn í Dan- mörku upp til hópa telja sig að 62 hundraðshlutum fylgja- sósíaldemókrötum að málum, en meðal lögbrjóta í þeirra hópi er sú tala aðeins 39%. Lög- brjótarnir hafa miklu meiri til- hneigingu til að fylgja borgara- flokkunum, einkum íhalds- flokknum, en aðrir ófaglærðir verkamenn. Rannsóknum félagsfræðinganna er enn ekki lokið, en af þessari síðustu niðurstöðu telja þeir sig geta dregið þá ályktun, að lög- brjótarnir séu í lausum tengsl- um við umhverfi sitt. Að því hníga önnur rök,- svo sem að al- gengar er að þeir vilji flytja af landi brott en fólk flest, þeir ganga betur klæddir og tala vandaðra mál en meðaltal .þjóð- félagslegra jafningja þeirra. Bönnuðu lækn um að bjarga lífi barns síns Sex ára telpa, Linda Jean Yorinko, dó um daginn í sjúkrahúsi í Atlantie City í Bandaríkjunum, vegna þess að foreldrar hennar vildu ekki leyfa að henni væri gef- ið blóð. Telpan varð fyrir miklum blóðmissi við upp- skurð, en foreldrarnir bönn- uðu læknunum af trúar- ástæðum að bjarga lifi henn- ar með blóðgiöf. Foreldamir eru í trúfélag- inu Vottar Jahve, en ein af trúarsetningum þess er að blóðgjöf sé syndsamleg og stríði gegn boði Biblíunnar. Dóttir þeirra varð fyrir bil og hlaut mikinn áverka. Áfvopnun er Lange, utanríkisráðherra Noregs, og pólski utanríkisráð- herrann Rapacki hafa lokið viðræðum í Varsjá. I tilkynn- ingu um viðræðurnar segir, að báðir séu sammála um að brýnasta viðfangsefnið í al- þjóðamálum nú sé framkvæmd almennrar og algerrar afvopn- unar samfara traustu eftirliti. Öll ríki, einnig hin smærri, eigi að leggja sitt af mörkum til að koma afvopnunarmálinu í höfn Ætla að reytia að hindra atómspreiigingar Sahara Þessir tveir Englendingar, Michael Randle og Francis Hoyland, eru lagðlr af stað til Afríku, þar sem þeir ætla ásamt þrem mönnum öðrum að hætta lífi sínu ef þörf gerist til þess að reyna að koma í veg fyrir kjarnorkusprenging- arnar sem franska stjórnin liefur ákveðið að láta gera í Sahara. Með þeim í ferðinni eru séra Michael Scott, sem frægur er orðinn fyrir baráttu sína gegn kynþáttamisrétti í Suður-Af- ríku, og tvær konur. Þau eru öll í brezkum samtökum sem r Okunxft Alpaþjóð sem halðl eiglð ritmál Undanfaxax kelta notuðu staíróí af austxænum uppruna Gripir með áður óþekktu letri hafa fundizt við forn- minjagröft við Klagenfurt í Austurríki. vinna gegn kjarnorkuvigbún- aði með beinum aðgerðum. Fimmmenningarnir ætla fyrst að halda til E1 Ilammoundia, staðarins þar eem frönsku kjarnorkusprengingarnar eru undirbúnar, og reyna að telja vísindamennina sem þar eru á að neita að vinna frekar að þessu verki. Takist það ekki ætla þau að fara út í eyði- mörkina og halda sig svo nærri eprengingarstaðnum að Frakkar geti ekki sprengt sprengjurnar nema með því að stofna lífi þeirra í voða. Fulltrúar 20 ríkja í Afríku og Asíu hafa lagt fram tillögu á þingi SÞ, þar sem skorað er á frönsku stjórnina að hætta við kjarnorkusprenging- arnar, vegna þess að þær muni stofna fólki í Afríku í voða og torvelda samninga um stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn. Austurrískir fornminjafræð- ingar sem þarna starfa telja að þeir séu gerðir af þjóð sem bjó í Alpafjöllum á eftir etr- úskum en á undan keltum, meira en fimm öldum fyrir upp- haf okkar íímatals. Frá liægri til vinstri Letur þetta hefur átt að lesa frá hægri til vinstri, og sver það sig að því leyti í ættina til ýmissa austurlenzkra stafrófa, en er frábrugðið stafrófum Grikkja og Rómverja, sem lesin eru frá vinstri til hægri. Ekki verSur séð að þetta let- ur sé að neinu leyti skyltgrísku né latnesbu stafrófunum. Líkast rúnum Þetta nýfundna letur líkist einna helzt hinu forna rúnaletri germanskra þjóða, en talið er útilokað að um nokkurn skyld- leika geti verið að ræða þar á mi'lli. Rúnimar komu ekki til sögunnar fyrr en löngu eftir að þjóðin sem notaði þetta letur var liðin undir lok. Hingað til hefur verið álitið að þj óðílokkarnir norðan Aipa- fjalla hafi ekkert ritmál átt fyrr en Rómaríki .breiddi veldi sitt norður fyrir fjöllin, en þessi fornminjafundur gefur annað til kynna. Hann er því talinn gagnmerkur. Á löflum og kerum Áletranirnar hafa íundizt bæði á leirtöflum og leirkerum. Þess- ir gripir og aðrir bera með sér, að þjóðin sem þarna bjó stóð á háu menningarstigi. Grafnar hafa verið upp rústir mjög vandaðra baðhúsa, þar hefur meðal annars verið miðstoðvar- hitun. Helzt gizka austurrísku forn- minjafræðingarnir á að þeir hafi komið niður á höfuðborg- ina í ríki því sem Rómverjar nefndu Noricum. Keltar lögðu ríki þetta undir sig, og árið 15 f. Kr. komst það undir yfirráð Rómverja. a Aratuga gömul ættadeila hafði í för með sér þrjú mannvíg á Sikiley í síðustu viku. Þar liggur blóðhefnd í Iandi, og yf- irvöldin fá ekkert að gert. Tveir bræður, Vincenzo og Antonio Pecorado annar 19 ára og hinn 10, féllu, þegar þrír menn úr óvinafjölskvldunni Lorello ruddust að óvörum inn á heimili þeirra. Þriðji Pecora- dorinn lézt síðar af sárum. Lorellarnir höíðu klæðzt lög- reglubúningum, svo að þeim sem fyrir árásinni urðu féllust hendur í fyrstu. Flest lieimilis- fólkið flúði út um dyr og glugga, en þeir sem féllu náðu vopnum sínum og reyndu að snúast til varnar. Fjölskyldurnar hafa vegió menn hvor af annarri síðan 1901. Enginn veit með vissu hve margir hafa fallið í ættavíguni þessum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.