Þjóðviljinn - 13.11.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.11.1959, Blaðsíða 12
Hleðslunýting jokst um 20% á árinu MillilandaferSum fjölgaS á nœsta ári Flugfélag fslands lauk í fyrradag fundi með umboðs- rnönnum sínum erlendis og hefur gengið frá áætlunum um millilandaflug næsta ár. Það sem af er þessu ári fiefur hleðslunýting félagsins batnaö um 20% miðað við s.l. ár og gert er ráð fyrir auknum flutningum á næsta ári. þlÓÐVILIINH Föstudagur 13. nóvember 1959 — 24. árg. — 219 tölublað Handtökur, íkveikjur o§ mannvíg í RuandalJrundi Belgíustjórn lýsti yíir neyðarástandi þar í gær og skipaði um leið herstjóra Framkvæmdastjóri Flugfé- lagsins, Örn O. Johnsson, um- boðsmennirnir og fulltrúar þess hér heima skýrðu blaða- mönnum í gær frá starfsemi félagsins. Hleðslunýting félagsins, mið- að við hverja flogna klukku- etund í millilandaflugi batnaði um liðlega 20 af hundraði í yfirstandandi ári miðað við sáma tíma í fyrra. Férðum fjölgað Þótt en sé við ýmsa örðug- leika að et%j er ákveðið að fjölga millilandaferðum næsta sumar úr 9 á viku í 10. Þann- ig verða 9 ferðir í viku hverri til Kaupmannahafnar( daglega til Bretlands og tvær á viku til Oslóar og Hamborgar. Að öðru leyti verða ferðirnar með líku sniði og þetta ár. Áukin landkynning Þá ætlar félagið að verja meira fé og starfi til að kynna ísland sem ferðamannaland h'eldur en gert hefur verið und- anfarið, en til þess að ferða- mannastraumurinn aukizt þarf samstarf margra aðila og þá ékki sízt gisti- og veitinga- húsaeigenda. Gjaldeyristakmarkanir Birgir Þórhallson stjórnandi Styrkir til... Framhald aí 1. síðu. gengur til þurrðar á næsta ári. Hare lagði til fyrir hönd stjórnarinnar, að veittar yrðu 10 milljónir punda í viðbót til að standa straum af styrkjagreiðslum fram til 1063. Aflinn í íslenzkri landhelgi Ráðherrann vék að sjó- herriáði Breta gegn Islending- um, og var einkum umhugað um að hrekja „fjandsamlegan áróður“ á þá leið að brezkir tögaramenn togi eárnauðugir í ördeyðu í básunum sem her- skipin úthluta þeim innan ís- lenzku fiskveiðitakmarkanna. „"Undanfarna mánuði hefur aflinn verið góður“, sagði Hare. Hann kvað brezku stjórnina xnyndi vinna að „réttlátri og sanngjarnri“ lausn á landhelg- isráðstefnunni í Genf að vori. „Á eldgígs barmi“ Anthany Croeland, Verka- mannaflokksþingmaður frá Grimsby, skoraði á ríkisstjórn- ina að hugsa vel um undirbún- inginn að haflagaráðstefnunni. Almennt væri álitið, að Bret- ar hefðu staðið sig illa á síð- ustu ráðstefnu. Grimsby „lifir að heita má á eldgígs barmi“, sagði Cros- land. Reiðin sýður þar í mönn- um — og að líkindum einnig Hull og Fleetwood — yfir því að Islendingar skuli „meina togurunum að leita hafnar, meira að segja með fársjúka menn“. millilandadeildarinar hér kvað gjaldeyristakmarkanir mjög standa í vegj fyrir ferðalögum, en í flestum löndum öðrum gætu menn greitt fargjöld sín í gjaldeyri eigin lands, hvert sem þeir ætluðu að ferðast. Hér geta menn ekki greitt í íslenzkum peningum nema til endastöðva íslenzku flugvél- anna. Mildl aukning á þeirri leið Á leiðinni til Kaupmanna- hafnar hefur Flugfélagið við- 5 e.h. Á sýningunni eru um 70 myndir, og eru um 50 þeirra vatnslitamyndir en um 20 olíu- málverk. Flestar eru myndirn- ar úr Hornafirði eða umhverfi hans, Lóninu og Suðursveit, en einnig eru þarna mokkrar myndir úr öðrum landshlutum, svo sem frá Vesturlandi, Þing- völlum og víðar. Myndirnar eru flestar málaðar á síðustu þremur árum. Þær eru allar ti]_ sölu. Bjarni Guðmundsson hefur einu sinni áður haldið sýningu hér í Reýkjavík. Var það ár- ið 1957, en þá sýndi hann á milli 40 og 50 myndir í Sam- bandshúsinu og seldust þær allar upp á örskömmum tíma. Sýningin er smekklega sett upp og frágangur allur hinn vandaðasti, en segja má að Bogasalurinn sé helzt til lítill Háspenmistreng- urinn til Hrísevj- ar slitinn Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Það hefur nú komið í ljós, að í ofviðrinu á sunnudag og mánudag hefur brimið slitið há- spennustrenginn sem liggur frá Árskógssandi til Hríseyjar og munu Hríseyingar því ekki fá rafmagn frá Laxárvirkjuninni að svo stöddu, þótt eitthvað verði þaðan að hafa, því að nokkurn tíma tekur að framkvæma við- gerð á strengnum. Jafnframt er ákveðið að taka hann annars staðar á land en áður var. Hríseyingar sitja samt ekki í myrkri og kulda og hafa ekki gert undanfarna daga. Gamla díselstöðin, sem Rafmagnsveitur rikisins eiga í eynni og notuð var þar áður en rafmagn frá Laxár- virkjuninni var leitt þangað, hef- ur verið keyrð þessa daga og séð Hríseyingum fyrir rafmagni til brýnustu þarfa. Aðrar skemmdir af völdum veðursins urðu ekki í Hrísey. komu í Glasgow og hefur far- þegafjöldinn frá Glasgow til Kaupmannahafnar og sömu leið til baka stóraukizt eða úr 2000 í hitteðfyrra j 4000 í fyrra og í ár er búizf við að aukningin á þessari leið verði um 1000. Grænlandsflugið Flugfélag íslands hefur stund- að Grænlandsflug í 8 ár í sí- vaxandi mæli. Danir hafa nú stofnað sérstakt félag til að annast Grælandsflugið. Á al- þjóðaráðstefnu að loknu síð- asta stríði voru settar þær reglur að hvert ríki réði yfir farþegaflugi I sínu landi. íms- ir Danir halda þVí nú fram, að þar sem Grænland sé ,,amt“ í Danmörku (!) eigi Danir undir svo margar myndir og hefur því orðið að setja þær þéttara en æskilegt væri. Aftakabrim á Ár- skógssandi Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á Árskógssandi segja menn, að þar hafi ekki komið jafnmikið brim í manna rriinnum og í o’f- viðrinu í byrjun vikunnar. Brim- ið sópaði stórum hnullungum af sjávarbotninum upp á bryggjuna og fjörukambinn og allt inn í bryggjuskúrana, sem standa of- an við fjörukambinn. voru menn þar í gær önnum kafnir við að bera grjót út úr skúrum sínum. Einn trillubátur sökk á legunni á Árskógssandi. Hann hefur nú verið dreginn á land og er lítið skemmdur. Miklar bilanir hafa orðið á raflínunum á Árskógs- strönd, bæði háspennulínur og heimtaugar hafa hlitnað. Félagið Germanía minnist 200 ára afmælis Schillers í dag með skemmtun í Lídó. Mun þýzki sendiherrann, H. R. Hirschfeld flytja þar ávarp, en síðan munu tveir þýzkir lista- menn minnast Schillers. Koma þeir hingað á vegum þýzka sendiráðsins, og hefur þýzki rri •• r I • 1 vo ný tiski* ísafirði í gær. Tvö ný fiskiskip eru væntanieg hingað til ísafjarðar á næstunni. Annað er austur-þýzkur 250 lesta togari en hitt mótorskip. Sjó- menn eru nýfarnir út tii þess að sækja skipin. Belgíska stjórnin hefur Iýst yf- ir neyðarástandi á gæzluverndar- svæðinu Ruanda-Urundi sem Minni síldveiði í gær í gær komu 8 reknetabátar til Sandgerðis með samtals 280 tunnur síldar og 6 til Keflavíkur með 260 tunnur, en 6 bátar þar fengu enga síld. Aflahæstu bátarnir fengu rúmlega 100 tunnur, en með- alafli þessara 16 báta hefur verið tæpar 40 tn. á bát. Akureyringar vonast eftir fullu rafmagni í dag Akureyri í gær. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. 1 mor.gun voru settar í gang vélar rafstöðvarinnar við Lax- á, en þá var komið smávegis rennsli í ána. Rafmagn hefur verið skammtað í bænum í dag, skipt niður á bæjarhluta 2 klukkutíma í senn. Fyrst var settur straumur á frysti- húsið, þar sem bæði fiskur og kjöt lágu undir skemmdum. Einnig jiafði einn af bæjar- togurunum landað á mánudag og þriðjudag og ekki verið hægt að vinna fiskinn. Bjart- sýnir menn vonast til að nægi- legt rafmagn verði komið á morgun, en engin rissa er fyr- ir því að svo verði. I dag hefur verið unnið af kappi að því að ryðja snjó af götum bæjarins, er nú orðið fært víðast hvar um bæinn fyrir stærri bíla, en miklir snjóruðningar hafa myndazt. sendiherrann haft forgöngu í því efni. Hafa þeir að undanförnu ferðazt víða í tilefni afmælis Schillers, síðast í London og Glasgow, en þeir komu hingað til landsins í gær þaðan. Listamennirnir eru Oskar Weit’zmann rithöfundur, er flytja mun stutt erindi um list hins mikla skáldjöfurs. Þjóðverja, en kona hans Eleonore Schjelderup les upp úr tveimur leikritum eft- ir Schiller, leikritunum „Don Carios“ og „Maria Stuart“. Hjónin eru þekktir listamenn í Vestur-Þýzkalandi og einnig á Norðurlöndum, en þar hefur frú- in lesið upp víða, t. d. 20 sinnum í Kaupmannahöfn. Á undan dagskrá hátiðarinnar og milli einstakra atriða syngur Gunnar Kristinsson óperusöngv- ari lög eftir Franz Liszt við ljóð eftir Schiller. Að dagskráratriðum loknum verður stiginn dans til kl. 2 um í nóttina. lieyrir undir nýlendustjórn henn- ar í Belgísku Kongó. Þetta var tilkynnt á belgíska þinginu í gær og það með að herforingi hefði verið skipaður þar landsljóri með víðtæk völd. Óeirðir urðu þarna enn í gær milli lögreglusveita og innbor- inna manna, mestar í bænum Kigali í norðurhluta Ruanda. Þær blossuðu þar upp þegar þangað kom liðsauki belgískra fallhlífarhermanna. Nokkrir Afr- íkumenn biðu bana. Að sögn Belga eru óeirðirnar aðeins milli manna af tveim þjóðflokkum, Watutsimanna og Bahutumanna, og Belgir segjast aðeins hafa gert ráðstafanir til að stía beim í sundur. Lítill vafi er þó á því að jafnframt er um að ræða baráttu gegn nýleridu- stjórn Belga. íkveikjur haTa Víða orðið í Ruanda og segjast Belgir hafa tekið höndum 400 manna hóp brennuvarga sem sást úr flugvél skammt frá Kigali. Hingað til hafa þessar óeirðir sem kostað hafa yfir 200 Afríku- menri lífið eingöngu verið í Ru- anda en í gær bárust fréttir um að þær hefðu breiðzt út til Ur- undi og væri nú verið að senda lið þangað. Hús í Iíópavogi stórskemmist í eldsvoða Um þrjú leytið í fyrrinótt var slökkviliðið kvatt að Ný- býlavegi 40 í Kópavogi. Hafði kviknað þar í út frá olíukynd- ingartækjum. Komst eldurinn í klæðningu á milli þilja og var orðinn allmagnaður er slökkviliðið kom á vettvang. Varð að rjúfa gat á þakið á húsinu til þess að komast að eldinum Urðu skemmdir svo miklar á húsinu að það er ekki íbúðarhæft eins og stendur. Eigandi hússins er Ágúst Kjartansson. Var hann i vinnu, er eldurinn kom upp, og var kona hans ein heima með tvö börn. Varð hún að flýja úr húsinu vegna elds og reyks. Skarphéðinn Pét- ursson kjörinn prestur í Bjarnarnesi Prestskosning fór fram í Bjarri- arnesprestakalli í Austur- Skaftafellssýslu á sunnudaginri var. Atkvæði voru talin í skrif- stofu biskups í gær. Á kjörskrá voru alls 532 og at- kvæði greiddu 380. Skarphéðinn Pétursson cand. theol. hlaut 241 atkv. og var löglega kjörinn. Oddur Thorarensen cand. theol. fékk 132. Auðir seðlar voru 6 og ógildur 1. einir að fljúga til Grænlands. Framhald á 11. síðu. Málverkasýning í Bogasalnum Á morgun, laugardag, opnar Bjarni Guðmundsson frá Höfn í Hornafirði málverkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Sýningin verður opnuð almenningi kl. Minnist 200 ára afmælis Schillers

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.