Þjóðviljinn - 25.11.1959, Page 3

Þjóðviljinn - 25.11.1959, Page 3
Miðvikudagur 25. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3 i ■ Náttúiulækitinga- félag Reykjavíkur heldur fund á morgun, fimmtudag, í Guðspeki- félagshúsinu, Ingólfs- stræti 22, kl. 9 s'íðdegis. 1. Erindi: Úlfur Ragn- arsson, læknir 2. Kvikmynd um ævi Helen Keller. 3. Upplestur: Höskuldur Skagfjörð, leikari. Félagar fjölmennið Stjórnin. LÖGFRÆÐ- STÖRF Ragnar Olafsson endurskoðun og fasteignasala hæstaréttarlögmaður oð löggiltur endurskoðandi Sími 2-22-93. Landhelgisbókin Framhald af 12. síðu. orðið að fást við sér til lífs- bjargar, viðhalds og viðreisn- ar. Á engum öðrum sviðum hafa landsmenn verið jafn- miklu ofríki beittir. Þar hefur verið frá þeim tekið með valdi, þar hafa verðmæti þeirra verið eyðil-ögð af erlendum yfir- gangsmönnum, í sambandi við þau hafa verið höfð í frammi hin ferlegustu spillvirki, þjóð- in verið kúguð til undirgefni, valdsmenn ofurliði bornir af erlendu valdi, landið boðið að veði, — og þjóðin beygð undir ok annarrar þjóðar eftir leigu á lífsréttindum hennar, svo að fáheyrt er . . . Það er ekki hlutverk þessa rits að rekja hina pólitísku sögu málsins, innanlands og utan. Hér hefur verið reynt að að láta staðreyndir og niður- stöður mála segja sína sögu, þannig að atburðir rtikist stig af stigi gegnum aldirnar fram á þennan dag . . .“ Nefndarkosningar á þingi RElfKTO EKKI í RÚMlNU! Tannskemmdir Framhald af 6 síðu. þegar tannpína er komin í tennurnar, því að þá er skemmdin í flestum tilfellum orðin of mikil til þess að hægt sé að gera við hana án mikillar aðgerðar og kostnaðar. Hver og einn ætti að hafa fyrir reglu að fara til eftirlits tvisvar á ári. Með því móti verða tannskemmd- irnar minni og aðgerðin ekki eins sársaukamikil. Forðizt allan sykur í mat. Hreinsið reglulega tennurn- ar. Látið athuga tennurnar á hálfs árs fresti. Á fundi saxneinaös þings þingnefndir, en annað ekki þingdeildum. , -'i Nefndakosningar í samein- uðu þingi fóru sem hér seg- ir: Utanríkismálanefnd: Kosnir voru af a-lista: Jó- hann Hafstein, Gísli Jónsson, Birgir Kjaran, Emil Jónsson. Af b-lista: Hermann Jónasson, Þórarinn Þórarinsson. Af c- lista: Finnbogi R. Valdimars- son. Varamenn: Af a-lista: Ólaf- ur Thórs, Bjarni Benediktsson, Gunnar Thóroddsen, Gylfi Þ. Gíslason. Af b-lista: Eysteinn Jónsson, G'ísli Guðmundsson. Af c-lista: Einar Olgeirsson. F járveitinganef nd: Kosnir voru af a-lista: Magnús Jónsson, Jónas Rafn- ar, Guðlaugur Gíslason, J.ón Árnason og Birgir Finnsson. Af b-lista: Halldór Ásgríms- son, Halldór E. Sigurðsson, Garðar Halldórsson, Af c- lista: Karl Guðjónsson. Allsher jarnef nd: Kosnir voru af a-lista: Gísli Jónsson, Gunnar Gísla- son, Pétur Sigurðsson, Bene- dikt Gröndal. Af b-lista: Gísli Guðmundsson, Björn Pálsson. Af c-lista: Hannibal Valdi- marsson. í gær var kosið í fjórar gert. Engir fundir voru 1 Nv þingskjöl Fram voru lögð tvö ný þing- skjöl. Var annað frumvarp um breytingu á lögum um bifreiða- skatt, flutt af Eysteini Jóns- syni, Garðari Halldórssyni, 'Halldóri Ásgrímssyni, Halldóri E. Sigurðssyni og Skúla Guð- mundssyni. Leggja þeir til að aukið verði framlag af benz- inskatti til vega á milli byggð- arlaga ,og tekinn hluti-skattsins sem nú rennur til Útflunings- sjóðs í því skyni. Muni Út- flutningssjóð ekki um þær 5,5 milljónir, hann vanti hvort sem er stórfúlgur! Hitt þings'kjalið, þingskjal nr. 3, er frumvarp til fjár- laga 1960. Þingfararkaupsnef nd: I þingfararkaupsnefnd voru kosnir af a-lista: Kjartan J. Jóhannsson, Einar Ingimund- arson og Eggert G. Þorsteins- son. Af b-lista: Halldór Ás- gr’ímsson og af c-lista Gunnar Jóhannsson. Kosningarnar í allar nefnd- irnar fóru fram án þess að til atkvæðagreiðslu kæmi þvi ekki var stungið upp á fleiri mönnum en kjósa átti. þRJÁR SKEMMTILEGAR SKÁLDSOGUR Á VÆNGJUM MORGUNROÐANS í miklu fárviðri ferst hið trausfa skip „Sirdar“. Ró- hert Jenks, sem nú er liá- seti á skipinu, bjargar íris Deane, dóttur skipseigand- a,ns á land. Þau tvö eru liin eirtu, sem komast lífs af, en á eyðieynni bíða þeirra margs konar ævintýri og Ijfsháski. Þetta er ein þeirra ástarsa.gna, sem lesin er spjaldanna á milli. Bókin kostar 120 kr. í bandi. HERRAGARÐURINN OG PRESTSSETRIÐ Einar Hvít gerist liúskenn- ari lijá hinum drambláta Winge. Hann verður ást- fanginn af Evu, dóttur herragarðseigandans. Þau skilja ósátt, en ef til vill eiga forlögin eftir að færa þau saman. „Herragarður- inn og Prestssetrið“ er ein hina göinlu, gcðu skáld- sagna, sem lesnar voru upp til agna hér á landi. Bókin kostar 85 krónur í bandi. Ilillllll wfli FUNI HJARTANS Hrólfur Halvarsson er glæsi- mennið í þessari sögu. Hann er óreglusamur, en vinnur auðveldlega ástir kvenna og jafnframt óvináttu kari- manna. Hrólfur mætir þó að lokum þeirri stúlku, sem hann fær ekki auðveldle.ga unnið. Áður liafa komið út á íslenzku eftir Sigge Stark; „Kaupakonan í Hlíð“, ,,Skógardísin“ og „Þyrniveg. ur hamingjunnar“. Þessi nýja bók kostar 85 krónur í tandi. Kjör togara sjómanna stórversnað Framhald af 12. síðu valdsins og sumpart vegna minni afla, að nemur um kr. 12—15 þús. á árinu, sem er að líða, með sama áframhaldi. Þannig að við borð liggur á þeim skipum, að ekki fáist nokkur maður út á skipin með- an ástand'ð helzt óbreytt. Þar hefur samningum að vísu verið sagt upp frá og með 1. des. n.k. Á bátaflotanum voru fisk- verðssamningar lækkaðir svo um síðustu áramót með að- gerðum ríkisvaldsins að ekki verður komizt hjá því að segja þeim upp nú. Fleira mætti nefna sem við sjómenn teljum að betur mætti fara, en látum þetta nægja. Þetta eru m.a. forsendurnar fyrir því að við höfum stillt upp eftirtöMum starfandi sjó- mönnum í stjórn S.R. fyrir ár- ið 1960: Formaður: Jón Tímótheus- son, varaformaður: Gunnar Jóhannsson, ritari: Hreggviður Daníeisson, féhirðir: Guðbjörn Jensson, varaféhirðir: Erlingur Axelsson, meðstj.: Hjálm- ar Helgason og Hólmar Magn- ússon. Varamenn: Dagur Hall- dórsson, Gísli Guðmundsson og Jón Bergvinsson. Við væntum þess að allir starfandi sjómenn stuðii að kosningu þessara manna þann- ig að tryggt verði að félaginu verði stjórnað með hag starf- andi sjómanna fyrir augum. Það teljum við einn’g að sam- ræmist betur hagsmunum þjóðarinnar, fyrr verða ekki kjör sjómanna tryggð svo að viðunandi sé, ef dæma má af margra ára reynslu. Fyrir hönd B-listans, lista starfandi sjómanna. Guðjörn Jensson Að SUNNUFELLS-útgáfan gefur út vinsœlar skáldsögur spara Þjóðin hefur lifað um efni fram og nú á almenningur að spara, segja stjórnarvöldin. Gunnar Thoroddsen hefur ver- ið gerður fjármálaráðherra, því hann þykir öðrum betur til þess fallinn að kenna sparnað og hagsýni í meðferð fjármála, enda lét hann það verða sitt fyrsta verk eftir á- kvörðunina að tvöfalda tölu borgarstjóra í Reykjavík. Við eigum einnig að fórna, segir forsætisráðherrann, og lét það verða fyrstu athöfn sína að fjölga ráðherrum úr fjórum í sjö. Er það óneitanlega mynd- arlegt upphaf á sparnaðar- stefnu, en í fórnfýsi sinni hafa ráðherrarnir eflaust verið að hugsa um vegsemd þjóðarinn- ar, líkt og segir í kvæði Jóns Helgasonar ,,Tveir fánar“: Öðrum er lotið í öllum hnattarins beltum, og að honum sópast úr löndunum dýrmætur gróði, hann blaktir þungur af ailra úthafa seltum og orustublóði. Hinn er lítils metinn og ungur að árum, og engum finnst til um það vald sem á bak við hann stendur: * vanmegna smáþjóð sem velkist á Dumbshafsins „bá^urn, vopnlausar hendur. Eitt er þó nálega álíka veglegt hjá báðum, því örlögin veittu oss í smæð vorri dýrmætan frama: Ráðherraitalan á íslandi og Englandi er bráðum orðin hin sama. Þegar því marki er náð er okkur vís fullur sigur í land- helgismálinu, því að brezk stjórnarvöld kunna vel þá list að velja sér hæfilega sterka andstæðinga. Eina vonin Hættur steðja að vanmegna smáþjóð úr ýmsum áttum, og stundum eru menn svifaseinir að bregðast við vandanum. Þannig höfum við haft í land- inu hernámslið í tæpan áratug til að verja okkur fyrir Rúss- um, en nú kemur allt í einu í ljós að Rússar eru eina skjól okkar og hlíf. Svo segir í Morgunblaðinu í gær í list- dómi um Pekingóperuna: ..Var þetta einkennilega hjá- róma og hjákátleg ,,músík“ í mínum eyrum og ótrúlegt að íslendingar skyldu fylla Þjóð- leikhúsið 5 sinnum og eyða (ég veit ekki hversu miklu) af erlendum gjaldeyri í þessa ,,óperu“. Þetta er allt ákaflega gamaldags og framandi fyrir vestræn eyru og augu og ég efast um að það sé nokkur menningarauki. Auk þess eru Kínverjap nú lang-hræðileg- asta ógnun hinum hvíta kyn- stofni og virðist nú eina von- in, að Rússar gætil ef til vill brdtið hina gulu holskeflu." Rússar eru þannig orðnir eina von Morgunblaðsins and- spænis þeirri hræðiiegu ógnun sem íslendingum stáfar af Pekingóperunni. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.