Þjóðviljinn - 25.11.1959, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1959, Síða 4
4) — ÞJÓÐÍVILJINN — Miðvikudagur 25. nóvember 1959 SVÍÞJÓÐ A llmiklar umræður hafa orðið 'í haust i sænsk- um blöðum um framtíð kvik- myndagerðarinnar í Svíþjóð. Hafa sumir greinarhöfunda, m.a. Alf Montan, kvik- myndagagnrýnandi dag- blaðsins Expressen, látið þá skoðun í ljós, að vaxtar- broddurinn væri þegar úr sænskri kvikmyndagerð; á árinu hefði enginn nýr leik- stjóri, sem fram úr hefði skarað. komið fram á sjón- arsviðið, og væri ekki unnt að sjá að neins slíks væri að vænta úr hópi hinna yngri manna í bráð. ir Miðað við fólks- fjölda. já öðrum kveður við ann- að hljóð. Þeir benda t.d. á tvær nýjar kvikmynd- ir, sem lítt þekktir sænskir leikstjórar hafa unnið að, en þykja mjög góðar: ,,Fröken Apr’íl" heitir önn- ur og er leikstjórinn Göran Gentele, hin nefnist á sænskunni ,,Raggare“ og leikstjórinn er Olle Hellbom. Sá síðarnefndi var annar tveggja sænskra kvikmynda- gerðarmanna, sem hlaut eina æðstu viðurkenningu í sænskri kvikmyndagerð fyr- ir nokkrum vikum, ekki fyr- ir myndina um vandamál unglinga, sem fyrr var nefnd, heldur styttri mynd, því að Olle Hellbom hefur sent frá sér allmargar stutt- ar og listrænar kvikmyndir, sem þykja með afbrigðum góðar. ,,Robin Hood“ spyr í Stockholms-Tidningen: — Er nokkurt annað land betur sett en Svíþjóð, hvað snertir efnilega kvikmynda- leikstjóra, sé miðað við fólksfjölda ? Og hann svarar: — Tæp- lega. Svíþjóð er lítið land, og tveir nýir efnilegir leik- stjórar á einu ári — þurf- um við á fleiri að halda? Kvikmyndaframleiðslan get- ur ekki orðið mjög mikil á næstu árum, þar eð sjón- varpið skerðir æ meir gesta- hóp kvikmyndahúsanna: ár- ið 1956 fóru nær 17' millj- ónir Stokkhólmsbúa 'í bíó, 1958 tæpar 13 milljónir og á þessu ári er búizt við að talan komist niður í 9 og hálfa milljón. ic Oengiir iHa með litkvikmjTidirnar. etta segir „Robin Hodd“ í Stockholms-Tindningen og hann heldur m.a. á þessa leið áfram síðar í greininni: „Raggare" er nú sönnun um að .Svíþjóð er I fremstu röð, hvað snertir svart-hvít- ar kvikmyndir. En þegar að litmyndunum kemur er ann- að uppi á teningunum... Kunnáttumennirnir segja um þetta fyrirbæri: — Myndatökumennirnir bera ekki sökina á þessu. Það Á samskeyttu myndinni hér fjrrir ofan sjást þrír lieims- kunnir sovézkir kvikmynda- leikarar. Lengst til vinstri er sá þeirra, sem frægastur er: Nikolaj Tsjérkassoff, sem lék m.a. aðalhlutverkin í myndum Eisensteins „Al- exander Névskí“ og ,,ívani grimma”, einnig í „Don Quixote“ sem sýnd var hér I Reykjavík fyrir fáum ár- um. Merkuréff, í miðið, er einni.g frægur sovézkur kvikmyndal^kari, sem og Elína Bystritskaja, lengst til hægri. — Myndin var tekin á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn nj'lega. sem brugðizt hefur er starf-, ið á vinnustofunum — starfsfólkið þar hefur enn ekki öðlazt næga æfingu og reynslu í starfi sínu. BÆJARPÖSTURINN Bæjarpóstinum hefur borizt bréf frá S., þar sem rætt er um brauð og brauðgerðarhús í bænum. S segir: „Kæri bæj- arpóstur! Ert Hvers vegna þú ekki hissa vond brauð? á þvi, hvað húsmæður þessa bæjar láta bjóða sér upp á ár eftir ár án þess að segja orð? Eg get ekki leng- ur orða bundizt. Mig langar að minnast á margt, og fjöl- margar spurningar liggja þungt á huga mér, en látum nægja eitt, — brauðin, sem bökuð eru í höfuðborginni. Það má taka það fram strax, að einstök bakarí baka ágæt brauð, en sá er gallinn á, að þau eru of fá og oft erfitt að nálgast brauðin þeirra. Tök- um til dæmis rúgbrauðin, sem háttvirt Rúgbrauðsgerð sér um framleiðslu á. Hvers vegna eru þau svona hræði- I’ega vond á bragðið og svo grámygluleg á litinn ? Eða t. d. franskbrauðin. Þau eru æt éf þau eru glæný, — en hvað svo? Maður verður bókstaf- iega helzt að rista þau, ef hægt á að vera að kingja þeim. Hvers vegna er ekki hægt hér á laudi, að baka fal- leg brauð, sem biðja mann um að borða sig, eins og gert er víða í nágrannalöndum okkar, t.d. Danmörku?" S segir ennfremur í bréfi s'ínu: „Húsmæður, sem ég hef talað við eru mér flestar sam- mála, nema þá þær, sem eru svo Húsmæður þurfa heppnar að vera samtaka að búa 'í nágrenni við þokkaleg bakarí. En al- menningur, sem verður að láta sér nægja ódýrustu brauðin og þessi vanalegu rúgbrauð og franskbrauð, hristir bara höfuðið, en gerir ekki neitt. Þess er svo sem ekki að vænta, að neitt sé gert, þegar enginn kvartar, þegar húsmæður taka sig ekki saman og láta í ijós óánægju, þegar eitthvað er öðruvísi en ætti að vera. — Það mætti nefna margt fleira en matar- brauðin, t.d, hryllinginn, sem kallast kaffibrauð í bakaríun- um, þó innan um megi finna ætar kökur, ef vel er Ieitað. Etnnig allt það gums, sem sett. er í pylsur, kjötfars og fisTtfars; Nei, mér er þetta al- veg óskiljanlegt, eða er það kannski bara frekja að ætlast til þess að fá gott brauð að borða.“ Bréfritari spurðist fyrir um það í bréfi ■ sínu, hvort mjöl það og hveiti, sem inn er flutt, væri kannski gömul uppskera og Ekki hráefn- brauðin af inu að kenna þeim sökum svona slæm. — Af því tilefni sneri pósturinn sér til forstjóra Rúgbrauðsgerðarinnar, þar sem bréfritari nefndi hana sérstaklega, og snurði hann^ um þetta atriði. Forstjórinn kvaðst ekki vita annað en allt það mjöl og annað hráefni til brauðgerðar, sem inn væri flutt, væri nýtt. Hins vegar sagði hann, að sökum mikill- ar eftirspurnar eftir nýjum rúgbrauðum væru þau að að sínu áliti látin af snemma í búðirnar og þyldu því verr alla meðferð og geymslu en ella. Danir t.d, létu ekki rúg- brauðin í búðirnar fyrr en . þau væru orðin 24 tíma göm- ul. Samkvæmt þessu er það ekki hráefninu að kenna, ef brauðin eru slæm, enda ættu þau þá líklega að vera jafn- slæm frá öllum brauðgerðar- húsum, því að ég geri ráð fyrir, að þau siti öll við sama borð að því er innflutning varðar Gæðamunurinn á brauðunum hlýtur því að or- sakast af ólíkum aðferðum við brauðgerðina og gætu íslenzk- ir bakarar þar vafalaust margt lært af frændum okk- ar Dönum, eins og bréfritari nefndi, að maður tali ekki um Fransmenn, sem v'íðförulir sælkerar á mat segja að baki allra þjóða ljúffengustu brauð. ÍBréf þetta hefur beðið all- lengi birtingar eftir því að bæjarpósturinn hæfist að nýju í blaðinu og er bréfritari beð- inn velvirðingar á því. — En bréfið er víst því miður enn í fullu gildi, brauðin hafa sem sagt ekkert batnað síðan það var ritað. Krana og klósett-kassa viðgerðlr Vatnsveita Reykjavíkur Símar 13134 og 35122 Gólfieppa- hreinsun Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur fljótt og vel. Gerum einnig við SÆKJUM — SENDUM Gólfteppagerðin h.f. Skúlagötu 51, sími 17360 í®TAKJAVi.HJNU5TOFA oo vwumsAtA Trúloíunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 oti j Laufásvegí 41a. Simí 1-36-73 18 kx. guli. ll|ýiiiaalaSagi í Hafnarfirði heldur spilakvöld í G.T.-húsinu í kvöld klukkan 8,30. — NEFNDIN.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.