Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 5
— Miðvikudagur 25. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5
1001. fallhlífarstökkið • “
er verkfræðin,gur að menntun. 1 tómstundum sínum stekkur
hún í fallhlíf og er svo sólgin { þá íþrótt að einsdæmi er.
Skopiniva liefur alls stokkið 1000 fallhlfifarstökk, og er það
lieimsmet kvenna. Hún hefur fengið tíu gullverðlaunapeninga
fyrir stökk sín. Hér er Skopiniva að búa sig undir að stökkva
úr 1500 metra hæð. Það stökk tókst vel eins og hin 1000 stökkin.
Tunglflaug skotið frá
Bandaríkjum á morgun?
Þær fréttir berast frá Banda-
ríkjunum að ætlunin sé að
skjóta eldflaug umhverfis
tunglið til að taka myndir af
bakhlið Jjess og eigi að vera
búið að koma myndunum til
jarðar þegar Eisenhower for-
seti leggur upp í liina miklu
reisu sína um lönd í Evrópu,
Afríku og Asíu innan skamms.
Sem kunnugt er sendu Sov-
étríkin fyrstu eldflaug sína til
tunglsins, þá sem hitti það, um
sama leyti og Krústjoff for-
sætisráðherra lagði upp í ferð
sína til Bandaríkjanna í haust.
Sagt er að Eisenhower vilji
ekki standa honum að baki að
þessu leyti.
í síðasta mánuði var ætlunin
að Baniiarikjamenn skytu á
loft tunglflaug frá Canaveral-
höfða, en hún sprakk á skot-
pallinum af ókunnum orsökum.
Önnur eldflaug sömu gerðar,
30 metra löng Atlaseldflaug
sem hefur meðferðis 150 kílóa
þunga geimstöð, þá þyngstu
sem Bandaríkjamenn hafa enn
smíðað, stendur nú á skotpalli
á Canaveralhöfða og talið er að
hún verði tilbúin til fararinnar
á morgun, ef ekkert óhapp
kemur fyrir.
New York Post segir að
bandaríska geimfararáðið (Nat
ional Aeronautic and Space
Administration) hafi skýrt
geimfaranefnd fulltrúadeildar
Bandarílcjaþings frá þessu, en
ekki hefur frásögn blaðsins
verið staðfest enn.
Reynist hún rétt mun ætlun-
in að Eisenhower hafi með sér
á ferðalaginu myndir þær af
bakhlið tunglsins sem teknar
Framh á 11 síðu
Sendimaður Francos fær kaldar
kveðjur í V estur-Þýakalandi
Þegar spánski utanríkisráö'herrann, Castiella, var i
heimsckn í Vestur-Þýzkalandf fyrir nokkrum dögum,
fékk hann óblíðar viðtökur í Bonn af hálfu stúdenta úr
hópi sósíaldemókrata.
Adenauer og ráðuneyti hans
eru einhverjir dyggustu stuðn-
ingsmenn Francos, sem hefur
mikinn hug á að gera hinn
fasistíska Spán að meðlimaríki
í NATO, og fleiri samtökum
vesturve'i ianna.
Þegar Castiella hélt til ráð-
hússins í Bonn til þess að rita
nafn sitt i hina gullnu gesta-
kröfuganga stúdenta úr hópi
samtaka sésíaldemókratískra
stúdenta og veittu ráðherran-
um kaldar kveðjur. M.a. hróp-
uðu þeir ókvæðisorð til Franc-
os og mótmæltu aðild Spánar
að Atlanzhafsbandalaginu.
Stúdentarnir báru lýðveldis-
fána Spánar, sem er rauður.
gulur og fjólublár, það er fáni
bók borgarstjórnarinnar, kom spánska lýðveldisins, sem
Franco einræðisherra og aðrir
fasistar brutu niður.
Á kröfuspjöldunum sem
sfúdentar báru stóð m.a.:
„Niður með Franco“, „Enga
fasista i Atlanzhafsbandalagið“
og „Trúfrelsi á Spáni“.
1 yfirlýsingu stúdentasam-
bands krata segir um þessa at-
burði: Stjórnarvöld Vestur-
Þýzkalands reka af -óhugnan-
lega mik’um áhuga áróður fyr-
ir þvi að Spánn verði tekinn í
NATO. Þetta er í hróplegu ó-
samræmi við yfirlýsta stefnu
samtakanna, sem segir að tak-
mark NATO sé að verja frelsi
og lýðræði. Með þessari ráð-
stöfun myndi málstaður okkar
í hugsjónabaráttuunni við
kommúnista fá hræsnisblæ".
FIDELA
FÍDELA garnið er framleitt úr beztu tegund ullar og eina útlenda
garnið á markaðnum, sem hægt er að prjóna á vél.
FÍDELA garnið er þekkt um land allt og fæst í öllum betri
verzlunum og kaupfélögum landsins.
Framleiðendur; Centrotex, Dept. 6707, Prag. Umboðsmaður: Jón Heiðberg, Laufásvegi 2A, Rvik.
JÓNAS ÓLAFSSON, Vonarstræti 8. Símar 17-294 og 13-585.
HAPPÐRÆTTI ÞJÓÐ VI LJ AN S
býður yður sem 1. vinning Volkswagen-bifreið,
auk 17 annarra vinninga, að verðmæti írá
100Ö.ÖÖ—~5©0@-ÖÖ hvern og eftir eigin vali.
10 Kr. miðinn
Reynið heppni yðar
KaupiS miða í happ<£rœtti Þióðviliems