Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 7
—• .Miðvikudagur 25.. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Það hefur vakið undrun
mína, hve hljótt hefur verið
um samgöngumál sveitanna
austan sands í Vestur-Skafta-
felssýslu undanfarið. en fátt
hefur verið rætt um úrbætur
þar frá því að reglulegar sam-
gör.gur rofnuðu enn á ný í
haust tæpum mánuði fyrir
kosningar. Þó tel ég, að ekki
hafi gerzt minni tíðindi þá aust-
ur á Mýrdalssandi en í sumar,
er varnargarðar brustu og síð-
ur Tímans og Moggans voru
dögum saman ;,prýddar“
myndum og frásögnum af þess-
>um atburðum. Og ekki mun
heldur minni þörf að hugað sé
■að því, sem helzt mætti verða
tii að ráða bót á þessum örð-
nigleikum, enda þótt kosningar
■séu nú um garð gengnar.
Mér finnst því tímabært að
rjúfa þögnina, og vil ég fyrst
víkja nokkrum orðum að því
;sem gerzt hefur austur á Mýr-
dalssandi. og þeim framkvæmd-
um, sem þar hefur verið unnið
að.
Af vatnagaegi
Þeir, sem fóru austur yfir
Mýrdalssand fyrir svo sem 2—3
árum og komu þar aftur í
*umar, munu tæplega hafa trú-
að sinum eigin augum. Stór
liluti sandsins austan Hafurs-
■eyjar var sem hafsjór yfir að
líta, og eðlilega stöðvuðust
■allar samgöngur skjótlega við
þennan farartálma. Kunnugir
töldu, að hér væri um svonefnt
Sar.dvatn að ræða, og hefði það
nú breytt um farveg og kæmi
austar undan jöklinum en það
haíði áður gert. Sandvatnið
rann áður vestan Hafurse.vjar
og' var löngum hinn versti far-
artálmi. Eftir Kötlugosið 1918
Tann það enn um skeið vestan
við Hafursey, en tók þá að
grafa sig niður norðvestan við
Hafursey vestur að Höfða-
brekkuafrétti í Múlakvísl. Sá
farvegur varð svo djúpur, að
ekki var talin hætta á, að
Sandvatnið brytist enn fram
sandinn vestan Hafurseyjar og
var Múlakvísl þá brúuð á efri
leiðinni. Þá brú tók hins veg-
ar af í hlaupinu 1955 og var
þá ráðizt í að brúa Múlakvísl
á syðri leiðinni. Töldu þá marg-
ir eðlilegast að áfram yrði
haldið með veginn austur yfir
sandinn á syðri leiðinni, en
svo varð þó ekki. En seinni
hluta sumars í fyrra, tók Sand-
vatnið að koma svo miklu
austar undan jöklinum. að, það
náði ekki að falla í Múla-
kvísl, en rann nú fram sandinn
austan Hafurseyjar og hefur
frá þeim tima valdið meiri og
minni samgönguerfiðleikum á
þesari leið.. Ég hef rakið þetta
hér, þar sem ýmsar fréttir,
sem birzt hafa í blöðum, hafa
verið mjög villandi fyrir þá,
sem ekki þekkja til þarna.
Eftirfarandi klausa stóð t.d. í
Morgunblaðinu þann 29. júlí
s.L: „Síðan um helgi hefur
varnargarðurinn á Mýrdals-
sandi, sem jafnframt er vegur-
inn austur yfir sandinn, verið
í hættu vegna vatnsflóðs úr
Múlakvísl ... Rennur Múlakvísl
nú austan við Hafursey, en rann
vestan við áður“ (Leturbr.
mín).
Og í Tímanum, 5. ágúst s.l.
segir: „Vatn það. sem brotið
hefur varnargarðinn, kemur
undan jöklinum og hefur svo
lengi er menn muna runnið ó-
hindrað fram sandana, en í
fyrrahaust var vatnsstraumnum
beint að nokkru leyti vestur í
Múlakvísl, en þó aðallega aust-
ur í Skálm með varnargarði
þeim, sem nú hefur brostið".
(Leturbr. mín).
Það skal því tekið fram, að
Múlakvísl hefur ekki runnið
austan við Hafursey í sumar,
— hún er enn á sínum stað, —
og ekki hefur vatnið heldur
runnið þar óhindrað fram sand-
ana „svo lengi sem menn
muna“ og allra sízt vár varn-
argarði þeim, sem byrjaði var
á í fyrrahaust, ætlað að beina
vatnsstraumnum vestur í Múla-
kvísl. Það kom aldrei til mála.
Vatnið rann áður, a.m.k. að
meginhluta, í Múlakvísl; en það
breyttist seinni hluta sumars
1958, er vatnið tók að koma
austar undan jöklinum og féll
þá beint fram sandinn, eins og
ég hef áður vikið að.
Af framkvæmdum
Og víkjum nú að fram-
kvæmdum. Er samgöngur
tepptust síðari hluta sumars
1958, var öllum ljóst, að leita
yrði nýrra úrræða til að halda
samgönguleiðinni austan yfir
sandana opinni. Töldu þá marg-
ir líklegt, að nú yrði hafizt
handa um vegalagningu á syðri
leiðinni, — og álitu það eðli-
legast úr því sem komið var.
Nokkur hluti hennar var rudd-
ur og var sú leið notuð til
bráðabirgða þá um haustið til
vöruflutninga á tveggja drifa
bílum.
En jafnframt voru aðrir, sem
töldu, að unnt væri að gera
efri leiðinaf færa á ný með því
að gera varnargarð, sem veitti
vatnsflaumnum austur í Skálm.
Það sjónarmið varð ofan á, og
var hafizt handa um fram-
kvæmdir strax þá um haustið;
þeim var síðan haldið áfram
seinni part vetrar og í sumar.
En er vötn tóku að vaxa í
hlýindum og rigningum, varð
öllum, er við þær unnu, fliót-
lega lióst, að varnargarður á
Mýrdalssandi myndi ekki verða
frambúðarlausn á þessu vanda-
máli nerna fleira kæmi til; þ.e.
að settar væru á hann brýr,
a.m.k. ein eða fleiri. Framburð-
ur var svo gífurlegur og hlóð
svo skjótt að garðinum þeim
megin, sem vatnið lá á honum,
að heita mátti að ekki hefð-
ist undan við að hækka garð-
inn, þótt unnið væri að því
stanzlaust dag og nótt með
þrem til fiórum jarðýtum. Enda
fór svo, að earðurinn brast þrí-
vegis á s.l surori og enn er
jafnófært sem áður austur yf-
ir sanda.
En fleiri mannvirki risu á
Mýrdalssandi ~en varnargarðar.
Þann 30. júlí var ákveðið að
brúa Blautukvísl til þess að
létta vatnsþunganum af garð-
inum að nokkru leyti að
minnsta kosti, með því að veita
því í Blautukvíslarbotna.
Blautukvíslarbotnar, — en þar
eru upptök Blautukvíslar, —
eru nokkru neðan við efri leið-
ina, — og þar með varnargarð-
inn, og hefur kvíslin grafið
sér alldjúpan farveg eins og
títt er um bergvatnsár, og í
henni sameinast allmargar
sytrur, er framar kemur á
sandinn. — En nokkru neðan
við Blautukvíslarbotna var sem
sagt ákveðið að byggja brú og
veita síðan vatninu undir hana.
Smíði brúarinnar gekk fljótt og
vel undir stjórn Valmundar
Björnsonar, brúarsmiðs í Vík,
og var henni lokið um mán-
aðamótin ág.—sept. Þá var haf-
iztt handa um að veita vatninu,
— en nú gerðust undarlegir
hlutir. Vatnið vildi ekki renna
undir brúna. enda þótt það
hefði áður gert sig líklegt til
að renna ofan i Blautukvíslar-
botna, en þá mátti það ekki
þangað fara vegna framkvæmd-
anna við brúargerðina og tókst
að veita því burtu. (Sá sem
ekki vill, þegar hann má, hann
skal ekki fá, þegar hann vill).
„Það gerir verkið erfiðara að
sandinum mun halla og sækir
vatnið því miö.í á garðinn, sem
er austan við það“).... sagði
Morgunblaðið þann 11. sept. s.l.
Nú hefði bað ekki átt að valda
neinum feikna erfiðleikum út af
fyrir sig. bótt sandinum hallaði,
heldur hitt að honum hallar til
suð-austurs. En hvað sem öllum
halla líður, þá mun hér hafa
riðið baggamuninn sá eigin-
leiki jökulvatna að hlaða mjög
undir sig og breyta því í sífellu
farvegi sínum, en grafa sig ekki
niður í þrönga farvegi eins og
bergvatnsár gera. Það mun
hafa valdið mcstu um, að allar
tilraunir með að grafa skurði
c«a EC'br fyrir vatnið og
vcita bv’ b^ntiig í Blautukvísl,
rni«t.óv«»<:. Eftir nokkrar mis-
heppnaðar tilraunir til að veita
vatninu undir brúna, var hafizt
handa um að loka skörðunum,
s°"| vnru á garðinum. Gekk
það verk vonum framar og
nnnaðist bá enn á ný sam-
göneuleiðin austsur. En sialdan
en ein báran stök. Skömmu
síðar eerði miklar rigningar.
s°m höfðu í för með sér ó-
bnvr,Lu vatnavexti. Brast þá
vmqroarrLiirinn á Mýrdals-
sandi þriðia sinni, en nokkur
h'i’ti vatnsins rann „af siálfs-
dáðum“ niður í Blautukvíslar-
botna oa tók a?f hiala við nýiu.
1 i j .
brúna. Tíminn segir svo frá
þessu þann 11. okt. s,L:
....,.En allt kom fyrir ekki, því
vatnið varð garðinum yfirsterk-
ara og rauf hann. Einhver
hluti vatnsmagnsins mun þó
hafa runnið af sjálfsdáðum í
Blautukvísl og grafið nokkuð
Brúin, sem hvarf. Á myndinni
sést brúin yfir Blautukvísl, þá
nýlega fullgerð. Þar sem brúin
var, mun farvegur Blautu-
kvíslar hafa verið ca. 6 metra
djúpur og álíðandi halli var
niður að brúnni báðum meg-
in. Það tók jökulvatnið ekki
nema nokkra daga að fylla
farveginn og færa brúna á kaf
í sand. Hin myndin er tekin
við eitt skarðið í varnargarð-
inum í sumar og má gjörla
sjá, hvernig vatnsflóðið breið-
ir úr sér á sandinum.
undan nýju brúnni“ ... (Leturbr.
mín).
En ekki hélt vatnið þeirri
iðju áfram til lengdar. Um það
má lesa á baksíðu Tímans þann
3. nóv. s.l. undir fyrirsögninni
„Brúin, sem hvarf í sand“. þar
segir: „Brúin yfir Blautukvísl
hefur nú grafizt að fullu í sand
og sér hennar ekki stað leng-
ur. Enda mun það sízt að furða,
þar sem talið er, að á 5 dög-
um hafi vatnselgurinn breikkað
árfarveginn frá 40—50 metrum
upp í ca. 350 metra, og hafi á
sama tíma flutt fram um hálfa
aðra milljón teningsmetra at
sandi, svo sízt er að undra,
þótt eitthvað hverfi. Lítið vatn
er í ánni þessa daga og því
sæmilega fært um sandinn
jeppum og stærri bílum.
Vegamálastjóri tiáði blaðinu
í gær, að ekki yrði reynt að
bæta neitt úr á sandinum í
haust, en sennilega yrði reynti
að grafa brúna upp, þegar fram
liðu stundir".
Og þar með má segia að
lokið sé sögu þeirra fram-
kvæmda, sem unnið hefur ver-
ið að á Mýrdalssandi til þessa.
Pólitísk „kunn-
átta“ ð« tæknileg
Þótt hér hafi veri rakin í
stórum dráttum „saga fram-
kvæmdanna á Mýrdalssandi‘%
ér ekki bar með sagt, að allir
þættir þeirrar sögu hafi ver-
ið raktir. Ég hefi áður drepið
á það, að menn hafi greinfi
nokkuð á um þær leiðir, sem
fara ætti til að ráða fram úr
þessu vandamáli.
Áereiningurmn var fyrst og
fremst um eftirfarandi:
1) Átti »ð befía, framkvæmdir
ó .■ -■ ■ i-i Ip-iðínni. eða
2) áttj að ffera . varnargarð á
efri leiðinni. .
Fíðari ■ v->r valinn,
en er srfiðleik^r komu í Ijós
við framkvæmdir þar, greindf
menn einnig á um lausn þeirra.
Vildu sumir að settar yrðu
Framhald á 10. síðu.
BÍÖRGVIN SALÓMONSSON:
AF FRAMKVÆMDUM
Á MÝRDALSSANDI-
GARDURENN BRAST
BRÚSN HVARF