Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1959, Blaðsíða 11
H. E. BATES: RAUÐA SLÉTTAN hörund og burmapiltarnir sem enn voru að aka möl í sprengjugígana meðfram veginum. Þegar hann stöðvaði vélina og drap á mótornum var hann orðinn rennandi sveittur og þegar hann steig út úr vélinni og niður í rykið, helltist hitinn yfir hann og skellibirtan var svo ofsaleg að hann sá ekki út úr augunum. „Þökk fyrir‘‘, sagði hann. Hann dró höfuðfatið fram á ennið til að hlífa augunum. „Ágæt ferð“. Hann gerði ráð fyrir að Carrington skildi af raddhreimnum að hann var mjög ánægður. Kannski væri pilturinn ánægður líka, og ef til viil yrði þetta upphafið að sáttum sem fyrr eða síðar yrðu að eiga sér stað. En honum til undrunar sagði pilturinn ekkert. Hann virtist ekki einu sinni hlusta á hann. Og Forrester sneri sér snöggt við og sá hvers vegna það var. Carrington stóð með opinn munn og horfði niður eftir flugbrautinni. Forrester heyrði hann gefa frá sér hljóð, óskiljanleg orð í skelfingu. Um leið kallaði annar flug- virkinn: „Guð minn góður! Hann getur þetta ekki“. Og svo tók hann á rás.Qg sveiflaði brúnum handleggjunum í æsingu. Forrester sneri sér við og sá Moskítóvél í þann veginn að lenda. Hann sá strax að hraði hennar var alltof mik- ill. Hún snerti rykuga brautina með ofsalegum dynk, gulur rykmökkur gaus upp, síðan hélt hún áfram gegn- um mökkinn með annað hjólið upp, beygði hratt 1 átt- ina að Dakótaflugvél sem stóð í tvö hundruð metra fjar- lægð. Um leið og hún rakst á Dakótavélina virtist ryk- mökkurinn dökkna og roðna. Hann breyttist í stórfeng- legt eldhaf. olíumökkurinn gaus unp, rauður og svartur og gulur. Út úr þessu eldhafi sá Forrester mann koma hlaupandi. Hann virtist svo undur lítill og einn. Hann hljóp inn á opna svæðið en allt í einu stóð hann í ljósum loga. Forester sá hvernig logarnir breiddust um .manninn eins og óhugnanlegar, rauðgular fjaðrir, gular í broddinn, huldu hann unz hann yfirbugaðist og féll niður í rykið, engdist þar meðan logarnir átu hann upp. Forrester sá að Carrington tók á rás. Andartak flaug honum í hug að hlaupa á eftir honum. Svo hætti hann við það. Hann vissi að það var um seinan. Dökkt reyk- ský lá yfir flugbrautinni og hlífði henni fyrir sólar- geislunum/ og gegnum það sást í menn á hlaupum, dökka og óraunverulega í þessari annarlegu birtu. Einn þessara manna kom nú að verunni sem engdist brennandi í rykinu. Hann fór að ausa yfir hana sandi með hönd- unum. Logarnir köfnuðu undan rykinu og reykur kom- í staðinn, unz Jíkaminn lá kyrr, útbrunninn, eins og, dauð og skorpin trjágrein. Carrington var á leið til baka. Skelfingarsvipurinn var auðsær á andliti hans. Hann leit á Forrester með snöggri angist, en svo brosti hann og af brosinu vissi Forrester fyrir hvað pilturinn myndi segja. „Ljóta ástandið“, sagði pilturinn. „Tvær flugur í einu höggi“. „Kæruleysi“, sagði Forrester. „Enn ein ný farin í súginn. Og þetta er sjálfsagt sú síðasta í Burma.“ Hann talaði ósjálfrátt samkvæmt hinni fráleitu reglu, sem gerði flugvélar dýrmætari en mannslífin. Og þó vissi hann einnig að þetta var að nokkru leyti rétt. Hér á þessum afskekkta stað, í landi sem hann bjóst ekki við að hejmamenn vissu annað um en að framleiddi hrís- grjón og rúbína og var díll á landabréfinu milli Indlands og Malayalanda.. Mannlífið var furðulega lítils virði und- ir hinum brennandi sólargeislum. Sólskinið framleiddi of mikið af öllu nema flugvélum. Það nærði hinn fjölmenna, ósamhenta indverska fólksgrúa, sem mátti sín minna í stærð sinni en flugvélin og, maðurinn sem þarna brunnu. Það nærði einnig þá lífsfyrirlitningu, sem var dýpri og rótgrónari en hermennirnir gátu skilið, þrátt fyrir upp- gerðar kaldlyndi þeirra. Það nærði þá tilfinningu að í þessari sóun á lífi í sólarbrunanum, væri jafnvel hið bezta bætanlegt. Hann leit aftur á Carrington og sá af augnaráði hans að hann skildi ekki þetta allt. Hann var ekki aðeins nýkominn til landsins; forlagatrú austursins var honum enn dulin í ofsahitanum og skellibirtunni. ■— Miðvikudagur 25. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Án þess að segja fleira gekk hanp hægt upp eftir flugbrautinni. Brunninn líkaminn í rykinu var nú í hvarfi bak við sjúkrabíl, jeppa og hóp manna, flestra ungra indverskra pilta sem safnazt höfðu úr tjöldunum í kring. Hann sá þá allt í einu sem hrægamrrta gæða sér á líki manns sem hann hafði þekkt, eins og hann hafði horft á gammana flykkjast að í hvert skipti sem kýr eða uxi eða hundur höfðu fallið í valinn við vegarbrún. Og andartaki síðar var eins og hann fengi utanundir. Hann gleymdi þeirri staðreynd að hann yrði með ein- hverju móti að fá vél í stað þeirrar sem fórst; hann gleymdi því að hann þurfti að skrifa enn eitt bréf til Englands, samúðarbréf sem erfitt var að orða til ein- hvers sem hann hafði aldrei séð, móður, eiginkonu, unn- ustu, með frásögn af dauða við óhetjulegar aðstæður. Hann gleymdi skelfdu andliti Carringtons sem reyndi að sýna kaldlyndi og hörku, sem hann fann ekki til. Hann gekk gegnum þykkan reykmökkinn, kæfandi og þungan í lamandi hita dagsins, og honum fannst hann allt í einu eins og ísveggur. Hann vissi allt í einu, upp frá þessu andartaki, að hann langaði ekki lengur að deyja. FIMMTI KAFLI Þegar hann gekk niður flugbrautina á eftir sjúkra- bílnum, horfði á reykmökkinn yfir hvítu, brunnu rykinu, heyrði hann rödd hrópa í nánd við sig. „Það var Ander- son, foringi, Skotinn. Og Watson sergent'líka.“ Hann fann til magnleysis. Sólarhitinn- lamaði hann og hann fann til ógleði sem var reyndar afleiðing af þeim óhugnanlega atburði, sem hann hafði orðið sjónarvottur að. Og þegar hann nam staðar til að svara einhverju, uppgötvði hann hver maðurinn var sem hafði talað. Það var hjálpar- maður hans sjálfs, Brown, nakinn að beltisstað og ataður í sóti. Forrester nam snögglega staðar, starði á hann eins og hann væri risinn upp frá dauðum. „Brown“, sagði hann. „Brown. Hvernig í fjandanum er ástandið orðið?“ Brown skildi strax hvað hann átti við. „Tvær eftir, foringi.11 „Hamingjan góða,“ sagði hann. „Þrjár óflughæfar. Og þessar brunnar. Þá eru eftir yðar eigin vél og vél Philips.“ Þetta hafði aldrei verið meira en hálf flugsveit, en þetta var þó verra en hann hafði grunað. Philips var ný- kominn frá Indlandi, og eins og Carrington var hann enn óvanur hinni villandi víðáttu. En hann hafði þó ekki áhyggjur af Philips. Það var flugvélafæðin sem hann var hræddur við. Enn einu sinni horfðist hann i augu við þá staðreynd, að manntjón var ekki óbætanlegt, hversu dugandi sem mennirnir voru. „Afleitt ástand, foringi,11 sagði Brown. íþróttir Framhald ai 9.: '8íðu D.A.F. Var það þá afdráttar- laust tekið fram, af Islandg hálfu, að F.R.I. hefði áhuga á að lialda áfram keppnissam- bandi við Dani, en skilyrði væri, að Danir legðu þá fé af mörkum, en undanfarin ár, | allt frá 1950, er fyrsta keppni þjóðanna var háð, hefur ísland Af framkvæmdum á Mýrdalssandi Framhald af 10. síðu. vatna í Álftaveri og Meðallandi. í þriðja lagi er syðri ieiðin mun snjóléttari og hefur hún löngum verið „þrautalendingin", þegar efri leiðin hefur verið ófær vegna snjóa. Flestum mun nú einnig ljóst, að varnargarði verður ekki haldið á efri leiðinni. nema settar séu á hann brýr. Sumir teíia. að búið sé að verja svo miklu fjármagni í framkvæmdir á efri leiðinni, að ekki sé unnt að hætta við hana úr því sem komið er. Ég er hinsvegar þeirrar. skoðunar, að ekki megi bæta nýjum mistökum við þau gömlu, aðeins vegna þess. að það sem á undan er gengið er búið að kosta okkur svo mikið, — og e. t. v. verði notast við einhverja gamla spotta! Mistök eru dvr. en dýrust. ef menn læra ekki af þeim. Það er betra að byrja upp á nýtt en að byggja á gömlum mistökum. Ég tei því sjálfsagða og eðli- lega kröfu til ábyrgra aðila á þessu máli, — og þá fyrst og íremst vegamálastjóra, — að skýrt verði opinberlega frá því hverjir raunverulega bera á- byrgð á þeim mistökum, sem hér haía orðið. En jafníramt er nauðsynlegt að tryggja það í framtíðinni, að hin pólitiska „kunnátta“ verði ekki látin bera hina tækilegu ráðum við mikil- vægustu framkvæmdaatriði. Og í trausti þess, að sannleik- urinn — og allur sannleikuriim komi fram í máli þessu — sem öðrum slíkum, vildi ég ljúka grein minni á þessum orðum Ara' fróðá: „En hvatki er mis- sagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.“ í nóvembermánuði 1959. alltaf borið svo að segja allan ferðakostnað liðanna, hvort sem keppnin var haldin hér heima eða erlendis. Taldi stjórn FRÍ að hvorki væri rétt né framkvæmanlegt að halda lengur áfram á þessari braut. Danir yrðu hér að sýna í verki, að þeir hefðu áhuga á að halda sambandi þjóðanna við. Við viðræður þær, er að framan greinir, tó'ku Danir málinu ekki ólíklega. Er for- maður FRl kom heim af fund- inum, var DAF skrifað og boð- ið til landskeppni hér heima, með þeim skilmálum, að DAF legði fram 10 þús. krónur danskar, en FRl bæri allan kostnað annan. Svar við þessu bréfi barst aldrei. b) Þá sneri stjórn FRÍ sér til Pólyerja og bauð þeim tveggja ára samning um lands- keppni milli ’íslenzks A-liðs og B-liðs Pólver.i^. Skilmáiar skyldu vera þeir, að sú þjóð, sem héldi keppnina, greiddi allan dvalarkostnað og hálfan ferðakostnað, Pólverjar svöruðu og tjáðu sig hafa áhuga á málinu, en þó kæmi ekki til greina, að af þessu gæti orðið fyrr en í fyrsta lagi 1961, því 1959 væri kenpnistimabilið skipulagt að fullu og 1960 myndi lið þeirra einbeita sér að Olympíuleikj- unum. Þá töldu Pólverjar A- lið Islands of sterkt fyrir B- lið Póllands. Fararstjóri FRl á Varsjár- mótinu í júní 1959 ræddi einn- ig við Pólverja um mál þetta og létu þeir þá aftur 'í ljós mikinn áhuga á að koma þessu keppnissambandi á. c) Austur-Þýzkaland: Er neitandi r”~r hafði borizt frá Pólverjnn. snori stjórn FRl sér til / Þýzkalar.ds og bauð sama og Pólverjum. Svar barst skömmu síðar og var það á þá leið að árið 1959 væri skipulagt að fullu og engu yrði um þckað, en hins vegar lv fðu Austur-Þjóðverjar áhugn fvrir að koma slíkri keppni á s.'ðar. Er formaður FRl dvaldi í Leipzig nm miðjan ágúst sl., ræddi hann málið við fyrir- I svarsmenn austur-þýzka sam- bandsins og tókust þar munn- lega fullir samningar,—(Nánar verður skýrt frá þessum mál- um í næsta blaði). Tunglflaug Framhald af 5. síðu verða úr hinni bandarísku eld- flaug. Þá segir New York Post að ánnarri eldflaug verði skotið út í geimifin irieðan' Eisenhow- er verður utanlaiids, 'eða 10. désember. Heniii er' ætlað að- fara umliverfis sólina. • AUGT.YSIÐ t ÞJÓÐVILJANUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.