Þjóðviljinn - 05.01.1960, Qupperneq 5
Þnðjudagur 5. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Allar horfur á aS 7 ára áœtlunin verSi
i meginatriBum framkvœmd á 5-6 árum
Á árinu 1959 voru framleiddar í Sovétríkjunum 62
milljónir lesta af mjólk, eöa 5 milljónum lesta meira en
í Bandaríkjunum. Smjörframleiðslan á árinu nam 4 kíló-
um á hvern íbúa, og' var því meiri en framleiðslan á
mann í Bandaríkjunum sem nam 3,7 kílóum.
Frá þessu var skýrt á fundi
miðstjórnar Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna sem haldinn var í
Moskvu um jólin. Meginvið-
fangsefni fundarins var land-
búnaðarframleiðslan og aukning
hennar.
Á árinu voru 196 milljónir
hektara í rækt. eða nærri því
40 milljónum liektara meira en
árið 1953. Kjótframleiðslan jókst
árið 1959 um 32 prósent, mjólk-
urframleiðtslan um 15 prósent og
eggjaframleiðslan um 25 prósent.
Mikil aukning varð einnig á
iðnaðarframleiðslunni, og meira
en ráð hafði verið fyrir gert í
áætluninni. Heildarframleiðslan
jókst um 11.5 af hundraði, en í
áætluninni hafði aðeins verið
gert ráð fyrir 7,7% aukningu.
Markinu náð fyrir tímann
í ályktun sem miðstjórnin
samþykkti er sagt að það eigi
að vera hægt að ijúka sjö ára
áætiuninni á skemmri tíma en
sjö árum. 1959 var fyrsta ár
hennar. Þannig eru allar horfur
á að það mark sem kjötfram-
leiðsiunni var sett síðasta ár á-
aetlunarinnar, 1965, 16 milljónir
lesta, muni nást þegar árið 1963.
Það þýðir að framleiðslan hafi
þá tvöfaldazt frá árinu 1958,
síðasta árinu fvrir sjö ára áætl-
unina, en þá nam hún 7,9 mill-
jónum lesta.
Finam ár í stað sjö
Á miðstjórnarfundinum var
gerð grein fyrir þróun landbún-
aðarins í hinum ýmsu lýðveldum
Sovétríkjanna. í rússneska lýð-
veldinu er gert ráð fyrir að
ná kjötframleiðslumarkinu á 5
árum í stað sjö, mjólkurfram-
leiðslumarkinu á 5—6 árum, og
taka svo mikið land í rækt að
hægt verði að auka kornfram-
leiðsluna 'um 8—9,5 milljónir
lesta. Aukning mjólkurfram-
leiðslunnar nemur 70% miðað
við 1958.
í Úkraínu er einnig ráðgert að
ljúka sjö ára áætluninni á fimm
árum, enda þótt árferði væri
þar slæmt á síðasta ári. Þar
hafa maísakrar stækkað úr 2
milljónum hektara árið 1953 í
7,7 milljónir hektara á síðasta
ári.
Einn ræðumanna á fundinum,
Políanskí, forseti rússneska lýð-
veldisins, lagði á fundinum til
að ráðstafanir yrðu gerðar til að
breyta meginskipulagi sovézks
landbúnaðar. Samkvæmt tillög-
unum ættu einstök samyrkjubú
að mynda með sér samtök,
leggja saman fjármuni sína og
framleiðslu, þannig að þeim yrði
betur kleift að koma upp verk-
smiðjum sem vinna ■ úr fram-
leiðslunni, eða skólum, sjúkra-
húsum og elliheimilum. Jafn-
framt ætti að taka upp sam-
ræmt launakerfi þannig að öll
laun yrðu greidd í reiðufé, en
ekki reiknuð í ^dagsverkum".
eins og nú, en „dagsverkin“ eru
mjög misjafnt ákvörðuð í hinum
ýmsu landshlutum.
Mikil aukning stálframleiðslu
í Sovétríkjunum og V-Evrópu
Tassfréttastofan sJiýrði fyrir
áramótin frá því að stálfram-
leiðslan í Sovétríkjunum hefði
árið 1959 komizt upp í 60 millj.
lesta, en það er milljón lestum
meira en ráð var fyrir gert í
áætluninni.
Stálframleiðslan var 54.9
milljónir lesta 1958, en sam-
kvæmt áætluninni er ráðgert
að hún verði komin upp í 86—•
91 milljón lestir árið 1965.
Reynsla fyrsta ársins, 1959
sýnir að áætlunin muni stand-
ast og vel það.
Kolaframleiðslan hefur einn-
ig aukízt árið 1959, en sam
kvæmt áætluninni á hún að
aukast mun hægar en fram-
leiðslan í öðrum greinum. Meg-
ináherzla verður lögð á að
auka framleiðslu annarra orku-
gjafa, rafmagns og olíu. Kola-
framleiðslan 1959 varð 1958 4
milljón lestum meiri en 1958.
Stálframleiðslan hefur einnig
orðið meiri en nokkru sinni
fyrr í löndum kola og stál-
samsteypu Vestur-Evrópu.
Hún varð 1959 63 milljónir
lesta, eða 5 milljón lestum
meiri en
minnkaði
1958. Hins vegar
kolaframleiðslan
verulega í þessum löndum
Myndin er af sovézka ísbrjótnum Lenín, fyrsta kjarnorku-
knúna hafskipi heims, og er hún tekin þegar liann fór í
rcynsluför sína.
Frönsk blöð skýra frá því að
franska herstjórnin í Alsír hafi
komið á fót námskeiðum fyrir
hermenn sína „í mannúölegum
pyntingum.“
Frá þessu var skýrt í kaþ-
ólska vikublaðinu Temoignage
Chretien, en það hefur oft orðið
til að ljósta upp um hryðju-
verk franska hersins í Alsír.
Það birti skömmu fyrir jól
eftirfarandi umraæli fransks
varaliðsforingja, sem gegndi her-
þjónustu í Alsír frá því sumarið
1958 fram á síðasta sumar og
var m. a. í þjálfun í Jeanné
d’Arc-herbúðunum við Philippe-
ville:
„Ég hef í fórum mínum minn-
isblöð sem ég skrifaði á nám-
skeiði L. . . höfuðsmanns í síð-
ari hluta ágústmánaðar 1958.
Við erum hér fjórir flokkar.
L. . . höfuðsmaður taldi upp
fimm atriði, sem ég hef skrifað
hér nákvæmlega hjá mér, fcæði
spurningar og svör. 1. Pynting-
arnar verða að vera þokkalcg-
ar. 2. Það má ekki framkvæma
þær í návist unglinga. 3. Sad-
istar mega ekki vera viðstaddir.
4. Liðsforingi eða annar með
fullri ábyrgð verður að stjórna
þeim. 5. í»ær verða framar öllu
að vera „mannúðlegar“, þ. e.
það verður að hætta þeir.i um
leið og maðurinn hefur leyst
frá skjóðunni, og engin vcrks-
unimerki mega sjást. Samkvæmt
þessu — að þeirri niðurstöðu
komst hann — má beita vatni
og rafmagni (við pyntingarnar'h
Það var þetta sem ég skrifaði
hjá mér eftir honum.“
Borgarablaðið Le Monde í
París hefur bætt nokkrum upp-
lýsingum við þessi ummæli liðs-
foringjans:
„Samkvæmt upplýsingum sem
Framhald á 11. síðu.
iimiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiiiiiiHiiiiiiiuiiimiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimim'iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimimiiiiimiiiiiíiigimi
Sift af hverju
Audrey Hep-
burn varð fyr-11
ir valinu. sem |Lj
bezta kvik-
myndaleik-
kona ársins
3959 að dómi '
bandarískra
gagnrýnenda.
Það var fyrirí
leik hennar í |
„Nunnunni“.
James Ste- AvArev Xepbur*
svart var
kjörinn bezti leikarinn fyr-
ir leik sinn í „Anatomy of
Muder“. — Bezta erlenda
kvikmyndin
var ,,Að leiks-
lokum“ eftir
Ingmar Berg-
man, Victor
Sjöström var
bezti erlendi
'p/' leikarinn og
v;,Jli! Simone Sign-
oret bezta er-
Sekou Touré, forsætisráð-
herra Gíneu, er kominn
heim úr ferðalagi víða um
lönd, hann var m.a. í Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum,
hlaðinn gjöfum. Verðmæti
gjafanna sem honum á-
skotnuðust á ferðalaginu er
talið um 100 milljónir
króna. Meðal þeirra eru
tvær kvikmyndastofur með
öllum útbúnaði útvarps-
sendistöð og radarstöð.
= Simone Signoret
lenda leikkon-
an.
Sekou Touré
Dómur er fallinn í einu
mesta sjóðþurrðarmáli í
Austurríki að undanförnu.
Josef Wimmer, fyrrverandi
aðalbókari við erkibiskups-
stólinn í Vínarborg, var
dæmdur í sjö ára fangelsi
fyrir að hafa stungið í eigin
vasa 17,5 milljónum schill-
inga úr sjóðum stiftisins.
Síðasti cftirlifandi hermað-
urinn úr bandaríska þræla-
stríðinu, Walter Williams,
dó nýlega 117 ára gamall.
Hann barðist með her suð-
urríkjanna.
Lee Andrews, nítján ára
gamall bandarískur stúdent,
sem fyrir ári myrti alla
nánustu ættingja sína til að
komast einn yfir ættararf-
inn, hefur verið dæmdur til
dauða.
Hæsta bygging veraldar
mun bráðlega rísa af grunni
í Moskvu. Þetta verður 510
metra hár sjónvarpsturn,
gerður fyrir litsjónvarp.
Neðst í turninum verða
húsakynni sjónvarpsstöðvar.
Turninn verður tekinn í
notkun eftir tvö ár.
Josephine Baker
Josephine Baker hefur nú
sótt um það hjá frönskum
stjórnarvöldum að hún fái
að taka enn eitt fósturbarn,
það eliefta í röðinni. Þetta
er nýfætt sveinbarn sem
fannst eitt og yfirgefið í
París skömmu fyrir jólin.
Hin fósturbörnin tíu sem
eru af ýmsum kynþáttum
og þjóðum búa í veglegri
höll sem Josephine á í bæn-
um Lós Milandes í Suður-
Frakklandi.
Fyrir fjórum mánuðum ;
lenti 24 ára gömul ítölsk ;
stúlka Marisa Ambrcsio, í ;
hörkurifrildi við móðursyst- ’
ur sína og móðurbróður. ;
Því lyktaði með því að hún :
fyrirfór sér með því að
skrúfa frá gasinu í eidhús- i
inu. Þetta fékk svo á
frænda hennar og frænku
að þau frömdu sjálfsmorð
á sama hátt nokkruin tím-
um seinna, og var þá 66
ára gömul móðir Marisu e:n
eftir af fjö'skyldunni. En á
sunnudaginn þriðja í jólum
gat hún ekki umborið ein-
veruna lengur og opnaði því
líka fyrir gasið.
Nýtt skordýraeitur, perklor-
divynil, hefur verið fram-
leitt í Sovétríkjunum og er
það að sögn Moskvublaðsins
Isvestía „uppfinning sem
heimurinn hefur beðið eftir
í aldaraðir“. Blaðið segir að
í héruðum þar sem eitrinu
hefur verið úðað á gróður
hafi biaðlýs ekki þrifizt í
tvö ár. Aðfluttar blaðlýs
lifðu ekki nema skamma
stund ári eftir að eitrinu
hafði verið úðað.
iTllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIHIIIIHIiUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIil