Þjóðviljinn - 05.01.1960, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.01.1960, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. janúar 1960 Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. það snjallræði að ganga til samvinnu við strákana og hjálpa þeim til þess að koma upp áramótabrennum v'íðsveg- ar um bæinn, hefur ástandið á gamlárskvöld sífelt farið batnandi. Strákarnir hafa nú annað við að vera en standa fyrir ólátum í miðbænum, þeir eru dreifðir út um allan bæ við brennurnar sínar, sem þeir hafa sjálfir komið upp með dugnaði og atorkusemi. Þannig hefur mikið vandamál verið levst á einfaldan hátt og báðum aðilum, strákunum og lögreglunni til mikillar ánægju og sóma. • Þar sem afl röksemda brýfur Einn leiðindaatburður gerð- ist samt á nýársnótt: Haf- meyjan, listaverkið eftir Nínu Sæmundsson, sem sett var nið'ur 'í suðurenda Tjarnarinn- ar í sumar, var sprengd I loft upp og gereyðilögð. Eins og allir munu minnast urðu á sínum t'íma allmiklar deil- ur um þetta listaVerk og stað- setningu þess. Mörgum þótti listaverkið lítið augnayndi og enginn fegurðaraukj að því þarna í Tjarnarendanum, og sannast sagna hef ég fáa heyrt harma örlög Hafmeyj- arinnar. Hitt munu nær allir sammála um að fordæma þá aðferð, sem hér er viðhöfð, að láta sprengiefni taka við og tala fyrir einhverjum mál- stað, þar sem afl röksemda og skynsemi þrýtur. Það er nú einu sinni svo„ að list- smekkur manna er ákaflega ólíkur. Það sem einum þykir fagurt og hefur mikið yndi af að horfa á, finnst öðrum frá- bærlega ljótt og afskræmilegt. Þess vegna yrði víst örðugt að finna það listaverk, er all- ir væru sammála um að setja upn á einhverjum opinberum stað hér í bænum. Og til hvers myndi það leiða, ef all- ir, sem væru andstæðir ein- hverju listaverki, sem sett er upn opinberlega, beittu sömu aðferðum í rökleiðslu og þeir, sem stóðu fyrir þvi, að sprengja Hafmeyna í loft unp á nýársnótt? Þau yrðu þá víst ekki mörg hstaverkin, er eftir stæðu í bænum um næsta nýár. • Þurfa að fá úfrás Eg held, að lögreglan í Reykjavík æt.ti að beita sömu aðferð við þá, sem eru svo andlega óþroskaðir, að þeir geta ekki á sér setið að sprengja í Jvft upp á nýárs- nótt þau listaverk, sem þeim falla ekki í geð, og hún not- aði við strákana, er hvolfdu bílum í miðbænum og sprengdu kínverja framan í friðsamt fólk. Það ætti að leyfa þessum mönnum að koma upp eftirlíkingum af þeim styttum, sem eru þeim mestur þyrnir í augum, og síð- an fengju þeir að sprengja eftirlíkingarnar 'í ioft upp á nýársnótt undir lögreglueftir- liti. Það ætti að veitatilfinn- ingum þeirra nokkra útrás og verða sálartetrinu til svölun- ar eitthvað fram eftir árinu. Verkfallið Framhald af l. síðu. lokum. Iðjuhöldarnir neituðu í fyrstu harðlega öllum kröfum verkamanna. Meðan á venkfall- inu stóð lagðist stálframleiðsla í Bandaríkjunum niður um 4 mánuði og hafði verkfallið á- hrif á fjölda annarra atvinnu- greina. Verkamenn sýndu mikla samheldni og úthald í verkfall- inu og hafa nú náð verðskulduð- um árangri. í október fengu iðjuhöldarnir Eisenhower for- seta til að beita Taft-Hartley- þvingunarlögunum gegn verka- mönnum, og neyða þá til að vinna í 80 daga. Sá frestur rann út 26. þ.m. og voru verkamenn reiðubúnir að hefja verkfallið aftur. Nú hefur hins vegar verið komið til rnóts við kröfur þeirra að verulegu leyti. Frétta- mönnum ber saman um það að I verkfallsmenn hafi unnið góð- an sigur á stáliðjuhöldunum. Skatlar og jólafrí Framh. af 1. síðu haíi ekki haldið eftir svo miklu af kaupi þeirra að hrökkv.i fyrir opinberum gjöldum. Ege sendiráðsritari notar tækifærið til að brýna fyrir Dönum sem koma til íslands að afla sér heimildar til að yfir- færa fé til Danmerkur. Ella eigi þeir á hættu að sitja uppi með fúlgur af íslenzkum krón- um, sem þeir komist ekki með út úr landinu. Þetta sé sérstak- lega bagalegt fyrir þá mörgu Dani, sem komi til íslands til að vinna sér inn fé svo þeir geti losnað úr skuldum í Danmörku. Góður afli Framh. af 1. síðu verið mjög góður, 7—ll1/2 lest í róðri. Mestan afla hefur Stapafell fengið 11 y2 lest 'í róðri. Akranesbátar búast til veiða í gærkvöld munu fyrstu bát- arnir af Akranesi hafa róið, en annars eru útgerðarmenn þar sem óðast að búa báta sína til línuveiða á vertíðinni. Nokkrir bátar munu enn vera gerðir út á reknet frá Akranesi. Títilegiibátar frá Reykjavík Héðan frá Reykjavík eru farnir til veiða tveir útilegu- bátar, Björn Jónsson og Haf- þór, og fleiri munu fara næstu daga. Landróðrabátar frá Reykjavík, sem gerðir voru út á línu fram að jólum, halda þeim veiðum áfram. Heimilisdag- békin íæst í næstu bókabúð. Útgefandi. úegir snjólausir Framhald af 3. síðu. bænum og í nágrenni hans. Hellisheiði er greiðfær að öðru leyti en því, að allmikil hálka er á veginum. Vegir aust- ur í sveitum eru einnig snjó- lausir að kalla en hálir. Þing- vallaleiðin er þungfær ennþá vegna snjóa á Mosfellsheiði. Keflavíkurleiðin og Hvalfjarðar- leiðin eru einnig greiðfærar, en hálka mikil þar sem víðast ann- ars staðar. M.s. Bronnlng Alexandríne tvær næstu ferðir Frá Kaupmannaliöfn 19. jan. og 2. febrúar. — Frá Reykja- vík 26. jan. og 10. febrúar. — Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leiðum. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. By.ggingarfélag alþýðu í Reykjavík, IBOÐ TIL SÖLU Tveggja herbergja íbúð í 2. byggingarflokki til sölu. Umsóknum sé skilað í skrifstofu félagsins, Bræðra- borgarstíg 47 — fyrir kl. 12 á hádegi — þriðju- daginn 12. þ.m. STJÖRNIN Happdrætti Háskóla íslands >■© S- O) fl fl *-© S Endurnýjun til 1. ílokks er haíin. 55,000 hlutamiðar — 13,750 vinningar — fjórði hver miði hlýtur vinning að meðaltali Á árinu greiðum við í vinninga: 18,480,000 krónur, eða 70% af veltunni, sem er hærra vinningshlutfall en nokkurt annað happdrætti greiðir hérlendis. Viðhótarmiðarnir seljast mjög ört, svo þeir, sem höfðu hugsað sér að kaupa raðir, ættu að tryggja sér miða í tíma. Umboðsmenn í Reykjavík: Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, s'ími 19030. Elís Jónsson, Kirkjuteig 5, sími 34970. Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557. Guðrún Ólafsdóttir, Bankastræti 11, sími 13359. Helgi Sivertsen, Vesturvelri, símj 13582. Jón St. Arnórsson, Bankastræti 11, sími 13359. Verzlunin Mánafoss, Dalbraut 1. Þórey Bjarnadóttir, Laugaveg 66, sími 17884. Umboðsmenn í Kópavo.gi: Ólafur Jóhannsson, Vallargerði 13, sími 17832. Verzlunin Miðstöð, Digranesvegi 2, sími 10480. Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdimar Long, Strandgötu 39, sími 50288. Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Strandg. 41, sími 50310. Brúarland: Kaupfélag Kjalarnesþings. Vinsamlegast endurnýið sem fyrst til að forðast bið- raðir seinustu dagana. Stuðlið að eigin velmegun. — Aðstoðið við að byggja yfir æðstu menntastofnun þjóðarinnar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.