Þjóðviljinn - 06.01.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.01.1960, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — 'Miðvikudagur 6. janúar 1960 • Ósæmilegt skítkast - Fyrrverandi sjómaður hef- u r sent póstinum -eftirfarandi hréf: „I Alþýðublaðinu hinn 30. desember síðast liðinn tekur Hannes á horninu dryk'kjuskap sjómanna (tog- árasjómanna) til meðferðar á „fanatiskan“, ósanngjarnan og ógeðslegan hátt. Hér birt- ist þetta óhugnanlega gaspur orðrétt: „Ástandið á togaraflotan- um er hörmulegt. Drykkju- skapur sjómanna er svo mik- ill, að aldrei hefur þekkzt annað eins. Togararnir láta seint og um síðir úr höfn — eftir leit að skráðum mönn- um, sem ekki mæta til skips. Menn eru algerlega óstarf- hæfir fyrstu tvo sólarhring- ana að minnsta kosti. Það verður að gæta manna, standa vaktir yfir þeim svo að þeir fari sér ekki að voða. Drýkkjuskapur þessara manna er brjálsemi. Hér er fvímælalaust um einhvers konar fjöldagegg.jun að ræða. Eitt er að bragða áfengi og allt annað að drekka frá sér ráð og rænu, sóma sinn og æru, efni sín — og lif sitt. Eg minnist aðeins á þetta í dag, en ótrúlega hljótt er um þetta geigvænlega vanda- mál. Hér er efni í mikil og hl'ífðarlaus skrif og umræð- ur. Það er ekki hægt að þegja lengur. Hér er að vísu um vandamál einstaklinga að ræða. en þetta vandamál ein- staklinganna er orðið þjóð- félagslegt vandamál. Hvað veldur þessum ósköpum? Er undirrótin of mikið frelsi? Liggur meinið í agaleysi? Og hvernig er hægt að koma við aga þegar ástandið er þannig. að margir bjóða í sama mann til vinnunnar? Eg hef skrifað margar greinar i þetta blað og lagt mitt lóð á vogarskálina til þess að bæta kjör sjómanna. I dag geri ég kröfu til þeirra sjálfra. Þeir eru að fyrirgera rétti sínum. Þeir eru að eyði- leggja það, sem brautryðj- endur þeirra hafa byggt upp. Þeir eru að eyða sóma sín- •um sem einstaklingar — og sem stétt. Hannes á horninu." • Eru sjómenn beir einu, sem drekka? „Minna má nú gagn gera. Hvað kemur vesælli penna- E blók til að iáta penna sinn E æla slikum óþverra yfir al- E menning á kostnað sjómanna ? E Vissulega er drykkjuskapur, í E ihverri mynd, sem hann birt- ~ ist, óverjandi, en öllu má of- = bjóða, og sl'ík skrif sem þessi ~ hljóta að vera brjálsemi ein- ~ sýnnar sálar, sálar, sem því = miður hefur aðstöðu til að = bera víur sínar í móttækilega = skrokka, sem vissulega eru of = margir, eins og oft hefur áður E sannazt. En þessi hornblásari E minnist ekki einu orði á aðrar E stéttir þjóðfélagsins, t.d. hina E svokölluðu „betr; borgara“, ~ sem margir hverjir drekka - daglega, jafnvel við störf sín. E Hann minnist ekkert á þrútin = brennivínsnefin, sem ósjaldan = má sjá geisla rósrauð undir = rándýrum hattbörðum vel- = megunarinnar. Eða hverjir =• halda gangandi hinum mörgu = og dýru veitingahúsum Rvík- = ur? Eru það sjómennirnir ? E Nei, ekki nema þá að mjög E litlu leyti. Sjómenn hafa ann- E að að gera en hanga við bar- E borð þessara dýru sala. Tog- E arasjómaður (til flæmis) er E ekki i landi nema 2 til 4 daga E mánaðarins að meðaltali. Hinn E hluta mánaðarins er hann að E draga björg 'í bú þjóðarinnar. = Það er hans ægilegi drykkju- = skapur.“ = ® Sj'ómenn munu i kunna að þakka kveðjuna | „Sjómenn eru þarfasta E stétt þessa lands og löngu E viðurkenndir sem slíkir. Hitt = er annað mál, að þrátt fyrir = fórnarstörf þeirra þjóðinni til = bjargar (þ.á.m. Hannesi á = horninu) hefur bústjórum = hennar ekki tekizt að halda = svo á spöðunum sem skyldi. E Nei, ég held, að skrif sem E þessi Hannesaráhornisíðuskrif E eigi hvergi heima, nema þá E helzt í glæpatímaritum. Sjó- E menn eru vafalaust þakklátir E Hannesi fyrir hinn innilega E áramótaboðskap hans þeim til E handa. Nær væri honum samt = að slíðra penna sinn en að = •nota hann til níðskrifa um ís- = lenzku sjómannastéttina — = hún á annað skilið. — Fyrr- E- verandi sjómaður.“ E Tillaga um ráðunout Það er orðinn fastur þáttur í sambandi við jólin, að Rík- isútvarpið flytji jólakveðjur frá landsmönnum til vina og €g vandamanna. Einni jóla- kveðjunni, sem 'í þetta sinn var _ flutt á Þorláksmessu, veitti ég sérstaka athygli. Hún var til sr. Péturs Magn- ússonar í Vallanesi og endaði á þessa leið: Hjartans þökk fyrir unnin störf í þágu sveit- arinnar. Sóknarbörn. Það er með ólíkindum, að sóknarbörn þakki svona hjart- anlega sínum sálusorgara, sem hefur ekki sagt lausu ~ prestsembættinu, nema þv'í að- E eins, að hann hafi á einn og [• annan hátt verið stoð og £ stytta sveitarinnar, huggari = og hollur ráðgjafi í hverskon- = ar vanda. = Með hliðsjón af því, að E ríkisstjórnin er nú í miklum S vanda stödd og að hún hefur E nú sér við hlið ráðunaut, eða E ráðunauta í efnahagsmálum, E værj það æskilegt, að sóknar- E börn Péturs gæfu nákvæma E skýringu á ágæti hans, í sam- E Framhald á 10. síðu. = Nýjar kvikmyndir írá DEFA Austur-þýzku barnamynd- irnar, ævintýrakvikmyndirn- ar sem sýndar hafa verið í Hafnarfirði og Kópavogi, hafa að vonum fallið í góð- an jarðveg hjá yngstu bíó- gestunum, enda hefur gildi myndanna fyrir börnin auk- izt til muna við það, að með þeim hafa verið fluttar efn- isþráðs- og textaskýringar á íslenzku. Bæjarbíó í Hafnarfirði reið á vaðið og sýndi aust- ur-þýzka ævintýramynd fyr- ir fáum árum með íslenzk- um textaslcýringum. I haust og vetur hefur svo Kópa- vogsbíó sýnt tvær barna- myndir frá DEFA (austur- þýzka kvikmyndafélaginu) og Helga Valtýsdóttir leik- kona flutt með þeim efnis- skýringar á íslenzku. Fyrri myndin var „Skraddarinn hugprúði11 eða „Sjö í einu höggi“, hin síðari, eem enn er sýnd um helgar, er „Syngjan,di töfratréð", en hennar var eitt sinn getið lítillega hér í kvikmynda- þættinum. ★ Fjórar nýjar DEFA- myndir Hér í þættinum í dag skal skýrt stuttlega frá fjórum nýjum kvikmyndum DEFA- félagsins í Þýzka lýðveldinu, en myndir þessar munu væntanlega verða sýndar hér á landi áður en langt um líður. Ein myndanna er alvarlegs eðlis „Stjörnur", ein ævintýramynd fyrir börn „Eldfærin" og tvær léttar músikmyndir „Ástar- marzúrkinn" og „Konan mín iðkcr tó:il:st“. ★ Cýöingar sendir til gjöreyðingarbúðanna Við gerð kvikmyndarinn- ar „Stjörtiur“ hafa A-Þjóð- verjar haft samvinnu við búlgarska kvikrnyndagerðar- menn. Myndin gerist 'í litl- um, kyrrlátum bæ í Búlgar- íu. Ógnir stríðsins virðast fjarri, þar til á haustmán- uðum 1943. Segir í kvikmyndinni frá því hvernig ástir takast með þýzkum liðþjálfa, sem orð- inn er þreyttur á her- mennskunni, pg ungri stúiku af gyðingaættum. Hún er ein í hópi fjölmargra Gyð- inga, sem hafðir eru í haldi í fangabúðum og bíða þess eins að verða sendir til hinna alræmdu gjöreyðing- arbúða þýzku nazistanna, þaðan sem enginn á aftur- kvæmt. I kvikmyndinni er lýst flutningi 30 þúsund Gyðinga í gjöreyðingarbúðirnar og hún er gerð af mönnum, sem sjálfir voru þátttakend- ur í baráttunni gegn fas- ismanum og þekkja mála- vöxtu af eigin raun. Leik- stjóri er Konrad Woif, en aðalleikendurnir heita Sasha Krusharska, Júrgen Fro- hriep og Erik S. Klein. ★ Ævintýrj H. C. Andersens ,,Eldfærin“, barnamyndin, er gerð eftir hinu fræga og vinsæla samnefnda ævin- týri H. C. Andersens, sem öll börn og unglingar kann- ast svo vel við. Myndin erg tekin í litum og öll hin skrautlegasta og verður vafalaust mikið sótt af yngstu kynslóðinni, komi hún hingað til sýninga. ★ Söngva- og dansmyndir „Ástarmarzúrkinn“ er, eins og áður var getið, mús- ikmynd af léttara taginu. Er efnisþráðurinn byggður Stærri myndin er af atriði úr „Stjörnunum"; Gyðinga- stúlkan innan girðingar, þýzki liðþjálfinn utan. Á minni myndinni sést atriði úr „Skraddaranum hug- á hinni heimsfrægu og vin- sælu óperettu Millöckers ,,Betlistúdentinum“, sem eins pg menn minnast i'ar sýnd hér í Þjóðleikhúsinu í fyrra við geysimikla að- sókn og hrifningu. Geta menn í myndinni rifjað aft- ur upp kunningsskap sinn við Ollendorf, Símon, Bron- islövu og hvað persónurnar nú annars heita. Leikstjóri er Árthur Kuhnert, en ýmsir góðir söngvarar, leikarar og listamenn koma fram í myrdinni. „Konan mín iðkar tón- list“, fjórða austur-þýzka kvikmyndin sem hér skal getið, er eimrg létt músik- söngva- og dansmynd; at- burðarásin ekki margbrotin en mun hraðari og lifvæn- legri. Heimilisdag- bókin íœsí í næstu bókabúð. tJfgeíandi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.