Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. janúar 1960 ÞJÓÐVILJINN (5 Þýzku nazistarnir höfðu aldrei farið dult með hvaða idutskipti myndi bíða gyðinga þegar þeir heíðu tekið völdin. Framan af valda- ferli sínum fóru þeir þó hægt í sakirnar, en í nóveinber 1938 töldu þeir sig nógu sterka til að láta til skarar skríða. Vegna atburoanna í Vestur-Þýzkalandi að undanfömu er héri stutt upnrifjun á því sem rerðist 10. nóvem- ber 1938, og um leið á það bent að þeir sem ábyrgð báru á þeim voðaverkum sitja enn í æðstu valdastólum. Gyftjmgaofsóknirnar í Vestur-Þýzkalandi að undanförnu hafa erðið til að vekja a'ihygli umheimsins á því að nazisminn er cnn í fullu fjöri þar í landi. Myndin er tekini heima hjá einum gyðingaliataranum í Vestur-Berlín, og sést á lienni nokkuð af því nazistadóti sem hann hafði sankað að sér. „HAMSLAUSAR GYÐINGA- OFSÓKNIR í ÞYZKALANDI. Verzlunar- og samkunduhús Jieirra rænd og brennd. Ríkis- stjórmin skijni’.eggur liíðings- verkin.“ Þannig hljóðaði aðalfyrirsögn in á forsíðu Þjóðviljans fyrir rúmum tveimur áratugum, 11. nóvember 1938. Daginn áður höfðu hafizt þær gyðingaof- sóknir í Þýzkalandi sem áður en yfir lauk, tæpum sjö árum síðar, höfðu kostað sex milljón- ir gyðinga lífið. Upptök þeirra má að vísu rekja til fyrri verka þýzku nazistanna sem þá höfðu verið við vö’.d í rúm fimm ár, en þó má með sanni segja að hin skipulögðu múgmorð naz- ista hafi' hafizt þannan dag Þjóðviijinn sagði svo frá: „Allt Þýzkalar.d hefir í dag verið gripið af æðisgengnum Gyðingaofsóknum, og morð þýzka sendisveitarritararans I*að logar í sarokunduhúsi gyðinga í Fasanenstrasse í Berlín cftir að nazistar höfðu keikt í því aðfaranc'tt 10. nóvember. Það var merki um skipulagðar ofsóknir gegn gyðingum um gervallt Þýzkaland. If ra nazista nóvemb von Raths notað sem átylla til hermdarverka. Árásir hafa verið gerðar á verzlunarhús Gyðinga í nálega öllum borgum landsins, og verður ekki annað séð en að þessar árásir hafi verið skipu- í borgmni for sömu leið. Foringjar nazista lýstu því yfir í morgun að hér sé um sjálfsvörn þýzu þjóðarinnar að ræða, og lögreglan hefur látið óþjóðarlýð þennan afskiptalaus- an. Tveir ribbaldar úr óaldarsveitum nazista, SA, standa hér vörð ism verzlanir í Berlín 10. nóvember 1938 og hera skilti þar sem borgarbúar eru hva'itir til að sniðganga verzlanir í eigu gyðinga. lagðar af yfirvöldunum. Þá hefur múgurinn ráðizt á sam- kunduhús Gyðinga og af 12 slíkum samkunduhúsum í Ber- lin hafa 9 verið brennd til ösku. Alls hafa 10.000 Gj'ðingar verið handteknir bæði 'í Þýzka- landi og Austurmörk (Austur- ríki). I hópi þessara manna eru mikill fjöldi Vínarhúa, sem reyndu að flýja á náðir erlendra sendisveita. I Munchen, þar sem Gyðinga- ofsóknirnar hófust, var eitt af samkunduhúsum Gyðinga brennt og skóli sem þeir áttu Allir karlmenn af Gyðinga- ættum í Múnchen hafa verið teknir fastir og er óvíst um örlög þeirra.“ Ofsóknirnar héldu áfram næstu daga og 13. nóvember birtist þetta í Þjóðviljanum: „Mikill fjöldi Gyðinga hefur verið settur í fangabúðir og verða þeir að sjá að öllu leyti fyrir kostnaði af dvöl sinni þar. í Frankfurt am Main voru allir karlmenn sem eru Gyðingar og eru á aldrinum 15 - 60 ára settir í fangabúðir. Alis er tal- ið að 40.000 Gyðingar hafi ver- ið handteknir síðan Gyðinga- ofsóknirnar hófust.“ FruMlivöðidl gySingaofsékna nú ráðunautur Adsnauers Sú ógnþrungna harmsaga sem hófst með þess- um atburðum verður ekki rakin hér. Er það sem gerzt hefur að und- anförnu í Vest- ur - Þýzkalandi Globke gefur tilefni til að minna á að Gyðingaofsóknir nazista og múgmorð þeirra áttu upptök sín í kynþáttalöggjöf þeirra sem samþykkt var á flokks- þingi þeirra í Núrnberg 15. september 1935 og gefið nafn- ið: „Gesetz zum Schutze der deútselien Ehre und des deuts- chen Bluts“ (Lög til verndar þýzkum sóma og þýzku hlóði). Lagaskýringar við þennan bálk samdi nazistaforingi að nafni Framhald á 10. síðu /EFR hefur uú sýnt hina mögnuðu heimildarkvikmynd um tlans Speidel hershöfð- ingja II úlers og Atlanzhaís- bandalagsins tvívegis, í bæði skiptin fyrir troðfullu húsi — og urðu þó margir írá að hverfa. Myndin verður sýnd enn ’f kvöld, í sýningarsaln- um Þmglioltsstræti 27 og hefst kvikmyndasýningin klukkan 9. Miða geta menn pai:l;að í shna 1-75-13. St,jórn S.V.Í.R., Söngfélags verkalýðssamtakanna í .Reykja- vík, vill vekja athygli á því. að á þessum vetri verður söngfé- lagið 10 ára, óg í tilefni þess er áformað að efna til afmælistón- leika í vetur. í sambandi við af- mælið er áformað að fjölga kór- félögum óg er hér með óskað eft- ir nýjum félögum. Kóriun er að hefja æfingar í nótnalestri og raddþjálfun. og til þess er nokkru af æfinga- tímanum varið. Þess vegna er mjög æskilegt, að nýir félagar komi sem fyrst og ekki síðar en 21.—25. jan., því að þá verður hafizt handa að æfa hina íyrir- huguðu söngskrá. Núverandi söngstjóri kórsins er dr. Hallgrímur Helgason og æfingarnar eru á mánudögum og fimmtudögum í Edduhúsinu og hefjast kl. 20. Lausniim á gátum jólablaðsins þarf að skila í dag Athygþ lesenda skal vak- in á því, að frestur til að _skila lausnum á verðlauna- krossgátu jólablaðs Þjóð- viljans rennur út í kvöld. Einnig er þetta síðasti dag- urinn, sem tekið er við ráðn- ingum á skákþrautum jóla- blaðsins. Það sem gekk af þegar kín- verskar eftirprentanir lista- verka voru seldar í Lista- mannaskálanum fyrir jólin er nú til sölu ’í bókabúð Máls og menningar á Skólavörðustíg 21. Hér er um lítið magn að ræða, svo að þeim sem hug hafa á eftirprentunum er betra að' koma fyrr en seinna. Viðræður eru hafnar í Wash- ington milli Mensjikoffs sendi- herra Sovétríkjanna og Bohlens aðstoðarutanríkisráðherra Banda ríkjanna út af kröfum þeim sem Bandaríkin hafa gert vegna að- stoðar á stríðsárunum sam- kvæmt láns- og leigukjörum. Bandaríkin hafa krafizt 800 milljón dollara greiðslu, Sovét- ríkin buðu 1952 að greiða 300 milljónir. Síðan hefur málið leg- ið niðri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.