Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. janúar 1960 ÞJÓÐVILJINN — (9 RITSTJÓKÍ Malhjörn Þorláksson ípróttamaður ársins 1959 Eins og frá var sagt á sunnu- daginn hefur kjör bezta íþrótta- manns ársins 1959, staðið yfir undanfarið, en íþróttafréttarit- arar annast þetta árlega. I gær- kvöldi var kunngert hvernig kjör þetta fór, og var það gert í kaffisamsæti sem hinum 10 ,,beztu“ var boðið til. Sá sem fékk langflest atkvæði var Val- björn Þorláksson, en hann bætti metið í stangarstökki, og náði j góðum árangri í hlaupum, og ; þrautum, og sýndi að hann er mjög alhliða iþróttamaður.og stöðugt í framför. Frjálsu í- þróttirnar áttu einnig annan mann af 10, var það hinn ágæti hlaupari Kristleifur Guðbjörns- son, og fékk hann 66 stig Kristleifur Guðbjörnsson eða 20 minna en Valbjörn. Með- al þessara 10 eiga frjálsar í- þróttir 4 fulltrúa. Þau Ágústa Þorsteinsdóttir og Guðmundur Gíslason koma næst og munar aðeins 2 atkvæðum á þeim og er Ágústa í þriðja sæti með 62 stig. Knattspyrnan mun al- drei hafa átt mann svo framar- lega sem Helgi Daníelsson er að þessu sinni eða í fimmta sæti með 40 stig. Ragnar Jóns- son er verðugur fulltrúi hand- 99 knattleiksins og fær 38 stig. Ríkarður Jónsson er ann- ar knattspyrnumaðurinn í þess- um 10 manna hópi, og að þessu sinni er Vilhjálmur Einarsson í 8. sæti en faann hefur sem kunnugt er verið íþróttamaður ársins undanfarin 3 ár. Túttugu og tveir.fengu atkvæði Ails voru það 9 fréttamenn sem að staðaldri skrifa um í- þróttir sem tóku þátt í vali þessu, og að sjálfsögðu er þetta persónulegt mat því ekki verð- ur komið við í samjöfnuði mál- bandi, klukltu eða öðrum tækj- um enda sýnist sitt hverjum, sem eðlilegt er. Sést það bezt á því að við atkvæðagreiðsl- una komu fram 22 nöfn í- þróttamanna. Fær efsti maður á hverjum atkvæðalista 11 stig en annar 9 og svo 8—7 —6—5 og niður í eitt stig. Ef athuguð eru nöfn þau sem stig fengu, kemur í ljós að það eru fjórar íþróttagrein- ar sem fá 20 af þessum 22 mönnum, og skiptist það undrá jafnt. Frjálsar íþróttir fá 6, knattspyrna og handknattleik- ur 5 hvort og sundið 4. Skíðin og glíman sinn hvorn. Hér fara á eftir nöfn þeirra sem atkvæði fengu við kjör þetta: Afmælisrit Ungmeimafé- lags Keflavíkur komið út Bikarinn, sem ,.bezti íþrótta- maðnr ársins“ hlýtur. í tilefni af 30 ára afmæli Ungmennafélags Keflavíkur hefur félagið gefið út myndar- legt afmælisrit, og barst I- þróttasíðunni það nýlega. í riti þéssu speglast að miklu leyti hið margþætta starf fé- lagsins á umliðnum árum, og var þess að nokkru getið í afmælisgrein hér á síðunni. Ritið hefst á ávarpi stjórn- 1. Valbjfirn Þorláksson, frjálsar .íþróttir 86 st. 2. Kris'tieifur Guðbjörnsson, frjálsar íþróttir 66 — 3. Ágústa, Þorsteinsdóttir, sund 64' — 4. Guðmundur Gíslason, sund 62 — 5. Helgi Daníelsson, knattspyrna 40 — 6. Ragnar Jónsson, handknattleikur 38 — 7. Ríkarður Jónsson, knattspyrna 24 — 8. Vilhjálmur Einarsson, frjálsar íþróttir 20 — 9. —10. Eyjólfur Jónsson, sund 18 — 9.—10. Hilmar Þorbjörnsson, frjáls. íþróttir 18 — Aðrir sam atkvæði fengu: 11. Eystemn Þórðarson, skiíði 13 — 12. Þórólfiir Beck, kna‘ttspyrna 11 — 13. Svavar Markússon. frjálsar íþróttir 8 — 14. Hjalti Einarsson, bandknattleikur 7 — 15. Helga Haraldsdóttir, sund 6 — 16. Árni Njálsson, knatóspyrna 5 — 17. Björ.gvin Hólm, frjálsar íþróttir 4 — 18. Sveinn Teitsson, knattspyrna 4 — 19. Guðlaug KristinsdóOiir, frjálsar íþróttir 3 — 20. Gunnlaugur Hjálmarsson, handknattleikur 3 — 21. Hörður Felixson, handknattl.—knattsp. 3 — 22. Ármann J. Lárusson, glima 1 — arinnar og í kjölfar þess koma ávörp frá Ben. G. Waage íor- seta ÍSÍ og Skúla Þorsteins- syni varasambandsstjóra UMFl. Auk þess eru margar grein- ar um ýms þau mál sem fé- lagið hefur látið til sin taka. Um Sundhöll Keflav'íkur er mjög fróðleg grein og fylgja henni margar myndir af hinu duglega sundfólki Keflavíkur. Um knattspyrnuna skrifa þeir Jóhann Kr. Guðmundsson og Hörður Guðmundsson, en þar syðra virðist vera að rísa há og voldug knattspyrnualda. Einar Ingimundarson „rabb- ar“ um glímu. Handknattleik eru þeir Keflvíkingar að láta nokkuð til sín taka og skrifar Ólafur Skúlason um hand- knattleikinn. Þá skrifar Ólafur Þorsteins- son um ,,Skjöld“ og „Ungó“ sem hafa verið miðstöðvar skemmtanalífs Keflvíkinga um langa hríð. Þórhallur Guðjónsson segir frá frjálsum 'íþróttum innan félagsins, en þar hafa Kefl- víkingar oft verið liðtækir. Leiklistinni innan félagsins er gerð góð s'kil í grein sem Helgi S. Jónsson ritar. Sigurður Brynjólfsson skrif- ar ágæta grein í ritið sem Framhald á 10. síðu. Valbjörn Þorláksson í stangarstökki. Laus staða Staða ritara í félagsmálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir skulu stndar félagsmálaráðuneytinu fyrir 1. febrú- : ar 1960. Félagsniálaráðuneytið. SKHIFSTOFSSSIÚLICII óskast. Bifreiðastöð Steindórs Upplýsingar milli 5—7. Sími 1-85-85 Vélsetjari og prantari óskast. | Prentsmiðja Þjóðviljans hi., Sími 17-500. Eiturlyfjasala Framh. af 12. síðu aðdróttanirnar. Þá þykir þeim miður að hafa ekki átt þess kost að mæta fyrir sákadómi áður en máli árásarmannanna var lokið, en þeir voru sektað- ir á mánudagsmorgun. Segjast Casadesús og Tola bæði hafa haft löngun til að segja álit sitt á áburðinum á sig og bera fram skaðabótakröfur. Misjiyrmingar kærðar. Alþýðublaðið skýrir frá því 1 gær, að tveir piltar ætli að kæra það fyrir sakadómara að lögreglan hafi misþyrmt þeim í uppþotinu á sunnudagskvöld- ið. Segjast þeir engan þátt hafa átt í því, en sætt kylfu- barsm’íð af hálfu margra lög- regluþjóna svo stórsá á þeim. Nýr sendiherra Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur skipað nýjan sendiherra á íslandi í stað John Muccio sem nýlega lét af embætti. Nýi sendiherrann heitir Tyler Thompson og er 53 ára gamall. Hann hefur undanfarið verið sendiráðun. í Ottawa en hefur áður starfað í banda- rísku utanríkisþjónustunni í Cherbourg, Par’ís og Ziirich.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.