Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.01.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. janúar 1960 Haitar Verð fra kr. 98.00 Blússur Verð Jrá kr. 49,00 Ullarpeysur Verð írá kr. 98,00 Pils Verð frá kr. 98.00 Kjólar Verð frá kr. 95.00 Leðurtöskur Verð frá kr. 98.00 Frumkvöðull gyðingaofsókna Föndurnámskeið Framhald af 3. síðu e.h. Leiðbeinandi Borghildur Jónsdóttir. Þátttökugjald er 10 'kr. fyr- ir hvern flokk. Allir flokkarnir starfa í Kársnesskóla. Frímerkja. og taflklúbbarn- ir starfa áfram óbreyttir. ^iovæðmgiii Framhald af 4. síðu. Svíþjóð hafa flett heldur ó- mjúklega ofan af hugtaka- rugli, tilvitnanafölsunum og öðru álíka hrjálegu sem úir og grúir af í bæklingnum sem dreift hefur verið um Norðurlönd í sex milljónum eintaka. S;ðvæðingarmennirn- ir hafa mátt selja nokkrar villur til að standa straum af öllum útgáfukostnaðinum. f þróttir Framhald af 9. síðu. hann nefnir: „Góð 'íþrótt er gulli betri“. Margt fleira er í ritinu og má þar nefna: Formannatal 1929—1959. Afrekaskrá UMFK, Byggðasafn Keflavikur, Lestr- arfélag Keflavíkur. Kvæði eft- ir Kristin Pétursson er þarna og byrjar þannig: Eins og fág- aður knör, lagði félag úr vör -------. Er ritið prýtt fjölda mynda. Ritstjóri blaðsins er Haf- steinn Guðmundsson, hinn hunni knattspyrnumaður og forustumaður íþrótta 'í Kefla- vík. Framhald af 5. síðu. dr. Globke. I ekýringum hans var m.a. komizt svo að orði: „Ríkisstjórn þjóðernisjafnað- armanna er þess fullviss að hún vinnur í anda hins almáttuga skapara, þegar hún reynir aí veikum mannlegum mætti að fara eftir þeim eilífu og ósveigjan'egu lögmálum sem ráða örlögum hvers einstak- lings sem og heildarinnar, við mótun stjórnarfars Þriðja rík- isins. Stjórnarfar þriðja ríkisins á aftur að samrýmast þeim lögmálum lífsins og náttúr- unnar, sem að e:lífu gitla um hinn þýzka mann, líkama hans, anda og sál.“ Silfuriunglið Höíum opnað almenna matsölu Fyrst'um sinn verður matur íramreiddur milli kl. 7 og 9 e.h. Tökum að okkur veizlur, smáar og stórar. Reynið viðskiptin. Borðpantanir í síma 19 - 611 Silfurtunglið Hvað lá að baki öllu þessu þokukennda elúðri, hvernig áttu dómarar Hitlers að túlka það? Dr. Globke skýrði það nánar: Þar sem Gyðingtlómurinn er í blóði sínu og innsta eðli al- gerlega óskyldur hinni þýzku þjóð, verður alls ekki komizt hjá átökum milli þessara tveggja þjóða... Megingildi Niirnberglaganna er fólgið í því að þau koma í veg fyrir að júðskt blóð þrengi sér inn í þýzkan þjóðarlíkama.“ Og dr. Globke gekk þess ekki dulinn hvernig lögum þess- I um sem hann útskýrði svo fag- urlega var beitt. Við réttar- höldín í Niirnberg sagði hann: „Ég vissi að .gyðingar voru strádrepnir, en ég var þeirrai skoðunar að til væru þeir gyð- ingar sem fengju að halda lífi“. Og ennfremur: „Ég er þe'rrar skoðunar og ég vissi það alitaf eð útrýming gyðinga var sk*pu- lögð, en ég vissi ekki að allir gyð'ngar yrðu fyrir lienni,“ Til nánari skýringar á því að nazistar og gyðingahatarar vaða nú aftur uppi í Vestur- Þýzkalandi er það eitt nóg, að þessi sami dr. Hans Globke gegnir einu æðsta embætti vest- ur þýzka ríkisins: Hann hefur eftir stríð verið hægri hön.d Adenauers forsætisráðherra, einkaritari hans og ráðunautur. 20. marz í fyrra sagði Adenauer við vesturþýzka blað:ð Siid- deutsche Zeitung: „Ég þekki engan sem ég gæti sett í stað- inn fyrir Globke.“ Nœlon undirkjólar Verð frá kr. 98,00 Hólsklútar Verð írá kr. 29,00 Hanzkar Verð frá kr. 29,00 Dragtarjakkar Verð fiá kr. 395,00 Brjóstahaldarar í Verð frá kr. 29.00 Magabelti 1 Verð frá kr. 49.00 Sportfatnaður o.fl. fyrir hólfvirði t Állt að 75% afsláttur í MARKAÐURINN 1 Hafnarstræti 5. Moskva um Framhald af 7. síðu. BARNA SKEMMTANIR Þessa daga eru haldnir fjöld- inn allur af unglinga- og stúd- entadansleikjum bæði í klúbb- um, háskólum og svo í sjálfri Kremlarhöll. Verður þar oft góður fagnaður. Þó eru það börnin sem skemmta sér mest, enda eiga þau miðsvetrarfríið úr skól- um fram til 10. janúar og margt g'ert til að þessir dagar verði þeim sem ánægjulegast- ir. Fyrir þau eru haldnar jólatréskemmtanir um alla borg með músík, sælgæti og jólasveinum. Slíkar skemmtanir eru glæsi- legastar í íþróttahöllinni hjá Lenínleikvanginum. Þar sitja ein tuttugu þúsund börn, — þau yngstu í fylgd pabba eða mömmu — og horí'a þau á glæsilega og fjölbreytta dag- skrá. Þráðurinn í dagskrá þessa árs var eitthvað á þessa leið: Jólasveinninn kemur inn á sleða með þrem hestum fyrir (þess skal getið að jólasveinn- inn í Kreml kemur inn á geim- skiþi). Hann á orðaskipti við dreng nokkurn. Aljosa að nafni, og gefur honum töfra- skauta. Éf hann ’ gétur fundið skautann á móti, þá verður ein ósk hans uppfyllt. Aljosa tek- ur.nú að leita, og lendir í ýms- um ævirltýrum með mörgum ágætum -trúðumL hé'stum og . f >. **. hvitabjornum, sem strunsa á skautum sínum misgóðum um svellið á sviðinu. Að lokum klifrar hann upp í rjáfur, en þar situr Stjörnuteljarinn sjálfur með kíki sinn. Þaðan sér Aljosa, að ameríski jóla- sveinninn Sanktaklás gefur Tuma litla Sawyer nákvæm- lega eins töfraskauta, — en Tumi þessi er fræg söguhetja úr bókum Mark Twain, enda liggur hann sofandi á gríðar- miklum skræðum hátt uppi á *vegg, þegar hér er komið sögu. Tumi vaknar og þeir sjá hvorn annan. Eítir mikinn ljósagang og óveðurshljóð ná þeir að hittast þessir tveir drengir. Þeir bera saman ráð sín og óska sér þess síðan, að tungl- ið komi niður á jörðu. Tungl- ið sígur niður í líki ungrar, hvítklæddrar konu, og við mánatónlist sýnir hún þeim margt undarlegt. — m. a. hvernig menn haga sér á að- dráttarlitlu tunglinu. Þetta at- riði sýna ágætir sirkusmenn og stökkmeistarar á gormstrengd- um dúkum. Þá brunar Snégúrotsjka inn á sviðið í sleða, sem fuglar draga. Þessi vinsæla ævintýra- persóna dansar fyrir drengina en ' gefur þeim síðan mikla hne'tu, — í hnetunni er íræ. og sé hún opnuð með töíraorði. þá sprettur upp af fræinu mik- ið og veglegt jóla- og vináttu- tré, Drengirnir leggja hnetuna frá. sér, horfa á skautadans- fólk dansa kínverska og rússn- eska dansa.^ ea á meðan þirtjs.t Marsbúi nokkur, mesta illfygli, og' stelur hann hnetunni. Þessi ófriðarseggur vill eyðileggja töfrafræið. en hann kann ekki íöíraorðið, sem opnar hnetuna, og þegar hann spyr börnin í salnum, þá neita þau með öllu að liðsinna svo vondum manni. Eftir mikinn eltingaleik um allan sal klifrar Marsbúinn nú af stað heim til sín, en er skotinn niður úr rjáfri og hnetunni náð. Drengirnir mæla síðan fram töfraorðið, hnetan opnast, og upp úr miðju gólfi vex jóla- og vináttutréð mikla. Það nær allt til lofts, og ; allir leikendur bruna um sviðið og syngia lokasöng, en jólasveinn- inn ekur um á sleða sínum með árið 1960, lítinn dreng, við hlið sér. Eins og sjá má gerðust hér margir ævintýralegir hlutir, en krakkarnir, a.m.k. strákarnir virtust helztil vísindalega sinn- aðir fyrir þessa atburði. Til dæmis spurði séssunautur minn pabba sinn oft að því hvernig hin og þessi töfrabrögð væru framkvæmd. - Mesta hrifningu vöktu alls konar grinmeistarar. Ég spurði litla stúlku, hvað hún héldi; hún svaraði: hérarnir voru beztir. Svo er mál með vexti, að sýndir voru tveir tröllheimsk- ir veiðimenn á héraveiðum. Ungar skautameyjar léku hér- ana með miklum ágætum. enda unnu þeir írægan sigur á veiði- köppunum, og sannaþist hér enn sem fyrr, að enginn sér við Ásláki. En bað var'þó'ann- ar þessara veiðimanna sem skáut niður Marsbúanfl vonda, : svo segja má, að þeir hafi Jjetjgjð ypkkra upprei:;n æru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.