Þjóðviljinn - 26.01.1960, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.01.1960, Qupperneq 7
Þriðjudagur 26. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiniiiiiiiiii = Sterk og þjál plastleik- E föng frá Reykjalundi eru E meðai þeirra hentugustu E sem Iiér er völ á, en eft- E irsjá er að sumum tré- = leikföngunum, sem ekki = liafa sézt síðan á fyrs'lu E árum leikfangagerðarinn- = ar þar. iiiiiiiimiiimmmmiiiiiimiiimuiiii Hér á landi er talið að börn hafi náð þeim þroska við 7 ára aldur að þau séu fær um að hefja barnaskólanám. Heilbrigt og réttskapað barn hefur þá lært móðurmál sitt til daglegrar notkunar, það hefur vald á líkama sínum og hreyfingum hans, kann að beita höndum sínum, heyrn og sjón. Hugsunin er opin fyrir nýjum áhrifum, athyglin næm og minnið nálgast fyllsta þroska. En leiði maður hugann að þeirri algerlega ósjálfbjarga- veru sem nýfætt barn er, sem einungis getur tjáð sínar frum- stæðustu þarfir með óskil- greinanlegum hljóðum og ekki stjórnað nokkurri hreyfingu líkama síns, nema sogi var- anna, skiist bezt hvílíka þró- un barnið hefur að baki sér við 7 ára aldur. Sá þróunarferill er svo ör og gagntakandi að ekkert ann- að tímabil mannsævinnar er sambærilegt, hversu langur og merkur þroskaferill. sem bíður einstaklingsins síðar á ævinni. Á þessu tímabili er barnið ákaflega athafnasamt. Má segja að heilbrigt barn sé allt- af að aðhafast eitthvað, hverja stund, sem það vakir. Eins og kunnugt er köllum við þessar athafnir leik og þau tæki, sem barnið hefur til umráða leik- fiing. Það ætti að liggja í augum uppi að það er þýðingarmikið að leikföng barnsins séu þannig úr garði gerð að þau séu því hjálpartæki í sókn þess til alhliða þroska. I>etta er uppeldisfræðingum Ijóst, og margir ágætir menn, úr þeirra hópi, hafa lagt í það mikið starf, jafnvel gert það að ævi- starfi sínu, að athuga hvers konar leikföng henta hverju aldursskeiði, og hvaða leikföng auka hæfni huga og handa og‘ skerpa skilningarvit barnsins. Þessa þekkingu á sambandi þroska bams og leikfanga er ' ein af þeim greinum hagnýtr- ar uppeldisfræði, sem foreldr- ar ættu að kynna sér og not- færa sér við leikfangaval handa börnum sínum. Til þpss að gera okkur ljóst hvaða eða hvers konar leik- Leikföngin sem börn handfjalla fyrstu árin ráða miklu um þroska huga og handar. í þessari grein fjallar frú MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR um hvaða leikföng hæfa barninu á hverju þroskastigi, hvernig leikfanaaúrvali hér á landi er háttað og hvar helzt er þörí umbóta. föng eru börnum heppileg. mun ég gefa örstutt og mjög laus- legt yfirlit yfir þroska barns- ins á leikaldrinum, að því er að leikföngum snýr: Strax á fyrsta ári þarf barn- ið leikföng, harðan sléttan hlut sem það getur borið í munn sér og bitið í tannlaus- um gómnum, mjúk leikföng, sem hinar fálmandi hendur geta gripið um, Jeikföng í skærum, björtum litum sem vekja sjóngleði barnsins og at- hygli, klingjandi bjöllur og blístursdýr, sem ná hinni daufu heyrn. ■Grip handanna er mjög ó- nákvæmt hjá kornabörnum og nákvæmni augans heldur ekki mikil, því skyldi varast að hafa leikföng smábarna lítil og fíngerff. í kring um eins árs aldurinn fer áhugi barnsins á samset’vngarleikföngum að vakna. En þar erum við kom- in að þeim tegundum sem einna bezt þjóna þeim tilgangi að auka hæfni barnsins, æfa huga þess og hönd, skerpa skilning- arvit þess og láta vit þess glíma við hæfilegar þrautir. Þau þurfa vissulega að vera ákaflega auðveld þessi fyrstu samsetningarleikiöng sem eins árs barn fær í hendur, en það er mikil og merkileg æfing fyr- ir hendur og augu barns að taka eitthvað í sundur og setja það saman aftur, æ ofan i æ. Á öðru ári byrja hreyfingar- leikirnir ófullkomnir feluleik- ir og eltingaleikir, þ.e. barnið vill láta elta sig og nýtur spenningsins. Stórir hlutir, hæfilega þungir, sem barnið getur ýtt á undan sér, og reynt þannig á krafta sína, eru mjög vinsælir á þessum aldri. Stór- ir, mjú^ir bangsar og[ brúður gefa barninu værðar- og örygg- istilfinningu, auk þess sem ■ þau leikföng, aðallega brúð- . urnar, verðá stór þáttur í hermi-leikjum barnsins. Nú opnast líka óðum augu barnsins fyrir umhverfi sínu og það fer að hafa áhuga á leikföngum sem eru eftirlík- ing af því, t.d. bílum. Þriggja ára börn byrja að nota pappír og liti sér til ánægju, svo og leir til mótun- ar. Öllum börnum þykir gam- an að litum og hnoða leir, þó að handlægnin sé misjöfn og segi til sín þegar fram í sæk- ir. Engin móðir ætti að neita barni um þessi leikföng af þeirri ástæðu að óþrifnaður sé að þeim. Hins vegar ætti móð- irin að reyna að gefa sér tíma til að sitja hjá barninu með- an það er að venjast meðferð þessara leikfanga. Varast skyldi þó að skipta sér of mik- ið af leik þess eða gefa því fyrirmyndir. Hins vegar má óspart hvetja það með hóli um fyrstu til- raunirnar, hversu óhrjálegar sem þær eru, og minnast þess að krassið með litum og nostr- ið við leirinn eru líka æfing, sem barnið hefur gott af. Fj()gr.a ára börn leika æ meiri félagsleiki, eigi þau völ leikfélaga. Brúðuleikir, mömmuleikir og allir mögu- legir þykjast-leikir eiga nú sitt blómaskeið. Leikföng sem geta fallið ‘ inn í slíka leiki og gert þá fjölbreyttari; svo sem eftirlíkingar af búsáhöldum, dýrum, fólki, símar( bílar o. -fl., eiga fullan rétt á sér. Hæfilega erfiðar þrautir, svo sem myndkotra (puslespil), eru einnig heppilegar. .Um fimm og sex ára börn gegnir svipuðu máli og fjög- urra ára. Áhuginn beinist að svipuðum viðfangsefnum, en hæfnin vex stöðugt og mögu- leikarnir notast betur. Allan' leikaldurinn ‘eru sam- setningarleikíöng; litir og leir, svo og góðir byggingarkubb- ar, þin kjörnu leikföng til að þroska alhliða hæfni barnsins. Það eru leikföng, sem barnið getur glímt við, unnið úr eft- ir getu sinni — leikföng, sem svo, að segja vaxa með barn- inu — það eru uppeldisleik- föllg. Það verður því miður ekki sagt að íslenzk börn eigi góðra kosta völ að því er leikföng snertir. Sé litazt um í verzl- unum hér í bæ og athuguð f.yrst þau leikföng, sem greini- lega eru innflutt, blæðir manni í augun að sjá að dýrmætum gjaldeyri er fleygt fyrir rán- dýr vélræn leikföng, sem hvorki eru fugl né fiskur, þar sem þau eru of margbrotin og of viðkvæm fyrir börn á leik- aldri, en fullnægja ekki á skólaaldri( í staðinn fyrir að kaupa inn vönduð samsetn- ingarleikföng, — sem að vísu eru líka dýr — en þau eiga erindi til barna. Ég sagði að þessi vélknúnu leikföng full- nægðu ekki skólabörnum og skal aðeins ræða það nánar, þó að þessari grein væri fyrst og íremst ætlað að ræða leik- föng barna á leikaldrinum. Eítir að barnið er komið á skólaaldur opnast því ný við- horf, og þau eiga að fá verk- efni eftir því. Alls konar fönd- ur, ýrrjis konar söfnun, erfið- ari samsetningarleikföng, svo sem..model-smíði“, að ógleymd- um bókum og ýmis konar í- þróttum. er það sem laðar huga skólabarnsins. Það er vitaskuld beint framhald af leikföngum, en fær meiri og meiri svip tómstundaiðju. En þetta var nú nokkurs konar útúrdúr og snúum okk- ur aftur að leikfangaúrvali í búðurn hér í Reýkjavík. Hér hafa að vísu sézt örfáar tegundir samsetningarleik- fanga, aðallega fyrir yngstu börnín, s.s. kúlur og kerling- ' arnar rússnesku, sem flestir munu kannast við (sú stærsta er tekin sundur í miðjunni og þá kemur í ljós önnur minni, og svo, koll af kolli). Þétta eru fpileg leikföng og vinsæl, máluð skærum, sterkum lakk- litum eins og leikföng eiga að vera máluð, ef þau eru það á annað borð. En eins og ég gat um( þetta er einungis fyr- ir líti.1 börn og allt úrval vant- ar. Brúðan er alltaf eftirsótt leikfang, en það er mikill mis- skilningur, að stífpunta hana í blúndur og hýjalín, sem ekki er hægt að klæða hana úr nema að skemma skartið. Einmitt föt brúðunnar eiga ekki sízt að gefa henni gildi. Hún á að vera klædd í hent- ug, lit/terk og vönduð föt, sem þola hiijask leiksins, á þeim mega gjarnan vera hnappár, smellur. krókar, slaufur og reimar, til að lofa barninu að spreyta sig á þessum viðfangs- efnum.. Þetta allt þarf barnið að hafa lært þegar það byrjar barnaskólanám og leikföngin ciga að hjálpa því að læra það. Eitt hlýtur að vekja athygli, þegar litazt er um í leikfanga- verzlunum hér í bæ. Það efU þau morðtólaleikföng, sem alís- staðar eru á boðstólum. By$s- ur og skriðdrekar óg ýnjis fleiri tæki, sem notuð eru til manndrápa og hryðjuverka. Þetta er satt að segja svo fyrir neðan allar hellur, svo fjarstætt því umhverfi sem flest börn okkar búa við, sem betur fer, að það er varla um það ræðandi, það ætú blgtt áfram að banna sölu á þes$u skrani. Að mínu viti eru sllk leikföng og sorpritin sama eíþ- is( hvorttveggja spillir og fdr- heimskar ómótaðan bárnshuk- ann — hvorttveggja á álmenn- ingur að dæma á sama hátt — með þvi að forsmá-það. En, því miður, hvorttveggja' virð- ist eigá öruggan hóp kaupenda. Það er ein af mörgurn and- hverfum í okkar „frjálsa þjóð- félagi“. ’ - Framhald á 10. síðtu r

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.