Þjóðviljinn - 26.02.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1960, Blaðsíða 4
4) •— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. febrúar 1960 mmmm \ ur er Sigurður er maður nefndur Itigimundarson. Hann er fæddur 10. júlí 1913 og er því á 47. aldursári, og hann er fæddur í Reykjavík og er því réttborinn í Reykvík- ingafélagið eins og séra Bjarni og Vilhjálmur út- varpsstjóri. Sigurður Ingimundarson er vel menntum búinn. Stúdent verður hann 1934, og 1939 lýkur hann prófi í efnafræði við tekniska háskólann í Þrándheimi í Noregi. Þar sátu löngum konungar þeir, sem fyrstir allra konunga sýndu þann vilja sinn í verki að kúga alþýðu manna á Is- landi. I 10 ár samfleytt æfði hann sig síðan í hráefna- skömmtun á vegum íslenzka ríkisins. En aðalstarf hans hgfur verið kennsla við framhalds- skóla í Reýkjavík. Þegar framhaldsskólakennarar stofn uðu til samtaka með sér vor- ið 1948, þá var hann kosinn í fyrstu stjórn þeirra og var þegar kosinn varaformaður. 1 þeirri trúnaðarstöðu samtaka okkar sat hann í 10 ár, eða þar til honum var veitt lausn að hans eigin ósk, þar sem þá var hann hafinn til enn um- fangsmeira starfs í þágu launastétta á Islandi. Þá var hann orðinn formaður í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Þegar Sigurður Ingimund- arson var kosinn formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, urðu sérstaklega hörð átök í þeim kosningum. Þá var um það kosið eins og löngum áður, hvort formaður Bandalagsins skyldi vera full- trúi Bandalagsins og gæta hagsmuna þess í viðskiptum við opinbera aðila eða hand- bendi hins opinbera í viðleitni þess að rýra hlut þjónustu- manna sinna sem mest. Bandalagsmenn voru orðnir langþreyttir á því að kjósa eér formann, sem alltaf var reiðubúin til samstarfs við íhaldssamar ríkisstjórnir og sanna það hagfræðilega, að launastéttir hefðu mikinn hag af því, að laun þeirra væru skert sem mest. Og nú áttu að verða þáttaskil í starfi þessa bandalags. Nú átti að kjósa mann, sem stæði á verði til verndar kjörum bandalagsmanna. Og Sigurður Ingimundarson varð fyrir val- inu, meðal annars fyrir góða raun í starfi fyrir -samtök okkar framhaldsskólakenn- ara. En það er skemmst frá að segja, að torfundin munu vera níðangurslegri svik við umbjóðendur sína en svik Sig- urðar við opinbera starfs- menn á Islandi beint ofan í nýyfirlýst traust til hans um að standa vel á verði. Ár er nú liðið síðan stjórnarvöld á Islandi tóku til þeirrar óheyrðu ósvífni að lækka laun allra opinberra starfsmanna á íslandi með einum lagastaf. Þá lækkuðu lau'n mín um 600 krónur á mánuði. Því vitna ég í mín laun, að vegna nið- urgreiðslu vara urðu raun- verulegar kauplæklcanir mis- - jafnar eftir stærð heimila. • Maíartrogin Að þessu sinni ætla ég að birta í póstinum nokkrar vís- ur um efnahagsmálaaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem mér ‘hafa borizt. Er auðséð; að þær verða mörgum að yrkis- efni og flestum, ef ekki öll- um, á einn veg, a.m.k. hef ég ekki heyrt neitt lofgerðar- Ijóð, er kveðið hefur verið um ríkisstjórnina af þessu til- efni. Þau koma sennilega ekki fyrir almenningssjónir fyrr en einhver blaðamaður Morgunblaðsins gefur út Ijóðabók. Hvernig er það annars, er ekki komin röðin að Þorsteini minum Thórar- ensen? Þá er fyrstu vísar. C-Am póstinum var send og höf- undur hefur gefið heitið Broddar: i sama læklcuðu Laun einhleypinga launaflokki o g ég um rúm 800 á mánuði. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja undir forsæti Sig- urðar Ingimundarsonar sagði ekki eitt orð til andmæla frekar en þetta væri mál, sem starfsmönnum þess opin- bera kæmi ekkert við. Engar veit ég sönnur þess, en um það var þrálátur orðrómur á þeirri tíð, að formaður Bandalags ríkis og bæja hefði ekki aðeins verið samþykkj- andi þessara launráða á hend- ur opinberum starfsmönnum, heldur hefði hann einnig átt þátt í að skipuleggja árás- ina. Það þótti sterkt sönnun- argagn fyrir sannindum þess- arar getgátu, að maðurinn væri í innstu röðum Alþýðu- flokksins, og hver eru þau ódæði, sem dyggur Alþýðu- flokksmaður drýgir ekki, ef flokkurinn krefst þess^í nafni erlendra og innlendra kúgun- arafla? Og nú ári eftir þessa fyrstu árás á launastéttirn- ar, þá er önnur gerð. Og sú^ árás veldur nýrri launalækk- un, sem rerður að minnsta kosti helmingi meirí en sú í fyrra. Iiinan lítils tíma verða laun mín orðin 1800 krónum lægri á mánuði en þau voru í ársbyrjun 1959, miðað við peningagildi þeirra tíma. Og nú er ekki aðeins orð- rómur um Sigurð Ingimund- arson í andskotaflokknum miðjum. Nú hefur hann lagt metnað sinn í að halda sýn- ingu á sér við hlið Birgis Kjarans, Bjarna Benedikts- sonar, Guðmundar I. Guð- mundssonar og fleiri þess háttar kóna, enda er hann nú orðinn þingmaður til endur- Hafnfirðingar hafa eignazt nýtt fiskiskip, Auðun, eign hlutafélagsins Ása. Auðunn er 102 fet á lengd og 164 brúttó- lestir. I honum er 400 hestafla Wichmanvél og mesti hraði í reynsluferðinni var 10,8 mílur. Skipstjóri verður Þórður Ing- ólfsson, sem áður var skipstjóri á Ingólfi Árnarsyni. Hann læt- ur mjög vel af Auðni og segir hann helmingi betra sjóskip en togarar eru. Tólf manna áhöfn verður á Auðni, stýrimaður er Skarphéðinn Kristjánsson og vélstjóri Halldór Þorbergsson. Engin vandkvæði voru á að manna skipið, enda er skip- stjóri þekktur fyrir aflasæld. Auðunn er fallegt skip, smíð- að í Brattvág í Noregi. Það er búið öllum nýjustu tækjum, m. a. nýrri japanskri miðunarstöð. Það vekur athygli hve rúmgott er um beitumenn, en þeir eru varðir fyrir öllum sjógangi. Allar íbúðir skipverja eru til fyrirmyndar, og skipið ber allt norskum skipasmiðum gott vitni. Verð skipsins var 3,5 milljónir króna samkvæmt gamla genginu. Skipið verður gert út á net og mun liggja úti, en á sumrin mun það væntanlega stunda síldveiðar, en það ber um 1.600 mál síldar. 1 júlí mun vera væntanlegt hingað til lands annað fiski- skip frá sömu skipasmíðastöð en það mun vera nokkru stærra en Auðunn, og verður það gert út frá Akureyri. Eig- andi þess er Valtýr Þorsteins- son, sílda.rsaltandi og útgerð- armaður. ÆFK-skemmt- unin er í kvöld Æskulýðsfylgingin í Kópavogi efnir til skemmtunar í félags- heimili Kópavogs. Þar flytur Geir Gunnarsson al- þingismaður stutt ávarp. Bjarni Ólafsson les upp og fleira verður til skemmtunar. Dansað verður til klukkan 1 e. m. — Skemmt- anír ÆFK i vet- ____ Ur hafa verið Geir vinsælar og þar hafa allir skemmt sér hið bezta. Allir eru velkomnir á skemmt- unina i kvöld. Frá Guðspekifélaginu Aðalfundur stúkunnar Septímu verður í kvöld í Guðspekifé- lagshúsinu og hefst kl. 7.30 stundvíslega. Að loknum aðal- fundinum kl. 8.30 er samleikur á selló og píanó. Hugur ólgar „Æru glata út í sjá, ekki fatast togin. Ihaldskrata eina þrá eru matartrogin.“ • Eínahagsírumvarpið Næstu tvær vísir, sem mér hafa borizt, segir sendandi, að séu eftir Ágúst L. Péturs- son í Keflavík, snjallan hag- yrðing, og hafi þær birzt í Keflavíkurblaðinu Faxa undir nafninu Efnahagsfrumvarpið: „Með Óla hefur eignazt jóð Emelía kerling, hefur hvorki hold né blóð, heitir gengisfelling. Þykir hvimleitt þetta grey, þegar það fer að labba, landsins glæðir lánið ei, líkist mömmu og pabba.“ Síðast kemur hér vísa, sem I.G. hefur sent póstinum. Hún er kveðin í fornum stíl (lík- ust dróttkvæðum hætti nema tveimur vísuorðum s'kemmri), þannig að það verður að „taka hana saman“ sem kall- að er, þ.e. taka saman þau orð og setningar er saman eiga til þess að skilja merk- ingu hennar. Vísan hljóðar svo: „Hugur ólgsr, hagi, hemjum eigi gremju, er vorum ógnað verður vitrum herrum, er sitja, af marg-, og síþvarga. Una því vart munum. Þar sem vísan er ekki sér- lega erfið í samantekningu, er ekkj ástæða til þess að skýra hana að þessu sinni, enda hafa vafalaust einhverjir gam. an af að spreyta sig á henni, en á morgun skal ég raða henni rétt saman fyrir þá, sem finna rétta lausn. gjalds fyrir sitt hreina hjartalag og einlægni í bar- áttu gegn lífskjörum alþýðu manna á íslandi. Nú er hon- um ýtt í fremstu viglinu eins og til að sýna launastéttun- um það svart á hvítu, að hann er maður til að bregð- ast trausti þeirra rétt eins og hver annar. Þetta er löng saga, en hún er ljót og af miklum svikara. Enn er óskráð framhald þess- arar ljótu sögu. Enn er sögu- hetjan á hezta aldri og lík- legur til að geta átt langa sögu framur.dan. Ýmsir munu trúa þ\d, að eftir svo greipi- leg svik, sem liann hefur gert sig sekan um, muni frama- braut hans brátt lokið, því að fáir muni til að treysta manni með slíka fortíð. Var- lega skal spáð um þau efni, því að Sigurður er maður, sem í sívaxandi mæli mun vera elskaður af öllum þeim, sem vmna ófarnaði til handa alþýðu og svikum við málstað hennar. Spurningin um fram- tíð Sigurðar er spurningin um framtíð kúgunaraflanna á Is- landi og um mátt og sam- heldni alþýðustétta á íslandi í nánustu framtíð. Og hvort sem framtíð Sigurðar í fé- lagsmálum verður lengri eða skemmri, þá má nokkuð ör- ugglega treysta því, að nafns hans verður getið, þegar sagnfræðingar framtíðarinnar draga upp mynd af þeirri botnlausu spillingu, sem opin- berazt gat í starfi þeirra manna, sem launastéttir á Is- landi fólu forsjá sina um og eftir miðbik 20. aldar. Gunnar Benediktsson ÚR úíYMSiUM i m! Húseigendafélag Reykjavíkur v,^HAfPOK oumumm Vejrturu/œta,l7: :'‘’ ó'úní 2397o INNHEIMTA LÖOFRÆVlSrÖKP Kaupi hreinar prjónatuskur á Baldursgötu 30. Kiörgarður Laugavegi 59 Urvalið mest Verðið bezt Karlmannaf atnað ur allskonar Últíma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.