Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 2
 2). — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur S; marz 1960 -— 1900 — 8. marz — 1960 Bréf til Sveins Ólafssonar , á sextugsafmælinu Kæri Sveinn Ólafsson! Það vildi ég að þú hefðir orðið sextugur með lengri fyr- irvara eða einhver þau ósköp gerzt sem ýtt hefðu við því í kollinum á mér að svona væri komið fyrir þér. Hugsaðu þér hvað hefði getað gerzt! Jón B.iarnason hefði farið suð- ureftir og haft upp úr þér hvert spakmælið öðru djúp- hugsaðra, í dag hefði öll opn- 3P í blaðinu verið undirlögð, óg framhald á 10 síðu og loks þegar lesandi hélt að öllu væri lókið hefðu aðrir tekið við, nokkur vel valin orð frá S.G., og svo kæmi hver af öðrum. Svona stend ég illa í stöðu minni þegar í hlut ei^a þeir vínir og féiagar sem sízt ættu að verða útundan í Þjóðviljan- um^ og lesendur verða að bíða eítir ævisögu þinni þangað til á .sjötugsafmælinu. En ég á mér þó eina afsök- un. Mér finnst alltaf að þú sért ungur, eins og þú varst þagar ég sá þig oftast- ára- tuginn 1920—1930. Það er ekki einleikið með mig að Borg- firðingar koma mér einatt fyr- ir hugskotssjónir eins og þeir voru áður en ég fór að heiman; myndin af átthögum og fólk- inu í þeim — verður nokkur mynd af umhveríi og mann- lífí jafn tindrandi skír, jafn hrein óg sár? Því er það að þú ert mér alltaf Sveinn í Geitavík, hvar sem þú annars átt heima. Þá langaði mig oft til að þekkja þig betur en þú varst tólf ár- um eldri og áttir aðra félaga. En snemma fékk ég þá hug- mynd að þú ættir í barmi þér ósvikið lífsfjör og hreinni iífs- gleði og lífsþorsta en flestir en þeir eiginleikar væru tempr- aðir af góðum gáfum og skap- styrk. Stillileg, yfirlætislaus og fáguð framkoma, yljuð af heit- um tilfinningum og drenglund, vann þér hvarvetna vini. íþróttamaður hefðirðu áreiðan- íega orðið við önnur skilyrði, gaman var að sjá þig leika þér á skíðúm. Og er mér ekki vorkuon bó mér finnist þú ungur" Var það ekki í sum- ar að. þú varst að sýna okkur í eldhúsinu á Snælandi hvernig - béitarhúsamennirnir héldu á sér hita þegar þeir stóðu yfir fértú. og' þú hoppaðir hátt í loft'og barðir þér af list með svo íjaðurmögnuðum hreyfing- um að það var eins og ballett- dapsari væri þar kominn; þú hefðir átt að sjá tilburðina í Kjartani þegar heim kom og hann fór að leika þetta eftir. Mig langar til að rifja upp iáein æviatriði. Er það ekki Sveinn Ólafsson rétt að þú sért fæddur að Sandprýði á Eyrarbakka og foreldrar þínir væru Ólafur Ólafsson frá Steinsmýri i Meðallandi og Sigríður Jóns- dóttir frá Seglbúðum í Land- broti? Og. Þórunn Jóhannes- dóttir og Andrés Jónsson mað- ur hennar í Geitavik tóku þig í fóstur á þriðja ári. en þú heitir nafni Sveins móðurbróður þins, fyrri manrts Þórunnar? Það var í ágúst 1928 að þið Guðný giftuð ykkur, 12. ágúst. Og 1929 fæddist Elísabet og ’36 Pétur Þröstur. Þú leiðréttir ef ég fer skakkt með. Og sveita- vinnu hefurðu stundað allan þinn starfsaldur og hann byrj- aði snemma. Fyrst í Geitavík hjá fósturforeldrum og á eigin búi til 1943 að þið fluttuð suð- ur; að .Snælandi í > Kópavogsr kaupstað, og bóndi heitirðu í símaskránni þar enn í dag. Minntist ég á ágúst 1928? Mér kemur í hug borgíirzkt ágústkvöld, dimmt og hlýtt, og uppskipun austur á Bakka- gerði. Ungu mennirnir í Borg- arfirði höfðu orðið að sætta sig við þá tilhugsun að Guð- ný Pétursdóttir í Sjávarborg var ekki ógeiin lengur, og þetta kvöld varst þú að fara með hana sem brúði þína út í Geitavík. Þið voruð í bátnum hans Runa og ykkar bátur skreið rétt fyrir framan nefið á „Hjalta“. Og þið veifuðuð til okkar þegjandi. Einhver sagði: Eigum við ekki að hrópa húrra fyrir ungu hjónunum? En for- maðurinn Sigurður Sveinsson hastaði á hann og sagði: Mað- ur veit aldrei hvernig það kemur við fólk. Og báturinn hans Runa brunaði úteítir stafalygnum firðinum í hlýju myrkri, og stráklingur tók fastar um stóra stýrissveif og hefði fúslega viljað gefa ára- tug af ævi sinni til að vera jafnaldri þinn og í þínum spor- um. En einmitt vegna þess að Þú áttir í hlut, gat bæði þann og aðrir unnt þér þess að eignast hana Guðnýju Péturs- dóttur. Nú fer að verða hætta á að þetta bréf komist ekki fram- haldslaust á 2. síðuna. Ég lýk því með beztu árnaðaróskum til þín sextugs og bið þig að bera kveðjur í bæinn_á Snæ- landi og í húsin barna þinna, tengdabarna og barnabarna í túnfætinum. C E RMAN INÐUSTRIES Ferðafélag Islands Hin árlega iðnsýn- ing og kaupsteína í HANNOVER verður haldin 24. apríl til 3. maí. Upplýsingar og að- gönguskírteini hja okkur Ferðaskrifstofa ríkisins Sími 1 15 40 Ferðafélag íslends heídur kvöldvöku í Sjálfstæðishús- inu fimmtudaginn 10. marz 1960. Húsið opnað kl. 8,30 síðdegis. 1. Sýndar verð litskugga- myndir úr ferðum félags- ins, teknar af Eyjólfi Halldórssyni, verkstjóra, útskýrðar af Hallgrími Jónassyni, kennara. 2. Myndagetraun ..... 3. Dans til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og Ísaíoldar. Kiörtrarður Laugavegi 59 tírvalið mest Verðið bezt Karlmannafatnaður allskonar Úllíma Þinn einlægur S.G. Hjartkær eiginmaður minn SIGURÐUR EINARSSON, vélsmiður, andaðist í Landsspítalanum að kvöldi 6. marz. Jarðarförin ákveðin siðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Guðrún Jónsdóttir. Eiginkona mín HILDUR JÓNSDÓTTIR, frá Norðfirði, andaðist á Landsspitalanum 5. þ.m. Eiríkur Elísson. IR-Í4 1 KHRK1 | Hið dularfulla skip nálgast óðum staðinn. En Pétur fer fljótar yfir, dregur upp akkerið og kastar því og baujunni um borð í léttabátinn. Þórður hefur ekki haft augun af honum og siglir nú til móts við hann, til að sækja hann um borð. Um borð í Balt- ic hefur einnig verið fylgzt nákvæmlega með öllu, og Bartsik er ekki í vafa um, að skútan hans Þórðar sé í sömu erindagjörðum og þeir sjálfir. Þá er að láta til skarar s'kríða. En hvað er þetta um borð í bátn- um. Eittbvað guit. .. „Hann er með eldflaugar- hylkið! 1 áttina til hans“, hrópar hann til manna sinna ........... Hcppdrœtti Háskólc íslands Á fimmtudaginn verSur dregiS i 3. flokki. 953 vinningar aS verðmœti kr. 1.235.000.00. Á morgun er siSasti söludagur. íí;í unid öR Hcppdrœtté Háskóla Islands ........................................................................„m„mm„„mmiiiii„immlimmmmiiimiiiimmmiiiHHmiimim!imiiiitmmim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.