Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 12
Iðja, félceg verksmiðj uiólks á Akureyri, segir upp samningum Uppsögn samþykki á fjölmennasfa fé- lagsfundi er haldinn hefur veriS i 20 ár þJÓÐVILJINN J'riðjudagur 8. marz 1960 — 25. árgangur — 56. tölublað. Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, hélt félagsfund á sunnudaginn. Var þar rætt um kjaramálin meö tilliti til hinna nýju efnahagsmálalöggjafar. Fundurinn var sá fjölmenn- asti sem haldinn hefur verið í félaginu a.m.k. síðustu 20 ár- in og einkenndist af algerri samstöðu fundarmanna. Sam- þykkt var'með samhljóða at- kvæðum að segja upp kaup- og kjarasainningum félagsins o.g var alger eining uin að laun- þegar yrðu að vinna aftur það sem nú hefur verið af þeim rænt. Samningar Iðju falla úr gildi að mánuði liðnum. Svofelld ályktun var einróma samþykkt: „Fundur í Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, haldinn 6. marz 1960 á- lyktar að lýsa yfir eftirfar- andi: Fundurinn fordæmir harðlega nýbirta samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar, þar sem lýst er sérstökum stuðningi við efnahagsað- gerðir stjórnarinnar. Telur fundurinn fráleitt að bæjar- • stjórn tali þar í umboði meirihluta kjósenda á Akur- eyri og vitir þá bæjarfull- trúa sem að samþykktinni stóðu og gáfu með því óbeint til kynna að Akureyringar séu samþykkir kjaraskerð- ingar- og kreppustefnu ríkis- stjórnarinnar. Akureyrskir iðnverkamenn vilja fyrir sitt leyti lýsa yf- stjcrnarstefnu sem le;ðir til stórfelldrar verðhækkunar á öllum sviðum, logbundins vísitöluokurs og samdráttar í atvinnulífi, sem aftur mun óhjákvæmilega valda stór- minnkandi atvinnu verka- fólks og að auki beinu at- vinnuleysi í stórum stíl með- al fjölda fólks.“ lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll | VatnseEgur E í fyrrakvöld mátti sjá E marga á gangi heim með E skíði um öxl, enda nægur E snjór. í gær var svo kom- E in rigning og allur snjór E á ' förum; bæjarvinnu- E mennirnir höfðu nóg að E gera að halda liolræsun- = um opnum svo vatnselg- = urinn gengi niður. 11111111111111111111111111111111111111II11 i II11 Ungur maður varð fyrir bif- reið og hlaut mikil meiðsli Klukkan 2.55 sl. sunnudags- nótt varð ungur maður úr Reykjavík fyrir herbifrcið á Reykjanesveginum stutt frá samkomuhúsi Njarðvíkur. Hlaut hann mikil meiðsli og' liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Maðurinn, sem heitir Guðfinn- ur Sigurðsson, til heimilis að Hollywoodleikar- ar í verkfalli Samtök kvikmyndaleikara í Hollywood, sem í eru um 14.000 leikarar, margir þeirra heims- kunnir, hafa hafið vinnustöðv- . . , „ , , un hjá 7 af 8 helztu kvik- ir algern andstoðu við Þa | myndaverum borgarinnar. Eina _ r. ■ r i i ' hinna stóru félaga sem verk- Nyjum bat nleyptfal1 er ekki gert hjá er uni af stokkunum Neskaupstað í gær Frá fréttaritara. I gær hljóp af stokkunum í skipasmíðastöð Dráttarbrautar- innar h.f. nýr bátur, sem þar hefur verið smíðaður og er það áttundi og jafnframt stærgti báturinn, sem fyrirtækíð hefur látið smíða. Bátur þessi hefur verið seldur til Grundarfjarðar og eru eigendur Hraðfrystihús Grundarfjarðar h.f. og fleiri. Hefur hann hlotið nafnið Gný- fari SH 8. Gnýfari er 65 brúttólestir að stærð með 400 ha. Mannheim- vél. Hann er sm'íðaður eftir teikningu Sverris Gunnarssonar skipasmíðameistara og er hið vandaðasta skip, vel útbúið að öllu leyti, m.a. með stóra Simrad fisksjá, radar, raf- magnsstýri og fleira. Skip- stjóri á Gnýfara verður Hinrik Albertsson, báturinn fer um miðja viku áleiðis til heima- hafnar Lollobrigida sezt að í Kanada Italska kvikmyndastjarnan Gina Lollobrigida hefur farið fram á að fá að setjast að í Kanada ásamt manni sínum og barni og hefur þeim hjónum verið veitt það leyfi. Gina hef- ur legið undir ákærum fyrir stórfelld skattsvik í heimalandi sinu, Italíu. versal-International. Verkfallið nær heldur ekki til ýmissa minni kvikmyndafélaga. Leik- ararnir krefjast að kvikmynda- félögin borgi þeim sérstakt gjald fyrir allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið síðan 1948 og eru nú sýndar í sjón- varpi. Mesta verkfall í Hollandi eftir stríð hófst í gær I gær lögðu 150.000 bygging- arverkamenn niður vinnu í Hol- landi bg eru þeir úr 3 verka- lýðssamböndum. Þetta er fjöl- mennasta verkfall sem háð hef- ur verið í Hollandi eftir stríð. Verkamenn höfðu krafizt 5% kaupliækkunar frá 1. marz, en vinnuveitendur höfðu liafnað þeirri kröfu. Hlíðargerði 6 í Reykjavik, var að koma af dansleik í samkomu- húsi Njarðvíkur, þegar hann varð fyrir bifreiðínni Jo2346, sem er Opel karavan-bifreið. Ekki er enn vitað með vissu með hverj- um hætti slysið varð, en bif- reiðarstjórinn á Opelbifreiðinni, sem er islenzk kona gift amer- íkana, segist hafa blindazt af Ijósum annarrar bifreiðar og því hafi hún ekki séð manninn fyrr en oft seint. Mikil umferð var á veginum, er slysið varð. Guðfinnur var þegar fluttur í sjúkrahús í Keflavík og liggur hann þar. Hlaut hann höfuðkúpu- brot, rifbrotnaði og skrámaðist einnig og skarst. Guðfinnur var í fyrstu meðvitundarlaus, en raknaði við síðdegis á sunnu- daginn. Líðan hans í gær var eftir atvikum. Þegar blaðið átti tal við lög- regluna á -Keflavíkurflugvelli í gær var málið enn í rannsókn. Skarst illa á handlegg við að forða sér úr brennandi húsi De Gaulle segist hafa sömu stefnu Upplýsingamálaráðherra frönsku stjórnarinnar sagði í gær í París að de Gaulle hefði í engu breytt stefnu sinni í Als'.rmálinu. Boð hans til Serkja um vopnahlé stæði enn. Hins vegar hefðu þeir ekki sinnt því og þvi hlyti franski herinn að grípa til sinna ráða. Þegar friður væri kominn á í landinu mymii framtíð Alsír ráðin: Landið yrði annaðhvort sjálfstætt, hluti af Frakklandi eða fengi heimastjórn með tengslum við Frakkland. Síð asta lausnin væri ákjósanleg- ust. Klukkan rösklega hálf fimm í gærmorgnn var slökkviliðið kvatt að húsinu Reynimel við Bræðraborgarstíg, en það er líl- ill steinbær. Er komið var á vettvang- var mikill reykur í norðurlierberg'i í húsinu, en íbú- arnir, feðgarnir Guðmundur Jónsson og Óli Már Guðmunds- son, höfðu komizt út uni glugga á suðurhlið þess en skorizt báð- ir við það og voru mjög blóð- ugir, Feðgarnir voru þegar fluttir á Slysavarðstoíuna. þar sem gert var að sárum þeirra, hafði Óli Mikill snjór é Siglufirði Siglufirði í gær. — Frá fréttaritara. f gær stytti loks uvp eftir þriggja vikna látlausa norðan- átt. Er kominn mjög mikil snjór hér á Sigluíirði. Már skorizt mjög illa á handlegg og misst mikið blóð og var hann íluttur á Landsspítalann. Guð- mundur hafði hins vegar skorizt á hendi, en ekki alvarlega. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, en tals- verðar skemmdir urðu á húsinu, bæði af eldi og reyk. KaHipakkinn hækkar um 2.45 þrótt lyrir 35% niðurgreiðslu Gengislækkun, ríklsstjórnar- innar kom í gær í'ram á kaffi- verðinu. Kaffipakkinn hækkaði úr kr. 8,65 í 11,10 eða um 2,45. Þetta er þó ekki allt sem neytendur þurfa að greiða aukalega fyrir kaffið vegna gengislækkunarinnar, því að tekin hefur verið upp stórfelld niðurgreiðsla á kaffiverði, og hana fá menn auðvitað að bera í hækkuðum sköttum. Ilækkunin stafar ekki ein- göngu af gengislækkuninni, þv'í að nokkur verðhækkun hefur nemur 35% af tollverði kaffis- ins. Neytendur fá þessa kaffi- hækkun í engu bætta fre'kar en aðra þætti dýrtíðarinnar sem orðið á kaffi á heimsmarkaðn- af gengislækkuninni hljótast, um. Kaffikílóið hækkar í því að ein „viðreisnarráðstöf- Jieildsölu úr kr. 29,55 í 38,60. Auk þess er svo niður- un“ ríkisstjórnarinnar var að banna með lögum að kaup fylgi greiðslur úr ríkissjóði, sem | framfærsluvísitölu. Friðrik, Benoný og Ingi jafnir Lokið er nú fjórum umferð- um í úrslitakeppni Skákþings Reykjavíkur. Þriðja umferð var tefld á laugardag og fóru þá leikar svo, að Friðrik Ól- afsson vann Björn Þorsteins- son, Ingi R. vann Braga þor- bergsson. Benoný Benediktsson vann Halldór Jónsson og Jónas Þorvaldsson vann Guðmund Lárusson. Fjórða umferð var tefld á sunnudag Þá vann Friðrik Braga, Ingi Guðmund, Benoný Björn og Halldór Jónas, Bið- skák úr 2. umferð lyktaði svo að Benoný vann Jónas og Guð- mundur Braga. Staðan eftir fjórar umferðir er þessi; Friðrik Ingi og Beno- ný hafa fjóra vinninga hver, Jónas, Bragi, Guðmundur og Halldór '1 vinning hver og Björn engan Fimmta umferð verður tefld í kvöld kl. 8.15 í Breiðfirðinga- búð. Þá teflir Ingi við Frið- rik, Björn við Jónas, Bragi við Benoný og Halldór við Guð- mund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.