Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. marz 1960 HðDLEIKHÚSIÐ t SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar í kvöld kl. 20.30. HJÓNASPIL Gamanleikur — Svning miðvikudag kl. 20. EDWARD SONUR MINN Sýning fimmtudag kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINN Gamansöngleikur fyrir börn og fullorðna Sýning föstudag kl. 19. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Sími 1-1200. Pant- anir sækist fyrir kl. 17 dag- ínn fyrir sýningardag. Kópavogsbío Sími 19185 Elskhugi drottningarinnar Stórfengieg frönsk litmynd gerð eftir sögu Alexanders Dumas „La Reine Margot", Nú er hver síðastur að sjá Þessa ágætu mynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Tígrisstúlkan Tarzanmynd með Johnny Weissmuller Sýnd kl. 7. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. Ferð úr Lækjargötu kl. 8.40, til baka kl. 11,00. Sleal 1-14-78 Ræningjarnir (The Maranders) Spennandi, ný, bandarísk kvikmynd. Dan Duryea. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Síðasta sinn. Tarzan og týndi leiðangurinn Sýnd kl. 5. Síðasta sinn. FRELSI Sýnd klukkan 7. Hafnarbíó Sími 16-4-44 Borgarljósin (City Light) Sin allra skemmtilegasta kvik- mynd snillingsins Charlie Chaplin. Sýnd kl. 3, 5, 7 óg 9. 83. sýning annað kvöld kl. 8. Örfáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 Sími 1-31-91 IÍMI 50-184 Tam-Tam Frönsk-ítölsk stórmynd í lit- um, byggð á sögu eftir Gian- Gaspare Napolitano. Aðalhlutverk: Charles Vandel, Pedro Armendariz, Marcello Mastroianni, Kerima. Sýnd kl. 7 og 9. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Nýja bíó SÍMI 1-15-44 Oðalsbóndinn (Meineidbauer) Þýzk stórmynd í litum. Aðalhlutverk: Carl Wery, Heidemarie Ilatheyer, Ilans von Borody. Sýnd kl. 5, 7 og 9. m r rfrl rr 1 npoiibio KrókócHafljótið (Shark river) Geysispennandi ný ame- risk mynd í litum er fjallar um hættulegan flótta gegnum ókannað landssvæði. Aðalhlutverk: Steve Cograin Carol Matthews. Sýnd kl. 6, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára Stjörmibíó SÍMI 18-938 Svartklædda konan Viðburðarík og taugaspenn- andi, ný, sænsk mynd, um dularfulla atburði á óðal- setri. Sagan hefur komið sem framhaldssaga í Hjemmet. Sýnd kl. 7 og 9. Harðjaxlar Hörkuspennandi litmynd með Glenn Ford Sýnd kl. 5 Hafnarfjarðarbíó SÍMI 50-249 12. VIKA. Karlsen stýrimaður Sérstaklega skemmtileg og viðburðarík litmynd er ger- Ist í Danmörku og Afríku. í myndinni koma íram hinir frægu „Four Jacks" Sýnd ki. 6.30 og 9 LíAó Miss Shane syngur í kvÖld. Skemmtiþáttur Gunnnars og Bessa í síðasta sinn. Sími 35 - 9 - 36. SlMI 22-140 Lögreglustjórinn (The Hangman) Geysi spennandi ný amerísk mynd, er gerist í villta vestrinu. Aðalhlutverk: Robert Taylor Tina Louise. Bönnuð börnum Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó SÍMI 11-384 Hættulegir unglingar (Dangerous Youth) Hörkuspennandi og mjög við- burðarík, ný, ensk sakamála- mynd. Aðalhlutverkið leikur og syng- ur hinn þekkti rokk-söngvari: Frankie Vaughan. Spennandi mynd frá upphafi til enda. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum Kletra Zetkin Framhald af 7. síðu um til að sigrast á minni- máttarkennd sinni_ Hun tók þátt í öllum þeirra vanda- málum utan heimilis og inn- an. Hin ungu, sósíölsku kvenna- samtök, sem blómguðust vel undir forystu Klöru Zetkin, urðu brátt ofsótt af yfir- völdunum. Fundir þeirra voru bannaðir, ræðukonunum var varpað 'í fangelsi og kvenna- samtökin voru leyst upp. En Klara Zetk'in og hinar ötulu samstarfskonur hennar gáf- ust ekki upp. Árið 1908 höfðu þær áunnið sér rétt til þátt- töku í opinberu lífi, sjálfum sér og öllum öðrum þýzkum konum til handa. Klara Zetkin hafði eldhéit- an áhuga á æskulýðsmálum. Hún ákærði hernaðarsinnana og auðkýfingana harðlega, þegar þeir sóuðu stórfé í stríðsundirbúning, en höfðu enga peninga til að 'kosta til menntunar æskulýðsins. Um- fram allt beitti hún sér þó gegn þjóðremhingi þeim er æskunni var blásin í brjóst. Lagði hún ríka áherzlu á það að æskdn skyldi alin upp ' anda mannúðar og mannkær- leika. Það var óbifanleg vissa hennar, að til þess að kon- urmar í heiminum fengju áunnið sér full mannréttindi yrðu þær að standa saman um kröfur sínar. Árið 1907 sá hún fyrsta árangurinn af þess- ari viðleitni sinni, þá hélt hin róttæka kvennahreyfing fyrsta alþjóðlega þing sitt. Það var haldið í Stuttgart, og Klara Zetkin var kosin ritari þess. Um þetta leyti var óveð- ursblika fyrri heimsstyrjald- arinnar komin á loft. Þess- vegna lagði Klara ríka áherzlu á að konurnar tengdu rétt- indabaráttu sína baráttunni fyrir varðveizlu friðarins. Til þess enn fremur að undir- strika þessi mikilvægu mál- efni ákvað kvennaþing það er haldið var i Kaupmanna- höfn árið 1910 að 8. marz yrði gerður að alþjóðlegum kvennadegi. ----------------------------® Þórir Stephen- sen var kjörinn Sr. Þórir Stephensen hefur verið kjörinn lögmætri kosn- ingu prestur Sauðárkróks- prestakalls. Prestkosningin fór fram fyrra sunnudag, 28. fyrra mán- aðar, og voru atkvæði talin í skrifstofu hiskups í gærmorg- un. 'Á kjörskrá voru 807, en at- kvæði greiddu 650. Séra Þórir Stephensen hlaut 346 atkvæði og var kjörinn lögmætri kosn- ingu sem fyrr segir. Sr. Jónas Gíslason hlaut 296 atkvæði. 7 atkvæðaseðlar voru auðir og einn ógildur. Trúlofunarhrineir, Steiru hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. eull. í öngþveiti fyrri heimsstyrj- aldarinnar hélt Klara Zetkin stöðugt tryggð við hugsjón friðarins. 1 marz 1915 skipu- lagði hún í Bern 1. alþjóð- lega kvennaþingið gegn stríði. Friðarboðskapur þess þings var svo útbreiddur leynilega í öllum stríðslöndunum og hafði djúp áhrif á konurnar, sem allar þráðu frið af heil- um huga. Klara Zetkin var sett i I fangelsi, en mótmæli hvaðan- æva úr heiminum frelsuðu hana þaðan. Hún hélt ódeig áfram friðarbaráttu sinni og skrifaði harðskeyttar grein- ar gegn þeim sem sök áttu á stríðinu Hún sendi út brenn- andi áskoranir til 'kvenna og mæðra um að beita samtaka- mætti síum til að binda endi á stríðið. Boðskapur hennar náði langt út fyrir landamæri Þýzkalands og vakti fólk til umhugsunar og hvatti þá sem hikandi voru til dáða. Það átti fyrir Klöru að liggja að sjá marga af draum- um sínum rætast. Henni hlotnaðist sú ánægja að fylgj- ast með hinni miklu þróun kvennahreyfingarinar á þriðja tug aldarinnar, með batnandi kjörum kvenna í fjölmörgum löndum Evrónu og vakningu kvennanna í Asíu og Afríku. Einkum var henni ánægja hin hraðfleyga þróun jafnréttis kvenna í Ráðstjórnarríkjun- um, sem hún var bundin ein- lægum vináttuböndum. Á fyrri stríðsárunum lagði Klara Zetkin aðal áherzluna á friðarstarfið. Svo öflugt hljómaði hróp hennar: „Berj- umst gegn stríðinu", og svo mikinn hljómgrunn fékk hún, að hún sætti síendurteknum ofsóknum hinna þjóðemissinn- uðu stríðsæsingamanna. 1 minningu fólksins lifir Klara Zetkin því ekki eingöngu sem hin ötula baráttukona fyrir réttindum kvenna, heldur sem merkisberi friðarins, sem sam- einaði ós'kir allra óspilltra manna um að binda endi á stríð, leggja niður vopna- framleiðslu og vinna að vin- samlegum samskiptum allra þjóða. Síðustu æviár sín lifði Klara Zet'kin við heilsuleysi og var næstum blind. Þegar Þýzka- land gekk nazismanum á hönd og hóf undirbúning seinní heimsstyrjaldarinar, hóf hún þó enn einu sinni upp raust sína. 1 bæklingum, blaðagrein- um og ávörpum getur að líta síðustu ræðuna sem hún hélt, þegar hún. sem aldursforseti opnaði þýzka Ríkisdaginn ár- ið sem Hitler komst til valda. Þar skoraði hún á allt frið- elskandi fólk í Þýzkalandi og jafnframt í öllum heiminum að sameinast gegn þeirrí hættu, sem steðjaði að. Klara Zetkin dó árið 1933 meðan nótt nazismans grúfði yfir heimalandi hennar. En hún var þess fullviss, að sú nótt myndi ekki vara eilíf- lega. Hún trúði fastlega á sigur hins góða yfir hinu illa. Trú hennar á það að þjóð- irnar væru þess megnugar að skapa betri heim, þar sem ríltti friður og réttlæti, var óhagganleg. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.