Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. marz 1960 Þjóðleikhúsið: Hjónaspil eftir THORNTON WILDER Leikstjóri: Benedikt Arnason I liattabúðinni. Frú.Leví (Herdís Þorvaldsdóttir), Korniiíus (Rúrik Haraldsson), frú Molloj (xiiðbjör.g Þorbjarnardóttir), Barnabí (Bessi Bjarnason) og Vandergelder (Haraldur Björnss.) verulega minnisstæð eða fynd- in, það er hin góðkunna kímni aðstæðna og atvika sem drottnar í þessum leik, skringi- íæti j)au sem notið bafa 'hylli leikgestá um aldáraðir. Hér er líf í tuskunum: menn fela sig í skýndi inni í fataskápum, skríða undir borð og upp á bekki, hlamma sér á aftur- endann og velta öilu lauslegu um koll í gildaskálanum; pilt- arnir dulbúast kvenfötum, og svo kyrfilega er fólki og nöfn- um ruglað saman að loks vita fæstir sitt rjúkandi ráð. Og Wilder brýtur sem fyrr í bága við natúralíska hefð síðari tíma, lætur fólk sitt hvað eft- ir annað ganga út úr umhverf- inu og snúa máli sínu beint til áheyrenda, flytja hjartnæmar og hnittilegar ræður um sjálft sig eða daginn og veginn. „Hjónaspil“ er vel byggt verk og leikrænt í betra lagi, en heimtar mikla tækni og mergj- að skop af túlkum sínum, að öðrum kosti hlýtur það að réynast hismi og hjóm. Leik- húsið hefur gert gaman þetta vel úr garði þegár á állt ér lítið ög eiga þar aefið márgír hlut að máli, en þó öðrum framar Benedikt Árnason, hinn ungi og ötuli leikstjóri. Hann skilur rétt viðfangsefni sit.t, færir gamanið í stílinn, leggur áherzlu á skringileg atvik og skýr orðsvör, og gætir þess að fjör og hraði ríki á sviðinu; leikgleði virðist sjaldan skorta og samtökin eru betri en oft- lega áður. Hins er ekki að dyljast að stundum er ekki leikið nógu létt og skoplega — sum atriði urðu of hversdags- leg og yndissnauð fyrir mín- um sjónum, önnur tókust mætavel, einkum meginhluti annars þáttar. Um búnað sviðs og leikenda er allt 1 gott að segja, þar er á sannfæraridi Framhaid á 5. síðu Leikrit það sem Þjóðleik- húsið frumsýndi fyrir skemmstu .eftir Thornton Wilder, banda- ríska skáldið fræga, er ósvik- inn hláturleikur, hreinræktað- -ur farsi. Þótt höfundurinn hafi áður reynt að ryðja nýjar' brautir getur „Hjónaspil“ vart talizt írumlegt verk eða ný- stárlegt, það er reist á grín- leik eftir Vínarskáldið Johann Nestroy frá árinu 1842, sem hann hafði gimbl- áð frá ensku samtíðarskáldi, svo notað sé orðalag Karls ís- felds. og sígildum skopleikum Moliere gefur Wilder einnig hýrt auga. Hann flytur að sjálísögðu gamanið vestur um haf, lætur það gerast laust eft- ir 1880 i smábænum Yonkers í New York, og tekst mætavel að samhæfa það amerískum staðháttum hins horfna tíma. Þar segir meðal annars frá Vandergelder kaupmanni, for- ríkum ekkli sextugum að aldri, og hlægilegum kvonbænum hans, en harðstjóri þessi, aura- sál og svíðingur verður áður en varir viljalaus leiksoppur í höndum vinkonu sinnar frú Leví, hinnar brögðóttu, orðhvötu og snarráðu ekkju sem ásetur sér að giftast peningunum hans, enda gjaldþrota þegar sagan hefst; og hún gerir hann í einu vetfangi að nýjum og betri manni. Allur gerist leik- urinn á einni d,agstund og þeim degi er sannarlega ekki til einskis eytt, eins og segir í heiti frumgerðarinnar ensku — að lokum standa þrenn tilvop- andi brúðhjón á sviðinu, allt' er gaman og gleði. Sinnaskipt-' um og sálarheill Vandergelders' er auðvitað ógerningur að trúa. og enn síður þeim fáránlegu tiiviljunum sem þarna verða æ ofan í æ, enda sízt til þess ætlazt; við erum stödd á væin- týraslóðum skrípaleiksins, í hlátraheimi. S* V Jafnvel þótt kátbroslegt fóik Thorntons Wilders segi ýmis smásannindi um daglegt líf, er 3 til einskis að leita að ádeilu í „Hjónaspili", þar er engan boð- skap að finna og enga kenn- ingu djúptækari en þá að pen- ingar séu þó nokkurs virði og sanngjarnt að eyða þeim og spenna ,,til að örva ungan gróður“. Samtölin eru vel sam- in sem vænta má, en sjaldan Herdís Þorvabljdóttir sem hjúskaparfröimiðuriim frú Leví 'i i iii 11111111 m 1111111 ii i ii 11111 n i ii i ii mi 111: >g i ii 11 ii 11! i m i ii: ii 11111 m i iij! i ii i n 1111 ii 11 iii ii m 11 n i n i n 11111 m ii 111 m 111M m i ii 11 ii i ii i ii i e i e i í m 11 i :< i n i n i m i ii i ii i m i ii i ii i ii 111111111) 1111 m i n 1111 m 1111 ii i si 11! ti it u !i i! i ii BÆJARPOSTURIN • Oísóttur heimspek- ingur Pcstinum hefur borizt eftir- farandi bréf: „Ðraugar og uppvakning- ar eru fjarska hvimleið fyrir- þæri, einkum þegar þeir taka upp á því að áreita almenni- Iegt og gott fólk um hábjart- an daginn. Svo maður tali ekki um þegar draugar fara að tala í útvarpið að stað- a’dri aðeins til að hrella sak- lausa sál. Einn af þessum leiðinda- draugum er Björn Th, og hann ofsækir einkum og sérí- 3agi vort andlega leiðarljós, .skáldið, spekinginn og spá- manninn Gunnar Dal. Nú er svo komið að þessi magn:. öi uppvakningur eltir vc:a!i:ya skáldið á röndum svo það raá vnrt um frjálst höfuð strjúka. I" Tímánum á föstudaginn gat að líta frásögn Gunnars af ásókn idraugsins. Gunnar hafði labbað sig upp á Þjóð- minjasafn í mesta meinleysi til að skoða falleg málverk úr Mývatnssveit eftir amerískan málara, Frank Ponzi. Ekki fær spámaðurinn að vera þar langa stund í friði, draugur- inn birtist honum hvert sem hann lítur, Björn Th. spratt fram úr hverju skoti, glennti sig framan í skáldið og geiflaði sig á alla kanta. Þegar Gunn- ar Dal var að virða fyrir sér Vetrarkvöld nr. 25 1 djúpri leiðslu, hver birtist þá á lér- eftinu annar en draugurinn og gefur skáldinu langt nef mitt í stemningunni. Og þeg- ar Gunnar sneri sér að Upp- stiliingu nr. 2 var Björn Th óðar kominn þangað og gretti sig framan í spámann- inn. Það var ekki því að heilsa að Gunnari sýndist þetta vera Björn Th, þetta var þremillinn hann Björn. Hann lét sér sumsé ekki nægja leng- ur að ofsækja Gunnar í útvarp inu heldur birtist honum í öll- um þessum fallegu Mývatns- myndum sem einmer Amerí- kani hafði hengt upp í Þjóð- minjasafninu. Það var því éngin furða þótt Gunnar gæti ekki ritað grein um þennan ameríska listmálara án þess að geta draugsins að nokkru. Þessi draugagangur í Þjóð- minjasafninu, Ríkisútvarpinu og víðar er augsýnilega einn liðurir.n í því „skipulagða al- menni:igsáliti“ sem allt stefn- ir að því að hrella þennan eina heimspeking sem við eigum eftir síðan Sölva gamla leið. En það vill til að Gunnari er gefið jafnt af húnvetnsk- um vitsmunum sem indversku þreki og engin hætta á öðru en hann standist þessa skefjalausu ásókn drauga og drísildjöfla. Við skulum vona að hann eigi eftir að starfa lengi enn á meðal vor og flytja hinum dreifðu byggðum boðskap onaf áttunda plani. Hann er okkur líka bráðnauðsynlegur til að skera úr um hverjir listamenn eru „nægilega sann- ir til að komast í liinn fá- menna hóp sannra lista- manna.“ Við skulum vona að fljótlega bætist fleiri í þann hóp svo þeir verði ekki ein- mana, mr. Ponzi og hr. Dal. Gunnari ætti að vera í lófa lagið að beita einhverjum ind- verskum töfrabrögðum til að kveða niður drauga eins og Björn Th svo vér megum hafa spámanninn sem lengst. Hann hefur talið það köllún sína að miðla sem flestum af speki sinni og trúr þeirri köll- un hefur hann gengið þyrn- um stráða hringbraut í, ís- lenzkri pólitík. Fyrst reyndi hann að koma vitinu fyrir þá ,,Andréssyni“, það var meðan hann var ungur og óreyndur og vissi ekki hversu magnaða púka var við að eiga. Þar næst reyndi hann að frelsa þá Morgunblaðsmenn en gafst upp þegar hann komst að raun um að gullið var þeim meira virði en vizka heimsins. Því næst drap hann á dyr Þjóðvarnarmanna með viðkomu í Gúttó og bauðst til að frelsa heiminn ef Vaidi- mar vildi bara gefa út eina bók um spekina. En vitjunar- tími spámannsins kom þá fyrst þegar átti að ýta Lög- bergi ofan í Almannagjá, og þá hljóp Gunnar undir bagga með Framsóknarmönnum. Þá sýndi hann fyrst hvað hann var útfarinn í indverskum töfrabrögðum, hann galdraði S;gurð Nordal til að vera á móti kjördæmabreytingunni og vann þann einstæða sigur, sem uppi verður meðan land er byggt, að fá hann Krstinn í Borgarholti til liðs við sig. Við skulum nú vona að Framsóknarmenn beri gæfu til að halda þessum meistara og spámanni sem allra lengst, ekki mun af veita. Lalli laut“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.