Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. marz 1960 ttntmuxTTmtr • »n«H Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Biarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnusson. — Hitstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavöröustíg 19. — Simi 17-500 (5 linu**). — Áskriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prentsmiöja Þjóðviijans. Hvað eru þeir að brugga? t'róðlegt er að lesa leiðara Alþýðublaðsins á 1 sunnudag fyrir þá sem vilja gera sér hug- mvnd um þá endurskoðun á stefnu Alþýðu- flokksins sem nú stendur yfir. Þar er gefin þó nokkur bending um hvernig núverandi „liðs- auki“ Sjálfstæðisflokksins hugsar sér að verka- lýðsmálastefna Alþýðuflokksins eigi að vera eft- ir „endurskoðunina". Blaðið tekur blvgðunar- iaust upp vígorðin og áróðurinn sem afturhald- ið á íslandi hefur beitt í fjóra áratugi gegn hverju verkfalii sem íslenzk alþýða hefur háð til að bæta kjör sín og auka rétt sinn. Það hefúr verið föst venja íhaldsins í verkföllum. alveg án tillits til þess hverjir stjórnuðu hlutaðeigandi verkalýðsfélagi, að öskra um „skemmdarstarf kommúnista“, um „pólitísk verkföll“. Nú er það líka orðin stefna Alþýðuflokksins að beita slík- um áróðri gegn verkalýðshreyfingunni. Alþýðu- blaðið sem stofnað var til að berjast fyrir verka- lýðssamtökin gegn íhaldi og afturhaldi er gert að fótaþurrku þess afturhaldsáróðurs sem dunið hef- ur á verkamönnum og verkalýðsfélögum í ára- tugi. tzti nc H5; :zzt jjg ai i I thn il íii; rtt! rttl HI: 12?: r»H 'lf/ iUx SiS rr-rdV y> » j«?j ífid tín 3E Si nT' XTT TX Pn er Alþýðuflokkurinn ekki að búa sig undir ^ næsta skrefið með þessu japli á margtuggn- um íhaldsáróðri um verkalýðshreyfinguna, um verkfallsvopnið? í umræðunum á Alþingi um gengislækkunarfrumvarpið benti Eðvarð Sig- urðsson á, að seint myndi koma að því, að áliti núverandi ríkisstjórnar ótilneyddrar, að kaup- hækkun megi eiga sér stað, og raunar að ekki væri svo ýkja langt milli þess sem stjórnin gerði, að setja lögbann við greiðslu dýrtíðar- uppbótar á kaup, og hins að banna hækkun grunnkaupsins. „Þó að það yrði gert, yrði sjálf- sa'gt sagt eftir sem áður að samningsfrelsið væri óskert“, sagði Eðvarð. „Ríkisstjórnin segði, mínir elskanlegu, þið megið gera nýja samninga, en þið megið bara ekki semja um hærra kaup. Og ætli það fari ekki einnig að styttast í að reynt verði að setja ný þrælalög um athafnafrelsi verkalýðsfélaganna. Yið vitum það vel í verka- lýðshreyfingunni hver er hugur vinnuveitenda- samtakanna og Sjálfstæðisflokksins til breyt- inga á vinnulöggjöíinni með það fvrir augum að þrengja samningsrétt og samningsfrélsi og at- haínafrelsi verkalýðsfélaganna“. Cé það þetta sem ríkisstjórnin ætlar sér, er ^ skiljanlegt að Alþýðublaðinu þyki nauðsyn að undirbúa jarðveginn með því að taka upp og gera að sínum lygaáróður afturhaldsins sem dunið hefur á verkalýðshreyfingunni í fjörutíu ár, um „skemmdarstarfsemi kommúnista“, „póli- tísk verkföll“ og aðra álíka morgunblaðsspeki. En það yrði þá kannski líka lokaþáttur heljar- stökks Alþýðuflokksins út úr verkalýðshreyfing- unni, sem hann virðist nú staðráðinn í að taka. Forysta Alþýðuflokksins hefur nú þegar gengið svo langt í því að efla áhrif agenta Vinnuveit- endasambandsins og Sjálfstæðisflokksins í verka- lýðsfélögunum, að enginn hefur þurft að efast um hvert stefnt væ-ri. En kosningarnar í verka- lýðsfélögunum í vetur hafa líka sýnt svo ekki verður um villzt að vaxandi skilr.ingur er þar á þjónustu Alþýðuflokksins við erkióvini alþýðu- samtakanna, að framferði Alþýðuflokksins hlýt- ur að veikja hreyfinguna og gera hana ófærari að gegna hli^tverki sínu sem brjóstvörn og sókn- arsveit alþýðunnar. X7Í ua m muiirtrtrrtji »^««» : r rítT* I« ««»—.»< f- *•» ÁYARP T5L ÍSLENZKRA KVENNA Á þessum merku tíma- mótum viljum við vekja athygli alþjóðar á nauð- syn þess að styðja allar þær tjllögur sem fram koma á alþjóðavettvangi um bann V’ð kjarnavopn- um og tilraunum með þau, og skcra á ríkis- stjórn íslands að' taka af- stöðu meö þeim samtök- um sem berjast fyrir af- vopnun og vinna í þágu friðar og bræðralags á a-1- þjóðavettvangi. Konur hljóta að mót- mæla þeirri sóun á lífi og andlegum og efnalegum verðmætum sem óhjá- kvæmilega á sér stað meöan styrjaldir ei’u háð- ar. M.F.Í.K. lítur svo á, að íslendingar eigi að ganga í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna aö friði og af- vopnun, en meöan her- stöð er í landinu eiga íslendingar sinn þátt i kalda stríðinu. íslenzkar konur vei’ða að taka höndum saman um að bægja frá þeirri hættu sem íslenzku þjóö- erni og menningu stafar af dvöl erlends herliðs í landinu og linna ekki þeirri baráttu fvrr en sjálfstæöi íslands og írá Menningar- oc aldar alþjóðasamst iMiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiumiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiumiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimur.uimiiiiiiiii Þjóðkunnar konur svara fyn'r- spurn um kvenréttindamál Melkorka, tímarit kvenna, hefur lagt fyrir ýmsar þjóökunnar konur eftirfar- andi þrjár spurningar: 1. Hvaða áhrif hefur kvenréttindabai’áttan haft á lífsstarf þitt? 2. Telur þú aö kvenréttindabaráttan sé til lykta leidd hér á landi? Ef ekki, hvað telur þú þá að helzt skorti á að kvenfólk hafi fullt jafnrétti við karla, og á hvern hátt heldur þú að því markmiði verði bezt náð? 3. Finnst þér ekki að íslenzk kvennasamtök geri of lítið af því að kynna sér baráttu kvenna víösvegar um- heim og styöja mannréttindamál þeirra á al- þjóðlegum vettvangi? í Melkorku reyndist ekki rúm ffrir öll svörin, og hér birtast nokkur þeirra. Konur þessar eru allar svo kunnar fyrir störf sín að verkalýðsmálum og stjórn- málum að óþarft mun að kynna þær lesendum Þjóöviljans. Viktoría Halldórsdóttir, fyrsti formaður Menuingar og friðarsamtaka íslenzkra kvenna: 1. Kvennréttindabaráttan hef- ur verið mér hvatning og hjálp til að yfirstíga marga örðugleika sem mætt hafa á lífsleiðinni. Hún hefur einnig veitt mér dirfsku til að deila á það sem teljast má skaðlegt landi og lýð, svo sem hernám- ið, áfengisflóðið og ótalmargt fleira, sem ég tel hlutverk íslenzkra kvenna að samein-- ast gegn og vinna bug á. Bríet Bjarnhéðinsdóttir rpddi djarflega veginn í réttinda- baráttu kvenna. Hún deildi hiklaust á óréttinn, sem kon- ur bjuggu við hér á landi, hún hvatti konur til samein- ingar í baráttu gegn alda- gömlu óréttlæti og kúgun kon- unnar. Hún eggjaði konur lögeggjan að he'mta sinn rétt í þjóðfé’aginu, fullkomið jafnrétti við karla. Orð henn- ar og athafnir, d:rfska henn- ar og hreinskilni höfðu djúp- tæk áhrif á íslenzkar konur og hreif þær margar til starfa, en við ramman v«*' reip var að draga. Þegar ég fór að starfa að félagsmálum skildist mér fljótt, að konur voru of háð- ar framkvæmdarvaldi karla, og sátu margar fastar ?. göml- um fjötrum einræð'sva'ds karlkynsins; voru þær ófúsar t:l að mynda sér skoðanir á málum sem frá aldaöðli höfðu verið talin þeim óviðkomandi og aðeins fyrir karlmenn. En sem betur fer er nú margt orðið breytt til hins betra á þessu sviði, þó að langt sé í land með það að konur geri sér það ljóst að þær eru meira en lielmingur kjósenda og hljóta því að bera ábyrgð á öllu þvi sem gerist í þjóð- A'ikoría Halldórsdóttir lífinu ekki síður en karlar. 2. Eg tel að mikið skorti á að kvenréttindabaráttan sé til lykta leidd hér á Islandi. Mjög áberandi er það hve fá- ar konur eru í ábyrgðarmikl- um og hálaunuðum stöðum. Konur hafa þó sömu réttindi til skólamenntunar og karlar hér á landi. Einnig skortir talsvert á það að konur hafi sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar í mörgum staxfs- greinum, enda þó .að augljóst sé að þær leysi störf sín al- veg eins vel af hendi og þeir. Meðan svo horfir er jafnrétt- isbaráttan ekki til lykta le'dd, og baráttan fyrir jafnrétti kvenna v:ð karla verður að vcra háð af ljmuimm sjálfum. Það gegnir furðu hvað konur eru yfir’.e'tt þöglar um mis- rétti það sem þær eru beittar ’ kjaramálum. Konur verða sjálfar að láta til sín heyra á opinberum vettvangi miklu meira en þær gera nú, og þær verða að krefjast sjálfsagðs réttar s’.ns á öllum svið- um þjóðfélagsins: Fullkomins jafnréttis við karla. Konur eru yfirleitt of skeytingar- Franfiiald á 10. síðu. Guðrún Fiunsdótt'r, var í mörg ár formaður félags afgreiðslustúlkna í brauðsölu- búðum: 1. Kvenrétt’ndabarátta hefur fyrst og fremst vakið okkur konur til umhugsunar um líf ið og hvatt okkur til að vinna fyrir réttindum okkar. 2. Ég tel kvenréttinda.barátt- una ekki til lykta leidda hér á land', langt frá því. Kjara- baráttan er þess eðlis a.ð hún er aldrei til lykta leidd, fólk- ið er heldur ekki nógu vak- andi fyrir því f.vrir hverju verið er að berjast. Áhuga- leysi og skilningsleysi kven- fólks'ns sjálfs er erfiðasti þröskuldurinn í vegi fullkom- ins jafnréttis kvenna við karla. Það er ekki gott að vita hvemig á að fara að. því að vekja almenning til um- hugsunar um kjör sm. Það nærtækasta finnst mér þó vera að hafa nánara sam- band við fó’-kið á vinnustöðv- itnum og reyna þannig að vekja kvenfóikið til umhugs- unar um rétt sinn til launa- jafnréttis. 3. Því er ég svo ókunnug að ég á erfitt með að svara því. Þó veit ég að íslenzkar kon- ur hafa gert talsvert að því að sækja alþjóðaþing, hvað Guðrún Finnsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.