Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 5
(5 Leikdómiirinn um „Hjónas pil" Framhald af 4. síðu. hátt brugðið upp svipmyndum i'rá liðinni öld. Tjöldin gerði Lárus Ingólfsson eftir frum- drögum Tanayu Moiseiwitsch, hinnar snjöllu ensku listakonu, og fcúningar hans eru verðir allrar athygli. fjölbreyttir og smekklegir og jafnan vel við hæfi; að skrautlegum kjólum ,og höttum kvennanna er mik- ið augnayndi. —• Þýðing Karls leikara Guðmundssonar er vönduð og nákvæm og rituð á kjarngóðu máli, og snjallt hið íslenzka heiti leiksins. Herdís Þorvaldsdóttir leikur hjúskaparfrömuðinn og bragða- refinn frú Leví af ósviknu fjöri og' ærnum fcrótti, túlkar lævísi hennar og ótrúlega málfimi með öryggi og mikilli tækni hinnar reyndu leikkonu. Hún snýr sér léttilega úr hverri klípu, glæsileg í sjón og fram- göngu og sópar að henni hvar sem hún fer, en mælska henn- ar og mærð ef til vill ekki nógu rík að iifandi blæbrigð- um. Og vera má að frú Leví eigi ekki að vera eins feikilega sigurviss og drýgindaleg á hverju sem gengur og hér verð- ur raunin á. Það er eðlilegt og sjálfsagt að fela Haraldi Björnssyni að túlka hörku og niríilshátt Vandergelders. hins uppstökka og hégómlega manns, hann hef- ur öðrum oftar og betur leikið áþekkar manngerðir. En meist- arinn virðist ekki í essinu sínu í þetta sinn, þótt búinn sé góðu gervi og þróttur í svörum hans, hann hrífst ekki nægilega af verkefni sínu, er ekki alltaf nógu skoplegur og léttur í framgöngu og orðum, og gerir Vand,ergelder helzti auðtrúa og einfaldan á stöku stað; en kostulegt og fyndið var bón- orð hans í lokin. Af öðrum leikendum kveður mest að kaupkonunni Guð- hjörgu Þorbjarnardóttur og búðarþjónum Vandergelders, þeim Rúrik Haraldssyni og' Bessa Bjarnasyni, en fyrsti fundur hinnar ágætu þrenning- ar er snjallast atriði sýningar- innar og skoplegt í bezta lagi, hnitmiðaður, bráðlifandi og stilhreinn far.si. Guðbjörg lýsir af innilegri og safarikri kímni iífsþorsta og ástleitni hinnar lagíegu, giftingarfúsu og kátu ekkju; Rúrik er nákvæmlega það sem hann á að vera: ó- reyndur og klaufalegur sveita- maður sem reynist ótrúlega lljótur að semja sig. að háttum heimsmannsins og sigra hjörtu kvenna, og flytur verulega skemmtilega ávarp sitt til á- heyrenda; og Bessi innilega barnalegur seytján ára piltur, grandvar og geðfeldur, og hef- ur glens og gáska skopleiksins á valdi sínu. Hjá Guðbjörgu er kornung hattadama, snotur lít- il lipurtá; Brynja Benedikts- dóttir. leikur hana af tápi og fjöri. Róbert Arnfinnsson leikur nýráðinn þjón Vandergelders, miðaldra náunga áður þjófgef- ihn en síðar drykkféldan í meira lagi, og skapar spánnýja, mjög hnittiléga manngerð — göngulag, limaburður og svip- ur í ágætu samræmi og ekki íegrað í neinu. Þá er Ævar Kvaran ölkær ekill og mikill fyrirferðar, Jón Aðils heiðar- legur rakari, Helgi Skúlason reyndur veitingaþjónn og átak- anlega mótaður af sínu starfi, og’Valur Gústafsson óharðnað- ur ungþjónn og grátgjarn um skör fram; allir broslegir með nokkrum hætti og gera skyldu sína. í leiknum eru ungir elsk- endur sem ná saman að lok- um eftir allmiklar þrautir, Bryndís Pétursdóttir og Jó- hann Pálsson. Bryndís er falleg og myndarleg stúlka og mjög tilíinningasöm eins og hún á að vera, en mætti verða skop- legri; og Jóhann gervilegur list- málari, klæddur vel hirtu al- skeggi og litríkum búningi, en nokkuð alvörugeíinn og fjör- lítill og ekki nærri nógu skot- r» inn í stúlkunni; en ástina má sízt af öllu skorta á þessum stað. Arndís Björnsdóttir lýsir með skemmtilegum og skiln- ingsríkum hætti aldraðri ó- giftri konu sem ekki fékk þann sem hún unni og ger- ist af þeim sökum verndari hrjáðra elskenda; utan við sig og gengin í barndóm. Emilía Jónasdóttir sómir sér vel sem þjónustan hennar, og loks er Inga Þórðardóttir hin forn- lega ráðskona Vandergelders, skopleg í útliti og tali. Leikgestir tóku sýningunni með kostum og kynjum og hlógu óspart og klöppuðu, eink- um er á leið kvöldið; grinleik- ur þessi á fyrir höndum góða aðsókn og almannahylli. Á Hj. l\0\jUl köldu búðingarn- I ir eru Ijúffengasti eftirmatur, sein völ er á. Svo auðvelt er að matreiða þá, að > ekki þarf anjiað en hrœra inni- A hald pakkans saman við kalda / tnjólk og er búðingurinn þá tilbúinn til framreiðslu. \ Bragðtegundir: V Súkkulaði . Vanillu ' \ , "■ .Karamellu og Hmdberja Tílkynning til vélbátaeig enda fró báta- ábyrgSarfélögunum Athygli vélbátaeigenda er vakin á því að ársið- gjöld 1960 urðu gjaldkræf 1. janúar síðastliðinn. Samkvæmt 30. grein bátaábyrgðarlaganna verður því krafizt lögta'ks ef iðgjöldin hafa ekki verið greidd áður en þrír mánuðir eru liðnir frá gjald- daga, enda séu gjalddagar tvisvar á ári, hinn fyrri 1. janúar 1960 og hinn síðari 1. júlí 1960. Er því skorað á vélbátaeigendur að gera skil strax. Bátaábyrgðarfélögin Ráðskona vön matreiðslustörfum, óskast á forseta- heimilið að Bessasföðum í vor. — Upplýsingar á forsetaskrifstof- unni Alþingiöhúsinu. — Sími 15525. Þriðjudagur 8. marz 1960 -—- ÞJÓÐVILJINN — Ævisaga hetjunnar frá Iwo Jima hefur verið kvikmynduð í USA Jim-indíánar skera upp herör gegn myndinni Pima-indíinaþ jóð flokkurinn, | sem býr í Arizona-fylki í j Bandaríkjuntim, hefur undan- farið lifað sem friðsamt land- búnaðarfólk. Nú hafa Pima- indíánar hinsvegar skorið upp herör í lögfræðilegum skilningi. Tilefnið er kvikmyndun sjón- varpsfyrirtækisins á sögu indí- ánans Iraa Hayes („Iraa Haes Story“.) Indíáninn Hajæs var í land- gönguliði Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Hann ávann sér frægð vegna þess að hann var einn þeirra manna sem reistu bandaríska fánann á Kyrrahafseynni Iwo Jima, en af þeim atburði var tekin fræg ljósmynd. Þeir fimm menn sem sjást á myndinni eru allir látnir, en Hayes lifði lengst þeirra. En ævi hans að styrjöldinni lok- inni var mjög ömurleg. Ilann varð ofdrykk jumaður. í janú- armánuði 1955 fannst hann helfrosinn á víðavangi nálægt indínánabyggðum í Phoenix í Bandaríkjunum. Kvikmynd sjónvarpsfélagsiis um ævi þessa fræga indínána fellur Pima-indíánum alls ekki í geð. Þeir segja að í kvik- myndinni sé hetjan frá Iwo Jima sýnd sem „drykkjusjúk- ur indíáni“, og s’íkt sé ósæm- andi. Námskeið fyrir aðstoð- armenn í veðurstofu Veðurstofa Islands mun innan skamms halda nám- skeið fyrir væntanlega aðstoðarmenn Kennslan verður ókeypis og mun fara fram síðari hluta dags. Nánari upplýsingar í skrifstofu Veðurstofunnar í Sjómannaskólanum kl. 9 til 16.30 næstu daga. Veðurstofa íslands Útboð Tilboð ós'kast í lofthitalögn, vatnshitalögn og vatns- lögn í barnaskólann við Túngötu í Hafnarfirði. Teikninga má vitja i skrifstofu mína gegn kr. 200,00 skilatryggingu. Tilboðin verða að berast fyrir kl. 14 — þriðjudag- inn 15. marz næst komandi. Bæjarverkfiæðinguiinn í Hafnarfirði Eldhúsgluggatiöld og eldhúsgluggatialdaefni GAKDINDBOBIH, Laugaveg 28 Á gamla verðinu: báruplötur og þakheilur úr asbest — sementi. Mars Trading & C0. h.f. Klapparstíg 20. Sími 1-73-73. Húsasmiðir Munið að skila fasteignalánsumsóknum til skrif- stofunnar fyrir 15. marz næst “komandi. Lífeyrissjóður húsasmiða, Laufásvegi 8. ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.