Þjóðviljinn - 07.04.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1960, Síða 4
'4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1960 ‘ Hín síðari ár haía æ íleiri Reykvíkingar tekið upp þann ágæta • sið, að nota frídagana • um páska til að fara ‘ burt úr bænum. Fara flestir til fjalla og dveljast í skíðaskálum, sem ýmis félagssamtök hafa komið sér upp, mörg af miklum dugn- aði og myndarskap. Einn af beim er skíða- skáli ÆFR í Sauðadöl- um. Skíðaskáli Æ.F.R. hefur allt írá því hann var reistur verið mikil lyftistöng í starfsemi fé- lagsins, jafnt vetur og sum- ar. Bygging hans fyrir rúmum 10 árum var á þeim tíma fé- lagslegt afrek, og má benda á það að ekkert af hinum póli- tísku æskulýðsfélögunum í bænum hefur komið sér upp slíkum skála, enda starfsemi SPURNIN6IN £R: Hvcsð gerusti við um páskana? Skáli ÆFR utan húss og innan. Á minni myndinni sitja skála- búar að borðhaldi, á hinni sés‘b niður hlíðina lieim að skál- anurn. aL~ 0G SVARIÐ: Við förum öll upp í SKÁLA þeirra meira eða minna dauð. Allir, sem eitthvað þekkja til félagsmála reykvískrar æsku, vita að Æ.F.R. er lang öflug- asta æskulýðsfélagið í bænum. Um páskana hefur jafnan verið margt um manninn í Æ.F.R.-skálanum. Og þar sem nú. er aðeins rúm vika til páska þótti tíðindamanni Æskulýðssíðunnar hlýða að spyrja frétta um fyrirhugaðar ferðir i skálann yfir páskana. Formaður skálastjórnar Æ.F. R.. Þráinn Skarphéðinsson prentnemi, verður fyrir svör- um: — Eins og undanfarin ár verður skálinn opinn í fimm daga — frá skírdegi til annars í páskum. Farið verður með fyrsta hópinn upp eftir á mið- vikudagskvöld, en önnur ferð verður kl. 2 e.h. á laugardag, fyrir þá sem aðeins geta tek- íð sér frí yfir helgina. Lagt verður af stað í báðar ferðirn- ar frá Félagsheimili Æ.F.R. í Tjarnargötu 20. — Hvernig verða þessar ferðir skipulagðar? — Við höfum sett upp lista í félagsheimilinu, þar sem þeir, er ætla sér að fara, eru beðn- ir að skrifa nöfn sin. Það eru eindregin tilmæli okkar, að menn hafi skrifað sig á þennan lista eða tilkynnt þátttöku sína á skrifstofu Æ.F.R. (opið frá 1—7, sími 17513) fyrir þriðju- daginn 12. apríl. svo að við lendum ekki í erfiðl. með bíla og vistir á síðustu stundu. Það er mjög óþægilegt fyrir okk- ur, ef fólk kemur um leið' og bílarnir eru að fara, án þess að hafa tiíkynnt þátttöku sína íyrirfram. Hvað geta margir kom- izt? — 1 skálanum geta hæglega AIIIUIIIfllllllllllllllllllIllllIIIIIIIIMIIllIIIIIlllllIIIIIIIIIIIIIIIIIKlllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIf Við byggjum hús! Það er fínt tempó í happ- drættinu núna. Á sunnu- daginn var komu þeir frá Fylkingunni á Akranesi og tóku sinn skammt eins og þeir segja, sem standa í dreifingunni. Þeir tóku reyndar ekki þann skammt sem deildinni hafði verið áætlaður, heldur miklu meira. Þess vegna voru þeir afskaplega ánægðir þama við dreifinguna, og þeir sögðust ekki hafa komizt yfir að senda miða út á land fyrr en á þriðjudag- inn var. Það var svo mikil eftirspurn í Reykjavík og nágrenni. Allmargir félagar eru þegar búnir að selja „sinn skammt“. Við vorum beðnir að skila til félaganna í Reykja- vík að hafa samband við drei f i n g-armiðsk öð ina í TjamaTgötú 20. Símarnir eru 17513 og 24651. Allra- bezt er þó að koma niður- eftir og taka sína miða. Markmiðið er að hver fé- lagi selji fimm blokkir. Kjörorðið er: Við byggjum hús. Á næstunni verður til- kynnt hvað við ætlum að eiga mikið i byggingar- sjóðnum 3. júní. Þráinn Skarphéðinsson dvalizt 150 til 160 manns, og engin þrengsli eru þó mun fleiri komi. — Hvað er þátttökugjaldið? — Daggjaldið verður kr. 45,00. Fyrir þá, sem dvelja allan tímann — 5 daga kostar dvölin því aðeins 225,00 , krónur. — Og hvað er inniíalið? — Nánast sagt allt - sem till þarf. Það eina sem þátttakend-í ur verða að hafa með sér erl svefnpoki (eða 2—3 teppi) ogl hreinlætisáhöld. Ekki sakar* raunar að menn taki með sér smá kjötbita eða harðfisk, en annar matur verður framreidd- ur uppfrá og verður innifalinn í þátttökugjaldinu. Skálabúum er skipt í hópa, sem síðan skiptast á um að matreiða og halda skálanum .hreinum. Þetta sameiginlega starf skapar mjög skemmtilegan félagsanda í skál- anum. Höfð verður sala á gos* drykkjum, en reykingamenn verða að taka tóbak með sér. Rétt er að taka það fram að neyzla áfengis í skálanum er stranglega bönnuð. — Hvað verður til skemmt- unar fyrir þátttakendur? — Ja — það lítur nú ekki út fyrir það núna, en e£ við verðum svo heppin að fá snjó, þá er hægt að fara á skíði, til þess er skálinn mjög vel stað- settur — ágætis skíðaland á alla vegu. Og alltaf er hress- andi að fá sér stutta fjallgöngu. Við munum skipuleggja göngu- ferð á Vífilsfell — kunnugur maður mun vísa leiðina, skýra frá örnefnum og því úm líku. Á kvöldin verður alítaf eitt- hvað til skemmtunar — kvöld- vökur, fjöldasöngur og leikir. Nokkrir félagar í Æ.F.R. hafa Framhald á 10. síðu. •IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllIllllllllllIlllllllllllllIllllllIllllllllllllllllllllIIIIIIK/iMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllimMIIIIIIM • Laun undirlægju- háttarins Eftir fregnum frá Genf að dæma eru allar horfur á því, að það sé að koma fram, sem mest hefur verið óttazt, að Banda rík j am ön n ií,m og Bret- um takist að knýja sum ríkin, ■ sem fylgja 12 mílna fiskveiði- lögsögu, til þess að semja um ,,málamiðlun“, þar sem viður- kenr |'ur vi3hði,,sögulegiir rétt- ur“ erlendra þjóða ul l.zh- veiða innan 12 mílna mark- anna um visst árabil. Slík íil- laga sem þessi er síðasta hálm- , strá Breta og skiptir það okk- , ur íslendinga afarmiklu máli, hvort hún hlýtur tvo þriðju atkvæða á ráðstefnunni og þar með löglega afgreiðslu eða ekki. í þessu sambandi hlýt- ur að vakna sú spurning, hvort nægilega mikið hafi ver- ið gert af íslands hálfu til þess að vinna málstað íslands fylgi meðal þátttökuþjóðanna á ráð- stefnunni. Vitað er, að Bretar hafa lengi haft mikinn við- búnað og kastað til þess ærnu fé, að reka áróður meðal ann- arra þjóða fyrir stefnu sinni í landhelgis- og fiskveiðimál- um, enda er nú árangur þeirr- ar iðju að koma í ljós. En hvað hefur íslenzka ríkis- stjórnin gert af okkar hálfu í þessu máli? Jú, hún hefur boðið hingað til lands nokkr- um blaðamönnum frá Bret- landi og fleiri löndum, sem hafa verið okkur mótsnúin í þessari deilu, og hefur það vissulega orðið til þess að kynna málstað okkar. En þetta er bara alls ekki nægilegt. Við vitum vel, að í samninga- makki sínu á bak við tjöldin hafa Bretar og Bandaríkja- menn beitt öllum þeim ráðum, sem þeim hafa verið tiltæk og fært sér í nyt aðstöðu sína á öðrum sviðum. Slíkt er alsiða í rejfskák alþjóðastjórrimáÞ anna. En hvað höfum við gert af okkar hálfu? Hvers vegna höfum við t.d. ekki not- fært okkur aðstöðu okkar inn- an Atlanzhafsbandalagsins, hótað að segja okkur úr bandalaginu og reka banda- ríska herinn brott af landinu? Vitað er, að þetta er það, sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa óttazt mest og hefði get- að orðið okkar sterkasta vopn í deilunni við þá. Ég sleppi því alveg hér, að af annari'i ástæðu hefðum við átt að vera búnir að framkvæma þetta hvort tveggia fyrir löngu. Nei. Þessa aðstöðu hafa forráða- menn okkar alls ekki hagnýtt sér á sama tíma og Bretar og Bandaríkjamenn hafa beitt og beita okkur og aðrar smáþjóð- ir hvers konar þvingunum til þess að koma sínu máli fram. Ríkisstjórnin og ríkisstjórnar- flokkamir hafa þvert á móti látið „vini“ sína í Nato kúga sig til þess að slíðra bitrustu vopnin, sem við höfum haft £ höndum til þess að verja okk- ur og hagsmuni okkar með. Þannig hefur verið látið undir höfuð leggjast, að kæra Breta fyrir Sameinuðu þjóðunum fyr- ir ofbeldi þeirra hér við land, að hóta úrsögn úr Atlanzhafs- bandalaginu vegna ofbeldisað- gerða Breta og þegjandi sam- þykkis Bandarikjanna við því, og að segja Bandaríkjamönn- um að hverfa brott méð her- afla sinn af íslandi, þar eð sýnt væri, að okkur væri eng- in vörn í ‘honum, þegar mest á reyndi. Það er sök núverandi stjórnarflokka, að þetta hefur ekki verið gert, og nú fáum við að súpa seyðið af þeirri vanrækslu og þeim undir- lægjuhætti er að baki hennar liggur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.