Þjóðviljinn - 07.04.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1960, Blaðsíða 9
 V* i « »■ íHF 5~ SKS v!iq m -lajs mi •ia£l 11 1.11. y iv- h i«S ÉS OL'TT m §1 m s siá ZJT. z:i2. • i SSE? SrH ■7I|H V; S m tru Si Fimmtudagur 7. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN -— (3 íþrótt erlendis — afbrot á íslandi Ritsfjóri: Frímann Helgason Handknattleiksmót íslands: FH sigraði ÍR og á vísan sigur í mótinu Um síðustu helgi fóru fram tveir leikir í meistaraflokki karla, einn í 1. deild milli FH og ÍR, annar í 2. deild miili Fram og Akraness. Leikur FH 11111111111111111111111111II11111111111 [ 1111 II.I I Bill Nieder I | varpar kúlu ( | 19,99 metra! ( S f Bandaríkjunum heldur — E stöðugt áfram keppnin um E E það að komast j’fir 20 m 5 E í kúluvarpi, og nú 2. þessa 5 E mánaðar vantaði Bill Ni- E E eder aðeins 1 sentimetra til E E þess að ná þessu mjög svo E s eftirsótta marki, sem eng- E = um hefur tekizt enn að ná. E E Ekki er vitað hvort allt hef- E = ur verið löglegt í sambandi E É við keppnina, en það hefur E = oft viljað brenna við að E = einhverjir meinbaugir hafa E 5 verið á, svo að ekki hef- jE = ur reynzt unnt að stað- E S festa metin. Gildandi heims-E E met er 19,25 m og á O’ E = Brien það, en hann hefur = E varpað lengra, og einnig = E Dallas Long, sem varpaði E E kúlunni í síðustu viku — S 19,67 m. Virðist svo sem ” E þeir í alþjóðasambandinu E E hafi ekki við að staðfesta E E metin! E E Nieder er engin smásmíði, E £ 110 kg. að þyngd og 1,90 E E m á hæð. Hann er liðsfor- E 5 inSi í hernum um þessar E E mundir. Hann hefur áður E E komið við sögu kúluvarps- E E ins, því að hann var annar « E maðurinn í heiminum sem E E varpaði kúlu yfir 60 fet, E E eða 18,29 m og hann varð E E einnig annar á OL í Mel- E E bourne. E E Þessi árangur Nieders á E E mótinu sem haldið var í E E Texas vakti gífurlega at- E E hygli svo og það að Ol- = E ympíumeistarinn Bobby E E Morrow varð í 3. sæti á | E 200 m sem einhverntíma E E hefði þótt saga til næsta É E bsejar! Sigurvegari varð = E Red Voods, og hafði for- = E ustu allt hlaupið. Tíminn É E var 21.0 sek. E E Morrow vann 100 m | E hlaupið á 10,6 sek., þó É E tókst honum ekki að - E þrengja sér fram fyrir E E Weaver, sem varð annar E E á 200 m, fyrr en á enda- E E mörkum. iiiiiiiitiiiimimiuiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiTi og ÍR var á stórum köflum afbragðs skemmtilegur, enda hratt og vel leikinn af báðum liðum. Leikur Fram og' Akraness gat vart talizt skemmtileg'ur sökum mikilla yfirburðá Fram- ara. Fram gersigraði síðasta keppinautinn í 2. deild Framarar léku nú fjórða og síðasta leik sinn í 2. deild, að þessu sinni gegn liði Akurnes- inga. Sigurinn var allan tím- ann í höndum Framara, ef svo mætti segja. Þeir skoruðu fimm fyrstu mörkin, Akurnesingar svöruðu þá með tveim fremur tilviljunarkenndum mörkum og sóttu þá talsvert í sig veðrið um stund, en misstu síðan algerlega af leiknum það sem eftir var. í hálfleik stóðu leikar 20:6 Fram í vil. Síðari hálfleikur var mjög svipaður í sniðum, Framararn- ir 'juku bilið smátt og smátt og sigruðu með miklum yfir- burðum 43:15. Liðin: FRAM: Sigurjón Þórar- insson, Hilmar Ólafsson (fyrir- liði) Jón Þorláksson, Guðjón Jónsson, Hrannar. Haraldsson, Valdimar Guðnason, Jón Frið- steinsson, Erlingur Kristjánsson. Lið Fram hafði ekki mikið fyrir að sigra þetta kvöld, enda við fremur veikan andstæðing að etja þar sem handknattleiks- lið Akurnesinga er. Oft mátti þó sjá allgott spil Framara og mjög góð skot. Með leik þessum lauk keppni í 2. deild meistaraflokks með yfirburðasigri Fram, sem hefur sigraði alla keppinautana í deild- inni, og ekki lent í vandræðum með neinn þeirra. Markatala liðsins i keppninni talar skýru máli, liðið hefur skorað 86:40 (leikurinn við SBR ekki talinn með) í þrem leikjum. í leiknum við Akranes áttu nokkrir liðsmenn Fram góðan leik. Guðjón og' Hilmar áttu báð- ir góðan dag, skoruðu samanlagt meira en helming markanna, Erlingur, Hrannar og Valdimar lofa góðu. AKRANES: Atli Marinósson, Sveinn Teitsson, Helgi Daníels- son, Björgvin Hjaltason (fyrir- liði), Kjartan Sigurðsson, Kristj- án Frederiks., Tómas Runólfs- son, Ingvar Elíasson, Guðlaugur Bergþórsson. Akurnesingar áttu nú mun verri leik en fyrr í mótinu, enda hafa þeir, að eigin sögn, ekki stundað handknattleik síð- an í febrúarmánuði s.l. Sterk- asti handknattleiksmaður Akra- ness í leiknum var Björgvin Hjaltason. Dómari í leiknum var Daníel Benjamínsson og' dæmdi vel. Daníel hefur sýnt mjög miklar framfarir í vetur og hefur skip- að sér á bekk með okkar beztu dómurum. FH tryggði sigur í mótinu? Með sigri sínum yfir ÍR hef- ur FH að öllum líkindum tek- izt að sigra enn einu sinni í meistaraflokki karla á íslands- mótinu í handknattleik. Leikur ÍR og FII varð skemmtilegur eins og við mátti búast. ÍR tókst að taka forystuna, náði mjög góðri byrjun, eins og á móti KR á dögunum, skoruðu 4:0 og voru óheppnir að skora ekki það 5. úr vítakasti sem Iljalti varði. Einar Sigurðsson varð fyrstur til að svara fyrir Hafnarfjörð og skoraði eftir herfilegt klúður í ÍR vörninni, og Ragnar tekur upp þráðinn og bætir tveimur mörkum við, 4:3, Pétur Antons- son jafnar andartaki síðar 4:4. Á þessu tímabili var leikurinn bráðspennandi og skemmtileg- ur. Örn náði forustunni um miðjan hálfleikinn fyrir FH, en Matthias jafríar 5:5 fyrir ÍR. Eftir það má segja að leikurinn hafi verið í höndum FH. Birgir og Einar 3 mörk og FH hefur yfir 8:5, og í hálfleik hefur enn dregið sundur og leikar standa 12:7 FH í vil. í siðari hálfleik virtust ÍR- Frambald á 10. síðu. rm nokkurra ára skeið liafa hnefaleikar ekki talizt til íþrótta á íslandi lögum samkvæmt lieldur afbrota. Allt að einu birtum við þessa mynd hér á síðunni í dag. Hún er tekin erlend’s á æfin.gu hnefaleikamanna — liér á landi má lögsækja og dæma í refsingu hvern þann sem slíkar æfingar stundar eða á þau æfingatæki sein á myndinni sjást. Ármann íslandsmeistari í kven- flokki, ÍR í 2. flokki karla Á mánudagskvöldið fóru fram tveir úrslitaleikir í Körfuknatt- leiksmóti íslands. í meistaraflokki kvenna áttust við lið Ármanns og ÍR, en það eru einu liðin, sem senda flokka í keppnina, þannig að leikur þessi var sá fyrsti og síðasti í keppninni. Yfirburðir Ármannsstúlkn- anna voru algerir, og' strax í upphitun liðanna mátti greina mikla yfirburði í körfuskotum og ýmsum fleiri tæknilegum at- riðum. Það ætlaði þó að ganga erfiðlega fyrir Ármann að ná fyrstu stigunum, en eftir að Rut Guðmundsdóttir hafði tekizt að skora, varð ekkert lát á stigun- um, sem hreint og beint „rigndi" fyrir hinar lítt leikvönu ÍR-stúIk- ur. Fyrstu 28 stigin voru skoruð af Ármanni, en þá tókst ÍR að skora einu körfuna, sem liðið skoraði i leiknum. Leiknum lauk með stórsigri Ármanns 36:2. íslandsmeistarar Ármanns eru þessir: Sigríður Lúthersdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Kristín Jó- hannsdóttir, Sigriður Sigurðar- dóttir, Þuríður ísólfsdóttir, Þór- un Erlendsdóttir, Katrín Her- mannsdóttir, Malla Magnúsdótt- ir, Hrafnhildur Lúthersdóttir. Sigur Ármanns á mótinu er fremur „ódýr“; aðeins eitt lið til að keppa við, og það mjög veikt. Engu að síður er lið Ár- Fimleikamönnum Ármanns ágætlega tekið í Borgarnesi r Fimleikamenn Ármanns fóru í i'imleikaför til Borgarness um helgina. Yoru það bæði karla- og kvennaflokkar sem sýndu. Sýndu flokkarnir tvisvar á sunnudaginn, og í bæði skiptin fyrir fullu húsi og komust færri að en vildu. Sýningarnar tókust vel og vöktu hrifningu Borgnesinga, sem létu óspart í ljós aðdáun sína á listum íimleikafólksins. Var það mál manna að sýning- árnar hefðu verið góð auglýsing fyrir íimleikana. Munu aldrei hafa verið íjölsóttari fimleika- sýningar í Borgarnesi. Eftir þessa vel heppnuðu för munu fimleikamennirnir hyggja á fleiri ferðir um nágrennið, og munu þeir hafa í huga Selfoss og Laugarvatnsskóla, en hvenær þær ferðir verða farnar er enn ekki ráðið. Eins og' vikið var að um dag- inn er sagt var frá ferð fim- leikaflokkanna til Borgarness, er mikið líf í fimleikadeild Ár- manns og samheldni. Skemmti- fundir eru haldnir, og eru þeir vel sóttir. Þá má geta þess að deildin mun vera að athuga möguleika á því að fá hingað til lands fimleikakennara um stundarsakir frá Sovétríkjunum, en þar munu fimleikar, og þá ekki sízt áhaldaleikfimi, vera beztir í heiminum í dag. 1. IR 2. Ármann (A) 3. KR 4. Ármann (B) L 3 3 3 3 manns gott; margar stúlknarína ráðar yfir ágætri knatttækni,' t.d. Kristín, sem skoraði 19 stig og Sigríður Sigurðardóttir sem skor- aði 11 stig. ÍR-liðið var svo sem fyrr seg- ir mjög veikt og virtist lítið kunna fyrir sér, t.d. vai* bolt- inn oft sendur aftur fyrir miðju, en eins og flestir vita er það bannað í körfuknattleik. Sóknar- tilraunir ÍR voru einnig mjög: frumstæðar, t.d. var aldrei reynt að leika undir körfuna„ heldur reynt að skjóta af löngu færi. ÍR varð íslandsmeistari í 2. flokki Leikur Ármanns og ÍR í 2- ' flokki karla bætti fremur leið- inlegt leikkvöld mikið upp. Leik- urinn var allskemmtilegur og oft mátti sjá bráðfalleg tilþrif og mikið öryggi í skotum. Það er enginn efi á að í þessum tveim liðum eru stórgóð efni, sem vaia- laust eiga eftir að auka á hróð- ur íslenzka körfuknattleiksii s. IR hafði forystuna mestal.an leikinn, leiddi í hálfleik með 30:21, en sigraði með nokkru minni mun eða 53:46. íslandsmeistarar ÍR eru: Guðmundur Þorsteinsson. Guð- mundur Aðalsteinsson, Þorste.inn Hallgrímsson, Einar Bollason., Einar Hermannsson, Óli Geirs- son, Donald Rader, Björn Jó- hannsson. í leiknum bar mest á meist- araflokksmönnunum, þeim Guð- mundi Þorsteinssyni og Þor- steini Hallgrímssyni, sem er einn okkar bezti körfuknattleiksmað- ur. Ármannsliðið átti ekki mikið lakari leik en ÍR-ingarnir; þuir- léku oft mjög vel og veittu ÍR- ingum talsverða keppni. Röðin i 2. flokks mótinu er- þessi:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.