Þjóðviljinn - 07.04.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1960, Blaðsíða 6
"6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. apríl 1960 • f « nttramiúTTmr: t mf •4 Utgef£ndi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaUokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guð'mundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. 1 Ræða utanríkisráðherra Se3 Ðæða sú sem Guðmundur I Guðmundsson ut- anríkisráðherra flutti á sjóréttarráðstefnunni ípa 1 Genf fyrir viku er nú loks komin til landsins llg (og eru það innan sviga sagt herfileg vinnu- brögð hjá ríkisstjórninni að skýra íslendingum ekki fyrr frá því hvað ráðherrann sagði). Ræð- an er sem vænta mátti mjög illa samin og ger- jEg ir málstað okkar og lífshagsmunum engan veg- in þau skil sem vert væri. Auk þess eru í ræð- unni nökkur furðuleg atriði sem vert er að Hg vekju sérstaklega athygli á. pá |^uðmundur kemst svo að orði í ræðu sinn.i að uEi það sé stefna íslenzíku ríkisstjórnarinnar að Salmenn stjórnmálalandhelgi „verði takmörkuð við tiltölulega mjótt svæði“. Hér er boðuð al- gerlega ný stefna af íslands hálfu og það án þess að stefnubreytingin sé einu sinni borin undir Alþingi íslendinga. í baráttu sinni fyrir Éj£ fiskveiðilandhelgi hafa íslendingar látið almennu ^ Landhelgina liggja milli hluta, þar sem hún var Btalin skipta miklu minna máli fyrir okkur.' En í því hefur ekki falizt sú afstaða að íslending- 52: ar vildu þrönga almenna landhelgi; þannig r~r; greiddi íslenzka sendinefndin á síðustu Genfar- ráðstefnu 1958 — þegar Guðmundur var einn- m ig utanríkisráðherra — atkvæði með tillögu Sovétríkjanna um 12 mílna almenna landhelgi, fgs þar sem sú tillaga fól í sér réttarkröfur sem við vildum sérstaklega fá framgengt. Afstaða okkar hefur alltaf verið að fylgjia hverri þeirri tillögu 355 sem fæli í sér kröfur okkar, Þess vegna er ric: stefnubreyting sú sem fram kemur í ummæl- um utanrikisráðherra mjög alvarleg, og tilgang- §j| urinn með þenni getur ekki verið annar en sá SjS að reyna að geðjast fjandmönnum okkar í land- helgismálinu, Bandaríkjamönnum og Bretum. Ijað vekur einnig sérstaka athygli að í hinni löngu ræðu sinni vék Guðmundur ekki einu orði að tveimur þeirra fjögurra tillagna sem fram eru komnar í Genf, tillögum Sovétríkjanna og Mexíkó. Þetta er þeim mun furðulegra sem báðar þessar tillögur fela í sér meginkröfur okikar um 12 mílna óskoraða fiskveiðilandhelgi, og tillaga Mexíkó er okkur langsamlega hag- stæðust, þar sem hún gerir ráð fyrir að þjóð hafi rétt til allt að 18 mílna fiskveiðilögsögu ef hún sættir sig við þrönga almenna landhelgi. tSi UÍT ITmtal hans um bandarísku tillöguna var mjög ^ linkulegt og hann forðaðist algerlega að færa röik að því hvers vegna íslendingar hlytu að líta á slíka tillögu sem ótvíræðan fjandskap við sig. Hins vegar gat hann þess sérstaklega að hann hefði „tekið eftir“ þeim ummælum Deans að ein- staka þjóðir gætu fengið einhver sérfríðindi, þótt ulmenna reglan um raunverulega fiskveiði- landhelgi yrði aðeins sex mílur. Þessi yfirlýs ing ráðherrans um eftirtekt sína hlýtur að verða . túllkuð af andstæðingum okkar sem vísbending -um það að ríkisstjórn Íslands sé til viðtals um einhver slík málalok, einhver aukaréttindi handa íslendingum á svœði milli sex og tólf mílna! • Reynslan mun fljótlega leiða í ljós hvort í þess- um orðum felst aðeins hin óumbreytanlega hvöt utanríkisráðherrans til að þóknast ofstækis- fyllstu fjendum okkar, eða hvort þau merkja að ríkisstjórnin sé raunverulega reiðubúin til að semja við önnur ríki um þann rétt sem við 'höfum þegar tryggt okkur í framikvæmd. — m. l!!!!iS Mig langar að ræða hér lít- ilsháttar um upþeldi.sskilyrði barna í Reykjávík. Það . er staðreynd sem a’lir vita að börnin eru sú kynslóð sem framtíðin byggist á. Því er það fyrst og fremst skj'Ma ráðamanna þjóðfélagsins s hverjum stað að búa börnum eínum sem bezt uppeldisskJ- yrði, enda er það svo að allar menningarþjóðir hafa sett metnað sinn í að rækja þessa skyldu sina sem hezt. Þessa skyldu finnst mér bæjar- stjórn Reykjavíkur liafa van- rækt, sjálfri sér til smánar og þjóðinni til stórtjóns. Við skulum athuga þetta svolítið nánar, þessari full- yrðingu minni til sönnunar. I Reykjavík fæðast árlega kringum 2000 börn af mæðr- um búsettum í Reykjavík. Af þeim er 4. hvert barn óskil- get:ð. Það vita allir, að ein- stæðar mæður verða að vinna fyrir framfærslu barna sinna að meira en hálfu leyti, þótt þær fái barnalífeyri, því það gjald, sem föðurnum er gert að greiða, er hvergi nærri helmingur þess, sem það raunverulega kostar að ala upp barn. Til þess að afla þeirra tekna, sem móðirin þarf til framfærslu sér og barni sínu, verður hún að komast frá barninu. Nú er það svo að hver heilbrigð móðir þráir að hafa barn sitt hjá sér að svo miklu leyti sem unnt er, enda viðurkennt bezt fyrir andlega og líkam- lega velferð beggja. Ef við höfum þessa staðreynd í huga, vaknar spurningin: hvað gera bæjaryfirvöldin til þess að konan geti innt þessi tvíþættu störf af hendi svo vel fari. Reykjavíkurbær starfrækir aðeins 3 lítil barnaheimili, sem skiptast þannig: Vöggu- stofan Hlíðarendi, sem rúmar 22 börn á aldrinum 0-18 mán- aða. Silungapollur, sem er fyrir 30 bcrn á aldrinum 3-7 ára, svo er Reykjalilíð, þar er lieimi’.i fyrir 20 börn á skólaaldri. Einstæðar mæður, sem ekki vilja slíta sambandið milli móður og barns, geta ekki notfært sér neitt þeirra heim- ila sem bærinn rekur, því allt eru þetta vistheimili, sem móðirin fær ekki nema mjög takmarkaðan aðgang að. Tök- um dæmi: Móðir lætur barn sitt nýfætt að Hlíðarenda og hefur það þar fyrstu 18 mán- uðina. Hún fær aðeins að sjá það í gegnum gler tvisvar í viku, aldrei að hampa því eða leika við það. Móðir sem verður að sæta slíkum afar- kostum úr hendi þeirra, sem eiga að styðja hana til upp- eldis á barni sínu, gerir ann- að tveggja, gefast upp við að heimsækja barnið, þar sem hver heimsókn hlýtur að valda sálarkvöl, eða tekur barnið til sín, þrátt fyrir alla örðugleika, sem fylgja. Þessi tilhögun á relcstri heimilisins er með miðaldra sniði, sem ábyggilega sviftir margt barnið móður sinni. Sé móð- irin góð, hefur þjóðfélagið gert barni og móður óbæt- anlegt tjón. Ég veit og við- urkenni, að heimili þetta er vel starfrækt og á fullan rétt á sér, sérstaklega í þarfir Barnaverndarnefndar. Því miður eim ekki allar mæður færar um að annast eða um- gangast börn sín. En þetta heimili getur aMrei létt þeirri siðferðisskyldu af ráðamönn- um bæjarins, að koma á mannúðlegan hátt á móti þörf góðra og heilbrigðra mæðra. Bærinn sjálfur starfrækir ekkert heimili fyrir börn á aldrinum lyfe-& ára. Þarna er algjört gat á góðverkinu. Þörfin á góðu vistheimili fyr- ir þennan aldursflokk er mik- il. Undanfarin ár hefur sá hópur far'ð ört vaxandi með stórborgarlífinu, sem Reykja- víkurbær verður algjör’ega að annast uppeldi á og tel ég ekki vansa’aust að bæjar- stjórnin skuli hafa g'.eymt, eða ekki skeytt, þörf þess- ara smælingja. Þá eiv.m við kom'n að þeim aldursflokki, sem á Silunga- polli dvelur. He’milið er gott og vel rekið, eftir því sem hægt er við þær aíritæður, sem þar eru. Oddfellowreglan leigir Reykjavíkurbæ staðinn, en böggull fylgir skammrifi, Rauði Krossinn hefur rétt til að bæta inn á heimilið stórum hópi barna til sumardvaliar 2 mánuði af sumrinu. Þettá eru að mínum dómi óviöunandi skilmálar. Börnin sem koma, eru alin upp við allt aðrar Niðurlag ræðu Inga R. Helgasonar á kapp- ræðufundi Æskulýðsfylkingarinnar og Heimdallar í síðustu viku. 3. Lítum á þriðja þátt árásar- innar. Ég tel hann síðastan, af því hann er óhugnanlegastur. Að- gerðum ji'íkisstjómarinnar er ætlað að skapa samdrátt í at- vinnulífinu, draga úr verkleg- um framkvæmdum, skapa hér stöðugt en ,,hóflegt“ atvinnu- leysi, svona 5% eins og í Bandaríkjunum. Með öðrum orðum: Gera skortinn að hús- bónda alþýðuheimilanna og stöðva allar framkvæmdir í landinu. 31. grein laganna end- ar á þennan hátt: „Með lög'urn þessum eru úr gildi numin iög nr. 75/1952 um breyting á lögum um bann við okri dráttarvexti o.fi. nr. 73/1933“. í>að er táknrænt fyrir efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnar, sem studd er af íhaldi og krötum. að afnema okurlögin, — og Árás finnst Heimdeilingum það ekki glæsilegt að fá að styðja ríkis- stjórn, sem fer í kapphlaup við okrarana í þjóðfélaginu? Ég er stjórnarmaður peningamála- stofnunar sem krefst — að boði ríkisstjórnarinnar — 16% árs- vaxta af viðskiptabönkum sín- um. Ríkisstjórnin hefur látið hækka almenna útlánsvexti upp í 12%. Hún boðar takmörkun á út- lánum bankakerfisins. Hún boðar stórfellda minnk- un fjárfestingar. Þessi boðskapur þýðir, að til viðbótar minnkun kaupmáttar- ins með verðlagshækkunum, á að skerða lífskjörin enn meir með minnkandi brúttótekjum launþega. Það er ekki hæfet nema með samdrætti í atvinnu- lífinu. Það á að neita þér úm lán til kaupa á íiskibát eða verk- smiðjuvélum eða til húsbygg- inga. En ef þú ert byrjaður á einhverju af þessu, færðu ekki rekstrarlán nema með okur- vöxtum. Ríkisstjórnin einblínir aðeins á eina meinsemd í efnahagslíí- inu: of mikil kaupgeta almenn- ings. Kaupgetan veldur jafn- „ vægisleysi og verðbólgu, segja hagfræðingarnir, og það er yf- irlýst stefna rikisstjórnarinnar, að draga úr kaupgetunni. Þess vegna eru aðgerðirnar í heild árás á lífskjörin. Og það er ekki farið dult með það. Það er því hlægilegt og íurðulegt, að blöð rikisstjórhar- innar segja og þið munuð heyra Pétur. alþingismann halda því einnig íram hér, að jafnframt séu gerðar ráðstafan- ir til að bæta upp þá lífskjara- skerðingu, sem af gengislækk- uninni leiðir. Ef svo væri gert — sem alls ekki er raunin — væru þessar rikisstjórnarinnar á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.