Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 1
Islenzkir togarar valda Grindavík- urbótum geysilegu veiðarfœratjóni HafSi landhelgisgœzlan lofaS oð vernda veiSisvœSi bátanna fyrir togurunum á föstudaginn langa? r-----------------------> SÐ J A ivftótmælir A aðalfundi I<5ju, sem haldinn var í Iðnó í gær- kvöld, var eftirfarandi til- laga samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta atkv. gegn eindregnnm tilmæhnn l'ormanns félagsins, Guðjóns Sigurðssonar: „Aðalfundur Iðju, félágs verksmiðjufólks í Keykja\ ík, felur fulltrúa sínum í I. maí- nefnd Fulltrúaráðsins og verkalýðsfélaganna að vinna að því eftir megni innan nefndarinnar, að I. maí í ár verði fyrst og fremst helg- aður baráttunni gegn árás- um ríkisvaldsins á lílskjör almennings“. f V________________________/ Eins og skýrt hefur verð frá í fréttum útvarpsins fóru K ísienzkir togarar á föstudaginn langa og aðfaranótt laugardagsins inn á netasvæði báta, er róa frá Grindavík, og toguðu yfir net þeirra og er talið að samanlagt veiðar- íæra- og aflatjón bátanna af þessum sökum muni nema talsvert á aðra milljón króna, þótt það hafi ekki reynzt nærri því eins mikið og ætlað var í fyrstu. Þjóðviljinn sneri sér í gær til Jóhanns Þórðarsonar, full- trúa bæjarfógetans i Gull- bringu- og Kjósarsýslu, er haft hefur rannsókn málsins með höndum, en hún hófst þegar á laugardagskvöld. Jóhann sagði, að rannsókn málsins væri enn ekki lokið, hefði hún staðið til kl. 5 i fyrrinótt og átti aftur að hefj- ast í gærkvöld og bjóst full- trúinn við, að henni myndi ljúka í dag. Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum útvarpsins varð fyrst vart við tjónið á laugar- dagsmorgun. Þann morgun réru aðeins tveir bátar frá Grindavík vegna veðurs, Arn- firðingur og Hrafn Sveinbjarn- arson. Bátarnir höfðu lagt net sín á skírdag en á föstudaginn langa var ekkert róið. Þegar bátarnir tveir komu á vettvang á laugardagsmorguninn, voru tveir togarar inni á sjálfu neta svæðinu,' togararnir Gerpir og Egill Skallagrimsson, en rétt fyrir utan það voru m.a. Nep- túnus, Marz og Þorkell máni, en alls sáu bátarnir '10—15 tog- ara, er voru að veiðum upp undir netasvæðinu. I fyrstu var haldið, að veið- arfæratjónið myndi nemá miUj. króna, en við rannsókn málsins hefur komið í ljós, að það er Framhald á 3. síðu Myndin af þesum þrem lömbum er tekin liér í Reykjavík — Laugardaln- uin — og segir nánar frá þeim á 3ju síðu blaðsins. HERLÖG í SUDUR-KÖREU Uppreisn hefur brotizt út í Suður-Kóreu. Herlög hafa verið sett í höfuðborginni Seul, þar sem bar- izt var enn á miðnætti í gær eftir staðartíma, og f jórum öðrum helztu borgum landsins. blaðsins, en í gær keyrði um þverbak. 60—70 menn féllu í bardög- um milli lögreglu og- stúdenía Allt laiulið befur logað í ó- eirðum síðustu vikumar, eins og nánar er skýrt frá á 4. síðu Litlar horfur taldar á að samkomulag takist í Genf Þær þjóðir sem þegar haía 12 mílur munu aldrei fallast á minni landhelgi í frétt frá Reiiter í gær var sagt að horfur á að nokkurt al- Jijóðlegt samkomulag takist á sjóréttarráðstefnunni í Genf í'ari nú minnkandi. Fulltrúar Jieirra ríkja sem vilji 12 sjó- mílna landhelgi fari ekki dult með Jiað að stjórnir þeirra muni aldrei sætta sig við minni landhelgi, cnda Jiótt svo fari, sem alls ekki sé víst, að ráðstefnan samþykki slíkt. Haft er þannig eftir fulltrúa Líbanons að þær þjóðir sem hafi tekið sér 12 mílna land- helgi muni vissulega ekki fall- ast á skerðingu hennar. Full- trúi Sovétríkjanna hafði áður gefið svipaða yfirlýsingu. Allsherjarfundur var settur á ráðstefnunni j gærmorgun. Lesin var skýrsla heildarnefnd- ar, en fundi síðan frestað fram yfir hádegi, þar sem enginn var á mælendaskrá. Enginn kvaddi sér heldur hljóðs á síð- ari fundinum og stóð hann að- eins i rúma mínútu. Orðrómur er um það í Genf að fulltrúi Indlands muni bera fram breyíngartillögu við sam- eiginlega tillögu Kanada og Bandaríkjanna, þess efnis að herskipum yrði ekki leyft að fara inn fyrir 12 mílna mörk- in. Engar líkur munu á að slík tillaga næði fram að ganga, enda fælist í samþykkt hennar að hin almenna landhelgi yrði Framhald á 3. síðu í Seúl í gær. Stúdentar höfðu efnt til mcfmælafunda ,gegn of- beldisstjórn Syngmans Rhee. Lögreglan reyndi fyrst að dreifa mannfjöldanum með táragasi og kylfuhöggum, en greip *til skotvojjna sinna þegar Jiað tókst ekki. Stúdentar svör- uðu skothríðinni og liófust þá bardagar víða um borgina. Um kvöldið voru upprelsnarmenn sagðb- enn liafa tvö af átján hverfum borgarinnar á valdi sínu. Þetta eru úthverfi í norð- urhluta borgarinnar og var sagt að enn væri barizlt þar á miðnætti. Áður liöfðu þúsundir stúd- enta og annarra námsmanna umkrin,g*t Jiinghúsið í borginni og forsetaliöll Syngmans Rhee, þar sem hann sat á skyndifnndi með stjórn sinni. Herlið og lögreglusveitir í brynvörðum vögnum eru um alla borgina og heil lierdeild með skriðdreka hefur vcrið kvödd til hennar. Bandarískum hermönnum og öðru erlendu herliði sem er í landinu í nafni Sameinuðu Jijóðanna hefur verið skipað að halda kyrru fyrir í búðum sín- um. Fré*ttir af atburðunum í Suð- ur-Kóreu eru af skornum skammti, því að ritskoðun hef- ur verið liert og fréttamönnum bannað að senda skey*ti þaðan. Bandaríski sendiherrann í Seúl gekk á fund Syngmans Rhee í gær og lýsti áhyggjum sínum vegna ástandsins og Herter, vitanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaddi sendi- herra Suður-Kóreu á sinn fund í Washin,gton söniu er- inda. Bandarjska létanríkisráðu- neytið skýrði samt frá J»ví í gær, að engin breyting væri fyrirliuguð á ferðaáætlun Eis- enhowers forseta í sumar, en æ‘tlunin er að hann heimsæki Syngman Rhee þegar hann kenuir frá Sovétríkjunum. IJIIIllllllllllllllll..................................................................... y. (Island á að leggja lið( I allsherjarafvopnun | liimiiiiiiimiiiiiiiiimiiiii Alþingi er fulitrúi eina lands á jörðinni sem aldrei hef- ur þurft að lieyja stríð við öim- ur lönd, ísland hefur værið laiul friðarins framar öllu öðru, sagði Einar Olgeirsson á Al- þingi í gær, er hann flutti framsöguræðu fyrir þingsálykt- unartillögu sinni og Hannibals Valdimarssonar, um allsherjar afvopnun. Tillagan er þannig: Alþingi ályktar að gefnu tilefni að minna á ályktun sína frá 13. apríl 1954 um að s'kora á Sam- einuðu þjóðirnar að beita sér af alefli fyrir allsherjarafvopn- mmimmmmmimm un og felur ríkisstjórninni að Ijá því máli fyllsta stuðning sinn á alþjóðavettvangi, að nú þegar sé hafizt handa um al- gera afvopnun allra þjóða og henni hraðað sem frekast má verða. 1 framsöguræðu minnti Einar á að æðstaráð Sovétríkj- anna sneri sér til Alþingis eins og annarra þjóðþinga heims 15. febr. sl. með áskorun um a<5 leggja tillögum ráðsins un* allsherjarafvopnun lið sitt. Tillögu Einars og Hannibalsl var vísað til utanríkismála- nefndar með samhljóða atkvæð.*,,,, um. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.