Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 20. apríl 1S60 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Útvarpið □ 1 dag: er miðvikudagurinn 20. apríi — Sulpicius — 111. dagur ársins — Tungl í hásuðri kl. 8.16 — Árdegisháflæði klukk- an 0.34 — Síðdegisháflæði kl. 13.15. ÚTVARFIÐ f DAG: 12.50—14.15 Við vinnuna: Tónleik- ar af plötum. — 13.30 Um fiskinn. 18.30 Útvarpssaga barnanna: -— Sjórinn hennar ömmu. 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.20 Þjóðleikhúsið 10 ára. — Farið verður i leikhúsið og rætt við ýmsa starfsmenn þess. Síðan verður útvarpað upphafi afmælis- sýningarinnar á Skálholti eftir Guðmund Kamban. 21.00 Skóla’íf og skoðanir, — samfelld dagskrá háskólastúdenta. Jón E. F^a.gnars- son stud jur., Knútur Bruun stud. jur. og Heimir Steinsson stud. mag. taka saman. 22.10 1 léttum tón: Frá kabarett FóSt- bræðra —í^,Austurbæjarbíói. Flytj- endur: Þuriður Pálsdóttir, Eygló Victorsdóttir, Kristinn tIailsson_ Karlakórinn Fóstbræður o.f’. ■— Stjórnendur: Ragnar Björnsson og Carl Billich. 23.00 Dagskrá. — 23.45 Cagskrái'lok. (Sumardagurinn fyrsti). 8.00 Heilsaö surnri: a) Avarp (V. Þ. Gislason). b) Vorkvæði (Lárus Pálsson leikari les). c) Vor- og sumarlög p’. 9.00 Fréttir. -— 9.ip Morguntónleikar: a) Sinfónía nr. 1 í B-dúr (Vorsinfónían) op. 38 eftir Schumann. b) Þrjú vorlög eftir Mozart. c>, Fuglarnir, hljóm- sveitarsvíta eftir Respighi. d) Ptanókonsert nr. 5 í Es-dúr op. 73 eftir Beethoven. 11.00 Skáta- mestia í Dómkirkjúnni. 13.30 Frá útihátíð barna í Reykjavík: Jóhann Hannesson flytur ávarp, lúðrasveitir drengja leika og Gestur Þorgrímsson skemmtir. 14.10 Landsflokkagliman 1960: — Ij jrus Salómonsson lýsir keppni; Bjarni Bjarnason skólastj., af- hendir verðlaun og flytur ræðu. 15.15 Miðdegistónleikar: Fyrsta hálftma.nn leikur Lúðrasveit R- v'kur undir stjórn Jans Moravek, siðan innlend og erlend sumarlög af hljómp’ötum. 17.00 Sumardag- urinn fyrsti, samfelld dagskrá (endurtekin). 18.30 Barnatimi — (Helga og Hulda Valtýsdætur): a) Leikrit: Villtu banana? . Leik- stjóri Klemens Jónsson. b) Krist- inn Hallsson syngur. c) Fra.m- ha'dssagan: Eigum við að koma til Afríku? 19.30 Tónleikar: Is- lenzk píanólög. 20.20 Einsöngúr: Árni Jónsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. a) Vor eftir Pétur Sigurðsson. b) Vor eftir Magnús Bl. Jóhanns- son. c) Vornótt eftir Helga Páls- son. d) Hríslan og lækurinn eftir Inga T. Lárusson. e) Þr.iú vor'ög eftir Sigvalda Kaldr.’óns. 20.40 Er- indi: Út við eyjar blár (Sigurður Bjarnason). 21.05 Höldum gleði hátt á loft: Tryggvi Tryggvason og sexmenningar hans syngja gömul alþýðulög; Þórarinn Guð- mundsson aðstoðar. 21.25 Upplest- ur: Guðbjörg Vigfúsdóttir les vor- og sumar.kvæði og-dr. Broddi .Tóhannesson kafla úr bókum eft- ir Björn Blöndal. 22.05 De.nslög, þ.á.m. leikur danshljómsveit Bj. R, Einarssohar. Söngkona: Díana Magnúsdóttir. 01.00 Dagskrárlok. • ÚTBREIÐIÐ ÞJÓÐVILJANN Hafskip: Laxá kemur tii Rvíkur í dag. ■H Sagá er væntanlég; kl. 11 frá N.Y. Fer ‘ tii Amsterdam og Lúxemborgar kl. 13. Leifur Eiríksson er! væntanlegur kl 23 frá Stafangri. Fer til N.Y. klukkan 00.30. Iiinanlandsfiug: —• 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarð- ar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætiað að fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Bí'.dudals, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. tHekla fer frá Reykja ví'k í dag austur um land í hringferð. Esja ý kom til Reykjavíkur í gær að' austan frá Akureyri. Herðubreið er í Rvík. Skjaldbreið fór frá Reykjav k i gær til Breiðafjai'ðarhafna. Þyrill er á Skagafjarðarhöfnum. Herj- ólfur fer frá Vestmannaevjum ki. 21 i kvöld til Reykjav'kur. Hvassafell er á Sauðárkróki. Arnar- fell fór í gær frá K- höfn til Heröya og Rvíkur. Jökulfe’l er í Reykjavík. Disarfeil er i Stykk- ishólmi. Litlafell losar á. Norður- landsböfniim. Helgafell er r Sas van Gent. Hamrafell fór 9. þm. frá Hafnarfiröi tii Batúm. Dejtifoss, fór frá Borgarfii'ði eystra 15. þm. til Rostock, Hal- den og Gautaborgar. Fjallfoss fer frá Hamborg 21. þ.m. til Reykjavíkur. Goðafoss kom til Rvíkur 16. þm. frá Ka.upmannahöfn og Ábo. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fer frá N.Y. um 20. þm. til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Helsingborg í gær til Lysekil, Gautaborgar og Kam- borgar, ITuli og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Hafnarfirði í gær- kvöld til Patreksf jarðar, Bíldu- dals, Isafjarðar, Siglufjarðar, Ak- uireyrar, Norðfj'arðar, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðar og þaðan til Hull. Rotterdam og Rússlands. Tröllafoss fer fn', Reykjavik í kvöld til Akureyrar og þaðan til N.Y. Tungufoss fer frá. Reykjo,- vik í kvö’d til Isafjarðar, Sauð- árkróks, Siglu'iarðar, Daivíkur, Akureyrar og IIú avkur. Trúlofanii" ! 1 gær opinberuðu trúiofun sína, ungfrú Ingibjörg G. Karaldsdóttir verzlunarskó anemi G"ettisgötu 84 og Grétar Hreinn Óskarsson, stud. ma.ch. Rauðará.rstig 1. Á páskadag opinberuðu trúlofun sína, Fríða Ragnarsdóttir til heimilis að Sandbraut 6 og Ásgeir Guðmundsson Jarðarbr. 6 Akra- Háteigsprestakall Fermingarmessa á sumardaginn fyrsta í Fríkirkjunni klukkan 2. Séra Jón Þorvarðsson. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Næsta saumanámskeið féla.gsins hefst mánudaginn 25. apríl klukk- an 8 e.h. að Borgartúni 7. Nánari upplýsingar i símum 11810 og 15236. Vandlát húsmóðir notar R 0 Y A L lyítiduít í hátíða- baksturinn. Trúlofanir SIÐAN LA HUN 52 da'jur. í alvöru. Ég gæti ekki hugsað mér að eiga hérna heima, Man- cipie. Gleymdu því ekki. — Fyrsta hæð: Táfýlski — Guð má vita hvernig andrúms- ioftið er þar. — Manciple! En sá smekkur! Já, núna hefurðu fyllstu ástæðu . til að roðna! — Við skulum reyna á ann- arri hæð. Frú Tickler. Ég hringi. — Erum við að leita að einu herbergi eða fleirum? Og við verðum að ákveða hvað við viljum fá margar máltíðir. Sem ég er lifandi, ég hef ekki leitað mér ,að herbe.rgi, síðan ég kom frá Oxford. Ég er viss um að það er ekkert •þaðherþergi þarna, Manciple; og sennilega þarf að þera ruslaföturnar niður aðalstigann. Við verðum að segjast ætla að hugsa okkur um; vertu ekki of fljótur að taka ákvörðun! Dyrnar opnuðust. — Já? — Afsakið, er þetta frú Tickler? — Hún flutti héðan í Október. — En það stendur á hurð- inni — — Mér kemur andskotann ekkert við hvað stendur á hurð- inni. Frú Tickler flutti í októ- ber, til ahrár guðslukku. Ef þér eruð þessi Tom hennar, sem hún var ailt.af að tala um, þá er það verst fyrir yður sjálf- an. — Ég heiti Gideon og ég þekki frú Tickler ekki neitt. Þá hefði ég líklega ekki þurft að spyrja yður, hvort þér væruð hún. þegar þér opnuðuð. ;— Alveg' rétt, sagði dr. Blovv og kinkaði kolli. -— Jæja, þá þakka ég fyrir og leyfi mér að biðjast afsök- unar á ónæðinu. Það er allt í lagi þó ég þurfi að randa upp og niður, upp og niður. —- Ég held þetta hafi verið karlmaður, sagði dr. Blow. —- Þess vegna var hann vist reið- ur. — Slúður, svaraði Manciple. — Þeir ganga allir með kaskeiti og reykja pípu. — Jæja. Það kemur svo sem út á eitt.. Við ' erum að minnsta kosti ennþá utan dyra; og það lítur g'runsamlega út, ef við hringjum aftur bjöllunni. Skáþakið yfir dyrunum hlífir okkur að nokkru fyrir forvitn- um augum. Þú verður að kiifra upp og skríða gegnum glugg- ann fyrir oían hurðina. — Þú ert grennri-. — Já, en ég er ekki eins lið- ugur. Ég held næstum að ég hafi haft of. litla hreyfingu síð- ustu þrjátíu. fjörutíu árin. Ég fer sjaldan í göngur nú orðið; og ég held svei mér ekki ég hafi klifrað upp nokkurn skap- aðan lilut, síðan ég var í leik- fimi í æcku. Já, ójá. Ég reyni: Hann djarfur æddi um dymar inn/ og dró svo fyrir slagbrand- inn/ Og leyndi sínum langa búk — -------- — Flýttu þér, sagði Manc- iple. — Við höfum engan tima - til þess arna. Yfir dyrunum var hálfhring- myndaður gluggi, og hann var örlítið opinn — nóg til þess að doktorinn kom fingri í milli og gat ýtt honum upp, Það marraði í hjörunum. Blow stóð á öxlunum á Manciple, og Manciple sá mjög Htið; en hann fann hvernig doktorinn varð þyngri og þyngri, unz hann að lokum stökk (eða öllu heldur klifraði) upp og tróð sér gegnum onið. Manciple fékk yfir sig foss af kalki og ryki. Síðan heyrðist dynkur að innan, þegar doktorinn kom niður í veikburða regn- hlífagrjnd. siðan opnuðust dyrnar og Manciple smeygði sér innfyrir. — Vel gert hjá þér! hvislaði hann. — Já, svar- aði doktorinn. ■ '— Sjáðu til-, dyrnar voru ólæstar. Það gerði þetta allt auðveldara. Enginn í húsinu virtist verða hávaðans var. Engar dyr voru opnaðar. Engin skammaryrði kváðu við. Kvenmáðúr.inn á annarri hæð kom ekki írain — sjálfsagt vegna þess að regn- hlífagrindin var sameign og hún hafði ekki lagt peninga í hana. Leynilögreglumennirnir tveir iæddust að kjallarastig- anum. Þar stóðu þeir og hlust- uðu andartak. Það var dimmt í kjallaranum og ekkert 'hljóð heyrðist. Og loftið var rakt, eins og þar lægju dyngjur af blautum þvotti. Jafnvel Manciple var nú far- inn að' segja „uss“. Ilvísl hans var alveg eins áhrifamikið og leyndardómsfullt og hvísl Blows, og framkoma hans (hefði einhver séð hana)' ekki síður grunsamleg. Með tak- markalausri varfærni læddust þeir niður, þrep íyrir þrep. Niðri voru þrjú herbergi og gangur með dyrum út í port, sem ekkert var í nema eitt mórberjartré. •— Það er engin undankomuleið, bv/slaði Blow, nema maður klifri upp í tréð! Aftastá herbergið var eld- hús, skuggalegt, rakt og tómt. Miðherbergið var einnig næstum tómt, en út um óhrcin- an gluggan á bví mátti sjá út yfir portið með mórberjar- trénu. Þar var aðeins éinn far- lama hægindastóll með efnileg- um svéþpagr.óðri i grænu pluss- áklæðiriu. BIqw lokaði dyrun- um. — Ég geri ráð fyrir að þetta herbergi sé aðeins not- að á jólakvöldið, sagði hann. — Ef þau fafa þá ekki í veit- ingahús, Þeir riálguðust fremsta her- bergið- 'með einstakri varúð. Það var síðásta tækifærið til að láta standa sig að verki og taugar þeirra voru þandar. Einmitt nú gæti Álfur staðið reiðubúinn bak við hurð með skammbyssu eða rakhníf í hendinni. . . — Eigum við að opna dyrnar og læðast inn eða bíða þangað til þeir koma út? spurði Manc- iple og hélt um húninn. — Þú skalt bara ganga inn- fyrir, blátt áfram og eðlilega, sagði Blow án þess að athuga, að það sem Jaeir höfðu fyrir stafni. bauð ekki beinlínis heim. eðlilegri hegðun. — Eí þeir segja eitfhvað, geturðu sagt að þú séað leita að Tickiorfj;';!- skyíd.unni. Nafnið þeirra sten;!- ur á dyrunum. þótt þau haíi ílutt í október. Prófessor Manciple opnaði dyrnar. Herbergið var tómt, það er að segja mannlaust. Þar var hins vegar. nóg af húsgögn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.